Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 27
35 .)■«.'! 1J . í'! FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. LífsstíU TOMATAR I I 239 186 Tómatar og paprikur - hækka talsvert í verði Nokkur verðhækkun hefur orðið á tómötum frá því í síðustu viku. Nem- ur hækkunin um það bil 50 prósent- um á meðalverði. Var meðalverð 140 krónur en er nú 210 krónur. Græn paprika hefur einnig hækkað og er munurinn um 25 prósent. Hefur hún hækkað frá 333 krónum í 419 krónur að meðaltali. Nú er ekki nema 28 prósenta mun- ur á hæsta og lægsta verði á tómöt- um. í síðustu viku var munurinn hins vegar yfir 180 prósent. Enn er verslunin Bónus með lægsta verðið en kílóið þar reyndist vera á 186 krónur. Dýrastir voru tómatarnir í Plúsmarkaðnum í Grímsbæ. Hag- kaup seldi kílóið á 197 krónur, Mikh- garður við Hringbraut á eilítið hærra verði, eða 199 krónur, og Fjarðar- kaup bauð kílóið á 230 krónur. Munur á meðalverði er ekki jafn- mikill í þessari viku á gúrkum. Mun- ar nú um 30 prósentum en í síðustu viku rúmlega 100 prósentum. 196 krónur var lægsta kílóverðið og var það í versluninni Bónus. Hagkaup var með gúrkurnar á 219 krónur, Fjarðarkaup á 225 krónur, Mikh- garður á 248 krónur og Plúsmarkað- urinn rak lestina með 254 krónur. 150 króna verðmunur er á sveppum milh þeirra verslana sem bjóða hæsta og lægsta verðið. Hefur verð jafnast nokkuð en munurinn var töluvert meiri í síðustu viku. Lægst seljast þeir á 490 krónur kílóið hjá Bónus en hæst í Plúsmarkaðnum á 640 krónur. Sveppirnir eru á 529 krónur hjá Hagkaupi, 535 krónur hjá Fjarðarkaupi og 598 krónur hjá Miklagarði. Meðalverð á vínberjunum er 294 krónur og er munur milh hæsta og lægsta verðs 110 prósent. í síðustu viku var munurinn um 70 prósent. Lægsta verð á grænum vínbeijum var í Miklagarði en þar kostaði kílóið 185 krónur. Fást þar einnig dýrari Sértilboð og afsláttur: Grillvörur og þvottaefni ið og er Móakjúklingurinn á 539 krónur kílóið hjá Bónus í Faxafeni. Eitthvað gott til að hafa í eftirmat er einnig fáanlegt á tilboði á sama stað. Eru heildósir af perum á 88 krónur og sama magn af ferskjum á 79 krón- ur. Kók í tveggja lítra umbúðum er á 132 krónur og stór poki af Þykkva- bæjarnasli er á 164 krónur. Ef fötin hafa óhreinkast eftir matarveisluna má þvo þau upp úr þvottaefni frá Sparr og kosta 3 kíló 305 krónur. Fjarðarkaup er ávallt með thboðs- torgið og finnast allar vörur, sem eru á tilboðsverði hverju sinni, á sama stað. í þessari viku má nefna að Merrild kaffi er á 249 krónur í 500 gramma pakkningum. Gott er að fá sér Homeblest kex með því og er pakkinn á 79 krónur. Hreinlætisvör- ur frá Vital eru á tilboðsverði, svo og tannkrem o.fl. o.fl. 3 kílóa pakkn- ingar af þvottaefni frá Prik eru á 369 krónur. Ef löngun er í eitthvað ferskt eftir matinn er hægt að fá kiwi frá Nýja- Sjálandi á tilboðsverði hjá Plúsmark- aðnum. Einnig er vert að athuga að þeir sem náð hafa 65 ára aldri fá 5 prósent staðgreiðsluafslátt í verslun- inni. -tlt Það kennir margra grasa í tilboðum vikunnar og er ágætt fyrir neytendur að kynna sér þau vel. Hagkaup er með á tilboðsverði ýmsar vörur sem eru ómissandi í grihveisluna. Má nefna kryddaða grihborgara, grillsósu frá Hunt‘s og Caj P‘s grillolíu. Góðan drykk th að hafa með matnum er einnig hægt að fá og er það Pfanner appelsínu- og eplasafi sem í boði er. Mikligarður er með vörur frá Hy Top á thboðsverði en einnig er fáan- leg sósa ofan á salatið undir vöru- heitinu Kraft. Folaldarúllur og hrossabjúgu eru á 25 prósenta af- slætti. Af drykkjum má nefna að phsnerinn frá Sanitas er fáanlegur á 69 krónur hálfur lítri og er 1 'A lítri af Sinalco og RC Cola einnig á lækk- uðu verði. Kjúkling er thvalið aö skella á grill- Þvottaefni er á tilboðsverði i þessari viku hjá tveimur verslunum. DV-mynd JAK Tómatar hafa hækkað nokkuð i verðið hækkað um 50 prósent. verði frá því í síðustu viku og hefur meóal- DV-mynd JAK vínber og er kílóverö á þeim 399 krónur og er verslunin því bæði með hæsta og lægsta verðið á vínberjum. Verðið í Hagkaupi var næstlægst og kostaði khóið þar 295 krónur. Fjarð- arkaup seldi kílóið á 308 krónur en Plúsmarkaðurinn á 388 krónur. Bón- us er ekki meö vínber á boðstólum. Mikhl verðmunur er á grænni pap- riku og munar um heil 180 prósent á hæsta og lægsta verði. Meðalverð er 419 krónur. Hagstæðast er að kaupa paprikuna hjá Bónus en þar fæst hún á 195 krónur khóið. Fjarðarkaup er hins vegar með hæsta verðið, eða 548 krónur fyrir eitt kíló. Næstódýrust er hún hjá Miklagarði og er verðið þar 375 krónur kílóið. Hagkaup selur paprikuna á 449 krónur og Plús- markaðurinn á 530 krónur. Þær kartöflur, sem eru á markaön- um, eru allar erlendar. Þær eru nýjar og koma flestar tegundir frá Evrópu- löndunum: Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Meðalverð að þessu sinni er 105 krónur en lægsta verðið er hjá Bónus, eða 87,50 krónur. Kart- öflur voru á öllum stöðum fáanlegar í tveggja khóa pakkningum en einnig fengust þær í fimm kílóa pokum hjá Bónus og lækkaði það verð kartafln- anna niður í tæpar sextíu krónur khóið. Hæsta verðið reyndist vera 127 krónur hjá Plúsmarkaðnum. Sama verð er hjá Hagkaupi og Mikla- garði, eða 99,50 krónur. 115 krónur kosta þær hjá Fjarðarkaupi en Plús- markaðurinn siglir í kjölfarið með 127 krónur khóið. -tlt ir <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.