Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. Iþróttir John Barnes ekki með gegn V-Þjóðverjum? • Þeir sem fylgst hafa meö leikj- um enska landsliðsins á Ítalíu hafa eflaust tekiö eftir því aö John Barnes hefur engan veginn náð sér á strik. Hann hefur verið í byijunarliöi enskra í öllum leikjunum en hann hefur veriö tekinn af leikveUi í tveimur síö- ustu leikjum liðins. Bames hefur átt við meiðsli aö stríða í.nára og hafa meiöslin ágerst meö hveij- um leik og nú em líkur á því að hann geti ekki leikið gegn Vest- ur-Þjóðveijum í undanúrshtum keppninnar á morgun. Mark Wright ætti að vera klár í slaginn • Einn besti leikmaður Eng- lendinga á HM, Mark Wright, verður þó klár í slaginn á morgun en sauma þurfti sjö spor í auga- brún hans eftir leikinn gegn Kamerún. Leikur Vialli með ítölum gegn Argentínu? • Azeglio Vicini, þjálfari ítalska landsUðsins, ætlar að bíða fram á síðustu stundu með að stilla upp byrjunarliði sínu gegn Argentínu í dag. Aðalstjarna Uðsins fyrir keppnina, Gianluca VialU, hefur ekkert leikið með ítölum síðan í fyrsta leik gegn Bandaríkjunum vegna meiðsla en nú er hann orð- inn góður af meiðslunum og spurningin er hvort Vicini tefli honum fram í byrjunarliðinu. Hin nýja stjama ítala, Salvatore SchiUaci, og Roberto Baggio hafa leikið í fremstu vígUnu í leikjum ítala í síðustu leikjum og ef VialU kemur inn í Uðið að nýju mun Baggio væntanlega víkja fyrir honum. Vicini á við fleiri vanda- mál að stríða því miövaUarleik- maöurinn Nicola Berti hefur tek- ið út leikbann og spuming hvort hann komi inn í Uð að nýju fyrir Agustini. Slær Zenga met Shiltons • Markvörður ítala, Walter Zenga, á möguleika á aö setja nýtt heimsmet í heimsmeistara- keppninni ef hann heldur marki sínu hreinu gegn Argentínu í dag. Peter Shilton á metið sem er 501 mínúta en Zenga og félagar hans í ítalska landsliöinu hafa enn ekki fengið mark á sig í þeim fimm leikjum sem ítahr hafa leik- ið eða alls 450 mínútur. Fari svo að Argentínumenn skori ekki í kvöld gegn Zenga þá hafa and- stæðingar ítala ekki skorað mark í 540 mínútur. Romario ku vera hættur í landsliði Brasilíu • Brasilíski landsUðsmaðurinn Romario, sem leikur með hol- lenska liðinu PSV Eindhoven, fékk ekki að leika með liði Brasil- íu á HM á Ítalíu þrátt fyrir að hann hafi verið búinn að ná sér fullkomlega eftir fótbrot í vor. Romario er mjög ósáttur við ástandið og hefur látið hafa eftir sér að hann hyggist ekki gefa kost á sér framar í landsUð Bras- ilíu. Reyndar vakti það óskipta athygU að þjálfari BrasiUu skyldi ekki nota þennan snjalla leik- mann meira á HM og það er áfall fyrir landsUð Brassa ef Romario neitar að leika meira með Uðinu. Þeir eru margir landsliðsþjálfar- amir sem hafa lýst því yfir að þeir vildu hafa Romario í sínu liði og einn þeirra er Bobby Rob- son sem á næstunni tekur við stjóminni hjá PSV. Blaðamönnum kennt um ófarir Spánverja • Það er kunnara en frá þurfi að segja að blaðamönnum sé kennt um aUt saman þegar á móti blæs hjá íþróttamönnum. Spænskir blaðamenn fóru ekki blíðum orð- um um spánska landsliðið á HM og eftir hvern leik liðsins var þjálfarinn og leikmenn Uðsins óspart gagnrýndur. Þeir em til sem halda því fram að slök frammistaða spánska Uðsins sé þarlendum blaðamönnum að kenna. Á meðal þeirra sem hafa látið hafa þetta eftir sér er forseti spánska Uðsins Real Madrid. Tekur öldungurinn frægi við liði Kamerún? • Flestir ef ekki alUr