Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Forystuleysi Forystuleysi háir Sjálfstæöisflokknum. Þetta er þeim mun bagalegra sem Sjálfstæðisflokkurinn kann eftir kosningar að verða kallaður til að stýra þjóðinni. Sjálfstæðisflokknum hefur vegnað vel í sveitarstjórn- arkosningum og í skoðanakönnunum. Hann er sigur- stranglegur í næstu þingkosningum. En velgengni hans orsakast ekki af sterkri málafylgju. Hagur hans hefur vænkazt, vegna þess hversu óvinsæl og aum ríkisstjórn situr hér. Á meðan verða þær raddir háværari, sem segja, að Þorsteinn Pálsson geti ekki stýrt stærsta flokki þjóðarinnar. Margt er til í því. Þorsteinn var skörulegur sem framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. Hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins út á það. En ekkert bendir til þess, að nú geti hann með sóma valdið verkefni sínu. Hann er til dæmis ósannfær- andi í sjónvarpsþáttum. Flokkurinn er að ghðna í Vest- mannaeyjum og á ísafirði, og má kenna um sambands- leysi forystunnar í Reykjavík. Þorsteinn gerði mikla skyssu, þegar hann hrakti Albert Guðmundsson úr ráð- herrastóli og úr flokknum. Afleiðingin varð tímabund- inn klofningur, sem enn eimir eftir af. Sá klofningur var eitt stærsta högg, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið. Dómar í Hafskipsmáhnu liggja nú fyrir. Augljóst er, að Þorsteinn Pálsson fór offari gegn Albert. En fleira kemur th. Stærstu mistökin voru stjórnarseta Þor- steins. Hann sat að völdum í mesta góðæri síðustu ára. Samt varð þá gífurlegur halh á ríkissjóði, halh sem kostaði verðbólgu og óheyrhega erlenda skuldasöfnun. Þetta var slæm stjórn. Núverandi stjórn er vond, en hversu mjög getumm við ekki sakað stjórn Þorsteins Pálssonar um hin glötuðu tækifæri? Fyrir sjálfstæðis- menn og landslýð er verst, hversu foringjalaus Sjálf- stæðisflokkurinn er. Fólk hyhir Þorstein að vísu á fund- um sjálfstæðismanna. En undir niðri vita ahir sjálfstæð- ismenn, að þeir hafa slappan foringja. Öðruvísi mér áður brá. Nú er enginn Bjarni Benediktsson eða Ólafur Thors th að stýra stærsta flokki þjóðarinnar. Sambands- leysið við almenna flokksmenn er mikið. Það sést af atburðum síðustu daga. Klofningur kemur upp. í Eyjum var Sjálfstæðisflokkurinn mikih sigurvegari bæjarstjórnarkosninganna. Hann vann tvo menn og yfirgnæfandi meirihluta undir forystu Sigurðar Jóns- sonar. En eftir kosningar snerustu margir fulltrúar gegn frama Sigurðar. Hann hraktist úr flokknum, og flokkur- inn klofnaði. Slík mál geta verið heimathbúin. En við verðum að ætla, að forysta flokksins komi þar nokkuð við sögu. Forystumenn eiga að vera í sambandi við flokksmenn sína úti í byggðunum. Á ísafirði hefur komið upp ámóta staða. Sjálfstæðis- flokkurinn klofnaði fyrir kosningar en náði saman eftir þær, þó þannig, að sumir fuhtrúar eru í uppreisn og óvíst um meirihluta sjálfstæðismanna. Einnig þar hefði flokksforystan átt að geta gert betur. Það segir sína sögu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað í tveimur af stærstu bæjarfélögunum. Við komumst ekki hjá að benda á forystuleysið í Sjálfstæðisflokknum í því sam- bandi. Þorsteinn Pálsson hefur ekki verið farsæh stjórn- málaforingi. Einmitt nú þörfnumst við leiðtoga. Þjóðin hefur verið iha á vegi stödd. En því miður getum við ekki hlakkað th þess, að Þorsteinn Pálsson taki við stjórnartaumunum. Hann hefur fengið sín tækifæri. Haukur Helgason Nicholas Ridley, fyrrv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra Breta, ásamt konu sinni, Judy.. - „Vera má að ótima- bær hreinskilni Ridleys verði til góðs þegar allt kemur til alls,“ segir greinarhöfundur. Orð í ótíma töluð Margrét Thatcher er einbeitt kona og ákveðin, hún hefur fast- mótaðar skoðanir á öllu milli him- ins og jarðar og liggur ekki á þeim. En eins og flestir þeir sem langt komast í póhtík kann hún að haga orðum sínum, svo að ekki verði misskilningur. Hún getur skamm- að aðra þjóðarleiðtoga án þess aö úr því verði meiðyrði. Alhæfingar eru ekki hennar stíll heldur áhersla á einstök atriði. Fordómar hennar og lífsviðhorf koma fram í gerðmn hennar og afstöðu til ein- stakra mála, ekki í víðtækum yfir- lýsingum um ágæti einstakra manna eða þjóða. Engum blandast þó hugur um, hver raunveruleg afstaða hennar er, hún er fulltrúi þeirra afla í íhaldsflokknum sem íhaldssömust eru, ekki aðeins í efnahagsmálum heldur hvað varðar stöðu Breta í veröldinni, og á þessum síðustu tímum stöðu þeirra innan Evrópu- bandalagsins. - Og það er einmitt vegna Evrópubandalagsins sem hún er nú í slæmri klemmu. Nicolas Ridley, fyrrverandi við- skipta og iðnaðarráðherra, sagði upphátt það sem hann mátti ekki segja. Hann gerði óþægilega opin- ber raunveruleg sjónarmið margra stuðningsmanna Thatcher, varð- andi bandalagsríki Breta í hinni nýju Evrópu. Ridley hefur opin- berað klofninginn í íhaldsflokkn- um, og um leið opinberaö að staða Thatcher innan flokksins er veik og óvíst hvort stjóm hennar heldur völdum út kjörtímabilið. Pólitíkus- ar mega ekki segja það sem þeim býr í brjósti umbúðalaust. Hrein- skilni er barnaskapur í pólitík, að minnsta kosti í milliríkja^ólitík, enda þótt Steingrímur Hermanns- son komist upp með hana. Orðalag Á litlausu og allt að því merking- arlausu diplómatamáli var Ridley að segja að með sameiningu Þýska- lands yrði Þýskaland öflugasta ríki Evrópu Evrópubandalagsins. Frakkar væru Þjóðverjum of leiði- tamir og ráðherranefnd Evrópu- bandaiagsins væri of valdamikil því að í henni sætu fyrrverandi stjómmálamenn sem væru ekki lýðræðislega kjörnir til að stjórna hinni nýju Evrópu. - Bretar væru aö afsala sér of miklu fyrir of lítið með því að stíga fyrstu skrefin í átt til sameiginlegs myntbandalags Evrópuríkjanna. Þetta er í sjálfu sér gott og gilt stjómarmið, sem aUir vita að Thatcher tekur heils hugar undir. En það var ekki með þessum al- mennu orðum sem Ridley tjáði hugsun sína, heldur sagöi hann á þá leið, að myntbandalagið væri samantekin ráð Þjóðverja til að ná yfirráðum yfir allri Evrópu, Frakk- ar hegðuðu sér eins og kjölturakk- ar Þjóðveija og það væri sama og aö afhenda Adolf Hitler alla Evrópu að láta ráðherranefndina í BrússeUs hafa meiri völd. Að auki fór hann hinum háðuleg- ustu orðum um ráöherranefndina, sem er stjórn Evrópubandalagsins. En það var skírskotunin tfl Hitlers sem setti aUt á annan endann. ÓhjákvæmUega var litiö svo á, að KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður langöflugasta ríki hinnar nýju Evr- ópu, og Bretar em uggandi um sinn hag. Klofningur Margir Bretar í íhaldsflokknum og utan eru andvígir því að afhenda s Evrópubandalaginu forræði yfir breskum málefnum og sú andstaða er sterk ein sér. En það sem liggur í orðum Ridleys er að í raun séu Bretar að afsala sér sjálfstæði sínu tfl Þjóðveija, fjandmanna sinna í tveimur heimsstyrjöldum. - Þá hugsun geta margir Bretar ekki hugsað til enda og þetta var sú kvika sem Ridley snerti með um- mælum sínum. Andúð á Þjóðverjum og fordómar í þeirra garð hafa ekki komið upp á yfirborðið jafn óþægilega fyrr og „Nú eru þessir fordómar gegn Þjóðverj- um komnir upp á yfirborðið. Þar með er hægt að taka á þeim með skyn- samlegum rökum.