Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Ritstjórn - Auglýsingar FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Vélarbilun 1 Bjarti: Málmflísar dreifðust um vélarrúmið „Viö vorum á veiðum í Lónsbugt þegar stimpilstöng í vél togarans brotnaöi og við það braut hún blokk- ina í vélinni. Sem betur fer var eng- inn í vélarrúminu þegar þetta gerðist því málmflísar trotnuðu úr vélinni og dreifðust yfir hluta vélarrúms- ins,“ sagði Jóhann Pétur Gíslason, skipverji á togarnum Bjarti NK 121, sem Síldarvinnslan á Neskaupstað gerir út. Skipverjar höfðu þegar í stað sam- band við Síldarvinnsluna og hún sendi togarann Barða til móts við Bjart og dró hann inn til Neskaup- staðar. „Það er ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á vél togarans við þetta óhapp. Þaö var skipt um vél í Bjarti fyrir sex árum og því átt- um viö ekki von á að vél hans myndi bUa svo skyndUega. Að okkar mafti bendir allt til að um verksmiðjugalla í véhnni hafi verið að ræða,“ sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar. „Bjartur verður að öllum hkindum frá veiðum næstu sex vikurnar en þá vonumst við til að hann komist á á veiðar á nýjan leik. Togarinn er nú þegar búinn að veiða tvo þriðju af árskvóta sínum svo það eru góðar líkur á að hann veiði það sem eftir er að viðgerð lok- inni.“ -J.Mar Skákmótið í Manila: Jóhann vann Agdestein Jóhann Hjartarson, með hvítt, vann Norðmanninn Simen Agde- stein í 12. og næstsíðustu umferð millisvæðamótsins í skák í ManUa á Filippseyjum. Agdestein gafst upp eftir 62 leiki. Jóhann hefur þar með hlotið 7 vinninga og er í 13.-18. sæti. Hann eygir því nokkra möguleika á að verða meðal eUefu efstu í lokin en þeir komast áfram í áskorenda- einvígin. Sigurvegari úr áskorenda- einvigunum vinnur sér rétt til að skora á heimsmeistarann, Gary Ka- sparov. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Kúbumanninn Arenci Bia í 12. umferð og er því með 5 vinninga. Sovétmaðurinn Ivantsjuk er einn efstur á mótinu, með 8 'Á vinning. Þá koma Indveijinn Anand og Sovét- maðurinn Gelfand með 8 vinninga. Síðasta umferð mótsins verður tefld á morgun. -hlh LOKI Það var eins gott að þeir múruðu ekki í öll horn! Seinagangur í sakadómi HafnarQaröar: Ákæra hefur legið í rúm fjögur ár án þess að dómurinn geri nokkuð í málinu Rikissaksóknari gaf út ákæru á hendur nokkrum einstaklingum 18. apríl 1986. Þrátt fyrir að liðiö sé á fimmta ár frá því aö ákæran var gefin út hefur málflutnignur ekki farið fram. Málið er til með- ferðar í sakadómi Hafnarfiarðar. Vitni eða ákærðu hafa ekki verið yfirheyrð vegna málsins. Ákæran lýtur að svikum við gerð erfða- skrár. Ágreiningur reis vegna erfðaskrárinnar, Búið er að jafna hann en refsimálið er óhreyft. Með- al ákærðu er hæstaréttarlögmaður í Hafnarfirði. Ákæruvaldið krefst þess meðal annars að lögmaðurínn verði sviptur málflutningsréttind- um. Jónatan Sveinsson, þáverandi vararíkissaksóknari, gaf út ákær- una fyrir hönd embættisins. Farið hefur verið fram á það við Jónatan að hann flytji málið af hálfu ákæru- valdsins. Hann hefur samþykkt að gera það þrátt fyrir að hann hafi látið að störfum hjá embætti rikis- saksóknara fyrir alllöngu. Jónatan rekur nú lögfræöiskrifstofu í Reykjavík. „Mér þótti eðlilegast aö fá annan dómara i þetta mál þar sem einn ákærðu hefm- það mikil samskipti við þetta embætti. Ráðuneytið tók ekki undir það. Það hefur fleira komið upp á. Það eru að hluta sömu verjendur í þessu máli og Hafekips- málinu. Máhð er tilbúið til flutn- ings,“ sagði Guðmundur L. Jó- hannesson, héraösdómari við sakadóm Hafnarfiarðar, þegar hann var spurður hvers vegna þetta mál hefði tafist svo mikið. -sme Slökkvilið Reykjavikur var kallað að Breiðagerðisskóla rétt fyrir klukkan átta r gærkvöld. Mikinn reyk lagði frá austurálmu skólans en þar er sundlaug og búningsklefar. Reykkafarar fóru inn í skólann og slökktu elda. Rjúfa varð þak og falskt loft. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu. Einn reykkafaranna slasaðist á öxl þegar hann féll i tóma sundlaugina. Á innfelldu myndinni er reykkafarinn sem slasaðist, Pétur Arnþórsson, leikmaður með Fram í knattspyrnu. DV-mynd S Landsvirkjun: Hornsteinninn kostaði tæpar tvær milljónir Landsvirkjun borgaði rétt ‘tæpar tvær milljónir vegna veisluhalda er hornsteinn var lagður að Blöndu- virkjun. Auk hornsteinsins var hald- ið upp á 25 ára afmæli Landsvirkjun- ar sama dag. Flug með þá veislugesti, sem komu frá Reykjavík, kostaöi 900 þúsund krónur. í veislu að Húnavöllum voru yfir 200 gestir. Veislan kostaði um eina milljón króna. Veisluhöldin kostuðu því um tvær milljónir. Til samanburðar má nefna að dag- legt uppihald og þjónusta þeirra 400 starfsmanna, sem vinna við virkjun Blöndu, kostar rúma eina milljón. -sme Tveir 16 ára stálu bfl og skemmdu hann Tveir 16 ára drengir stálu bíl í Kópavogi í gærmorgun. Þeir fóru í ferðalag og óku austur á Laugarvatn. Þar tók lögreglan í Ámessýslu þá. Bíllinn var þá orðinn óökufær. Hann var fluttur með kranabíl til Kópavogs en drengirnir í lögreglufylgd. -sme Veðrið á morgun: Rigning á Suður- og Vesturlandi Suðaustanátt um allt land, stinningskaldi vestanlands en hægari á austanverðu landinu. Rigning á Suður- og Vesturlandi en úrkomulítið norðanlands. VM Ihátoííl K h CJlÍabriel :V/J'ý HÖGG- - DEYFAR jif Versliö hjá fagmönnum GSvarahlutir & Hamarshöfóa 1 - s. 67-6744 1 Kentucky Fried Chicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfirói Kjúklingar sem bragö er aö Opið alla daga frá 11-22 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.