knatt- spymuunnendur urðu fyrir miklum vonbrigðum er Uð Kam- erún var slegið út úr heimsmeist- arakeppninni. Liðið hefur glatt áhorfendur með góðum og skemmtilegum leik og Uð Kamer- ún átti svo sannarlega skiUð að komast í undanúrslitin og hefði sómt sér þar betur en leiðinlegt og þunglamalegt Uð Englendinga sem hefur oftast leikið betur en í yfirstandandi heimsmeistara- keppni. Nú er ljóst að Sovétmað- urinn Nepomnajsskij, sem þjálf- að hefur Uð Kamerún með frá- bærum árangri síðustu árin, mun hætta með liðið. Hann fær ekki lengra leyfi frá yflrvöldum í Sov- étríkjunum. Sá sem nefndur er sem líklegastur eftirmaður hans er enginn annar en Roger Milla, leikmaður HM 1990. Platt skoraði merkilegt mark gegn Belgíumönnum • Markið sem Davidf Platt skor- aði fyrir Englendinga gegn Belg- íumönnum á dögunum er Eng- lendingar slógu Belga út úr HM var merkUegt mark fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta mark Platts fyrir enska landsliðið og 100. mark heimsmeistarakeppn- innar á Ítalíu. Rossi hrósar Schillaci • Paolo Rossi, sem var hetja ít- alska landsliðsins er það varð heimsmeistari á Spáni 1982, hefur hælt hinum smáa en knáa leik- manni ítala, Schillaci, á hvert reipi. Rossi segir að enginn vafl leiki á því að Schillaci geti verið kosinn besti leikmaður HM 1990 og einnig hafi hann mikla mögu- leika á því að verða markahæsti leikmaður mótsins. Luis Suarez líklega hættur með Spánverja • Nú er talið mjög líklegt að Luis Suarez, landsliðsþjálfari Spán- verja, hafi stjómað liðinu í síð- asta skiptið. Spánverjar duttu úr keppninni og það var mikið áfall. Talið er líklegt að Suarez taki á ný við landsliði Spánverja skip- uðu leikmönnum undir 21 árs aldri. Þeir sem hafa verið að velta afsögn Suarez fyrir sér hafa ekki getað bent á hugsanlegan eftir- mann hans. Þjálfari Kólómbíu hættur • Þjálfari Kólómbíu, Maturana, hefur tilkynnt aö hann hafi látið af störfum sem landsliðsþjálfari. Hann er ekki ánægður með frammistöðu sinna manna á HM þrátt fyrir dágóðan árangur hðs- ins að margra mati og segir áhugaléysi einkenna kólumbíska knattspyrnumenn. • Qary Lineker er vinsæll knattspyrnumaður og fæst ekki ókeypis frá félagi sínu Tottenham. Hér er hann á Ítalíu á dögunum umkringdur ítölskum lögreglumönnum. Slmamynd Reuter Uneker til Tonno? 430 miHjómr Þau eru mörg hðin sem tilbúin era að opna pen- ingabuddu sína og reiða fram vænar fúlgur fyrir enska landsliðsmanninn Gary Lin- eker. Hann leikur með Tottenham en kann að vera á fórum frá félag- inu. Reyndar virðist Tottenham ekki þurfa aö hafa miklar áhyggjur af peningamálunum í framtíðinni því ítalska hðið Sampdoria hefur lýst þvi yfir að félagið sé tilbúið að greiða um 500 milljónir fyrir Paul Casgoigne. Nú er ítalskt lið tilbúið að greiða Tottenham 430 milljónir fyrir Gary Lineker. Um er að ræða Torino og mun það koma fram á næstu dög- um hvort hann fer til hösins. Ef þeir félagar verða seldir frá Totten- ham má reikna með því að fyrir þá fáist um 900 milljónir og má fá nokkra snjaha leikmenn fyrir þá upphæð. -SK Góður árangur - á aldursflokkameistaramóti íslands í sundi m baksundi sveina á 38,76 sek. • Eydís Konráðsdóttir, SFS, í 50 m baksundi meyja á 35,75 sek. • Ólafur Sigurðsson, ÍA,; í 100 m flugsundi drengja á 1.07,68 mín. • Ema Jónsdóttir, Bolungarvík, í 100 m flugsundi telpna á 1.10,88 mín. • Ómar Friðriksson, SH, í 50 m bak- sundi á 41,95 sek. • Iöunn