Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1990. Kvikmyndir Andlát Bíóhöllin - Fullkominn hugur ★ ★ ★ Draumur eða veruleiki? Fullkominn hugur (Total Recall) er fyrst og fremst snjöll kvikmynd. Áhorfandinn fær beint í æð háspennu frá upphafi til enda og það eina sem dreifir huganum frá söguþræöinum er sú ótrúlega tækni sem hvað eftir annað gerir mann nánast orðlausan af undr- un. Taliö er að Fullkominn hugur sé einhver dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið og held ég að enginn geti efast um það eftir þá stórskotahríð sem birtist á hvíta tjaldinu í þessari vísindaskáldsögu. Eins og oftast í framtíðarsögum þá er ekki djúpt kafað í mannssálina, heldur athafnir látnar tala sínu máh. Hlutverk í slíkum kvikmyndum eiga einkar vel við Amold Schwarzenegger sem sjálfsagt hefur aldrei komið jafn vel fyrir augu áhorfenda sem og nú. Schwarzenegger leikur Doug Quaid, byggingaverka- mann sem veit ekki betur en hann hafi verið hamingju- samlega giftur í átta ár. Hann fær þó af og til martrað- ir um að hann sé staddur á Mars og sé þar í mikilli hættu. Quaid fer eftir auglýsingu þar sem boðið er upp á ferðalög í huganum sem era eins raunveruleg fyrir hann og veruleikinn. Allt fer þó úrskeiðis þegar planta á í heila hans ferðinni tíl Mars, enda kemur í ljós að þegar hefur verið plantað í heila hans heilu lífsskeiði og hann er í raun allt annar en hann er. Upp frá því verður veröld Quaids einn flótti frá ein- um viðkomustað til annars. Gerist meirihluti myndar- innar á Mars þar sem ræður ríkjum Cohaagen sem hagar sér eins og einræðisherra. Það kemur í ljós að hann er fyrrverandi vinnuveitandi Quaid og hefur aUt annað í huga en að bjóða hann velkominn til starfa aftur. Hraði og spenna eru einkenni Fullkomins hugar. Leikstjóri er Hollendingurinn Paul Verhoeven sem sýndi það með RoboCop að hann er vel fær um að stjóma slíkum framtíðarmyndum. Og hversu vel Full- kominn hugur heppnast er sjálfsagt mest honum að Arnold Schwarzenegger og Ronny Cox í hlutverkum sínum i Fullkominn hugur. þakka. Fullkominn hugur er samt ekki gallalaus. Varla er réttlætanlegt það mikla ofbeldi sem er í myndinni. Sum atriðin virðast nær eingöngu gerð ofbeldisins vegna og hvernig menn og vélar ryðjast gegnum alla veggi, hvort sem er úr stáli eða gleri, í tíma og ótíma verður hálfleiðigjamt áður en yfir lýkur. Hvað um það, Schwarzenegger og félagar skila því til áhorfandans sem til var ætlast og sjálfsagt verða menn að bíða Die Hard 2 til að fmna jafnmikinn hraða og spennu og er í Fullkominn hugur. Fullkominn hugur (Total Recall) Leikstjóri: Paul Verhoeven. Handrit: Ronald Shusett, Dan O'Bannon og Gary Goldman. Kvikmyndun: Jost Vacano. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Rachel Ticotin, Sharon Stone, Michael Ironside og Ronny Cox. Hilmar Karlsson / / EINSTAKT AISLANDI Ferðalög BLAÐSIÐUR FYRIR KRONUR Úrval TIMARIT FYRIR ALLA Ferðafélag Islands Helgarferðir 20.-22. júlí: 1. Þórsmörk - Langidalur. Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi. Sumarleyfis- dvöl á tilboðsverði. Kynnið ykkur að- stæöur til skemmtilegrar dvalar hjá Ferðafélaginu í Þórsmörk. 2. Skógar - Fimmvörðuháls. Gengið á laugardaginn yfir Fimmvörðuháls tll Skóga ( 8 klst.). Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. 3. Landmannalaugar. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Litríkt fjallasvæði sem ekki á sinn líka. Gist í sæluhúsi F.í. í Laugum. Brottfór í ferðimar er kl. 20 fóstudag frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Tórúeikar Franz Haselböck leikur í Vestmannaeyjum Austurríski orgelleikarinn Franz Has- elböck heldur tónleika í Landakirkju, Vestmannaeyjum, í kvöld, 19. júli, kl. 20.30. Bjarnína Jónsdóttir, Borgamesi, andaðist 17. júlí. Jón Þorkelsson, Grenimel 8, lést þriðjudaginn 17. júlí. Georg Ólafsson, Víghólastíg 8, Kópa- vogi, lést í sjúkrahúsinu á Blönduósi aðfaranótt 18. júlí. Jón Jónsson, bifreiðastjóri frá Þjórs- árholti, andaðist á Landspítalanum 17. júli. Andrea Pálína Jónsdóttir, Leirhöfn, Norður-Þingeyjarsýslu, andaðist 18. þ.m. Jarðarfarir Ásberg Sigurðsson, fyrrverandi borgarfógeti, Aragötu 7, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 14. