Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1990, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 1990. * Draumar og d I gærkvöldi var sýndur í rflds- sjónvarpinu fyrsti þátturinn af sex í rómaðri breskri þáttaröð, Skild- ingarafhimnum, eftir Dennia Pott- er, Hannlofargóðu. Ef fram heldur sem horfir frá fyrsta þætti fjallar myndaflokkur- inn einkum um draumóra, kynóra og hversdagsamstur nótnasala nokkurs i kreppunni miklu. Sögu- hetjan, sem komin er afléttasta skeiðinu, hefur ekki upp á margt að bjóða, hvorki sjálfum sér né öðrum, nema helst tflvísanir í drauma- heima þeirra dægurlaga sem hæst hijómuðu á fyrri hluta fjóröa óra- tugarins. Og áhorfendur fara ekki varhluta af þessum dægurlögum því þátturinn sjálfur er öðrum þræði frábær syrpa hlnna klassíkustu dægurlaga kreppuáranna. Sú stað- reynd er ærin ástæða til að fylgjast meðnæstamánudag. Pá var þátturinn mjög vel leikinn, auk þess sem hér sannast enn einn ganginn að Bretar, þessir ihaldsöm- ustu kurfar í alheimi, eru öllum fremri í því aö endurvekja fýrri tíö- aranda. Það er að visu ekki alveg ljóst eft- ir þennan fyreta þátt hver söguþráð- urinn verður, né heldur hvort nokk- ur söguþráður verður yfir höfuð í þeim fimm þáttum sem eför eru. En hvað um það? Söguþræðir eru allsekkert grundvallaratriði. Stundum er einmitt ágætt að liafa engan söguþráð og enginn sögu- þráður er yfirleitt mun betri en lé- legur söguþráður. En kannski verö- ur svo bara söguþráður eftir aflt saman. Hverveit? Kjartan Gunnar Kjartansson Sótvangur, Hafnarfirði Hópur aldraðra á Sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði, ásamt nokkrum starfs- mönnum, brá sér austur fyrir fjall mið- vikudaginn 27. júní. Veðurguðimir voru ferðalöngunmn hliðhollir og var ekið sem leið liggur um Þrengslin til Eyrarbakka og síðan til Stokkseyrar. Þaðan var hald- ið til Selfoss. Á heimleiðinni var komið við í Hveragerði og áð í Eden. Áður en farið var frá Hveragerði brugðu ferða- langamir sér í tivoli og Utu á staöinn. Elstu ferðalangamir em á tíræðisaldri. Veður og útsýni gerðu ferð þessa eftir- minnilega og ánægjulega í alla staði. Fjölmiðlar SÍF veitti viðurkenningu fyrir þátttöku í saitfiskviku SÍF, sem stóð fyrir saltfiskviku fyrir nokkm, veitti á dögunum viðurkenningu þeim aðilum sem tóku þátt í að gera vik- una mögulega. Kjöroið vikunnar var „Saltfiskur er sælgæti" og svo virðist sem landsmenn hafi meðtekið það því mikil aukning varð á sölu saltfisks þessa daga. Á meðfylgjandi mynd em, taldir frá vinstri: Dagbjartur Einarsson, stjómar- formaður SIF, Siguijón Ásgeirsson, Miklagarði, Páll Erlingsson, Munanum, Vestmannaeyjum, Úlfar Eysteinsson, Þremur frökkum, Rúnar Marvinsson, Við tjömina, Sófús Sigurðsson, Hag- kaupi, Diðrik Ólafsson, Múlakaffi, Svein- bjöm Friðjónsson, Hótel Sögu, og Magn- ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF. A myndina vantar fulltrúa frá Naustinu, Lauga-ási og Akureyrarþátttakendum. arðarfarir Sigurður Rögnvaldur Halldórsson frá Hraungerði, Álftaveri, Stigahlíð 8, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.30. Svava Hallvarðsdóttir, Suðurgötu 111, Akranesi, sem andaðist 25. júní, verður jarðsungin frá Leirárkirkju þriðjudaginn 3. júlí kl. 14. Andlát Guðni S. Jónsson, Efstasundi 92, lést þann 25. júní 1915. Guðni fæddist 12. júlí 1915, sonur Helgu Amardóttur og Jóns Þórarins Bjamasonar. Guðni, var einn af stofiifélögum bifreiða- stöðvarinnar Hreyfils árið 1943 og stundaði hann leigubifreiðaakstur í um 50 ár. Guðni var giftur Steinunni Guðjónsdóttur. Útfor Guðna verður gerð frá Hafnarfj arðarkirkj u í dag kl. 13.30. Guðný Ásmundsdóttir lést 29. júní á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ingigerður Daníelsdóttir andaðist í sjúkrahúsinu Hvammstanga 29. júní. Karl Jóhann Ólafsson framkvæmda- stjóri, Brúnalandi 19, lést þann 29. júní. Kristján Björnsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 1. júlí sl. Magnea D. Þórðardóttir, Lynghaga 26, Reykjavík, lést í Landspítalanum 2. júlí. Trausti Sigurlaugsson, forstöðumað- ur í Sjálfsbjörg, Skólagerði 48, Kópa- vogi, lést aðfaranótt 30. júní. Guðmunda Ágústa Jónsdóttir frá Þingeyri andaðist þann 13. júní. Nína Sveinsdóttir lést í Landspítal- anum aðfaranótt laugardagsins 29. júní. Páll Tómasson, Vík í Mýrdal, er lát- inn. Tapað-fnndið Kiwanisklúbburinn Hekla fær- ir Hrafnistu gjöf Síðastliðinn vetur komu félagar úr Kiw- anisklúbbnum Heklu og eiginkonur þeirra og skemmtu vistfólki Hrafhistu í Reykjavík. við það tækifæri færðu þeir félagar heimilisfólkinu vandað mynd- bandstökutæki að gjöf. Þá komu Heklu- félagar aftur á vordögum og fóru í skemmtiferð með vistfólkið austur í Fflótshlíð. Það var tuttugasta og fimmta ferð Heklufélaga með vistfólk Hrafnistu í Reykjavík. íslenski kiljuklúbburinn íslenski kiljuklúbburinn hefúr sent frá sér fjórar nýjar bækur: Fyrra bindi hinn- ar frægu skáldsögu Fávitinn effir Dostojevskí sem kom út í Rússlandi árið 1868. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi sög- una úr rússnesku og hlaut fyrir þá þýð- ingu Menningarverðlaun DV árið 1986.1 Unuhúsi eftír Þórberg Þóröarson, af- rakstur ferðar sem hann tók sér á hendur sumarið 1922 á fund Stefáns skálds frá Hvítadal. Svo skemmtilegar þóttu Þór- bergi frásagnir Stefáns af veru hans í hinu fræga Unuhúsi að hann fékk að skrásetja þær. Papalangi - Hvíti maður- inn kom fyrst út í Þýskalandi árið 1920 og er að formi til ferðafrásögn frá Evr- ópu, sögð af Samóahöfðingjanum Tuiavii. Hann fjallar um hvita manninn og lifnaö- arhætti hans og kemst að þeirri niður- stöðu að ekki sé þar allt effirbreytni vert. Litla systir er önnur skáldsagan sem þýdd er á íslensku eftir einn dáöasta reyf- arahöfund aldarinnar, Reymond Chandl- er. Skólaslit Fjölbrautaskólans í Garðabæ Laugardaginn 19. maí voru brautskráðir 46 stúdentar og 3 nemendur með lokapróf af tveggja ára brautum frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Hátfðleg athöfii var haldin í Ásgarði. Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari flutti ræðu og afhentí nem- endum prófskírteini. Gísli Ragnarsson aðstoðarskólameistari, Kristín Bjama- dóttir áfangastjóri og deildarstjórar ein- stakra greina afhentu nemendum verð- laun. Skólinn varð 5 ára í byijun skóla- ársins og af þvi tílefni flutti ávarp Bene- dikt Sveinsson, fyrsti formaður skóla- nefndar FG. Lilja Hallgrímsdóttir, forseti bæjarstjómar, færði skólanum veglegan fúndarhamar frá bæjarstjóm Garðabæj- ar í tilefni afmælisins. Hiúda Birgisdóttir flutti skólanum kveðjur frá nýstúdent- um. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náði Guðný Guðnadóttir á hagfræðibraut - tölvulinu með 153 einingar. Flestar ein- ingar á stúdentsprói hafði Lydía Ósk Óskarsdóttir á málabraut. Kór skólans söng við athöfnina undir stjóm Hildi- gunnar Rúnarsdóttur. Nemendur skól- ans vom í vetur um 500. Grenn á Akureyri Á vegum Grann em haldin námskeið fyrir ofætur sem vilja hætta ofátí. Þessi námskeið em byggð á reynslu tugþús- unda karla og kvenna um allan heim. Helgina 7. og 8. júlí verður Gronn á Akur- eyri. Þriðjudaginn 3. júli verður haldinn fyrirlestíir kl. 21 en námskeiðið verður haldið laugardaginn 7. júlí og sunnudag- inn 8. júlí kl. 9-17.30. Fyrirlestramir standa yfir í u.þ.b. klukkustund. Þeir em öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Námskeiðin standa yfir í u.