D. Gylfadóttir, Ægi, i 50 m baksundi hnátna á 43,69 sek. • Heiðar Lár Halldórsdóttir, SFS, í 50 m flugsundi sveina á 36,52 sek. • Eydís Konráðsdóttir, SFS, í 50 m flugsundi meyja á 33,02 sek. • Arnar Freyr Ólafsson, HSK, í lOOm skriðsundi pilta á 55,19 sek. • Hildur Einarsdóttir, KR, í 100 m skriðsundi stúlkna á 1.01,79 mín. • A-sveit Ægis í 4x100 m skriðsundi drengja á 4,23,37 mín. • A-sveit UMSB í 4x100 skriösundi telpna á 4,36,74 mín. • Arna Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægi, í 200 m fjórsundi stúlkna á 2.30,08 mín. • Arnar Freyr Ólafsson, HSK, í 200 m fjórsundi pilta á 2.16,38 mín. • Kristinn Pálmason, Ægi, í 50 m flugsundi hnokka á 43,98 sek. • Lilja Friðriksdóttir, HSÞ, í 50 m flugsundi hnátna á 39,39 sek. • Erla Sigurðardóttir, SH, í 100 m bringusundi telpna á 1.22,17 mín. • Ólafur Sigurðsson, IA, í 100 m bringusundi drengja á 1.17,44 mín. • Arna Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægi, í 100 m flugsundi stúlkna á 1.08,57 mín. • Gunnar Ársælsson, ÍA, í 100 m flugsundi pilta á 59,56 sek. • Eydís Konráðsdóttir, SFS, í 100 m skriðsundi meyja á 1.08,08 mín. • Hermann Hermannsson, Ægi, í 100 m skriðsundi sveina á 1.09,23 mín. • Hrafnhildur Hákonardóttir, UM- FA, í 100 m baksundi telpna á 1.14,83 mín. • Ólafur Sigurðsson, ÍA, í 100 m baksundi drengja á 1.12,21 mín. • A-sveit Ægis í 4x100 m fjórsundi stúlkna á 4.52,61 mín. • A-sveit ÍA í 4x100 m fjórsundi pilta á 4.20,98 mín. -SK Ægir Már Kárasson, DV, Suðumesjum: Sundfélagið varð sigurvegari á ald- ursflokkamóti íslands sem fram fór í Keflavík um síðustu helgi. Sigur sundfólksins í Ægi var nokkuð ör- uggur en félagiö hlaut 369 stig en Akurnesingar, sem höfnuðu í ööru sæti á mótinu, fengu 303 stig. SFS hlaut 178 stig, SH 130, UMSB 124,5, UMFB 121, KR 120, HSÞ 109, UMFA 99, HSK 68,5, USVH 61, Ármann 57, Vestri 38, UBK 19, ÍBV 17, og UMFG rak lestina með 8 stig. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu þessir. • Ama Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, í 400 m skriðsundi stúlkna á 4.40,26 mín. • Gunnar Ársælsson, ÍA, í 400 m skriösundi pilta á 4.26,00 mín. • Kristín Guðmundsdóttir, KR, í 100 m bringusundi meyja á 1.27,65 mín. • Svavar Svavarsson, Ægi, i 100 m bringusundi sveina á 1,25,20 mín. • Dagný Kristjánsdóttir, Á, í 100 m skriðsundi telpna á 1,04,14 mín. • Ólafur Sigurðsson, ÍA, í 100 m skriðsundi drengja á 59,70 sek. • Lilja Friðriksdóttir, HSÞ, í 50 m skriðsundi hnátna á 35,72 sek. • Sigfús Steinarsson, UMSB, í 50 m skriðsundi hnokka, á 35,50 sek. • Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, í 100 m baksundi stúlkna á 1.12,01 mín. • Gunnar Ársælsson, ÍA, í 100 m baksundi pilta á 1.03,03 mín. • Ólafur Sigurösson, ÍA, í 200 m fjórsundi drengja á 2.30,09 mín. • Ingibjörg O. Isaksen, Ægi, í 200 m fjórsundi telpna á 2.41,58 mín. • A-sveit Ægis í 4x50 m skriðsundi meyja á 2.12,39 mín. • A-sveit Ægis í 4x50 m skriðsundi sveina á 2.13,21 mín. • Óskar Guöbrandsson, ÍA, í 200 m bringusundi pilta á 2.33,18 mín. • Bima Bjömsdóttir, SH, í 200 m brigusundi stúlkna á 2,44,84 mín. • Róbert Rúnarsson, UMSB, í 50 m bringusundi hnokka á 46,37 sek. • Brynja Ruth Karlsdóttir, Bolung- arvík, í 50 m bringusundi hnátna á 47,42 sek. • Heiðar Lár Halldórsson, SH, í 50 • Lið Ægis sem sigraði á aldursflokkameistaramóti Islands í Keflavík. DV-mynd Ægir Már

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.