Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. 3 Fréttir Kynferðismálið í Hafnarfirði: Grunur um kynferðisbrot gagnvart fleiri börnum - rannsóknarlögreglan aflar frekari gagna ur. Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn vegna kæru á hendur manni í Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem honum er gefið að sök að hafa framið kynferðisafbrot gagn- vart flögurra ára dreng. Rannsóknin beinist að afbrotum gagnvart fleiri bömum en drengnum sem kæran byggist á. Þetta fékkst staðfest hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknarlögreglan fer með rannsóknina í samvinnu við félags- málastofnun Hafnarfjarðar og svæð- isstjóm fatlaðra á Reykjanesi. Mað- urinn, sem foreldramir kærðu, er andlega fatlaður. Maðurinn kom til yfirheyrslu hjá RLR síðasthðinn föstudag. Honum var skipaður réttargæslumaður. Rannsóknarlögreglan er að afla frek- ari gagna vegna málsins, bæði hvort fleiri börn hafi hugsanlega orðið fyr- ir manninum og eins mun lögreglan fá viðtöl sem sálfræðingar hafa átt við þau böm sem grunur er um að maðurinn hafi framið kynferðisaf- brot gegn. Gísli Pálsson hjá rannsóknarlög- reglunni segir að úrræði lögreglunn- ar séu takmörkuð við þessar aðstæð- Marta Bergmann hjá félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar vildi ekkert um þetta mál tala. Hún sagðist hafa trúnað gagnvart öllum skjólstæðing- um félagsmálastofnunar og sagðist þess vegna ekki geta staðfest að þetta mál væri til meðferðar hjá þeim. Foreldrar barnanna hafa sett fram óskir um að manninum verði komið fyrir á stað þar sem hans er gætt. Marta sagði aðspurð að ekki væri hægt að taka fatlað fólk nema það óskaði þess sjálft - svo framarlega sem viðkomandi hefði sjálfræði. Svo mun vera með kærða manninn. -sme Sumrinu fylgir jafnan tiltekt og lagfæringar úti við, jafnt í húsagörðum sem á almenningssvæðum. Hér sést fríður flokkur ungra sveina vinna við malbik- unarframkvæmdir á Suðurgötunni í Reykjavík. DV-mynd JAK Bylgjan og Stöö 2: Fréttastofur sameinaðar „Fréttastofur Bylgjunnar og Stöðvar 2 verða sameinaðar en það er ekki búið að útfæra í smáatriðum hvemig það verður gert. Ég býst við að við munum leggja áherslu á færri, betri og lengri fréttatíma í stað þess að útvarpa fréttum á klukkutíma- fresti,“ segir Páll Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Stöðvar 2. Fyrir skömmu samþykkti íslenska útvarpsfélagið, sem rekur Bylgjuna og Stjömuna, að sameinast íslenska sjónvarpsfélaginu. Sameiningarmál- in verða til umíjöllunar á hluthafa- fundi íslenska sjónvarpsfélagsins í næstu viku. Að öllum líkindum verð- ur þvi formlega gengið frá samning- um þessara tveggja fiölmiðlafyrir- tækjanna á næstunni. „í kjölfar sameiningarinnar verður fiölgað á fréttastofu Stöðvar 2 en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu margir nýir fréttamenn veröa ráðnir. Það er heldur ekki af- ráðið hvort fréttamenn Bylgjunnar verða ráðnir á fréttastofuna eða hvort þeim verður sagt upp störf- um,“ segir Páll. -J.Mar WALTER KOENIG UR i. OT* □ TDCL' BRUCE CAMPBEU. UR 79966 Útgáfa 25. júlí Utgáfa 19. júlí Utgáfa 19. júlí betn II leigum 111 Reykjavík ELIZABET TAYLOR cr ójurfi *ð kyima frekar. luiner ein nórkoulega.ua leikkona tera uppi hefur vcriö. MARK HARMON er að geia tér goll orft {kvik niyndahciminuni. MeÖat mynda tcin harai hefur letkiö í eru SUMMEK SQIOOI. og AFTER THE PROMISF. w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.