Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. Spumingin Sjá allir sömu litina? Sigrún Gautsdóttir nemi: Nei, ég hugsa ekki. Það fer eftir fólki. Sumir eru litblindir. Elín Bragadóttir nuddari: Það hugsa ég. Sjálfsagt eru þó einhveijir lit- blindir. Björgvin Friðsteinsson bifvélavirki: Nei, það sjá ekki allir sömu litina. Ég hef rekið mig á það. Díana Kristjánsdóttir skrifstofumað- ur: Nei, það held ég ekki. Það er sér- fræðinga að svara af hveiju. Kristján Bjarnason nemi: Örugglega ekki..Mér finnst augljóst að svo sé ekki. Lesendur_______________________dv / Mengun og mikillæti Konráð Friðfinnsson skrifar: Núna tala menn gjaman um Þjóð- verja og Japani sem hina einu sönnu sigurvegara í heimsstyrjöldinni síð- í ari. Einkum vegna þess að ríkin tvö J státa af styrkri stöðu í efnahagsmál- j um samfara mikilli sókn á sviðum viðskiptalífsins. Á bæjunum þeim kvað fólkið lifa í allsnægtum. Mis- jafnt eru þær „allsnægtir" þó túlkað- ar þar, enda um tvö gjörólík menn- ingarsvæði og þjóðir að ræða. Okkur er tjáð að japanskir verk- smiðukóngar „eigi“ sitt fólk með húð og hári, jöframir skaffi starfskröft- um sínum húsnæði og séu verslanir þær er fólkið sækir gjaman einnig á þeirra könnu. Má því vísast segja, að laun púlsmannanna fari aldrei út fyrir lóð fyrirtækjanna. Ekki er samt allt gull sem glóir og öll mál hafa tvær hliðar. Ég tel að þessi ríki eigi kannski „heiðurinn" af öðrum og ögn neikvæðari þætti heldur en þeim er fyrr er hér getið og snýr aö undirstöðu alls lífs - sjálfu sköpunarverkinu. Þessari margþættu lífskeðju spfila nú jarðarbúar æ meir sökum græðgi, og sísoltinnar peningahítar, svo aö þeir geti viðhaldið falskri atkomu. Afkomu sem byggist í aðalatriðum á því að selja og selja sem mest, nán- ast hvað sem er. Þannig hlýst af of- framleiðsla á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. - Og undan þessu stynur náttúran. Fyrir þessu loka menn bæði augum og eyrum nema í tækifærisræðum þar sem kampavínið flýtur og vindla- reykurinn liðast um salarkynnin. En nefndir eru sendar vítt og breitt um heiminn, ekki síst þangað sem þægi- legt er að dveljast, svo sem í nálægð góðra baðstranda og afslöppunarað- stöðu. Fátt bitastætt kemur þó frá þessum nefndum. Kannski ekki hlýtt á þær sem skyldi. Úrbætur kosta peninga sem oft og tíðum má víst telja í milljörðum króna. Eftir traustum upplýsingum má fullyrða að Þjóðveijar spúi meira af eitruðum úrgangsefnum út í and- rúmsloftið en nokkurt annað land í Evrópu eða tæpum 5 milljónum tonna á ári (1988). Og ástandið hefur lítið skánað. Handbærar tölur eru ekki fyrir hendi hvað Japan varðar en það er umtalsvert að sögn. Þaö er líklega ekki fjarri sanni að áðurnefnd ríki séu vel sett í nútíman- um. Samt er það svo að kerfi sem gerir fjármagnið rétthærra mönnun- um fær ekki staðist tímanst tönn. Sökum þess er of snemmt að tala um glæsilegan árangur. Nær væri að gæta að því hvort mengun á ekki eitthvað skylt viö mikillæti eða of- metnað vegna umtalsins um „sigur- vegara stríðsins“. Greinarskrif Hannesar Jónssonar um EB: Ahugaverð og fræðandi Þórarinn J. Jónsson skrifar: Ég set þessar línur á blað vegna þess að mig langar til að koma á ffamfæri þakklæti til Hannesar Jónssonar fyrrv. sendiherra fyrir greinarskrif hans um Efnahags- bandalag Evrópu, og ábendingar hans um hættumar fyrir íslenskt fullveldi og sjálfstæði, bæði huglægt og efnahagslegt. Hann hefur þann hæfileika að geta gert umræðuna um EB áhugaverða og fræðandi fyrir hinn almenna borgara og er óskandi að hver ein- asti íslendingur, sem einhveija sinnu hefur á því að leggja sitt af mörkum til að vemda hagsmuni ís- lands, sjálfstæði okkar gagnvart öðr- um löndum, landhelgina, tungu okk- ar og menningu, lesi greinar Hannes- ar. Eins og þeir munu sjá sem kynna sér skrif hans bendir ekkert til þess að ávinningur okkar við að binda trúss við EB sé einhver. Þvert á móti virðast sumir þeir sem eiga að leiða samninga fyrir okkar hönd vera búnir að tapa áttum í samninga- gerðinni og telja sig vera búna að fá vilyrði fyrir ívilnunum vegna sér- stöðu íslands. - ívilnunum sem hvergi em staðfestar með undir- skriftum neinna ráðamanna! Án sérstakra samninga um land- helgina, íjármagnsflæði, vinnuafls- flutninga og fleira erum við svo sannarlega búnir að grafa okkar eig- in gröf. Eg held persónulega að við ættum að