Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. 15 Klámblöð án vsk. - námsbækur ekki Stór hluti námsbóka mun bera virðis- aukaskatt þrátt fyrir breytingu laganna ■ Meðaltalsverð af bóka- kostnaði þriggja deilda við Háskóla íslands á ári. (laeknisfr, verkfr. og viðskiptafræði) □ Virðisaukaskattur .. stór hluti námsbóka mun bera virðisaukaskatt þráttfyrir þessa breyt- ingu laganna," segir meðal annars í greininni. Þegar lög um virðisauka voru sett á sínum tíma var ákveðið að virðisaukaskattur af bókum á ís- lensku skyldi falla niður frá og með 16. nóvember 1990. Margir, þar á meðal ýmis námsmannasamtök, bentu á hversu óheppileg dagsetn- ingin væri. Skólar hæfu starfsemi sína í hyijun september og þá ættu bókakaup skólafólks sér stað. Þetta gæti valdið erfiðleikum við skólastarf þar sem hætta væri á því að efnaminni nemendur drægju kaup á bókum fram yfir 16. nóv- ember. Shkt gæti haft slæm áhrif á námið og ríkissjóður yrði af skatt- inum hvort eö væri. A sínum tíma var ekki hlustað á þessar raddir og staðið fast við fyrri ákvörðun. Virðisaukaskattur á prentuðu máli Það er mikið fagnaðarefni ef það er rétt, sem komið hefur fram í fjöl- miðlum, að stefnt sé að niðurfell- ingu virðisaukaskatts á íslenskum bókum strax í haust. Þrýstingur námsmannasamtaka hefur skilað einhverjum árangri úr því að máhð kom aftur inn í umræðuna, nú að vísu í tengslum við framfærsluvísi- tölu og rauð strik. Þetta leiðir hugann að því hvern- ig skattlagningu á prentað mál verður hagað eftir að virðisauka- skattur af íslenskum bókum fellur niður. * Öll tímarit á íslensku sem er- lendu máli eru án vsk. * Öll dagblöð og fréttablöð á ís- lensku sem erlendu máli eru án vsk. * Allar bækur á íslensku eru án vsk. * Allar bækur á erlendu máli eru með vsk. Kjallarinn Sigurjón Þorvaidur Árnason formaður Stúdentaráðs HÍ Þorri námsbóka ber virðisaukaskatt Allt prentað mál er því án virðis- aukaskatts nema bækur á erlendri tungu. í þessu sambandi er mikil- Bækuráerl. máli Þaraf vsk. Bækur á íslensku Þarafvsk. Alls Þar af vsk. Allt árið (2 misseri, bækur I læknisfræði á vormisseri kosta 4.278 kr.) Alls Þaraf vsk. vægt að eftirfarandi komi fram: Nær allar námsbækur, sem not- aðar eru við Háskóla íslands og aðra skóla á háskólastigi, svo og göldi námsbóka á síðari stigum menntaskólanáms, eru á erlendum tungumálum og munu væntanlega vera það í náinni framtíð. Þetta þýðir að stór hluti námsbóka mun hera virðisaukaskatt þrátt fyrir þessa breytingu laganna. Þetta er mjög bagalegt þar sem útlagður kostnaður vegna bóka- kaupa á hverju misseri er geysi- hár, eins og eftirfarandi dæmi sýna. (Tölur eru fengnar hjá Bók- sölu stúdenta og sýna verð þeirra námshóka sem dæmigerður há- skólanemi mun kaupa á næsta misseri. Ætla má að kostnaður á vormiss- eri sé sambærilegur við haustmiss- eri að læknisfræðinni undanskil- inni en þar er kostnaður á vormiss- eri nokkuð lægri þar sem margar bækur haustmisseris nýtast á vor- misseri.') 