Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Side 17
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990. 25 :num lauk með markalausu jafntefli. DV-mynd GS iða: irnar tí“ búlgörsku meistarana lensku liðin voru mun heppnari og þá sérstaklega FH-ingar. Skoska liðið mun áreiðanlega laða einhverja áhorfendur að. Ég held að Framarar eigi góða mögu- leika gegn Svíunum og takmark þeirra hlýtur að vera að komast áfram í 2. umferð,“ sagði Guðjón Þórðarson. Sredets hefur 16 sinnum orðið meist- ari í Búlgaríu. Með liðinu leika margir búlgarskir landsliðsmenn og þeirra frægastir eru sennilega Lachesar Tanev og Christo Stoichkov sem báðir gegna mikilvægum lilutverkum í landsliðinu. i helgi. Keppt verður i karla-, kvenna- og itttöku í mótinu og kylfingum er bent á að fvellinum þar sem leigð verða herbergi. i sá fær sem fer holu í höggi á mótinu. DV-mynd GK íþróttir |Er spenntur að koma til íslands" sagði Jim McLean, FH-ingar voru nokkuð heppnir þegar dregið var í 1. umferð Evr- ópukeppni félagshða í Genf. FH- ingar lentu gegn skoska liðinu • Jim McLean framkvæmdastjóri. Dundee United og leika fyrri leik- inn í Hafharfirði 19. september en þann siðari 3. október á Tannadice-vellinum í Dundee. Þekki lítið til íslenskrar knattspyrnu „Við erum ánægðir með dráttinn og þó að ég þekki lítið til íslensku liðanna ættum við að eiga góða möguleika á að komast áfram,“ sagði Jim McLean, framkvæmda- stjóri Dundee Untied, í spjalh við DV i gær. McLean var þá nýbúhm að heyra um dráttinn. „Við bíðum speimtir eftir því aö koma til íslands. Ég kom með Un- ited-liðinu þegar viö lékum gegn Keflavík fyrir 15 árum og ég man var kalt í veðri. Ég man að er fagurt og fólkiö mjög vin- gjamlegt. Lið mitt er annars á timamótum. Margir ungir leik- menn em að koma upp úr ungl- ingaliðinu en fyrir em nokkrir eldri og reyndari leikmenn. Ég á von a því að við sendum mann til aö fylgjast með FH í einhverjum leik nú á næstunni,“ sagði McLean en Dundee United hafnaði í 4. sæti í skosku úrvalsdeildinni í vor. Sterkir leikmenn hjá United Dundee United á einn skoskan landshðsmann sem lék á HM en það er varnarmaðurinn Maurice Malpas. Annar fyrrum leikmaður skoska landshðsins, David Neary, er fyrir hjá United og norður-írski landshðsmaðurinn Michael O’Ne- al. Nokkrir aðrir ungir en snjallir leikmenn hjá liðinu eru David Thompson, markvörður unghnga- hðs Skotlands, Jim Mclnahy og Darren Jackson, fyrrum leikmaður Newcastle. Einnig er finnskur og júgóslavneskur leikmaður hjá hð- inu. Það er því nokkuð ljóst að róöur FH-inga veröur geysilega erflöur. Dundee United á að baki gott gengi í UEFA-keppninni og hefúr hðið einu sinni unnið keppnina. Heima- völlur hðsins, Tannadice, rúmar 22 þúsund áhorfendur. Erum þokkalega ánægðir með mótherja „Viö erum þokkalega ánægðir með mótherjana. Skotarnir eru alltaf erfiðir en skemmtilegir mótlierjar. Möguleikamir liggja vissulega þeirra megin en ef við náum okkur á strik þá eigum að geta náð ágæt- um úrslitum,“ sagði Viðar Hall- dórsson, varaformaöur og þjálfari FH-inga. „Ég vil að lokum segja að þetta er sérstaklega skemmtilegur drátt- ur fyrir Arna Agústsson, fóður knattspyrnunnar í Hafnarfirði, en hann óskaði eftir skoskura mót- hetjum,“ sagði Viðar. -RR > Jim Mclnally. Evrópukeppni bikarhafa: „Eigum góða möguleika“ - sagði Jóhann Kristinsson, framkvæmdastj óri Fram, um dráttinn Bikarmeistarar Fram drógust á móti sænska hðinu Djurgárden í Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leik- urinn