Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Síða 24
32 Fréttir FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. DV Metverð fyrir ferskfisk - enda lítið framboð frá heimamönnum Mjög gott verð hefur fengist fyrir ferskfisk á erlendum mörkuðum, sérstak- lega i Englandi. Fiskmarkaður Ingótfur Stefánsson Noregur Rússneskt frystiskip liggur í Röme- vik í Holmesfjorden og kaupir þar makríl af norskum skipum. Samn- ingar eru um aö skipið taki við fiski frá 15. júní til 15. september. Leyfið var veitt með þeim skilmálum að ekki stafaöi mengun frá vinnslunni. Ýsublokk frá Noregi 342 kr. kg. Jaoan verða nú eldri en áður og iri fisk. Nýlega fór fram könnun á matarvenjum Japana. Af þeim karlmönnum, sem þátt tóku í könnuninni, sögðust 46,5% borða fisk. Síðustu 10 ár hefur fiskneysla aukist mikið í Japan. í könnuninni kom fram að fólk taldi að fiskneysla yrði mun meiri um aldamótin. Alaska Aukin laxveiði er nú viö Alaska. Allt bendir til þess að meiri laxveiði verði í Bristolflóa en nokkru sinni áður. Fiskifræðingar höfðu spáð minnkandi laxagengd en ailt bendir til þess að hún verði meiri en nokkru sinni fyrr. Japan Á síðastiiðnu ári varö mjög mikill samdráttur í niðursuðuiðnaðnum í Japan. Því er kennt um að veiði hafi minnkað mjög á túnfiski og fleiri fisktegundum og því hafi verðið hækkað. París A timaöíiihu frá ’því í maí þar til nú hefur verið mjög gott verð á þorski á Rungis-markaðnum. Flestar vikur hefur meðalverð á þorski verið 30 fr. f. eða 318 ísl. kr. kg. í júní féll verðið eina vikuna verulega en er nú komið í sama horf og verið hefur og lítur út fyrir að svo muni verða áfram. Verð á þorskflökum hefur á sama tíma verið 36 fr. f. kg eða um 387 kr. Verð á ufsa hefur verið 21,60 fr. f. kg eða um 218 kr. kg. Smærri ufsinn hefur selst á 180 kr. ísl. kg. Á skarkola hefur verðið verið 171 kr. kg. Verð á skötubörðum hefur verið 313 kr. kg. Sólkoli 388-418 kr. kg. Humar var í byrjun júní 768 en hefur failið í 667 kr. kg. Silungur hefur verið á 232 kr. kg, lax 37-38 fr. f. kg eða 416-440 kr. ísl. Verð á laxi var lægra í byijun mánaðarins. England, Billinggate Smár humar hefur verið á biiinu 634-769 kr. kg en stærri humarinn á 1.170-1.360 kr. kg. Humarhalar í 2 únsa pk. 550 kr. pakkinn. Þetta verð er greitt fyrir Atlantshafshwnar. Kanada Þorskblokk 244-295 kr. kg. Sjófryst flök 315-367 kr. kg. Þorskflök í 5 lb. pökkum 266 kr. kg. Þorskflök, bein- laus, 352 kr. kg. Flatfiskur 342 kr. kg. Rauðspretta í 4 únsu pökkum 187 kr. pk., í 5 únsu pökkum 215 kr. kg, 5/7 únsu pk. 206 kr. kg, 6/8 únsur 190 kr. pakkinn. Holland Rauðspretta, 4 únsur í pk., 310 kr. kg, 5 únsur 310 kr. pk„ 6/7 únsur 335 kr. pk. Mjög gott verð hefur verið á erlend- um mörkuðum fyrir ferskfisk og hef- ur veröið verið sérstaklega gott í Englandi. Þetta háa fiskverð stafar aðaliega af því hve lítið framboð er frá heima- mönnum og öðrum þeim sem selja afla sinn í Englandi. Eins og alkunna er hefur kvóti skipa í Evrópubanda- laginu verið mjög skertur. Mikil óánægja ríkir innan Efnahagsbanda- lagsútgerðar vegna þessarar skerð- ingar. Metsölur íslenskra skipa gera það að verkum að minna fer til frysting- arinnar og saltfiskframleiðslunnar og er það skiljanlegt þegar svona gott verð er í boði fyrir nýjan fisk. Bv. Huginn seldi afla sinn í Hull 13. júlí 1990. Skammt er stórra högga á milli í fisksölunni. Bv. Barði seldi afla sinn í Englandi, ails 135 lestir, fyrir 18,7 milij. kr. Meðalverð var 161,11 kr. Hæsta verðið var á ýsunni, 164,44 kr. kg, og er það algjört met. Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 12. júií 1990. Ögri var eina skipið frá íslandi sem seldi í síðastliðinni viku. Sundurliðun eftirtegndum: Selt magn kg Verðí erl.mynt Meðalverð pr. kg Söluverð isl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 2.191,00 9.273,50 4,23 330.613,26 150,90 Ýsa 1.435,00 6.129,70 4,27 218.532,39 152,29 Ufsi 2.081,00 5.955,46 2,86 212.320,49 102,03 Karfi 200.245,00 552.828,50 2,76 19.709.109,98 98,42 Koli 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Grálúða 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 6.012,00 12.917,75 2,15 460.535,87 76,60 