17.068 56.238 14.604 3.359 11.967 2.874 6.296 3.480 4.770 1.239 685 938 23.364 59.718 19.374 4.598 12.652 3.812 46.728 60.516 38.152 9.196 13.494 7.624 Mikilvægi menntunar, klámrit eða námsbækur? Flestir eru sammála um mikil- vægi menntunar og telja því eðli- legt að námsbækur séu sem ódýr- astar og því undanþegnar virðis- aukaskatti. Enda er undarlegt til þess að vita að erlend tímarit, þar á meðal svonefnd „karlablöð“ (klámblöð), séu án virðisauka á meöan stór hluti námsbóka ber virðisaukaskatt. Oft er talað um að stjórnvöld reyni að beina neyslu þegnanna inn á ákveðnar brautir með skatt- lagmngu. Ekki ætla ég stjórnvöld- um að vera að hvetja ungt fólk til að lesa sorprit í stað námsbóka en þetta dæmi sýnir í hnotskúrn hversu óeðlileg skattlagning á prentuðu máU er. Verður breyting til batnaðar? Á sínum tíma benti stjórn Stúd- entaráðs á þessa staðreynd og nú er aftur vakið máls á þessu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú í höndum erindi frá stjóm Stúdentaráðs Háskóla íslands þar sem eindregið er mælt með því að aUar námshækur séu undanþegnar virðisaukaskatti, óháð því á hvaöa máli þær eru ritaðar. - Vonandi verður niðurstaða þeirra umfjöll- unar jákvæð. Siguijón Þorvaldur Árnason Haustmisseri Viðskiptafr. Læknisfr. Verkfr. 1. árs nemi 1. árs nemi 1. árs nemi Enn um greiðsluerfiðleika: Hvers vegna gjaldþrot? Fram á ritvölUnn er kominn Ronald M. Kristjánsson prentari með mikinn áhuga á ástæðum gjaldþrota hér á landi. Það er aUtaf af hinu góða þegar umræða kvikn- ar um málefni sem brenna heitt á einhveijum hópum þjóðfélagsins en alvarlega verður að gæta þess að sUk umræða sé málefnaleg og án sleggjudóma. í grein Ronalds í Morgunblaðinu 12. júní síðastUðinn titlar hann sig „viðskiptatækni“. Sá titill leggur honum á herðar áhyrgð er mér finnst vanta í ummæli hans um vandamál fólks er búið hefur við háa skuldastöðu um langt árabU. Ég vU hér minna hann á þá stað- reynd að stærsti stjórnmálaflokkur landsins hefur hvatt fólk óspart til fjárfestinga í eigin húsnæði. Þar sem líklegt verður að teljast að fjöldi fólks, sem hefur verið of útkeyrt vegna langs vinnudags til framfærslu fjölskyldu sinnar, hafi tekið þessa hvatningu bókstaUega verða ummæh hans um fólk, er lendir í greiðsluerfiðleikum, ekki Uokkuð undir annað en hugsunar- leysi. ÆskUegast hefði verið að hann hefði aUað raunverulegra heinúlda um ástand og ástæður þessara mála en ekki farið af stað með meiðandi fuUyrðingar eins og fram komu í grein hans í Morgunblaðinu. Hverjar eru ástæðurnar? Leiðir tU gjaldþrots eru svo fjöl- Kjallariim Guðbjörn Jónsson framkvæmdastjóri G-samtakanna margar að ekki er hægt að telja þær upp í svona grein. í upphafi greinar í DV 3. júlí síðasUiðinn óskar hann svara við svo mörgum spumingum og plássfrekum að margar greinar þárf til þess að svara þeim að ein- hveiju viti. Það sem ég ætla einkum að fjalla um í þessum skrifum mínum eru helstu ástæður vandamála þeirra er ég hef verið að fást við undanfar- in ár. Helstu vandamáhn tengjast óstjórn á efnahagsmálum þjóðar- innar undanfarin 5 ár eða lengur. Alvarlegustu vandamálin eru þó tengd tímabilinu 1985 til 1988. Þetta tímabil