hlusta á menn eins og Hannes Jónsson, menn sem hafa reynslu svo áratugum skiptir af ut- anríkismálum. Við ættum og að taka til athugunar aðra þá valkosti sem í boði em og koma fram í grein Hann- esar Jónssonar. Við megum ekki við því aö láta berast með straumnum inn í framtíð sem gæti orðið okkur og bömum okkar óbærileg sem íslendingum. Mismunur á verðlagningu á flugfragt og yfírvigt: Vegur þungt fyrir farþega Pétur hringdi: Það er mörgum farþeganum sem fer með flugi til útlanda óskiljanlegt hve dýrt það er að vera með yfirvigt í farangri sínum. - Ég vil taka dæmi af flugfragt og yfirvigt farþega. Ef sendur er fiskur í flugi eins og ég hefi einnig gert kostar imdir eitt kíló 39 krónur (miðað við 100-500 kg). Farþeginn, sem heldur þó að mestu uppi rekstri flugsins með fargjöldum sínum, greiðir hins vegar 513 kr. fyr- ir kg í yfirvigt farangurs. Mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt. Þetta veg- ur þungt fyrir farþegann og geta orð- ið áhöld um hvort ekki borgar sig aö kaupa annan farmiða þegar yfir- vigtargjald fer að slaga upp í far- miðaverð. Hér þarf örugglega skýringa við og raunar algjörrar uppstokkunar og samræmingar á þessari verðlagn- ingu. Ég get ekki séö hvers vegna það ætti að þurfa að vera svona miklu dýrara að fljúga með aukakíló sem kallaður er farangur en þegar kílóin flokkast undir fragt. Þetta er kannski eitt af því sem almenningi er ekki ætlað að skilja í frumskógi þeim sem oft er nefndur þegar verðlagningu flugfélaga ber á góma. Tonflstarmennirnir og systkinin Carpenters: Á dagskrá 28. Gunnella Jónsdóttir, kynningarstjóri á Stáð 2, hringdi: Vegna lesendabréfs Hjartar Geir- sonar, sem birtist í DV þriðjudaginn 17. þ.m. ásamt fyrirspum um það hvort ekki væri hægt að fá að sjá hina frægu söngkonu, Karen Car- penter, í sjónvarpi, t.d. á mynd- bandi, eða tónlistarþátt með henni og bróður hennar, Richard, og tónlist Stöðvar 2 júlí þeirra, vil ég upplýsa eftirfarandi. Laugardaginn 28. júlí nk. verður einmitt á dagskrá hjá Stöð 2 kvik- mynd um ævi og staif Karenar Car- penter og um tónlist þá sem hún flutti ásamt bróður sínum. - Þetta er um 2ja tíma löng mynd og ættu þeir sem áhuga hafa á henni aö merkja við dagsetninguna til öryggis. „Maradona, einstaklega leikinn með boltann". - Hér sést Maradona (t.v.) etja kappi við þýska knattspyrnumanninn Guido Buchwald. Vonbrigði með HM-úrslit Dögg skrifar: í DV 10 júlí sl. skrifaði Haukur Helgason um sigur Þjóðveija yfir Argentínumönnum í Heimsmeist- arakeppninni í knattspymu. Ég varð undrandi á að lesa þá grein og er ég viss um að ég er ekki ein um það. Mér og mörgum öðmm þóttu úrslitin nefnilega vera hrein og klár dómaramistök, jafnvel að dómaranum hafi verið mútað af Þjóðveijum fyrir leikinn. Argentínumenn eru búnir að standa sig frábærlega vel, jafnvel betur en Þjóðverjar. Til dæmis varði markvörður Argentínu- manna fjórar vítaspyrnur og verð- ur það að teljast stórkostlegur ár- angur hjá þessum unga pilti. Mara- dona er búinn að standa sig mjög vel þótt níðst hafi verið á honum í hverjum leik, felldur hvað eftir annað en hann alltaf staðiö á fætur og ekki gefist upp. Ég býst við að fáir hafi slíkt út- hald sem þessi frábæri leikmaöur og skildi því vel vonbrigði Mara- dona þegar fjóra góða leikmenn vantaði í lið hans, leikmenn sem vom í leikbanni, og einnig þegar tveir góðir leikmenn vom reknir út af og Þjóðverjar vom tveimur mönnum yfir. Allt þetta hlýtur að hafa verið mikil pressa á Argent- ínumenn. Mér fannst Argentínumenn eiga fullkomlega skihð að verða»sigur- vegarar þótt heppnin fylgdi þeim ekki fast eftir. Einnig fannst mér að ítahr eða Englendingar hefðu átt skihð að keppa við Argentínu- menn í stað Þjóðverja. Þjóðveijar léku leiðinlega knattspymu miðað við Englendinga og ítali. Ég tel að dómarinn hefði átt aö halda sig við læknisstörfm en sleppa knattspymunni. Svona dómarar gera knattspyrnu leiðin- lega. Það voru vonbrigði fyrir mig og fleiri að horfa upp á að Þjóðveij- um var gefin vítaspyrna að ástæðu- lausu. Það var greinilegt að Þjóð- veijum var dæmt í hag en Argent- ínumönnum í óhag. Að mínu mati áttu Argentínu- menn sigur skihnn og Maradona er og verður enn um sinn með lang- bestur leikmönnum heims með því að hann er bæði harður af sér og einstaklega leikinn með boltann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.