Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur „Gamli vesturbærinn er innan marfca Garðastrætis að austan og Hringbrautar að sunnan og vestan,“ segir m.a. í bréfi Vesturbæings. - Séð yfir þennan elsta hluta Reykjavíkur. Kennarar Kennara í hannyrðum og almennri kennslu vantar að Grenivíkurskóla. Gott frítt húsnæði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118 eftir kl. 19.00. Kennarar Grunnskóli Beruneshrepps í Hamraborg auglýsir eft- ir kennara í ca 2/3 stöðu. Ennfremur laus fleiri störf við skólann. Starfinu fylgir frí íbúð í skólahúsinu. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-88988 og skólanefndarformaður í síma 97-88978. Umsóknar- frestur til 3ja ágúst. L LANDSVIRKJUN Vesturbærinn nær ekki á Melana Vesturbæingur skrifar: Það virðist vera útbreiddur mis- skilningur hjá mörgum, ekki síst í Reykjavík sjálfri og þá oftast hjá yngra fólki, að hinn eini sanni og gamli vesturbær sé alls staðar í vest- urhluta borgarinnar. Hann nái t.d. vestur um alla Melana og jafnvel allt vestur að Seltjamamesi. Þetta er fjarri sanni. Gamh vesturbærinn í Reykjavík er aðeins sá hluti sem er innan marka Garðastrætis að austan og Hring- brautar að sunnan og vestan. Önnur hverfi þar vestar tilheyra öðmm bæjarhlutum, svo sem Bráðræðis- holtinu, Melunum, Skjólunum, Grímstaðaholtinu og Skeijafirði. Það er alltof algengt að t.d. í blaöa- viðtölum sé verið að ræða við fólk sem þykist vera úr vesturbænum (og á þá væntanlega við gamla vesturbæ- inn) en er þá kannski fætt og uppalið úti á Melum. Eitt slíkt viðtal sá ég í Morgunblaðinu um síðustu helgi og það sem verra er að blaðamaður eða aðrir sem um lesmálið fara höndum virðast ekki heldur vita betur. Þetta lítur hjákátlega út fyrir okk- ur sem emm fæddir og uppaldir í gamla vesturbænum. Minnast má einnig auglýsinga fasteignasala sem gjaman slá upp íbúðum og húsum „til sölu í vesturbænum" þótt allt annað sé ef til vill uppi á teningnum. Ég legg nú til að í framtíðinni verði gerð gleggri skil á þessum bæjar- hlutum Reykjavikur þegar um þá er fjallað í ræðu eða riti því rétt skal vera rétt og í þessu efni er betra að veifa öngu tré en röngu. UTBOÐ Vinnuvegir á Fljótsdalsheiði Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í vegagerð á Fljóts- dalsheiði og í Norðurdal. Heildarlengd vega er um 30 km og magn fyllinga er áætlað um 140.000 m3. Verkinu skal að fullu lokið 24. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík frá og með fimmtudeginum 19. júlí 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 5.000 krónur fyrir fyrsta eintak en 3.000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan 14.00 mánudaginn 30. júlí 1990, en þau verða opnuð þar sama dag klukkan 14.15 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Reykjavík, 19. júlí 1990 Landsvirkjun Skilafrestur er til 1. september iðfangsefni keppninnar er ferðalög og útivist og verða myndirnar að tengjas því efni á einhvern hátt. Þær geta verið bæði svarthvítar og í lit eða litskyggnu af ferðalögum og útivist innanlands sem utan. Glæsilegir vinningar eru í boð fyrir bestu myndirnar. 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flugleiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunar- staða Flugleiða innanlands. 3. Dvöl á Edduhóteli, Ferðaskrifstofu íslands, að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgun- verður í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbílum BSÍ. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferða- skrifstofu BSÍ og Austurleið. 6. -10. Bókaverðlaun. enda skal myndirnar til DV fyrir 1. september og merkja þær: Ljósmyndasamkeppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Með myndunum skal fylgja lokað umslag með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þátttakenda. Sú mynd, sem verður í fyrsta sæti í þessari ljósmyndakeppni, mun taka þátt í sérstakri keppni á vegum Ferðamálaárs Evrópu 1990 í Grikklandi seint á þessu ári. Þar munu ellefu Evrópuþjóðir auk Islands keppa um bestu myndina um ferðalög og útivist. FEROASKRn SrOFA ÍSLANDS BSI FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.