Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. Fréttir Kosið í Grímsnesinu á laugardag: Aðrar kosningar í þessu fámenna sveitarfélagi - flórir listar bjóða fram í annað sinn Sveitarstjómarkosningar verða í Grímsnesi á laugardag. Kosning- amar, sem fóm fram 26. maí, vom úrskurðaðar ógildar þar sem Böðvar Pálsson oddviti, sem skipar efsta sæti I-lista, sá um utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu jafnframt þvi að leiða einn framboðslistann. Utankjörfund- aratkvæði vom meðal annars greidd á heimili Böðvars. Annar oddviti var skipaður til að sjá um utankjörfund- aratkvæðagreiðslu. Á kjörskrá em 187. Utankjörfund- aratkvæði vom 44 í kosningunum 26. maí. Sama kjörskrá er nú og var þá. Auk þess era sömu fjórir framboðs- listar í kjöri. í fyrri kosningunum fékk I-listi þrjá menn, E-listi einn mann og H-listi einn mann. F-listi kom ekki að manni. Það var efsti maður F-lista, Helga Helgadóttir, sem kærði kosninguna. í viðtaliviðDV U.júní sagðiHelga: „Ég kærði vegna þess að hrepp- stjórinn skipaði efsta sæti eins list- ans og hann sá einnig um utankjör- staðaratkvæðagreiðsluna. Það vom 187 á kjörskrá og utankjörstaðarat- kvæði vom 44. Eg tel að hann hafi átt mjög gott með aö hafa áhrif á kjós- endur. Meðal annars opnaði hann kjördeild að írafossi." Þijú efstu sæti framboðslistanna skipa: E-listi. Helgi Jónsson vélamaður, Þorsteinn Magnússon vélamaður og Hjörtur Hjartarson vélamaður. F- listi. Helga Helgadóttir húsfreyja, Gísli Hendriksson fiskeldismaður og Þorleif Gunnarsdóttir húsfreyja. H- listi. Snæbjöm Guðmundsson verka- maður, Amgrímur Jónasson vél- stjóri og Elísabet Pétursdóttir hús- freyja. I-listi. Böðvar Pálsson oddviti, Kjartan Helgason bóndi og Þorleifur Sívertsen, starfsmaður á Sólheim- um. -sme Bæjarstjórinn sem kaus sjálfan sig: Var ekki farið á bak við kjósendur - segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík „Við nýafstaðnar kosningar var ljóst aö ég var bæjarstjóraefni og ég bauð mig fram sem slíkur. Þetta var kjósendum í Bolungarvík ljóst. F- listi, listi núverandi miniúhluta,' barðist hins vegar á móti pólitiskum bæjarstjóra og mér persónulega. En Bolvíkingar vildu annað,“ sagði Ól- afur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, en minnihluti bæjar- stjómar ætlar að kæra til ráðherra að hann hafi sjálfur tekið þátt í að Kjósa sig bæjarstjóra á bæjarstjóm- arfundi, eins og DV hefur skýrt frá. Ólafur sagði að á bæjarstjómar- fundi 13. júní hefði málefnasamning- ur A- og D-lista verið kynntur. Samn- ingurinn hafði áður fengið samþykki viðkomandi lista. Þar kom meðal annars fram að Ólafur yrði bæjar- stjóri. Á fundi bæjarstjómar 9. júlí var síðan flutt tillaga um að Ólafur yrði bæjarstjóri í samræmi við sam- komulag um kosningar í nefndir, ráð og trúnaðarstöður. Þessi tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn jiremur atkvæðum minnihlut- ans. Olafur tók þátt í atkvæðagreiðsl- unni. „Það er rétt sem fram kemur í frétt- inni að síðast þegar ég var ráðinn bæjarstjóri tók ég ekki þátt í at- kvæðagreiðslu og baðst lausnar frá starfi bæjarfulltrúa þann tíma sem ég gegndi bæjarstjórastöðu. Með þeim hætti taldi ég mig ekki koma aftan að kjósendum vegna bæjar- stjóraskipta við fráfall fyrrverandi bæjarstjóra," sagði Ólafur. Ólafur sagði ástæðu þess að minni- hlutinn hefði ákveðið að kæra at- kvæðagreiðsluna vera mikið afhroð F-listans í kosningunum en listinn hafi tapað rúmum þriðjungi atkvæða sinna. Hann sagðist hins vegar ætla að vera fjarverandi þegar ráðningar- samningur hans kæmi til afgreiðslu. „Fullyrðingar leiðtoga F-Ustans, forystumanns Alþýðubandalagsins í Bolungarvík, þess eðlis að bæjar- stjóraembætti séu með best launuðu embættum dreg ég í efa eftir fram- lagða reikninga hans fyrir vinnu vegna umsvifa stjómar verka- mannabústaða í Bolungarvík svo sem frægt er hér vestra,“ sagði Ólaf- ur. -gse Útiguðsþjónusta var haldin í Grafarvogi síðastliðinn sunnudag. Messan var haldin á lóð þeirri er kirkju sóknarinnar hefur verið valinn staður í framtíð- inni en fyrirhugað er að hún standi við götuna Fjörgyn og verður hún eina húsið við götuna. Við guðsþjónustuna skírði