Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. Útlönd Hunsa viðvörun PLO Liðemenn Hizboliahsamtakanna í Líbanon við útför félaga sins sem féll í étökum við amal-shíta. Nær fimmtíu manns hafa beöið bana og yfir hundraö særst f atökunum að undanfömu. Simsmynd Reuter Frelsissamtök Palestinumanna, PLO, hótuðu Hizbollahsamtökunum, sem eru höll undir íran, uppgjöri vegna bardaganna við amal-shíta í suð- urhluta Líbanons. Líðsmenn Hizbollah höföu hins vegar að engu boð Palestínumanna um að þeir skyldu yfirgefa hernaðarlega mikilvægt þorp í gær sem þeir tóku frá amal-shítum á mánudaginn. Að minnsta kosti sex eru sagöir hafa faliið í átökunum í gær og nær þrjátíu særst. Hizbollahmenn segja aö frekari afskipti. Palestínumanna af málinu muni hafa alvarlegar afleiðingar. PLO segja að Qögur hundruö liðsmenn samtakanna, vopnaðir vélbyssum og sprengjum, séu reiöubúnir aö láta til skarar skríða á bardagasvæöunum. Teknar fyrar heróínsmygl Tvær unglingsstúlkur, sautján og nítján ára gamlar, voru handtekpgr í Thailandi í gær fyrir aö reyna að smygla þrjátíu kílóum af hreinu heró- íni til Amsterdam. Var þetta fyrsta utanlandsferð stúlknanna. Heróínið fannst í farangri þeirra pg voru þær handteknar er þær voni að stiga um borð í flugyél ti} Amsterdam. Báöar neituðu þær ásökunum uin heró- ínsmygl og er ekki talið útilokað að þær hafí verið gabbaðar. Verði stúlkurnar fúndnar sekar geta þær átt yfir höföi sér líflátsdóm. Viðrædur um Kashmír Utanrikisráðherrar Pakislans og Indlands hófu í gær viðræður um ástandið I Kashmír. Simamynd Reuter í Kashmírhéraði á Indlandi ríkti mikil spenna í gær. Herskáir sjálf- stæðissinnar höföu boðað til tveggja daga verkfalls til að mótmæla viðræð- um utanríkisráðherra Pakistans og Indlands um ástandiö í héraðinu og var þátttaka í verkfallinu góö. Hersveitir voru á veröi til að koma í veg fyrir aögerðir af háifú sjálfstæðissinna sem voru reiðir yfir því að þeir skyldu ekki fá að taka þátt i viðræðunum. Það voru yfirvöld í Pakistan sem stungu upp á viöræöunum viö ind- versk yfirvöld til að reyna að koma í veg fyrir að styrjöld brytist út vegna Kashmír. Indverjar haía sakað Pakistana úm að útvega sjálfstæðissinnum í Kashmír vopn og þjáifa þá en þessari ásökun er vísað á bug í Pakistan. Hvorugur aðihnn vill að Kashmír verði sjálfstætt. Sovétmenn vilja til S-Afríku Yfir sex þúsund sovéskir ríkisborgarar hafa frá því í febrúar snúið sér til sendiráös Suður-Afríku í Helsingfors í Finnlandi og sótt um að fá að flytja til Suður-Airíku, Tii sendiráðs Suður-Afríku í Vín í Austurríkí hafa borist tuttugu þúsund umsóknir á mánuðí frá Ungverjum síöasta hálía árið. Afríska þjóðarráöíð er raótfalliö því að hvítir menn flytji tii landsins. Stefna suöur-afrískra yíirvalda í innflyfiendamálum er sú að aðeins menntað fólk og fólk með starfsreynslu fær aö flytjast til landsins. Loka- ákvörðun um leyfi tii innflutnings er tekin af innanríkisráöuneytinu. Fyrir Sovétmenn er þó prófskírteini engin trygging fyrir leyfl því yfir- völd taka ekki giid próf frá hvaða skólastofnun sem er i Sovétríkjunum. Neyðariögum aflétt Yfirvöld í Zimbabwe feta nú í fót- spor de Klerks, forseta Suður-Afr- íku, og aflétta neyðarlögum í landinu sem veriö hafa i gildi i tutt- ugu og flmm ár. Mannréttindasam- tök í Zimbabwe fögnuðu ákaflega tilkynningu yflrvalda. Þau höföu sagt það hræsni af hálfu yfirvalda að hvetja til afnáms neyöarlaga í Suður-Afríku en aflétta þeim ekki heima fyrir. Bandaríkjamaöur viö björgunarstörf á Filippseyjum. Símamynd Reuter Björgunarmenn berjast við tímann Sérþjálfaðar sveitir bandarískra og breskra björgunarmanna héldu í morgun áfram leit með sérstökum tækjum að fólki sem enn kann að vera á lífi