Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur „Hver ætti líka að vera akkurinn í því að kaupa nýtt bílnúmer er þess þarf ekki?“ segir m.a. í bréfinu. Bílnúmerakerfið dýrt og óþarft: VHjum skrúfa þau gömlu Ásgeir Sigurðsson skrifar: Eg las í Tímanum fyrir stuttu að það tæki okkur íslendinga um 30 ár að losa okkur við gömlu góðu bíl- númerin. Eins og allir vita er búið að taka upp nýtt bílnúmerakerfi. En landinn er ekki mikið fyrir nýjung- ar, einkanlega þegar bíllinn er ann- ars vegar. Bíleigandinn vill hafa sitt gamla númer og engar reíjar. - Þetta var því óskynsöm ráðstöfun og auk þess rándýr og sennilega algjörlega óþörf í þokkabót. Við höfum dæmi um að bílnúmer hafi fylgt sömu ættinni allt síðan bíl- ar fóru að sjást hér á götum og marg- ur maðurinn setur það að skilyröi fyrir sölu bíls síns að hann fái að skrúfa sitt gamla merki af bílnum og setja það á næsta bíl sem hann eignast, eða fá það geymt að öörum kosti, jafnvel mánuðum eða árum saman ef hann verður bíllaus svo lengi. Þannig er líka komið númeraskipt- unum að ekki eru nema um 15 eða 16 þúsund ný bílnúmer komin í um- ferð af um 140 þúsund bifreiðum landsmanna. En hver ætti hka að vera akkurinn í því að kaupa nýtt bílnúmer fyrir nokkur þúsund krón- ur þegar þess þarf ekki? En bíðum nú við. Þess verður ekki langt að bíða að þegar nú er komið í ljós að flestir vúja ekki skipta um bílnúmer og kaupa það sem kallað er „fast“ númer á bíhnn þá kemur ríkið inn í myndina. Með hvaða hætti? - Jú, einfaldlega með þeim hætti að settar verða reglur eða jafn- vel lög (já, hvað fer hér ekki fyrir þing?) um að menn skuh skikkaðir til að kaupa hin nýju númer og sæta þannig afarkostum! - Vitleysa? Ekk- ert meiri vitleysa en annað sem hér eru settar reglur um. En ef þetta rætist nú (sem við skul- um vona að ekki verði) þá heiti ég á bifreiðaeigendur, sem ekki vilja nýju merkin, að standa saman og neita að kaupa þau. Við höfum staöiö í því gegnum árin að skrúfa merkin af og á aftur þegar við skiptum um bíl og við viljum, margir hveijir, halda áfram að skrúfa þau gömlu ef við þurfum að skrúfa á annað borð. - En m.a. orða: Var nú ekki hægt að koma upp inniaðstöðu til að skrúfa skrásetningarmerki af og á hjá Bif- reiðaeftirliti íslands hf. úr því verið var að taka þar aht í gegn? Ég sé ekki betur en gamli þrífóturinn með skiptilykhnum og keðjunni sé enn úti á plani. - En hvað gerir maður ekki fyrir að fá að halda gamla núm- erinu? Stöð 2 í Sandgerði: Sést sjaldan og illa Þorvaldur hringdi: Nú um nokkurt skeið hefur Stöð 2 veriö að auglýsá Frakklandsferðir og lagt talsvert í kostnað eins og fylg- ir slíkum auglýsingaherferðum. - Við sem búum hér í Sandgerði og nágrenni hefðum heldur viljað sjá dagskrá Stöðvar 2 við betri skilyrði en nú er, t.d. með því að fá hér endur- varpsstöð eöa annað sem bætti úr núverandi ástandi. Þrátt fyrir himinhá loftnet og aðrar hundakúnstir, sem mönnum dettur í hug að reisa, til að ná Stöð 2 sóma- samlega er lítil bót að og margir eru hreinlega hættir að reikna með stöð- inni og hafa því gefið hana upp á bátinn, a.m.k. á meðan þetta ófremd- arástand varir. Ég vænti þess að Stöð 2 láti kanna þetta mál frekar hið bráðasta og dragi þá úr öðrum útgjöldum á með- an úrbætur fara fram. Kannski er þetta vandamál ekki einungis bundið við þetta byggðarlag okkar og er þá þeim mun frekar átaks þörf til að koma útsendingarmálum í fullnægj- andi horf. Bflar og fótboltar á Miklatúni Ingimar Sigurðsson skrifar: Reykjavík sem eru óhultir fyrir bíl- Þeir eru ekki margir reitirnir í um. Til skamms tíma hefur Miklatún „Frekar vildi ég þó mæta hundum sem kæmu út úr einhverju rjóðrinu en bílum eins og ég hef gert ítrekað," segir hér m.a. Frá Miklatúni (Klambratúni í Reykjavík). verið einn þeirra en „nú er hún Snorrabúð