Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Viðskipti JOV »>x Lofthreinsibúnaður Jóns Þórðarsonar uppfinningamanns: >tta gæti orðið m< sira ævintýri en hjá Apple“ - segir Sauðkrækingurinn Kjartan Jónsson, verkfræðingur 1 Bandaríkjunum Sauðkrækingurinn Kjartan Jónsson, verkfræðingur í Bandarikjunum, hefur búið erlendis í um þrjátíu ár. Hér er hann fyrir utan Vélsmiðju Sigurðar Þórðarsonar í Kópavogi. Lofthreinsibúnaðurinn umtaiaði er í baksýn. Svo vel vill til að þetta eru sömu tæki og voru til reynslu hjá Lýsi og mjöl í Hafnarfirði fyrir um tíu árum. Sauðkrækingurinn Kjartan Jóns- son, verkfræðingur í Bandaríkjun- um og aðaleigandi Air Purification Inc., fyrirtækisins sem selur fyrrum fordæmdan lofthreinsibúnað Jóns Þórðarsonar, uppfinningamanns á Reykjalundi, segir að sala þessa loft- hreinsibúnaður verði ævintýraleg á næstu árum og ætla megi að hundr- uð íslendinga eigi eftir að starfa við að framleiða búnaðinn. Hraðari uppgangur en hjá Apple? „Þetta gæti orðið meira ævintýri en hjá Apple og var þó uppgangur þess fyrirtækis ævintýralega hraður. Ég er sannfærður um að eftir tíu ár, um aldamótin, verði veltan í kring- um þessa uppfinningu um 500 millj- ónir dollara á ári eða um 30 milljarð- ar íslenskra króna,“ segir Kjartan. DV sagði frá því 15. júní síðastlið- inn að uppfinningamaðurinn Jón Þórðarson væri að fá uppreisn æru í kjölfar þess að hreinsibúnaður hans væri að slá í gegn vestanhafs. Sam- kvæmt úttekt Environmental La- boratories í Bandaríkjunum hreins- ar þessi búnaður bæði gas og ryk 20 til 30 sinnum betur en nokkur önnur tæki sem á markaðnum eru. Jafn- framt er orkuþörf hans miklu minni. Engu að síður var saga þessa búnað- ar í mörg ár sorgarsaga fyrir Jón Þóröarson uppfinningamann sem fékk skít og skömm í hattinn frá virt- um sérfræðingum fyrir allt heila klabbið. Það varð til þess að hann dró sig í hlé. Kjartan Jónsson, verk- fræðingur í Bandaríkjunum, kom síðar til sögunnar. Hann keypti upp- finninguna og er nú með einkaléyfi fyrir henni. Þegar hefur hann lagt mikið fé í aö setja hreinsibúnaðinn á markað. Stórsamningar í sjónmáli „Við erum að vinna að gerð samn- ings við stærsta pappírsfyrirtæki í heimi, International Paper corp. í Bandaríkjunum, og sömuleiðis við næststærsta pappírsfyrirtækið, Jam- es Riner. Þessar verksmiðjur ásamt sjúkrahúsi hafa verið með tæki til reynslu. Þetta lítur mjög vel út. Það segir sig hins vegar sjálft að það tek- ur langan tíma að ná samningum við þessa risa enda um háar fjárhæðir að ræða.“ Kjartan Jónsson er fæddur og upp- alinn á Sauðárkróki en hefur búið erlendis síðastliðin þrjátíu ár. Fyrst bjó hann í Danmörku og Syíþjóð þar sem hann lærði verkfræði. í nóvemb- er 1969 lá leiðin hins vegar vestur á bóginn, til Bandaríkjanna, þar sem hann hefur búið síðan. Kjartan eignaðist fyrsta einkaleyfið 22 ára að aldri Til skamms tíma átti hann og rak þrjú verkfræðifyrirtæki og var með 39 manns í vinnu. Hann seldi í vetur tvö fyrirtækjanna til að geta sett meira fé í lofthreinsibúnaðinn. Eftir að hafa verið yfirmaður í 650 manna verkfræðifyrirtæki í Iowa, sem sér- hæfði sig í hönnun stíflna og hafnar- garða, keypti Kjartan