verður í Reykjavík og að öhum hkindum 19. september en síðari leikurinnn verður í Stokkhólmi 3. október. Fulltrúi Framara á drættin- um í Genf í gær var formaður knatt- spymudeildarinnar, Halldór B. Jónsson. Ánægja í herbúðum Fram Ánægja ríkti í hérbúðum Fram í gær þegar ljóst varð að sænska liðið Djurgarden yrði mótherji hðsins. Sænska hðinu hefur vegnað iUa á yfirstandandi keppnistímabUi og er hðið í næstneðsta sæti í úrvalsdefld- inni. Sterkasti leikmaður hðsins, Stefan Rehn, var seldur tíl Benfica og er hans sárt saknað. Enginn nú- verandi leikmanna á sæti í sænska landshðinu. í viðtölum við Framara í gær kom fram að þeir telja góðan möguleika á að komast áfram í keppninni. Við hlökkum til þessara leikja „Við erum mjög ánægðir með þenn- an drátt. Við teljum að með góðum leik eigum við góða möguleika að komast áfram. Það er sterkt að eiga heimaleikinn á undan en það hefur gefist vel í þessari keppni á undan- fornum árum. Ennfremur er ljóst að ferðakostnaður verður viðráðanleg- ur. Við hlökkum tU þessara leikja enda teljum við þessi tvö lið í svipuð- um gæðaflokki og allt getur gerst,“ sagði Jóhann Kristinsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeUdar Fram, í samtali við DV í gær. Hefði viljað fá Sampdoria Pétur Ormslev tók í sama streng en viðurkenndi þó að hann hefði frekar vUja Sampdoria. Þegar Fram-hðið var dregið upp úr hattinum voru aðeins þijú hð eftir, Djurgárden, Sampdoria og Kaiserslautern. „Á heildina htið er ég sáttur við dráttinn. Sænska hðinu gengur ekki vel um þessar mundir þannig að við ættum að eiga raunæfa möguleika gegn því. Við Framarar setjum stefn- una á að komast í aðra umferð keppninnar," sagði Pétur Ormslev fyrirliði. Djurgárden í næstneðsta sæti Djurgárden hefur átta sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 1966. Á síðustu árum hefur félaginu gengið fremur illa og það missti sæti sitt í úrvalsdeildin 1983. Liðið vann sér loks sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik 1989 og hafnaði þá í sjötta sæti. Liðinu hefur gengið afleitlega á þessu tímabih og vermir næstneðsta sætið í úrvalsdeildinni. Meðalaldur hðsins er 24,4 ár og heimavöllur liðsins heit- ir Rásunda og tekur um 40 þúsund áhorfendur. -JKS Hjólar hringveginn Halldór Pálsson, leikmaður með 3. deildar liði ÍK í knatt- spyrnu, leggur í dag upp í hring- ferð um landið á reiðhjóh. Hann hyggst leggja að baki um 100 km á dag og ljúka hringnum á 14-15 dögum. Halldór ætlar að freista þess að fjármagna keppnisferðir IK í sumar en ferðakostnaður' liðsins í 3. deild nemur um einni milljón króna. Tekið verður á móti áheitum meðan á ferðalagi Halldórs stendur í síma 41793. Halldór leggur af stað um klukk- an 12 í dag frá höfuðstöðvum Bylgjunnar í Sigtúni 7 og í fyrsta áfanganum ætlar hann að hjóla upp í Borgarfjörð. Höttur vann Höttur vann 3-1 sigur á Hugin í E-riðli 4. deildar í gærkvöldi. Jóhann Sigurðsson, Haraldur Clausen og Haraldur Haraldsson geröu mörk Hattar en Halldór Róbertsson skoraði fyrir Hugin. Valur vann Stjörnuna, 5-0. Sigur- björn Marinósson geðir 2 mörk og þeir Sindri Bjarnason, Lúðvík Vignisson og Agnar Arnþórsson eitt mark hver. KSH vann Neist- ann, 3-0. Jónas Ólafsson, Jón Jónasson og Helgi Arnarsson gerðu mörkin. Loks vann Austri Leikni á Fáskrúðsfiröi, 2-3. Ágúst Sigurðsson gerði bæði mörk Leiknis en þeir Sigurður Magn- ússon, Bjarni Kristjánsson og Bjarki Unnarsson skoruðu fyrir Austra. -MJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.