stekkur“. Að undanfomu hafa fótboltaáhugamenn nánast lagt undir sig túnið og einhverra hluta vegna telja sumir þeirra nauðsynlegt að komast sem næst sparkvöllunum í stað þess t.d. að „hita upp“ með góðum spretti frá bílastæðunum við Kjarvalsstaöi. Aka þeir þess í stað á brautum sem ég hélt að væm aðeins ætlaðar gang- andi fólki og í því tilviki er rétt að benda á að skýrt kemur fram að hundar eigi ekki aðgang að túninu. - Frekar vildi ég þó mæta hundum sem kæmu út úr einhverju ijóðrinu en bílum eins og ég hef gert ítrekað. Ég vil leyfa mér að vekja athygli borgar- og lögregluyfirvalda á ofan- greindu ef vera kynni að skilningur minn á umferð á Miklatúni sé réttur. Sé hann hins vegar rangur verð ég víst að beygja mig undir það að það sem öllu virðist ráða, fótbolti og bíl- ar, hafi einnig tekið völdin á Mikla- túni. - Fer þá að fjúka í flest skjól! SÍNE-félagar I Bandaríkjunum og Kanada Fundur verður haldinn í Stúdentakjallaranum í kvöld 4. júlí kl. 20.30. Fulltrúi í stjórn LÍN mætir á fundinn. Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta nauðungaruppboð á eignarhluta Matthíasar Einarssonar, Ingibjargar Matthíasdóttur og Ragnhildar Matthíasdóttur í 2. .hæð fast- eignarinnar að Laufásvegi 17, að undanskilinni tveggja herbergja íbúð á nefndri haeð, en með tilheyrandi hlutdeild í eignarlóðarréttindum, samtals 75% af þessari fasteign, fer fram eftir kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., Björns Ol. Hallgrímssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 6. júlí 1990 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík RAUFARHÖFN Nýr umboðsmaður á Raufarhöfn frá og með 1/7 '90 Sólrún Hrönn Indriðadóttir Ásgötu 21 sími 96-51179 Nauðungaruppboð á lausafjármunum I. Eftir kröfu Guðmundar Þórðarsonar hdl. og Magnúsar Norðdahl hdl. verður haldið opinbert uppboð að Hamraborg 3, norðan við hús, mið- vikudaginn 11. júlí 1990 kl. 17.30. Seldar verða eftirgreindar trésmiðavélar í eigu Viðju hf.: yfirfræsari R 9 SCM, SCM s-13 hjólsög og Tegle Tube járningarvél. II. Eftir kröfu Skúla Fjeldsted hdl. og skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi verð- ur haldið opinbert uppboð að Auðbrekku 32 C (Löngubrekkumegin) miðvikudaginn 11. júlí 1990 kl. 17.50. Seld verður J.E. Hall frystipressa í eigu Hafíss hf. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Almennur lögtaksúrskurður Hinn 3. júlí 1990 var í fógetarétti Suður-Múlasýslu og Eskifjarðar kveðinn upp almennur lögtaksúrskurður vegna vanskilafjár staðgreiðslu opinberra gjalda með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar til maí 1990 ásamt álagi og vöxtum, svo og til tryggingar vangreidds virðisaukaskatts, álags og dráttarvaxta fyrir tímabilin janúar, febrúar, mars og apríl 1990 með eindög- um 5. apríl og 5. júní 1990 álögðum á einstaklinga og lögaðila á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu. Lögtök mega fara fram á ábyrgð Gjaldheimtu Austurlands en á kostnað gjaldenda að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar. Skorað er á gjaldendur að gera fullnasgjandi skil nú þegar en lögtök fara fram án frekari fyrirvara. Eskifirði 3. júlí 1990. Svslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Eskifirði. FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flug- umferðarstjórn sem væntanlega hefst í byrjun vetrar 1990. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldiri í september nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-27 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmála- stjórn, á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykjavík- urflugvelli, og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófs- skírteini og sakavottorði. Flugmálastjórn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.