Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Riístjörn - Augfýstngar - Askrtft - Dretfing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1990. Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla við Brynjudalsá i Hvalfirði um kvöldmatarleytið í gær. Öku- maður annars bílsins var fiuttur á slysadeild. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Annar þeirra stöðvaðist utan vegar. Tildrög slyssins munu hafa verið þau að annar bílstjórinn missti bíl sinn inn á rangan vegar- helming. DV-mynd S Átta skipverjar hafajátað Átta skipverjar á Bakkafossi hafa játað að hafa átt smyglið sem fannst eftir að skipið hafði verið í Vest- mannaeyjum nýverið. Skipveijamir eru allir íslendingar. Þeir segjast hafa átt jafnan hlut í góssinu. Auk þeirra hefur verkstjóri Eim- skips í Vestmannaeyjum, sem jafn- framt er bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, játað aðUd að smyglmál- inu. Eins og kunnugt er fannst stærsti hluti smyglsins í sendibíl í Þorlákshöfn. Alls smygluðu menn- irnir yfir 1200 htrum af vodka, 150 kartonum af sígarettum og 10 tal- stöðvum. Málið er upplýst og verður nú sent ríkissaksóknara. -sme Bónus og Nóatún með nýjar verslanir Verslunin Nóatún mun á næstunni opna verslun í Furugrund 3 í Kópa- vogi þar sem verslun Grundarkjörs var áður. Það verður fimmta verslun Nóatúns á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður þriðja Bónus-verslunin opnuð á næstunni, 28. júh, og verður sú á Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði þar sem síðast var starfrækt verslun Gnmdarkjörs. -RóG. Kristnihaldið fær verðlaun Kvikmyndin Kristnihald undir Jökli hlaut nýlega verðlaun fyrir besta kvikmyndahar dritið á alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Portúgal. Þaö er í annað sinn sem kvikmyndin vinnur til verðlauna á erlendri grund. Myndin verður sýnd í Þýska- landi 20. ágúst. Hún mun jafnframt keppa um sjónvarpsverðlaun fyrir bestu mynd, leikstjóm og handrit. -PÍ LOKI Það er framsókn í launa- málunum í Kópó! Hart rifist um laun bæjarstjórans Laun Sigurðar Geirdals, bæjar- stjóra í Kópavogi, sem nema 407 þúsund krónum á mánuði og DV sagði frá í íyrradag, urðu dlefni til harðra deilna á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi sem haldinn var sama dag. DV gekk á milli bæjarfulltrú- anna á fundinum og rýndu þeir í úttekt blaðsins um laun bæjarstjó- ranna á landinu á meðan deilan stóð sem hæst. Það var Guðmundur Oddsson, bæjarfuhtrúi Alþýðuflokksins, sem tók máhð upp á fundinum. „Fyrsta verk nýja meirihlutans var að hækka laun bæjarstjórans. Þess vegna var ég tilbúinn með bókun um málið þegar ég kom á fundinn. Það var hins vegar hrein tilviljun að DV birti úttekt um máhð saraa dag,“ sagði Guðmundur í morgun. „Ég spurði Gunnar Birgisson, oddvita sjálfstæðismanna og meiri- hlutans, einfaldlega hvort þeir hefðu komist að því, eftir að hafa deilt hart á fjármál bæjarins í kosn- ingabaráttunni, að flárhagsstaðan væri betri en þeir héldu fram í vor og hvort það væri tilefni til þess aö laun Sigurðar Geirdals væru 21,8 prósentum hærri en Kristjáns Guðmundssonar, fyrrverandi bæj- arstjóra. Jafnframt spurði ég Gunnar hvort allir bæjarstarfs- menn i Kópavogi ættu von á þess- arilaunahækkun." -JGH Maður féll af þaki húss við Stórholt í Reykjavík í gær. Fallið var mikið. Maðurinn kom niður á steypta stétt. Hann slasaðisttalsvert. DV-myndS Birgir Bjöm Siguijónsson: Þýðir ekkert að pukrast í nefnd „Við báðum yfirborgardómára um áframhaldandi frest til þess að geta tekið afstöðu th þess hvort við mun- um thnefna mann í úrskurðarnefnd- ina“, sagði Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur BHMR. BHMR fékk frest þar th í gær th þess að thnefna mann í úrskurðamefnd vegna kjara- deilu við ríkið. Við þurfum að skoða þessi ágrein- ingsefni betur og athuga hvort þau heyra undir nefndina. Þessi mál eru í félagsdómi og er niðurstöðu að vænta þaðan mjög fljótlega. Eftir þann úrskurð erum við í stakk búnir th þess að taka afstöðu hvort thnefna beri mann í nefndina. Það þýðir ekk- ert að pukrast í einhverri nefnd á meðan dómstólarnir eru að fjalla um máhð.“ -pj Lánskjara- vísitala hækkar Hækkun lánskjaravísitölu frá því í síðasta mánuði varð 0,69%. Um- reiknuð th árshækkunar var hún síðasta mánuð 8,6%. Síðustu sex mánuði nam hækkunin 8,7% en síð- ustu 12 mánuði var hún 14,4% sam- kvæmt útreikningi Seðlabankans. -Pj Veðrið á morgun: Skýjað sunnanlands og vestan Sunnan og suðvestan átt, víðast gola. Skýjað aö mestu sunnan- lands og vestan og dáhtil súld eða skúrir en þurrt og bjart veður á Norðurlandi og í innsveitiun austanlands. Hiti víðast á bihnu 10-17 stig, hlýjast norðanlands. labriel HÖGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum G> varahlutir Ud Hamarshöfð^^^^^^^ | Kentucky Fried Chicken Faxafeni 2, Reykjavík Hjallahrauni 15, Hafnarfírði Kjúklingar sem bragð er að Opió alla daga frá 11-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.