einn þriðja hlut í verkfræðifyrirtæki í Balti- more. Þaðan lá leiðin árið 1974 til bandaríska stórfyrirtækisins Gener- al Electric en þar vann Kjartan sem sjálfstæður ráðgjafí við orkuspar- andi uppfinningar. Það var svo ári síðar, 1. júní 1975, sem Kjartan stofn- aði sitt eigið fyrirtæki, Energy and Value Consultants, í borginni Scotia í New York-fylki. Það fyrirtæki á hann enn. Hann hefur á ferlinum eignast um 83 einkaleyfi fyrir upp- finningum. Það fyrsta eignaðist hann 22 ára, þegar hann var við nám í Danmörku. Það var einkaleyfi fyrir þvottavél sem hreinsaði lýsi og olíu í skilvinduskálum. Auðveldara í sölu en allt annað sem ég veit um íslenski lofthreinsibúnaðurinn á samt sem áður hug hans núna. „Ég tel að það sé miklu auðveldara að selja lofthreinsibúnaðinn en allt ann- aö sem ég veit um. Það eru geysileg verðmæti í húfi. Þegar eru mjög strangar kröfur um mengunarvarnir í Bandaríkjunum. Kröfurnar eru hins vegar enn að aukast og þess vegna eru ný lög um mengunarvarn- ir væntanleg innan tíðar í Bandaríkj- unum.“ Markaðurinn vestanhafs 700 milljarðar á ári Vegna síharðnandi krafna um minni mengun og aukna umhverfis- vemd eyða fyrirtæki í Bandaríkjun- um gífurlegu fé í mengunarvarnir og umhverfisvernd. Að sögn Kjart- ans nemur upphæðin nú um 12 til 15 milljörðum dollara á ári sem svar- ar til 720 til 900 milljarða íslenskra króna. Þetta er því enginn venjuleg- ur markaður - hreint Otrúleg velta. Þá telur Kjartan að í Austur-Evr- ópu bíði mikil verkefni í umhverfls- vemd. Þetta séu verkefni sem hafi komið enn betur í ljós eftir að Aust- ur-Evrópa opnaðist - múrarnir hmndu. Vegna þessa hefur Kjartan verið í sambandi við íslenska fyrir- tækiö Icecon sem hefur mikinn áhuga á að selja búnaðinn í Austur- Evrópu. Frumherjinn á hlut í Air Purification Þrátt fyrir að Kjartan sé aðaleig- andi fyrirtækisins Air Purification, sem útleggst á íslensku sem Loft- hreinsun hf„ koma fleiri íslendingar við sögu í málinu. Hann hefur nefni- lega fengið framherjann sjálfan, Jón Þórðarson, til liðs við sig og á hann smáhlut í fyrirtækinu. Þá á bróðir Jóns, Sigurður Þórðarson vélsmiður, einnig hlut og sömuleiðis Gísli Gísla- son tæknifræðingur. Lofthreinsibúnaðurinn verður framleiddur á íslandi af Vélsmiðju Sigurðar Þórðarsonar í Kópavogin- um. „Flutningar í dag eru ekkert mál. Það tekur ekki nema nokkra daga að flytja vöruna til Bandaríkj- anna og meginlands Evrópu. Það er óskaplegur misskilningur að það þurfi endilega að framleiða vörur erlendis til að þær séu góðar. Sann- leikurinn er sá að Sigurður Þórðar- son er með klárastu mönnum á sínu Fjárfestingarfélagiö: Rit um milliuppgjör fyrirtækja Tap af reglulegri starfsemi Flug- leiða fyrstu fjóra mánuðina var rúm- lega 720 milljónir króna. Hagnaður Olíufélagsins hf„ Essó, fyrir skatta var um 150 milljónir króna fyrstu fimm mánuðina. Hagnaður af reglu- legri starfsemi Hampiðjunnar hf. var 14,7 milljónir fyrstu fimm mánuðina. Þá nam hagnaður Skeljungs um 73 milljónum króna fyrstu fjóra mánuð- ina. Þessar upplýsingar ásamt fjöl- mörgum öðrum má finna í nýjum kynningarritum sem Fjárfestingar- félag íslands hefur hafið útgáfu á og eru um