Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Gtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Byggðasafn forstjóranna Undir leiðsögn forsætisráðherra er ríkisstjórnin að velta fyrir sér, hvernig ríkið geti nýtt sér nýbyggt stór- hýsi Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi. Ríkið þarf raunar ekki þetta húsnæði, en er að reyna að hjálpa Sláturfélaginu, sem getur ekki komið húsinu í verð. Það sjónarmið nýtur vaxandi fylgis, að opinberum aðilum beri að hlaupa til hjálpar, ef fyrirtækjum úti í bæ gengur illa, til dæmis með því að kaupa af þeim fasteignir, sem ekki ganga út á almennum fasteigna- markaði. Hús Sláturfélagsins er eitt dæmi af mörgum. Þannig keypti borgin Broadway til að hjálpa eigand- anum við að halda sjó á erfiðum tíma. Ekki er enn séð, hvort ætlunarverkið tekst. En borgin hefur slopp- ið fyrir horn í málinu með því að losna við húsið aftur á sama verði. Hið opinbera er ekki alltaf svo heppið. Reykjavík ætlaði einnig að kaupa Vatnsenda, ekki vegna þess að borgin þyrfti endilega þetta land á þess- um tíma, heldur til að útvega seljendum fjármagn til að nota til að bjarga sjónvarpsstöð frá falli. Það var bara þvermóðska í Kópavogsbæ, sem hindraði góð- verkið. Nú er Reykjavík að velta fyrir sér að veita sjón- varpsstöðinni ábyrgð, sem er raunar enn notalegra en að kaupa Vatnsenda, því að formlega séð fylgja slíkri ábyrgð engin útgjöld. Ef skuldin fellur í óvissri fram- tíð, fer hún bara inn á fjármagnskostnað hjá borginni. Búast má við, að fleiri fylgi í kjölfarið. Hundruð fyrirtækja í Reykjavík hafa þegar orðið gjaldþrota á síðustu misserum og annar eins Qöldi rambar á barmi gjaldþrots. Þessi fyrirtæki munu vafalaust fá góðar viðtökur hjá borginni, úr því að atvinna borgarbúa er í húfi. Borgin er rétt að byrja að feta braut góðverkanna, þótt áður hafi hún bjargað frystihúsinu ísbirninum frá falli og látið nokkra illa stadda lóðareigendur fá leyfi fyrir gífurlega háu nýtingarhlutfalli á lóðum til að koma þeim í mun hærra verð en ella hefði verið. Ríkið hefur lengri og meiri reynslu á þessu sviði. Það hefur gleypt óhentug eða illa byggð stórhýsi, sem enginn vildi kaupa, ekki einu sinni fyrir brot af því verði, sem ríkið keypti þau á. Skemmst er að minnast húsa Mjólkursamsölunnar og Víðis við ofanverðan Laugaveg. Fyrir utan þetta hefur ríkið verið athafnasamt í kaupum á hæðum og húsum úti um allan bæ. Gott er að geta hallað sér að Stóra bróður, er menn hafa of- keyrt sig á góðvildinni, sem þeir hafa notið í bönkum ríkisins, og eru að springa í loft upp á vaxtakostnaði. Fátækir athafnamenn eru raunar um það bil að hætta að þreifa fyrir sér með sölu fasteigna á almenn- um markaði, þar sem hugsanlegir kaupendur hafa leið- inlegar skoðanir á verðgildi steypu. Miklu betra er að nota póhtísk sambönd til að fá ríkið til að borga upp- sett verð. Þetta er eins konar framlenging á byggðastefnu til Reykjavíkur. Auðvitað er ósanngjarnt, að forsljórar, sem þarfnast velferðar, neyðist til að vera úti á landi til að njóta náðar stofnana og sjóða ríkisins. Sæluríki forstjóravelferðar nær núna til Reykjavíkur. Þegar íslenzka hagkerfið er ýmist fallið eða að falla í Austur-Evrópu, er gott að heimurinn hafi einhvers staðar aðgang að byggðasafni um velferðarríki for- stjóra. Jónas Kristjánsson Þar sem of- stækið ræður Eitt af þeim málum sem utanað- komandi eiga erfitt með að skilja, og hafa reyndar margir hætt að reyna að skilja, er endalaus ófriður á Norður-írlandi. Það er óhugsandi fyrir aðra að átta sig á því ofstæki og hatri sem þar ríkir milli tveggja fylkinga íbúanna og þáttur Breta í málinu gerir eðh málsins enn óljós- ara og villir