Samtals 211.964,00 587.104,91 2,77 20.931.111,99 98,75 Emma frá Vestmannaeyjum setti sölumet þegar hún seldi afla sinn í Englandi 16. júií 1990. Sundurliðuneftirtegundum: Selt magn kg Verðí erl.mynt Meðalverð pr. kg Söluverð isl. kr. Kr. pr.kg Þorskur 52.550,00 80.532,00 1,53 8.516.259,00 162,06 Ýsa 7.650,00 10.860,00 1,42 1.148.445,00 150,12 Ufsi 50,00 24,90 0,50 2.622,60 52,45 Karfi 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Kolí 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 Grálúða 0,00 • 0,00 0,00 0,00 0,00 Blandað 1.756,25 1.307,20 0,74 138.236,40 78,71 Samtals 62.006,25 92.724,00 1,50 9.805.563,00 158,14 Athugasemd: Vandlæting sælkerans í helgarblaði DV þann 14. þ.m. í Sælkerahorni er að finna umfjöll- un eftir Sigmar B. Hauksson um síld, óbragö hennar og léleg gæði. í sömu umíjöllun lætur Sigmar að því liggja að þekkingu og kunnáttu islenskra síldarframleiðenda sé í flestu ábótavant og því ekki von á góðu. Fleira miður smekklegt læt- ur hann frá sér fara um atvinnu- greinina í heild sem ekki verður hér tíundáð. Það sem knýr undirritaðan til að svara umfjölluninni er aö athygl- inni er að þessu sinni sérstaklega beint að framleiðslu þess fyrirtæk- is sem ég er í forsvari fyrir, þ.e. Síldarrétta hf. Greinarhöfundur vandar því í umfjöllun sinni lítt kveðjumar og því fer ég fram á að bréf mitt verði birt í blaði þínu. Sigmar þessi hefur oft áður á undaníomum misserum látið í ljósi þá skoðun sína í blaöi þínu að ís- lensk síldarframleiðsla sé léleg og standi innfluttri langt aö baki. Þessi skrif hans hafa þó hingað til verið Síldarréttum hf. að meina- lausu, því viðskiptavinir fyrirtæk- isins, þar á meðal mötuneyti DV, hafa haldið áfram að kaupa síld af Síldarréttum hf„ þar á meðal karrí- síld. Ef mig ekki misminnir þá brá Sigmar þó út af vana sínum um álit á íslenskri síld er hann fyrr á þessu ári eða í lok þess siðasta hældi Hótel Óðinsvéum fyrir af- bragðsgóða síldarrétti. Hótelið hef- ur verið góður viðskiptavinur þessa fyrirtækis í mörg ár. í umfjöllun sinni þann 14. júlí kvartar Sigmar yfir því að karrísíld og hvítlaukssíld, sem hann smakk- aði á, hafi verið óæt og bragðið ekkert átt skylt við saltsíld, eins og hann orðar þaö. Af þessum orðum Sigmars má ráða að karrísíld og hvítlaukssíld eigi að framleiða úr saltsíld. Fyrir einhverjum áratug- um var það svo aö saltsíld var uppi- staðan í flestum síldarafuröum, mikilvægi hennar hefur hins vegar fariö dvínandi ár frá ári og er hér á Vesturlöndum aðeins notuð í óverulegum mæli sem grunnur til frekari framleiðslu. Sykursöltuö síld hefur mun betur haldið velli en einnig hún víkur fyrir nýrri aðferðum. Sérverkun hráefnis meö tilliti til þess hvaða síldarafurð á aö framleiða úr því er það sem vest- rænir síldarframleiðendur nota í dag. Auðvitað er þaö virðingarvert af Sigmari að vilja halda í heiðri gömlum framleiðsluaðferðum en nýjungar munu alltaf finna sér far- veg og skoðanir þeirra sem engu vilja breyta eiga sér að öllu jöfnu fáa lífdaga. í vandlætingu sinni, eftir aö hafa smakkað á síldinni, dregur Sigmar svo þá ályktun að við fyrirtækiö starfi enginn sem hafi menntun til þessarar framleiðslu. Þar skjátlast honum aftur því að við fyrirtækið starfa 2 með menntun á matvæla- sviði. Annar er undirritaður, fram- kvæmdastjóri Síldarrétta hf„ sem var viö nám í lagmetisfræðum í Þýskalandi í fjögur ár, með síld sem sérgrein. Hinn stjórnar framleiðslu fyrirtækisins í dag og á að baki 5 ára nám í lagmetisiðnaði frá Nor- egi. Undirritaöur má kannski í framhaldi af þessu spyija hvaða menntun Sigmar B. Hauksson hafi á matvælasviði. Mig langar að lokum að segja frá því að nú stendur yfir úttekt 2ja nemenda Tækniskóla íslands, þeirra Árna Þorsteinssonar og Sig- urðar Leifssonar, á Síldarréttum hf. sem er lokaverkefni þeirra í iðn- rekstrarfræði. Verkefninu er enn ekki lokið en í einum þætti þess, sem fjallar um markaðsmál, er úr- tak kaupmanna meðal annars spurt frá hvaða fyrirtæki þeir selji mesta síld. Frá Síldarréttum, hljóða flest svörin. Með þökk fyrir birtinguna. Egill Gr. Thorarensen framkvæmdastjóri Síldarrétta hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.