fyrirtæki á íslenskum hluta- bréfamarkaði. í fyrstu útgáfu, sem kom út í gær, era gefnar út upplýs- ingar um Flugleiðir, Hampiðjuna, Olíufélagið og Skeljung. Fyrirtækin birta milliuppgjör fyrir fyrstu þijá, fjóra eða fimm mánuði ársins. Þá eru birtar upplýsingar um rekstur, stærstu hluthafa, eignir í öðrum félögum, horfur í rekstrinum og loks um framtíöarhorfúr. Fjárfestingarfélagið hefur þegar hafið vinnu og samstarf við önnur fyrirtæki sem fyrirhuga að gefa upp- lýsingar um rekstrarstöðu á miðju ári. Að sögn Gunnars Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjárfestingarfé- lagsins, hóf félagið útgáfu þessara kynningarrita vegna stóraukinna viðskipta einstaklinga á hlutabréfa- markaðnum. „Það er brýnt fyrir hluthafa að fá nákvæmar upplýsing- ar um gengi þeirra fyrirtækja sem þeir eiga í.“ -JGH Milliuppgjör fyrirtækja á íslenska hlutabréfamarkaðnum líta misjafnlega út. 2001 Milljón kr. ESSO Skeljungur °? Hampiðjan -400 -600t -700 Afkoma ESSO, Skeljungs, Hampiðjunar og Flugleiða fyrstu mánuði ársins Flugleióir sviði sem ég hef kynnst og hann hugsar fyrst og fremst um gæðin. Það skiptir mestu máli. Það má ekkert bregðast þegar verið er að bjóða góða vöru og menn vilja ná árangri,“ seg- ir Sauðkrækingurinn Kjartan Jóns- son. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 3.0 Allir Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-4 ib.Sb,- Sp 6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb 12mán.uppsögn 4-5,5 ib 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema ib Sértékkareikningar 3.0 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 2.5-3,25 Ib Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb Danskarkrónur 9,25-10.75 Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,75-11 Bb Bandarikjadalir 10,10-10,25 Bb Sterlingspund 16,8-17 Sp Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. júní 90 14,0 Verðtr. júní 90 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúlí 2905 stig Lánskjaravísitalajúní 2887 stig Byggingavísitala júlí 549 stig Byggingavisitala júlí 171,8 stig Framfærsluvísitala júlí 146,4 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% l.júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 4,976 Einingabréf 2 2,714 Einingabréf 3 3,275 Skammtímabréf 1,684 Lifeyrisbréf Gengisbréf 2,161 Kjarabréf 4,930 Markbréf 2,621 Tekjubréf 1,979 Skyndibréf 1.473 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,394 Sjóðsbréf 2 1,763 Sjóðsbréf 3 1,674 Sjóðsbréf 4 1,421 Vaxtarbréf 1,6900 Valbréf 1,5885 islandsbréf 1,031 Fjórðungsbréf 1,031 Þingbréf 1,031 Öndvegisbréf 1,030 Sýslubréf 1,032 Reiðubréf 1,020 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 462 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 162 kr. Hlutabréfasjóður 154 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr. Eignfél. Alþýðub. 115 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 157 kr. Eignfél. Verslunarb. 135 kr. Olíufélagið hf. 467 kr. Grandi hf. 172 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 500 (kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á timmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.