Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLl 1990. 11 Utlönd 0 AFSLATTUR Á ÖLLUM VÉLUM DAGANA 3.-6. JÚLÍ ÞÝSK GÆÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Sphinx Imelda Marcos sýknuð: „Járnfiðrildið“ bar sigur úr býtum Fyrrum forsetafrú Filippseyja, Imelda Marcos, hefur nú eftir rúm- lega þriggja mánaða réttarhöld verið sýknuð af ákæru um gífurlegt íjármálamisferli á meðan eigin- maður hennar, Ferdinand Marcos, var við völd. Um var að ræða and- virði 120 milljarða íslenskra króna sem hún og eiginmaður hennar voru sökuð um að hafa dregið sér og komið ólöglega úr landi. Eftir fimm daga fundarhöld komst kvið- dómur að þeirri niðurstöðu að Imelda skyldi teljast saklaus. Löng og ströng réttarhöld hafa haft mikil áhrif á Imeldu. Hún hef- ur sýnt á sér ýmsar hliðar á meðan á þeim hefur staðið. Hún hefur grátið, beðið og fallið í yfirlið. Á mánudag, þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, grét hún og hló til skiptis. Kvaðst hún þakka Guði þessa niðurstöðu og sagði hún trú sína á Guð styrkjast enn frekar. Á meðan á réttarhöldunum stóð lét hún koma fyrir styttu af Maríu mey í sérstöku herbergi í dómhúsinu, þangað sem hún kom og bað. Úrskurðurinn kom á 61 árs af- mæli frúarinnar og vitanlega lýsti hún því yfir að hún heföi aldrei fengið betri afmælisgjöf. „Það hefur þungu fargi verið af mér létt. Þetta er besta afmæhsgjöf sem ég hef nokkum tíma fengið. Guð blessi Ameríku,“ sagði Imelda við fréttamenn eftir að úrskurður- inn var kunngerður. Fyrrum fegurðardrottning Sækjendur í málinu höfðu reynt hvað þeir gátu til að sanna að Imelda hefði hjálpað manni sínum við fjárdrátt og að koma milljörð- unum fyrir með ýmsu móti þau 20 ár sem Ferdinand var við völd á Filippseyjum. Imelda hefur verið kölluð ,jám- fiðrildið". Faheg og fíngerð, fyrrum fegurðardrottning kemur hún sak- leysislega og vel fyrir segja gagn- rýnendur hennar. En undir fahegu yfirborðinu segja þeir að leynist kona meö jámhjarta sem sé gráðug með eindæmum. Aðrir lýsa Imeldu sem konu sem hafi elskað mann sinn af öllu hjarta í 35 ár og hafi þurft að líða fyrir gjörðir hans. Þeir hinir sömu segja að stjómvöld hafi átt í máh við Ferdinand sjálfan en þar sem hann sé látinn hafi eiginkonan þurft að svara til saka. Einnig hefur verið máluð sú mynd af Imeldu að hún hafi orðið kaldrifjuð vegna uppeld- is síns og aðstæðna í æsku. Hún var óhamingjusamt barn sem bjó við mikla fátækt. Flúði fátækt Fullu nafni heitir forsetafrúin fyrrverandi Imelda Remedios Visi- tacion Romualdez Marcos. Hún er fædd 2. júh 1929 og flúði fátækt og óhamingjusamt líf í byrjun sjötta áratugarins. Þá komst hún áfram á fegurðinni en hún var kjörin ungfrú Manila árið 1953. Ári seinna gekk hún í hjónaband með Ferdin- and Marcos eftir 11 daga tilhugalíf. Ferdinand var þá metnaðarfuhur þingmaður. Sagt er að hinn mikla frama sinn hafi Ferdinand mátt þakka Imeldu þar sem hún laðaði jafnan að sér Hvít Europa hreinlœtistœkja"sett" frá Sphinx á hreint frábœru verði kr: 3<tf00 ANk f\LLl fólk er hreifst af fegurð hennar og framkomu. Á áttunda áratugnum var hún skipuð til æðsta embættis í Manila og var þá orðin næst- valdamesta manneskja á Fihpps- eyjum, næst á eftir eiginmannin- um. Það var svo árið 1975 sem nafn hennar fór að birtast á hstum yfir ríkustu konur heims og var hún gagnrýnd fyrir mikla eyðslusemi. Ekki síst fóru skókaup hennar fyr- ir brjóstið á fólki. En eins og áður kemur fram voru þau hjón sökuð um að hafa dregið sér á annað hundrað milljarða ís- lenskra króna í valdatíö sinni. Þau voru sökuð um að hafa flutt féð ólöglega á milli landa og fest það í fasteignum, skartgripum, lista- verkum, verðbréfum og fleiru víðs vegar um heiminn. Stór hluti eigna þeirra er tahnn vera skráður á röng nöfn hér og þar um veröldina. Filippseyingar sárir og ósáttir Eftir að úrskurðurinn var kveð- inn upp í New Ýork á mánudaginn varð milljónum Filippseyinga brugðið. Margir þeirra vildu að Imelda yrði látin gjalda fyrir þann skaða sem hún ásamt manni sínum er talin hafa valdið Fihppseyjum. Margar óánægjuraddir hafa kveðið sér hljóðs og eru menn ósáttir og sárir út í það að þessir fjármunir muni aldrei aftur koma th Fihpps- eyja þar sem þeir í raun eiga heima. Kviðdómurinn sýknaði einnig Adnan Khashoggi, vopnasala og auöjöfur frá Saudi-Arabíu. Hann var sakaður um fjármálamisferli og að hafa verið í vitorði með og aðstoðað Marcoshjónin. Khashoggi var um tíma áhtinn ríkasti maður heims. Á meðal þeirra sem hvað óá- nægðastir eru með þessa úrskurði er Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja. Hún hefur ekki enn fallist á að hleypa Imeldu aftur inn í heima- land sitt. En einn þingmaður Fihppseyja hefur látið þá skoðun sína í ljósi að réttast væri að ríkis- Suðurlandsbraut 20 ■ Sími 83833 stjórn Fihppseyja gleymdi þessu máh því það bakaði aðeins frekari vandamál sem þjóðin mætti ekki við. Reuter Imelda Marcos fagnaði ákaft er úrskurðurinn var kveðinn upp á mánu- dag. Þann dag átti hún afmæli og sést hún hér fagna sigri og 61sta afmælisdeginum. Símamynd Reuter 10 BOSCHI RAFMAGNSVERKFÆRI I ÚRVALI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.