var mun alvarlegra mis- gengi milli lánskjara og tekna en tímabilið ’82 til ’84 er ríkissjóður taldi sér skylt að bæta lántakend- um óraunhæfar hækkanir lána. Hér langar mig að geta tveggja dæma er sýna glögglega alvöru þessara mála. Ef þú hefðir tekið að láni eina milljón árið 1985 og ætlað að greiða hana til baka á næstu þrem árum og ætlast til þess að forsendur þeirrar tíðar í greiðslugetu, þ.e. samspil framfærslu og launa, stæð- ust nokkurn veginn hefðir þú þurft að greiða til baka kr. 1.505.279. Staðreyndir óstjórnar þessa tíma- bils sýndu hins vegar að raun- verulega þurftir þú að greiöa til haka kr. 2.265.389. Þetta er mismunur upp á kr. 760.110, eða meira en heils árs laun verkamanns á þessu tímabih. - Mér er bókstaflega óskiljanlegt hvemig nokkur maður, sem kennir sig við menntun á þessu sviði, getur ásakað almenning í landinu fyrir að hafa ekki séð þessa vitleysu fyr- ir þegar stjórnvöld hafa sett á stofn alls konar stjórnskipaðar björg- unaraðgerðir vegna fyrirtækja í nákvæmlega sömu vandræðunum sem hafa viö stjórn „menntaða” menn á sviðið stjórnvisku og fjár- mála. Hitt dæmið, er mig langar að nefna, er varðandi lán sem tekið var á árinu 1982 og var þá kr. 87.000. Nú í dag eru eftirstöðvar af þessu láni kr. 586.000. þrátt fyrir stöðugar afborganir. Þar sem Ronald titiar sig viðskiptatækni þætti mér vænt um ef hann gæti rökstutt þessa hækkun umfram aðra hækkun verðmæta, s.s. fasteigna eða ann- arra verðmæta en peninga, í þessu landi á þessu tímabih. - Það hefur enginn treyst sér til þess fram að þessu. Ábyrgð lánveitanda Eitt af því sem Ronald spyr um í DV-grein sinni er meðhöndlun lánsumsókna í lánastofnunum. Ekki ætla ég að svara hér fyrir hverja stofnun fyrir sig en flestir lántakendur munu kannast við fer- ihnn sem hér verður lýst og Ronald mun kynnast ef hann leitar á náðir lánastofnana í shkum erindum. Þegar komið er á fund lánveitanda (bankastjóra) er oftast beðið um nokkuð hærri upphæð en raun- verulega er þörf fyrir. Það er nefnilega áralöng reynsla fyrir því hér á landi að lánveitand- inn athugar ekkert hvort veitt lán fullnægir þörfum til þeirrar fjár- festingar sem það er ætlað til. Ein- ungis er prúttað nokkuð um upp- hæðina. Þess vegna er byijað að biðja um hærri upphæð en þörf er á. Stundum hggur vel á „stjóran- um“ og lánið er veitt án prútts og stendur þá lántakandinn uppi með hærra lán en hann þarf í raun. Þegar ákvarða á hæfni til lántöku er einungis skoðuð skuldastaða lántakanda við viðkomandi lána- stofnun. - Ekki er athuguð greiðslugeta lántaka. Þegar tryggingar eru metnar er athugað hvort ábyrgðarmaður hef- ur skráða fasteign á sínu nafni á fasteignaskrá. Ef svo er er hann talinn gjaldgengur ábyrgðarmað- ur, án þess að athugað sé hvort eignastaða sé einhver fyrir hendi. Ábyrgð lánveitanda er engin. Guðbjörn Jónsson „Mér er bókstaflega óskiljanlegt hvern- ig nokkur maður, sem kennir sig við menntun á þessu sviði, getur ásakað almenning í landinu fyrir að hafa ekki séð þessa vitleysu fyrir..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.