mörgum sýn. Á þessum málum er reyndar eng- in skynsamleg skýring, hatrið og heiftin, sem þar ræður ríkjum, úti- lokar alla skynsemi. Margra alda fordómar, þjóöfélagsmisrétti, trú- arkreddur, rangsleitni og hefndar- hugur afmynda það þjóðfélag sem er í þeim sex lögsagnarumdæmum írlands sem kallast Ulstejr og til- heyrir Stóra-Bretlandi undir nafn- inu Norður-írland. Allar tilraunir til að átta sig á ástandinu verða að byggjast á vitn- eskju um söguna. Þar er skýringa að leita, svo langt sem þær ná. Söguágrip Ulster, núverandi Norður-írland, var hluti af hinu kaþólska írlandi sem Englandskonungur þáði að léni af páfanum á 12. öld, fram undir lok 16. aldar, enska krúnan gerði upptækar allar landareignir á því svæði, í kjölfar einnar bænda- uppreisnarinnar, og gaf land skoskum öldungakirkjumönnum sem fluttust þangað og settust að. Um hálfri öld síðar, eftir enn eina uppreisn, settust enskir landnem- ar, sem fluttu með sér ensku bisk- upakirkjuna, til þessa svæðis og settust þar að í umboði krúnunnar. - Afkomendur þessara skosku og ensku mótmælenda eru alls ráð- andi í Ulster enn í dag. Þá og síðar voru kaþólskir íbúar Ulster undir- okaðir og að mestu réttlausir, mót- mælendur réðu algerlega yfir Ulst- er, enda voru þeir þar í miklum meirihluta. Þessi sex lögsagnarumdæmi voru samt hluti af írlandi, sem þá var hluti af Englandi allt þar til fyrir um 100 árum, þegar heimastjórn fyrir írland komst fyrst á dagskrá. Mótmælendur óttuðust um sinn hag fyrir kaþólska meirihlutanum annars staðar á írlandi og heimt- uðu sérstöðu fyrir Ulster. Að auki var þá iðnaðurinn á írlandi nær allur í Ulster og efnahagslíf þar var samofið bresku efnahagslífi. Svo fór 1920 að Ulster samþykkti heimastjómina, sem aðrir hlutar írlands höfnuðu, og Ulster fékk heimastjórn sem hluti af Stóra- Bretlandi. írska fnríkið, sem seinna varð Eire, eða írska lýðveld- ið, fékk fullveldi og varð síðan lýð- veldi. írski lýðveldisherinn, sem haföi barist gegn Bretum, barðist í mörg ár eftir 1920 gegn mótmælendum á Noröur-írlandi, þar til hlé varð á að mestu milli 1940 og 1969. írski lýðveldisherinn er nú bannaður í báöum írsku ríkjunum og starfar sem leynileg hryðjuverkasamtök, en gamlar minningar og tilfmn- ingabönd valda því að yfir honum er enn í augum margra viss ævin- týraljómi. Yfirstétt og lágstétt Með því að Ulster varð hluti af Stóra-Bretlandi undir nafninu Norður-írland urðu mótmælendur enn afdráttarlausari yfirstétt í landinu en fyrr. Þeir vom á þeim tíma um þrír fjórðu íbúanna, en eru nú um tveir þriðju, og kaþólski minnihlutinn var afskiptur og rétt- indalaus eins og hann hafði lengst- um verið allt frá því mótmælendur settust að í Ulster. Kaþólskir vom lágstétt. Öll betri störf í Ulster voru ætluð mótmæl- endum, kaþólskir gengu í skítverk- in. Þeir höfðu ekki, þar til nýlega, fullan kosningarétt. Kosningarétt- KjaJIarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður írski lýðveldisherinn (IRA) kynnir málstað sinn í Belfast. - Hann er nú bannaður I báðum írsku ríkjun- um og starfar sem leynileg hryðju- verkasamtök. ur var miðaður við vissa lágmarks- eign og fæstir kaþólskir áttu nægar eignir til að fá að kjósa. Þeir unnu fyrir lægri laun en mótmælendur. Ef fækka þurfti mönnum á vinnu- stað var kaþólskum sagt upp fyrst. Atvinnuleysi varð enda geigvæn- legt meðal kaþólskra, þegar að kreppti í Ulster, og svo er enn. Skipting þjóðfélagsins milli mót- mælenda og kaþólskra var algjör. í Ulster ríkti harkaleg apartheid- stefna löngu áður en sú stefna varð fræg í Suður-Afríku. Kaþólskir vora líka ofsóttir og þeir studdu svo aftur öfgahópa sem herjuðu á mót- mælendur. Ofsóknir Á sjöunda