Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. 25 idsmótið í Mosfellsbæ: ur gengið »ysivel“ •ðarson, framkvæmdastjóri mótsins Ómar Harðarson, annar tveggja fram- kvæmdastjóra mótsins, í spjalli við DV. Spenningurinn mikill í kringum mótið „Allt hefnr gengið svo til snuðrulaust fyrir sig en það er geysilega mikið mál aö sjá um svona stórt mót. Viö erum með mikið af starfsliði sem leggur mikla vinnu í þetta. Flestir starfsmenn eru í sjálfboðavinnu og án þeirra væri ekki hægt að framkvæma þetta. Spenningur- inn er mikill í kringum mótið. í gær var keppt í undankeppni en það má segja að hápunkturinn verði á laugardag og sunnudag en þá byrjar úrslitakeppnin. Ég held að þetta mót verði jafnara en áður því nú gildir að vera með sterkustu heildina. Sveitirnar geta ekki lengur unnið á örfáum sterkum mönnum held- ur er það hópurinn og liðsheildin sem nú skilar flestum stigum. Það verður án efa hart barist í úrslitunum um helgina og það verður gaman og spennandi að fylgjast með því hver verður sigurvegari í heildarstigum. Það er líka margt annað sem ætti að trekkja að eins og rokktón- leikamir og dansleikirnir, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Ómar ennfremur. -RR Vésteinn náði góðum árangri - á miðvikudagsmóti Armanns Vésteinn Hafsteinsson úr HSK náði glæsilegum árangri í kringlu- kasti á miðvikudagsmóti Ármanns í fyrrakvöld. Vésteinn þeytti kringlunni 64,30 metra og náði meö því lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Spht í Júgóslavíu í ágúst en það er 63 metrar. Árangur Vésteins er með því besta sem náðst hefur í heiminum í ár og greinilegt er að hann er til alls vís í sumar. Vésteinn keppir í dag til úr- slita í kringlukastinu á landsmótinu í Mosfellsbæ klukkan 15 og það verð- ur fróölegt að fylgjast með því hvort honum tekst að bæta sig enn frekar en íslandsmet hans er 65,60 metrar. -VS Iþróttir Evrópumót unglinga í golfi: Sveitin lék vel á síðari keppnisdegi - fslendingar leika um 9.-16. sætið á mótinu Evrópumót unglinga í golfi stend- ur nú sem hæst á golfvellinum í Graf- arholti. 16 þjóðir taka þátt í mótinu og í gær, á öðrum keppnisdegi, lauk höggleik þjóðanna. íslenska sveitin var í þrettánda sæti að loknum fyrsta keppnisdegi en í gær hoppaði sveitin um eitt sæti og hafnaði í 12. sæti, lék á ahs 795 höggum en aðeins gildir höggafjöldi fimm keppenda af sex og munu íslendingar því keppa um 9.-12. sæti á Evrópumótinu. í dag hefst holukeppni og verður þjóðun- um skipt í tvo hópa, annars vegar sveitum sem skipuðu fyrstu átta sæt- in og hins vegar sveitum sem lentu í 9.-16. sæti í höggkeppninni. Sturla lék best íslensku keppendanna Sturla Ómarsson lék á fæstum högg- um í íslensku sveitinni eða á alls 155 höggum. Daninn, Nils Röbæk, lék best allra keppenda, á alls 144 högg- Setningarhátíð verður í kvöid Landsmótíð verður formlega sett á Varmárveih í kvöld og hefst setningarhátíðin klukkan 20 með því að héraðssamböndin ganga fylktu liði inn á völUnn. Dagskrá- in er mjög viðamikil, ávörp verða flutt, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir syngja, sýndir veröa fimleikar og ruðningsboltí, og keppt til úrslita í 800 metra hlaupi karla og kvenna. Gert er ráð fyrir að setningarhátíðinni ijúki um klukkan 22. Útvarpað frá landsmótinu Sérstök útvarpsstöð er rekin á meðan landsmótið stendur yfir. Hún sendir út á tíðninni FM 88,7 :ög nást útsendmgar í Mosfellsbæ en litið þar út fyrir. Ótvarpsstjóri er Guðmundur Gíslason frá Eski- firði en hann sá um sams konar utsendingar á landsmótinu á Húsavík fyrir þrcmur árum. um. Islensku sveitina skipa sex ein- stakhngar en eins og áður sagði lék Surla Omarsson á fæstum höggum. Næstur kom JúUus Hallgrímsson á 159, Ástráður Sigurðsson 162, Örn Amarsson 162, Kjartan Gunnarsson 166 og Hjalti Nilsen á 168 höggum. „Ég er mjög ánægður með síðari daginn hjá strákunum. Liðið lék á eUefu höggum færra í dag en á fyrsta keppnisdeginum. Ef Uðið hefði náð að leika eins vel á fyrsta deginum er aldrei að vita nema liðið hefði þá leik- ið um EvrópumeistaratitiUnn," sagöi Hannes Þorsteinsson, fyrirUði ís- lensku sveitarinnar, í samtaU við DV í gær. Aðstæður góðar í Grafarholti Erlendu keppendurnir eru mjög ánægðir með aðstæður í Grafarholti en samt hefur völlurinn oft áður ver- ið betri á þessum árstíma. Vætan, sem kom um helgina, gjörbreytti ástandi vallarins til hins betra og má segja að hún hafi komið á besta tíma fyrir mótshaldara og keppend- ur. Englendingar urðu í efsta sæti í höggkeppninni, léku á alls 758 högg- um, Skotar á 760, Svíar 760, Spán- verjar 762, Frakkar 762, írar 777, Walesbúar 782 og Danir urðu í átt- unda sæti á 784 höggum. Þessar átta efstu sveitir munu keppa um Evr- ópumeistaratitil ungUnga en mótinu lýkur á sunnudag. Áhorfendur eru hvattir lil að fjölmenna því á mótinu eru samankomnir kylfingar sem eiga eftir að komast í fremstu röð þegar fram líða stundir. -JKS • Hjalti Nilsen frá Akranesi sést hér á leika á síðustu holunni á Evrópu- móti unglinga á Grafarholtsvellinum í gær. íslenska sveitin leikur um 9.-16. sæti á mótinu sem lýkur á sunnudaginn kemur. DV-mynd GS FRAMDAGURINN Framdagurinn 1990verðu sunnu- daginn 15. júlí á völlum félagsins við Safamýri Knattspyrnuleikir í yngri flokkum sam- fellt frá kl. 12.30. Stórkostlegar kaffiveitingar Framkvenna í Fram- heimilinu frá kl. 14.00. Framarar, vinirog velunnarar! Fjölmennum á Framsvæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.