Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. Utlönd Austur-Þjódverjar sparsamir Austur-Þjóöverjar skoóa kvenskó í Berlín. Vöruúrval f verslunum í Austur-Þýskalandl hefur auklst I kjölfar efnahags- og gjaldmiðla- sameiningar þýsku rlkjanna. Símamynd Reutor Austur-Þjóöverjar héldu að sér höndum í gær, fyrsta reglubundna verslunardaginn eftir sameiningu efnahags- og gjaldmiöla þýsku ríkj- ánna. Otti margra um aö Austur- Þjóðverjar yrðu gripnir einhverju „verslunaræði“ nú þegar þeir hafa í höndum „alvöni" peninga virðist því ekki á rökum reistur. Þeir gera sér fulla grein íýrir því að erfiðir timar fara í hönd. Vestrænar vörur voru til sölu í öllum verslunum í landinu i gær. En Austur-Þjóðverjar létu sér nægja að skoða í búðarglugga, að sinni. Búast má við að margir missi vinnuna á næstu dögum, ekki síst þar sem eftirspum eftir vörum framleiddum í Austur-Þýskalandi mun án efa fara þverrandi. Austur-Þjóðverjar skiptu mörk- um sínum yfir í vestur-þýsk mörk í gær fýrir 4,5 milljarða marka. Það er mun minna en gert hafði verið ráð fyrir. Verkfall í Frakklandi Þriggja daga verkfall hefst f dag hjá frönskum flugumferðarmönnum í dag og gæti það truflað mjög alla umferö um tvo stærstu flugvelli París- ar. Air France-flugfélagið skýrði ffá því aö um sextíu prósent ferða þess til Evrópu og Miðjaröarhafs féllu niður en aö öðru leyti myndi verkfallið ekki hafa áhrif á miliilandflug. Air Inter, stærsta innanlandsflugfélag Frakklands, sagði að verkfallið myndi hafa þau áhrif að sextíu prósent feröa féllu niður. Það eru flugumferðarmenn hjá CGT-verkalýösfélaginu sem boöuöu verkfallið vegna starfsmannatakmarkana. Karl Otto Pöhl, seðlabankastjóri Vestur-Þýskalands. Símamynd Reuter Karl Otto Pöhl, seölabankastjóri Vestur-Þýskalands, hefur látið í ljósi efasemdir um þau áform breskra yfirvalda aö ýta undir notkun ECU, evrópskrar myntar, í stað sameiningar gjaldmiðla aðildarríkja EB, Evr- ópubandalagsins. En í ræðu sem hann hélt í gær hafhaði seðlabankastjór- inn þó áformum Breta. Breska stjómin, sem hefur löngum veriö andvíg gjaldmiðlasámeiningu, vill að Evrópuríkin setji á laggimar samevrópska mynt sem yrði notuð jafiihiiða myntum ríkjanna, en kæmi ekki í stað þeirra. Fréttaskýrendur líta svo á að með þessu séu Bretar aö reyna að hægja á sameiningaráformum Evrópubandalagsins. Pílagrímar létust í jarðgöngum Samkvæmt óstaðfestura fregnum létu yfir þúsund manns lifið í troðn- ingi í jarðgöngum í Nícosíu í Saudi-Arabíu í gær. Atburöurinn er sagður hafa átt sér stað er múhameðstrúarmenn í pilagrimsför hafi möst út úr jarðgöngunum vegna hita. Pílagrímamir vom í jarðgöngum nærri helgum stööum i Mecca. Loft- ræstikerfi ganganna bilaöi meö þeim afleiðingum að hitinn þar varö óbærilegur. Þvi mddist fólkið til útgöngu til að fá frískt loft. Smyglaði gervisprengju í fflugvél «nm swire, faoir eins lórnarlamba Lockerbie-slyssins, hefur sakað bresk flugumferðaryfirvöld um Slaka örygglsgæslu. Slmamynd Reuter Jim Swire, faðir eins fómar- lamba Lockerbie-slyssins í Skot- landi fyrir tveimur ámm, sagðist í gær hafa smyglaö gervisprengju um borð í flugvél á Heathrow-flug- velli áleiðis til Bandaríkjanna án þess að tollgæslumenn hefðu stöðv- að sig, Swire segir að þetta sýni að loforð breskra yíirvalda i kjölar Lockerbie slyssins um að öryggis- gæsla á flugvöllum veröi betram- bætt séu ekkert nema orðin tóm. Dóttir Swire, Flora, var ein 270 fómarlamba Lockerbie-slyssins árið 1988. Þá var farþegaflugvél frá bandaríska flugféiaginu Pan Am sprengd í loft upp yfir Skotlandi. Bresk yfirvöld kanna nú stað- hæfingar Swire og hvemig bregð- ast beri við þeim. Harðlínumenn á þingi sovéska kommúnistaflokksins: Harðorðir um perestrojku Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti, sem hér sést á göngu á Rauða torginu í Moskvu, á á brattann að sækja á þingi sovéska kommúnistaflokksins. Símamynd Reuter Jegor Lígatsjov, einn