þ.b. 14 klst. og þátttökugjald er 6.000 kr. fyrir mann- inn. Skráning á námskeiðin fer fram á fyrirlestrum. Ludvig Hjálmtýsson, fyrrverandi ferðamálafulltrúi, lést 24. júní sl. Ludvig fæddist 14. okt. 1914. Ludvig var á yngri árum einn af forystu- mönnum ungra sjálfstæðismanna. Lengi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- ishússins og náinn samstarfsmaður allra forystumanna Sjálfstæðis- flokksins í landsmálum sem borgar- málum. Ludvig var upphafsmaður að stofnun Samtaka veitinga- og gistihúsaeigenda og lengi formaður, frumkvöðull að lögum um ferðamál pg formaður fyrsta Ferðamálaráös íslands og jafnframt framkvæmda- stjóri þess og síðar fyrsti ferðamála- sfióri Islands. Þá átti hann í mörg ár sæti í orðunefnd lýðveldisins. Eftir- lifandi kona Ludvigs er Kristjana Pétursdóttir og eignuðust þau tvö böm. Útför Ludvigs verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Birgir Eiriksson, Stóra Hamri, Eyja- firði, lést þann 23. júni sl. Utfórin hefur farið fram. Læöa í óskilum í Fjarðarseli í Seljahverfi. Hún er grá- bröndótt með hvíta afturfætur og hvitt undir höku. Hún fannst við Holtasel á flækingi og er búin að eiga kettlinga. Eig- andinn er vinsainlegast beðinn aö hafa samband í síma 76206 eða við formann Kattavinafélags íslands í síma 13585 eða 672909. Tillcyimingar Norðurlandamótið í bridge í Færeyjum Vikvma 1.-7. júlí er Norðurlandamót í bridge og spilað í Færeyjum að þessu sinni. íslendingar eru núverandi Norður- landameistarar í opnum flokki og hafa þvi titil að verja. ísland sendir tvö lið til þátttöku eins og hinar Norðurlandaþjóð- imar, eitt liö til keppni í opnum flokki og eitt liö til keppni í kvennaflokki. í lið- inu, sem keppir á NM nú í opnum flokki, eru Guölaugur R. Jóhannsson, Öm Am- þórsson, Sævar Þorbjömsson, Karl Sig- urhjartarson, Guðmundur Páll Amarson og Þorlákur Jónsson. Meö þeim í for er landsliðsþjálfari, Hjalti Elíasson. í kvennasveitinni, sem keppir á NM, em Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kris- tjónsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir. Fyrirliði kvenna- sveitarinnar er Sigmundur Stefánsson. Kvikmyndir BíóhöUin: Að duga eða drepast Ný hasarhetja Fyrr skal ég dauður liggja, gæti verið mottó hinnar næmýbökuðu hasarhetju Steven Seagal. Hann hefur fylgt dyggilega í fótspor hins dalaöa Chuck Norris, nema hvað Seagal er miklu meiri ruddi og afgreiðir helst andstæðinginn með beinbrotum hvers konar. Hér er hann óstöðvandi eftir að bófar myrtu fjölskyldu hans fyrir sjö árum. Eina ástæðan fyrir því að þetta tók svona langan tíma hjá honum er að hann var í dauðadái allan tíman eftir árásina. Hann vaknar upp og er strax með á nótunum og hefur engar áhyggjur af menningarsjokki eða tilfinningasemi enda hefði slík tímaeyðsla minnkað til muna fjölda fallinna. Honum er nóg að stinga nokkrar nálar í sig og beija í makiw- ara-brettið sitt undir dynjandi austurlenskri tónlist og hann er orðinn sem nýr og getur tekið upp fyrri iðju. Til að byrja með er gegndarlaust ofbeldið áhrifamik- ið, enda er Seagal mikill bardagalistamaður og þekkir ekki linkind á neinn hátt en einhvers staðar á leiðinni fer einhliöa slátrunin á taka á taugamar. Ef að hasar- hetjur fengju úthlutað drápskvóta, þar sem hver og einn dræpi miðað við getu, fjölbreytni, hörku og húm- or, þá hefði Seagal farið hér langt fram úr sínum, líkt og Stallone í Rambo IH. Schwarzenegger viröist hins vegar hafa ótakmarkaðan kvóta í sinni næstu, Total Recall. Seagal hefur þó eitt framyfir grófustu hasar- hetjumar. Hann getur gert sig skiljanlegan á góðri ensku, það getur mótleikkona hans hins vegar ekki. Hún Kelly LeBrock er hreinasta hneisa í gyðjulíki og nú skilst manni hví hún þagði nær alla sína fyrstu mynd, Weird Science, þar sem hún var töfruð upp af nördum tveim. Seagal, sem er orðinn mjög virtur í Hollywood (hann er einkaþjálfari súperumboðsmannsins Mike Ovitz), er velkominn í hóp hörkutóla tjaldsins, það em fáir sem líta eins vel út með tagl og tætara. Gangi honum bara betur næst í söguleit. Hard To Kill. Bandarisk 1990, Warner, 96 mfn. Leikstjóri: Bruce Malmuth (Nighthawks) Aðalhlutverk: Steve Seagal, Kelly LeBrock, Blll Sadler. Gísli Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.