áratugnum voru of- sóknir mótmlælenda gegn kaþólsk- um í Belfast og Londonderry orðn- ar svo þungbærar að kaþólskir gripu hvaö eftir annað til fjölda- mótmæla, verkfalla og öfgaverka. Þessu svöruðu mótmælendur með ofbeldi. Á Norður-írlandi eru öflug samtök öfgamanna mótmælenda og þau hófu herferð hermdarverka gegn kaþólskum í Londonderry, aðallega af ótta við að kaþólskir gætu náð pólitískum meirihluta í þeirri borg. Eftir að götubardagar og óeirðir höfðu kostað fjölda mannslífa og stöðugt hallaði á kaþólska á árinu 1969, greip breska stjórnin í taum- ana og sendi fjölmennt herhð til Norður-írlands. Tilgangurinn var að vemda kaþólska fyrir ofsóknum mótmælenda. Breski herinn átti að ganga á milli. En svo fór að breski herinn varð skotspónn beggja og síðar aðalóvinur kaþólskra. - Breski herinn varð samnefnari fyr- ir kúgarana, verndarar kaþólskra urðu erkióvinir þeirra. Gaddafi Á næstu 15 árum, eftir 1969, fór- ust yfir 2000 manns á Norður-ír- landi og einnig í Bretlandi í sprengjutilræðum írska lýðveldis- hersins sem óx og dafnaði sem hryðjuverkasamtök. Ótrúlegustu aðilar styðja írska lýðveldisherinn, IRA, þeirra á meðal Bandaríkja- menn af írskum uppruna, sem safna árlega stórfé í sjóði IRA, og Gaddafi Líbýuleiðtogi sem hefur séð IRA fyrir vopnum og sprengi- efni. Tilgangur IRA er að knýja Breta meö hermdarverkum til að gefast upp á að ráða Norður-írlandi. En jafnvel þótt það tækist, blasir sú staðreynd við að tveir þriðju hlutar íbúanna, sem eru alls rúmlega ein og hálf milljón, vilja vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Það er líka óvíst hvort kaþólski minnihlutinn er allur fús til að sameinast öðrum hlutum írlands. Breska stjórnin, sem afnam heimastjórn Norður-írlands 1972 og stjórnar því enn frá London, er þó bundin loforði um að meinhlut- inn skuli ráða hvort Norður-írland sameinist írska lýðveldinu. Aug- Ijóslega er meirihlutinn allur á því að tilheyra Bretlandi. - Á meðan drahbast allt niður á Norður-ír- landi, atvinnuleysi er allt að 80 pró- sent meðal kaþólskra og efnahags- líf í stöðugri afturíor. IRA og ofstækið Breska stjórnin hefur enga lausn á þessum vanda. Á Norður-írlandi er enginn samkomulagsvilji, mót- mælendur hafna öllum tilslökun- um og halda fast í forréttindi sín. Allur fjöldi kaþólskra heldur meö írska lýðveldishernum í hjarta sínu, þótt beinn stuðningur við hryðjuverkamenn sé ekki talinn ýkja mikill. Öfgarnar hafa aukist ef eitthvað er síðasta aldarfjórð- ung. Nú er IRA farið að herja á breska hermenn í Bretlandi og á megin- landi Evrópu. Nú síðast sprengdu þeir sjálfan Carlton klúbbinn í Lon- don og bresk yfirvöld búast við að tilræðum við breska stjórnmála- menn fjölgi. Samt telur breska lög- reglan að í sjálfum sveitum hryðju- verkamanna séu varla fleiri en um 200 menn. En þessir 200 menn eru fulltrúar afla sem sannast hefur að hvorki herlið né einlægur vilji bresku stjórnarinnar getur hamið. Þau öfl eru aldagamalt hatur og gagnkvæm hefnigirni sem engin skynsamleg rök bíta á og fordómar sem enginn vilji er til eða eyða milli fylkinganna tveggja. Þótt kaldhæðnislegt kunni að virðast er hlutverk breska hersins að ganga á milli mótmælenda og kaþólskra og verja minnihlutann fyrir meirihlutanum, ekki halda kaþólskum niðri eins og margir halda, og það eru engar horfur á því í bráð að aðstæður breytist nóg til að mögulegt sé fyrir Breta að kalla herinn heim frá Norður-ír- landi. Gunnar Eyþórsson „Breska stjórnin hefur enga lausn á þessum vanda. Á Norður-Irlandi er enginn samkomulagsvilji, mótmælend- ur hafna öllum tilslökunum og halda fast í forréttindi sín.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.