helsti for- ystumaður sovéskra harðlínu- manna, gagnrýndi harðlega umbóta- sinna innan sovéska kommúnista- flokksins í morgun við upphaf ann- ars dags örlagaríks þings flokksins. Lígatsjov gagnrýndi þaö er hann kallaði „hugsunariausa róttækni- stefnu“ umbóta síðustu fimm ára. Það fer ekki á milli mála að þessum ummælum beindi Lígatsjov til Mik- hails Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna og jafnframt leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Þá gagnrýndi Lígatsjov einnig helsta ráðgjafa sovéska forsetans, Alexander Jakovlyev. „Sumir hafa hafið máls á að perestrojka haldi áfram með eða án stuðnings flokks- ins,“ sagði Lígatsjov. „Ég tel að pere- strokja án kommúnistaflokksins sé vonlaust fyrirbæri." Lígatsjov kvaðst þó mundu styðja forsetann til áframhaldandi setu á valdastóli hvað sem gagnrýni hans liði. Jakovlyev lagði að þingfulltrúum í gær að styðja við umbótaherferð sov- éska forsetans. Lígatsjov lagði áherslu á að hann væri ekki andvíg- ur perestrojku sem slíkri en hann væri mótfallinn því að eignaréttur yrði tekinn upp í Sovétríkjunum. Löngum hefur verið litið á Lígatsjov sem einn helsta forystumann harð- línumanna og merkisbera hug- myndafræði marx-leninisma í Sovét- ríkjunum. Gorbatsjov í baráttu Gorbatsjov ávarpaði þingið í gær í kjölfar mikillar gagnrýni harölínu- manna á stefnu hans og umbótaher- ferð. Hann sneri vöm í sókn strax eftir að hann sté í pontu og sagði aö umbætur sínar væm eina von Sovét- ríkjanna. Viðbrögð rúmlega fjögur þúsund þingfulitrúa vom misjöfn, sumir klöppuðu forsetanum kurteis- lega lof í lófa en aðrir sátu meö stein- mnnin andlit undir ræðunni. Forsetinn sagði það „algera þvælu“ að kenna umbótum sínum um þau vandræði sem við þjóðinni blöstu nú. „Annaðhvort heldur sú mikla breyt- ing sem þegar er hafin áfram eða andstæðingar perestrojku ná yfir- hendinni og svartnætti blasir við,“ sagði hann. Gorbatsjov lagði ábyrgð- ina á vandamálum Sovétríkjanna á fyrri ríkisstjómir. Klofningur yfirvofandi Hvað sem gagnrýni á Gorbatsjov líður er næsta vist að hann mun ekki missa embætti leiðtoga flokksins á þessu þingi. Hins vegar hefur verið litið þannig á að þingið hafi úrslita- vald um framtíð flokksins. Margir fréttaskýrendur segja að klofningur sé óhjákvæmilegur, of mikið skilji að róttæka umbótasinna og harðl- ínumenn til að hægt sé að sætta sjón- armið þeirra. Bandalag lýöræðissinna, hópur umbótasinna innan sovéska komm- únistaflokksins, hefur hótað að segja sig úr flokknum og setja á laggimar sjálfstæðan flokk verði ekki sam- þykkt víðtæk uppstokkun á stefnu flokksins og markmiðum á þessu þingi. Ekki er líklegt að svo verði. Meirihluti þingfulltrúa er talinn til- heyra hópi harðlínumanna, ekki síst frá nýstofnuðum kommúnistaflokki rússneska lýðveldisins. Reuter Litháen: Efnahagsþvingunum aflétt Litháar þurfa ekki lengur að hamstra olíu og bensin þar sem efnahags- þvingunum sovésku stjórnarinnar gegn þelm hefur verið aflétt. simamynd Reuter Sovétmenn hafa aflétt efnahags- þvingunum gegn Litháum að fullu. Aö sögn sovéska forsætisráðherrans kom þessi ákvöröun í kjölfar þess aö framfor hefur orðið í deilu sovéskra yfirvalda og litháiskra ráðamanna um sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra síð- amefndu þann 11. mars síðastliöinn. Yfirvöld í Litháen skýrðu frá því um helgina að olíuflutningar hefðu hafist til lýðveldisins á ný en það er í fyrsta sinn í tvo mánuði að slíkir flutningar fara fram. Sovésk stjóm- völd hafa beitt Litháa efnahags- þvingunum í tvo mánuði í þeirri von að þeir dragi til baka sjálfstæðisyfir- lýsingu sína. Samkomulag náöist hins vegar í síðustu viku þess efnis að Litháar fresti gildistöku yfirlýs- ingarinnar í eitt hundraö daga frá upphafi komandi viðræðna við Moskvustjómina. Þeir áskilja sér þó rétt til að framlengja frestunina eða slítahenni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.