Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Page 9
9 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Utlönd Sihanouk prins, til vinstri, ásamt Hun Sen, forsætisráðherra Kambódiu. Fyrir miðri mynd má sjá Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakka. Myndin var tekin í París í fyrra. Símamynd Reuter Ný staöa mála í Kambódlu: Óttast meira blóðbað Stefnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Víetnam, um að hefja við- ræður um ástandið í Kambódíu, gjör- breytir stöðu mála við samninga- borðið og jafnvel hjá Sameinuðu þjóðunum. En margir stjórnarerind- rekar óttast að hún kunni og að þýða harðari átök og frekari blóðsúthell- ingar á vígvöliunum í Kambódíu. Og Sihanouk prins, forystumaöur bandalags þriggja skæruliðasamtaka sem beijast gegn stjóminni í Phnom Penh, varaði við því að ákvörðun Bandaríkjanna myndi hafa í for með sér að skæruhðasamtökin hertu bar- áttu sína fyrir frelsi Kambódíu. Bandaríska stjórnin tilkynnti, öll- um að óvörum, á miðvikudag að hún væri reiðubúin til viðræðna við ví- etnömsk stjórnvöld um ástandið í Kambódíu þar sem stríð hefur geisað milli hermanna stjórnarinnar, sem nýtur stuðnings Víetnams, og skæruliða. Meðal þess sem felst í þessari yfirlýsingu er að Bandaríkin draga til baka stuðning sinn við full- trúa bandalags Sihanouks prins hjá Sameinuðu þjóðunum. Bandalagið hefur haft á að skipa sæti Kambódíu hjá Sameinuöu þjóðunum allt frá árinu 1982 en þá sameinuðu þrenn samtök skæruliða krafta sína og stofnuðu bandalag til að beijast gegn stjóminni í Phnom Pehn, höfuðborg Kambódíu. Kamdódísku stjómina, sem nú sit- ur í höfuðborginni, settu Víetnamar á laggirnar í janúar árið 1979. Það var í kjölfar innrásar Víetnama í landið. Vestræn ríki hafa aldrei við- urkennt þessa stjóm en þess í stað viðurkenna þau útlagastjórn skæm- Uða undir forsæti Sihanouks. Einu ríkin sem viðurkennt hafa og stutt stjóm Huns Sen, stjómina sem Víet- namar stofnuðu, í Phnom Pehn eru bandamenn Sovétmanna. En nú þeg- ar lýræðisbylgja tröllríður Austur- Evrópu fer sá stuðningur þverrandi og vandkvæði Hun Sen aukast stöð- ugt. Auk þess á sér stað harðvítug valdabarátta innan stjómarinnar í Phnom Pehn, harðlínumenn beijast gegn umbótasinnum. Fimm fastafulltrúar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vilja að sæti Kambódíu í S.Þ. skipi fulltrúi hugs- aniegrar bráðabirgðastjórnar allra fjögurra deiluaðOa - skæruhðasam- takanna þriggja í bandalaginu ásamt núverandi stjórn - ef þeir samþykkja að leggja niður vopn. Sumar vest- rænar stjórnir vhja reyndar að sæti Kambódíu hjá Sameinuðu þjóðun- unm verði autt náist sættir í stríðinu í landinu ekki fyrir september næst- komandi. Þetta segir Sihanouk prins vera „alvarlegt óréttlæti“. Innan banda- lags skæruliðasamtakanna þriggja em Rauðu kmeramir í meirihluta^ en forystumaður þeirra er engu að síður Sihanouk prins. Skæruliða- samtök hans hafa notið aðstoðar Bandaríkjanna í áratug og þar af leiðandi njóta Rauðu kmerarnir óbeinnar aðstoðar Vesturlanda. Kín- versk yfirvöld, sem stutt hafa við bakið á hinum ihræmdu Rauðu kmerum, lýstu einnig óánægju sinni með þessa ákvörðun Bandaríkjanna og hétu áframhaldandi stuðningi við Rauðu kmerana. Friðarviðræður Sameinuðu þjóð- anna hafa engan árangur borið enn sem komið er. í friðaráætlun stofn- unarinnar er gert ráð fyrir stofnun bráðabirgaðstjórnar þar sem sæti eiga fuhtrúar allra deiluaðila, stjórn- ar og skæruhða. Talið er að fyrir- hugaðar viðræður Bandaríkjanna og Víetnama snúist um stofnun slíkrai stjórnar sem myndi sitja þar ti fijálsar kosningar hefðu farið fram. DeiluaðUar hafa í grundvallarat- riðum falhst á tímabundna þjóð- stjórn en ágreiningur er um hversi mikil völd hver aðili um sig fær Þetta þýðir að Bandaríkin vUja gera hvað sem þau geta til að koma í veg fyrir að Rauðu kmerarnir fari með sigur af hólmi í þessari löngu og blóð- ugu baráttu og nái völdum á nýjan leik. Rauðu kmeramir urðu einni mihjón manns að bana í Kambódíu á áttunda áratugnum þegar þeir voru síðast við völd. Reuter Opna landamærin tímabundið Yfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í morgun að þau myndu opna landa- mæri sín við Norður-Kóreu tíma- bundið í næsta mánuði. Boð þetta er svar við svipaðri tiUögu Norður- Kóreumanna sem þeir lögðu fram fyrir tveimur vikum. Segja sérfræð- ingar í Seoul að svar Suður-Kóreu- manna geti boðað merkar breytingar í samskiptum Kóreuríkjanna tveggja. Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að landamærin yrðu opn- uð 15. ágúst og síðar um daginn sendi forsætisráðherra Suður-Kóreu, Kang Young-hoon, boð símleiðis tU forsæt- isráöherra Norður-Kóreu, Yon Hy- ong-muk, þar sem lagt var til að embættismenn ríkjanna tveggja hitt- ust í lok þessa mánaðar tU að ræða umferð um landamærin. Reuter Tugir fundust á Ivfi í hótelrústum Leit var haldið áfram í morgun í. rústum Hyattshótelsins í Baguio á Fihppseyjum sem hrundi er jarð- skjálfti gekk yfir landið á mánudags- morgun. Er það eini staðurinn sem tahð er að fólk geti enn verið í lífi. í gær gátu björgunarmenn bjargað þijátíu og sjö manns úr rústum Park- hótelsins í Baguio. Lík allt að hundrað manna, sem urðu fyrir skriðum fyrir norðan Baguio, hafa fundist og er tala lát- inna nú komin yfir átta hundruð. Segja yfirvöld að sú tala geti átt eftir að hækka. Þúsundir manna streyma nú frá Baguio af ótta viö annan jarðskjálfta. Hundruð ferðamanna voru flutt frá borginni í gær. Yfirvöld opnuðu aftur flugvöll borgarinnar en þá var lokið viðgerð á sprungum sem komu í brautir vallarins af völdum jarð- skjálftans. Bandarísk flugvél fórst í morgun er hún flaug yfir jarðskjálftasvæðin. Flugmaðurinn lét lífið og annar flug- liðislasaðist. Reuter íbúar Baguio klöngrast á fjallatroðningi á leið frá borginni. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.