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni föstudaginn 20. júlí kl. 13.30. Grétar Ingimarsson, Grenigrund 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 13.30. Jón Sigurjónsson frá Bláfeldi, Kapla- skjólsvegi 27, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 15. Skúli Sveinsson, fyrrverandi aðal- varöstjóri og þingvörður, Flókagötu 67, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 20. júlí kl. 15. Karl Þórarinsson, Lindarbæ, Ölfusi, andaðist 11. júlí á Ljósheimum, Sel- fossi. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14. Karl var fæddur á ísafirði 20. nóvember 1913 og ólst upp í Amardal hjá hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Sigurgeiri Katarínussyni. Karl var búfræðingur frá Hvanneyrar- skóla og stundaði búskap frá 1945 fyrst í Stafholtstungum í Borgarfirði og síðan á Kjartansstöðum og Lind- arbæ í Árnessýslu. Hann lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn. Tilkyrmingar Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félags- vist, kl. 21 dansað. Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10 að Nóatúni 17. Ath: Margrét Thoroddsen frá Tryggingastofn- un ríkisins verður til viötals á skrifstofu félagsins 26. júli nk. Herraúr fannst í Borgarfirði Nýlegt Edox herraúr fannst í Þyrli í Borg- arfirði. Aletrun er aftan á úrinu. Upplýs- ingar í síma 93-38925. Rúmeníuhjálp RKI komin á leiðarenda Um núðjan júnímánuð sl. bárust til Rúmeníu hjálpargögn frá Rauöa krossi íslands en ákveðið hafði veriö að afrakst- ur fjársöfnunar sl. vetur, um 3 milljónir íslenskra króna, rynni allur til dvalar- heimilis fyrir munaðarlaus böm í hérað- inu Tirgu Mures í Transilvaniu. Á heim- ilinu dvelja að jafnaði 76 böm á aldrinum 3-7 ára og hafa þau ilest dvaliö á stofnun- um frá fæðingu. Vigdís Pálsdóttir hjúkr- unarfræðingur, sendifulltrúi Rauða kross íslands, tók á móti sendingunni og rikti mikil gleði á heimilinu þegar hún barst. Bömin fengu öll alfatnað og skó að ógleymdum leikfóngum. í sending- unni var einnig þurrmjólkurduft, vítam- ín, sængur og sængurfatnaður, rúmdýn- ur, þvottaefni, sápur, tannkrem og tann- burstar, bamasalemi og ýmislegt fleira. Ennfremur voru keyptar fyrir heimihð 3 þvottavélar í Rúmeníu. Starfsfólk heimil- isins baö fyrir innilegar kveðjur og þakk- ir til íslendinga fyrir hjálpina og vUl Rauði kross Islands taka undir þær kveðjur og sendir hér með innilegar þakkfr öllum þeim einstaklingum og fyr- irtækjum sem aðstoðuðu við og studdu þetta verkefni. Fjölmiðlar Skilaboð að handan íslendingar hafa löngum veríð þekktir fyrir áhuga sinn á andlegum málefnum. Hafa hérstarfaðmargir miðlar, bæði sannir og lognir, sem sinnt hafa þessu míkla hugðarefiú landsmanna. Persónuleg upplifun og kynni af verum að handan eru heldur ekki sjaldgæf. Kukl af ýmsu tagi var lengi stundaö og fengu galdramenn og galdrakerlingar æðri máttarvöld til liðs við sig. Umræðan hérlendis hefur ávallt verið opin og sjálfsögð. Okkur finnst ekkert athugavert viö þaö að rabba um draugagang og yfirnáttúrleg fyr- irbæri, það er næstum eins og aö tala um veðrið. Mörg hver höldum við einnig að sambærileg umræða fari íram erlendis og þyki jafnsjálf- sögð þar. Svo er nú reyndar ekki og hefur margan útlendinginn rekið í rogastans þegar málefni af þessu tagi hefur borið á góma og jafnvel skellt hressilega upp úr. Sérstaða okkar í þessum málum vekur þó oft á tíðumforvitni þeirra sem ekki þekkjatil. Til marks um þetta var hálftíma langur þáttur á rás 1 í gærkvöldi þar sem Þórliallur Guðmundsson var tekinn tali. Mjög einlægt viðtal þar sem hann sagði frá reynslusinni og viðskiptum við veröldina hinum megin. Þórhallur hefur fullt starf af því að vera miðill, hann kemur skilaboðum áleiðis að handan. Sagði hann tímann vera afstæðan, tíma- víddina vera allt aðra og að verald- legir lilutir væru fáir hinum megin. Það vekur alltaf upp mikla forvitni hvernig líf eftir þetta líf kemur til með að verða, það er að segja ef menn á annaö borö hafá trú á þessu. Það er í öllu falii alltaf spennandi að heyra upplifun manna á þessum málum. Telnia L. Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.