séra Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogi, lítinn dreng og hlaut hann nafnið Ámundi. Foreldrar hans eru Lára Sigurþórsdóttir og Rögnvaldur Ámundason. I dag mælir Dagfari_______________ Sovét í Nató Ekki er langt síðan austur og vest- ur stóðu grá fyrir jámum and- pænis hvort öðra og mannkynið skalf af hræðslu og óttaðist Kjam- orkustríö og ragnarök. Kommamir í Sovét vom mestu illmenni jarðar- kringlunnar og hér uppi á Fróni geisaði harðvítug stjómmálabar- átta um aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Meirihluti þjóðarinn- ar studdi íhaldið í þeirri skoðun sinni að kommamir væm vondir og ógnun við heimsfriðinn. En fljótt skipast veður í lofti og alJur mannheimur hefúr fylgst með atburðunum fyrir austan af undr- un og hrifningu og horft upp á al- mætti alheimskommúnismans lið- ast í sundur eins og spilaborg. Gor- batsjof á fullt í fangi heima fyrir og þeir em jafnvel famir að stofna nýja stjómmálaflokka í Rússíá og lýsa yfir sjálfstæði einstakra ríkja. Rússneski bjöminn er orðinn bæði tannlaus og bitlaus og ógnar eng- um nema sjálfum sér í innbyrðisá- tökum. Af þessum atburðum er öllum þorra manna mikill léttir ef undan er skilinn sá hópur sem hefur haft það fyrir atvinnu að mála rús- sagrýluna á vegginn og heimta var- iö land. Sá hópur á erfitt með aö sætta sig við að óvinurinn sé horf- inn og Nató gagnslaust og hefur verið að leita með logandi ljósi að einhverjum rökum eða ráðum til að halda í herinn og Atlantshafs- bandalagið. Það má nefnilega ekki gerast að herinn hverfi af landi brott og Nató verði lagt niður því þá missa margir spón úr aski sín- um og glæpurinn týndur. Og menn hafa ekki dáið ráðalaus- ir. Nú hafa þeir fundið það upp í aðalstöðvum Nató að einfaldast sé að bjóða Gorbatsjof og Sovétríkjun- um aðild að Nató! Innlima þá í bandalagið. Með því slá þeir tvær flugur í einu höggi. Koma í veg fyr- ir að Nató verði lagt niður, því það er auðvitað nauðsynlegt að Nató lifi ef Gorbatsjof gengur í Nató, svo Rússamir geti fylgst með því hvað Nató er að gera til að koma í veg fyrir að Nató komi Rússunum í opna skjöldu. Á hinn bóginn er svo gagnsemin fólgin í því að menn geti áfram búið til hemaöaráætlanir, stundað vígbúnað og haldið úti herstöðvum hér og hvar í heiminum til að verj- ast árásum óvinarins. Þá gengur leikurinn út á það að óvinurinn fái vitneskju um aðgerðir síns eigin óvinar, svo að óvinurinn geti gert ráðstafanir til vamar þeim vömum sem settar em upp andspænis þeim vömum sem beinast að vömum hins. Þegar Gorbatsjof hefur verið skipaður í herráð Atlantshafs- bandalagsins getur Nató gert kröfu um að framkvæmdastjóri Nató fái sæti í herráði Sovétríkjanna og í báðum herráðunum munu þeir síö- an skiptast á upplýsingum og vita upp á hár hvað hinir em að gera. Þetta auðveldar vamimar en gerir á sama tíma nauðsynlegt að varnir séu hafðar uppi til að veijast því að árás veröi gerð. Ef hvor aðili um sig veit hvaöa vamir hinn hefur mun engin árás verða gerð nema vamimar séu í lagi og þá mun vörnin við vömunum verða sú að gera ekki árás. Þegar Gorbi verður kominn í Nató getur hann svo stýrt aðgerð- um Nató gegn Sovétríkjunum til að aðgerðimar verði aldrei meiri en vamir Sovétríkjanna ráða við. Og svo öfugt. Best væri auövitað ef Rússamir tæKju alveg yfir hjá Nató og Nató tæki alveg yfir hjá Rússunum, því að þá geta þeir haft algjöra stjórn á hernaðarmætti hvor annars. Eina hættan í því fyrirkomulagi er sú að þegar kemur að því að Gor- batsjof verður sparkað frá Kreml verði hann svo reiður að hann láti til skarar skríða gegn Rússunum sem þá væm undir stjóm Nató. Þá mundi sem sagt koma upp sú staða að Nató stýrði Sovét gegn Nató og Sovét stýrði Nató gegn Sovét. Það gæti orðið snúið því Gorbi vissi hvaða varnir væm hjá Sovét og Nató vissi hvaða vamir væm hjá Nató og ekkert kæmi út úr því stríði. Þessi hætta er samt bara til í teor- íunni og aðalatriðið er að eftir að Gorbatsjof er orðinn innsti koppur í búri hjá Nató og Nató innsti kopp- ur í búri þjá rauða hemum treysta menn öryggi álfunnar og þannig mun Nató lifa áfram og gera sitt gagn þótt óvinurinn sé horfinn í raðir óvina sinna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.