í rústum húsa sem hrundu er öflugur jarðskjálfti gekk yfir Filippseyjar á mánudagsmorgun. Síðan eru liðnir fiórir sólarhringar og tíminn því knappur. Er talið að að minnsta kosti sex hundruð manns hafi látið lífið af völdum jaröskjálft- ans. Þúsundir manna streyma nú frá borginni Baguio sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum. Einn fjöl- skyldufaðirinn sagði aö bæði vatns- laust og matarlaust væri í borginni. Margar fiölskyldur óttast afleiðiogar eftirskjálfta og hafa tjaldað í almenn- ingsgöröum og á opnum svæðum. I útvarpsfréttum í gær var greint frá því að margir farþegar hefðu lát- ið lífið þegar tvær langferðabifreiðar urðu undir skriðu sem féll af völdum jarðskjálftans á mánudaginn. Þriðja langferðabifreiðin þeyttist út af veg- inum sem liggur til Baguio. Við rústir lúxúshótelsins í Baguio stóö í morgun Clarita Gonzales og hrópaði grátandi í gjallarhorn til fimm ára dóttur sinnar, sem er fóst í rústunum ásamt barnfóstru sinni, í þeirri von um að fá svar. Björgunar- menn telja ekki útilokað að bamið sé enn á lífi og að hægt verði að bjarga því. Eldur kviknaði í rústum verk- smiðju í Baguio í kjölfar jarðskjálft- ans og segja embættismenn ómögu- legt að vita hversu margir hafi látist fyrr en eldurinn hefur verið slökkt- Ur. Reuter ísraelski utanríkisráðherrann: Hafnar skilyrðum Bandaríkjanna David Levy, utanríkisráðherra ísraels, sagði í gærkvöldi að ísra- elsk stjórnvöld myndu aldrei sam- þykkja skilyrði sem Bandaríkja- stjóm setti fyrir friöi í Mið-Austur- löndum ef þau skilyrði færu gegn öryggishagsmunum ísraels. Þá sakaði ráðherrann Evrópubanda- lagiö um tvöfeldni þar sem það beitti ísrael en ekki Arabaríkin efnahagslegum refsiaðgerðum. Levy sagöi forsendu viðræðna mfili ísraela og Palestínumanna vera að afstaða beggja lægi ljós fyr- ir og sagði að mörg atriði væru alls ekki ljós. ísraelski utanríkisráð- herrann, sem fyrr hefur látið í ljósi ákveðna afstöðu gegn friðarvið- ræðum, kvaðst í gær vonast til aö viðræður við Bandaríkjamenn í framtíðinni kunni að leiða til friðar í þessum heimshluta. Reuter Flóttamannadeilan á Kúbu: Harðnandi afstaða Castro Kúbanskur andófsmaður leitaði hæhs í sendiráði Spánar í Havana, höfuðborg Kúbu, í gær og hafa þar með fiórir andófsmenn sótt þangað eftir hæli. Maðurinn náði að klifra yfir vegg sem umlykur sendiráðs- bygginguna og stinga af lögreglu sem vaktar húsið. Spænsk stjómvöld hafa kallað sendiherra sinn á Kúbu heim til að ræða þessi mál. Spænska sendiráðið hefur harðneitað að fram- selja andófsmennina sem leitað hafa hælis þar og vonast til aö semja við ríkisstjóm Kúbu um að fólkið fái að yfirgefa landið. Yfirvöld á Spáni, Tékkóslóvakíu og Ítalíu reyna nú hvað þau geta aö leysa þann vanda sem flótti kúb- anskra andófsmanna í erlend sendi- ráð í Havana hefur haft í fór með Stjórn Fidels Castro forseta segist ekki munu veita andófsmönnunum, sem leitaö hafa hælis í erlendum sendiráðum, fararleyfi úr landi. Simamynd Reuter sér. Stjóm Fidels Castro forseta seg- ist ekki munu veita andófsmönnun- um fararleyfi úr landi og segir Kúbu- stjórn að flóttamennimir vongóðu hafi um tvennt að velja; annaðhvort gefa sig á vald lögreglu eða dvelja það sem þeir eiga eftir ólifað innan veggja erlendu sendiráðanna. Yfir- völd segja að flóttanum sé ætlaö að skapa þá ímynd erlendis að óstöðug- leika gæti á Kúbu. Heimildarmenn segja að yfirvöld hafi heitið því að gefi andófsmenn- imir sig á vald lögreglu af fúsum og frjálsum viija verði þeim ekki refsað. Alls eru nú þrettán Kúbumenn í er- lendum sendiráðum í Havana: fiórir í sendiráði Spánar, fiórir í sendiráöi Ítalíu og fimm í tékkneska sendiráö- inu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.