“ hann væri að skjóta á Kohl kansl- ara, sem hann sagði gína yfir öllu. Þýsk frekja Þessi hreinskilni Ridleys er óþægUega nærri sannleikanum. Það er einmitt svona sem stór hluti Breta Mtur á málin. Það er ef tU vfll óhjákvæmUegt núna, þegar Þýskaland er aö sameinast, að gamhr fordómar gegn Þjóðverjum komi upp á yfirborðið. Ekki bætti það úr skák að lekið var fundar- gerð frá fundi sem haldinn var á sveitasetri breska forsætisráðherr- ans í mars, þar sem ráðgjafar Thatcher fræddu hana á því sem við mætti búast af Þjóðveijum í framtíðinni. Þar féllu ýmis orð um þjóðarein- kenni Þjóðverja, svo sem frekju, yfirgang, eigingirni, vanmeta- kennd, tilfmningasemi, væmni og fleira í þeim dúr. Niðurstaöan varð samt að Bretar ættu að vera já- kvæðir í garð Þjóðveija. Öll þessi ummæli um Evrópu- bandalagið og Þjóðverja sem for- ysturíki þess vekja upp gamlar deilur í íhaldsflokknum um aðild- ina að Evrópubandalaginu. Nú er komið að þvi að útfæra frekar sam- einingu Evrópu í einn markað sem á að taka gUdi 1992. í því felst að Bretar verða aö afsaia sér veruleg- um hluta af sjálfsforræði sínu. Lög og reglur Evrópubandalags- ins verða breskum lögum æðri á mörgum sviðum og með mynt- bandalaginu, sem nú er á frumstigi og miklar deilur standa um, munu Bretar missa sjálfsforræði sitt í fjármálum á fleiri sviðum en þeim líst á. Þessi þróun gengur þvert á hefðbundna breska utanríkis- stefnu. Hún hefur miðast að því um aldir að sundra Evrópu þannig að ekkert ríki meginlandsins verði ótvírætt sterkara en hin. Þetta var afstaöa Breta til Napóleons, til Vil- hjálms keisara og til Hitlers. - Nú liggur fyrir að Þýskaland verður breska stjórnin iðar öll í skinninu af vanlíðan vegna þessa máls. Það hefur komið í ljós opinberlega nú að innsti hringur ráðamanna Breta er klofinn í afstöðunni.tfl Evrópu- bandalagsins, þetta mál mun neyða Thatcher til að marka skýra af- stöðu. Hún getur ekki annað en haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið, og hún verður að leita sátta við stjórn Evrópu- bandalagsins eftir meiðandi um- mæh Ridleys. Því er nú spáð í Bretlandi að skoðanabræður Ridleys, og Thatc- her er þeirra á meðal þótt hún orði hugsun sína öðruvísi, verði nú undir í ríkisstjórninni og þeir sem hiklaust stefna á fulla sameiningu Evrópu með Hurd utanríkisráð- herra, Major fjármálaráðherra og Howe aðstoðarforsætisráðherra í broddi fylkingar ráði ferðinni í rík- ara mæli en hingaö til. - Thatcher hefur ekki efni á að víkja þeim úr embætti enda þótt hún í hjarta sínu fylgi hinum armi íhaldsflokksins. Því kunni þetta fjaörafok út af orð- um Ridleys að grafa svo undan völdum Thatchers í flokknum að hún geti ekki haldið stjórninni saman allt kjörtímabilið heldur verði að boða til nýrra kosninga. Björtu hliðarnar En á þessu er líka jákvæð hhð. Nú eru þessir fordómar gegn Þjóð- verjum komnir upp á yfirborðið.. Þar meö er hægt að taka á þeim með skynsamlegum rökum, eins og forystumenn Þjóðveija hafa reyndar sjálfir sagt, í stað þess að níða niður Þjóðverja á bak og muldra glósur um þá í barm sér. Hugsanlega væri þá hægt aö hreinsa andrúmsloftið og ræða málin af meiri hreinskilni og ein- lægni. Vera má að þessi ótímabæra hreinskilni Ridleys verði til góðs þegar allt kemur til alls. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.