Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ1990. Afmæli Þórunn Elfa Magnúsdóttír Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöf- undur, Ljósheimum 16B, Reykjavík, er áttræð í dag. Þórunn Elfa er fædd í Reykjavik og ólst upp hjá Einari Sigurðssyni, b. í Klifshaga í Axar- firði í N-Þingeyjarsýslu, og konu hans, Marenu Magnúsdóttur (móð- ursystur sinni). Hún var tvo vetur í lýðskóla Ásgríms Magnússonar á Bergstaðastræti og var í námi í Drammen og Osló þar sem helstu greinar voru bókmenntir og tungu- máí. Þórunn fékk styrk til háskóla- náms í Uppsölum í Svíþjóð 1946- 1947. Hún hefur verið húsmóðir í Reykjavík og rithöfundur. Þórunn vann fyrir hannyrðaverslun við áteikningar o.fl. og prjónaði að auki lopafatnað til útflutnings. Hún hef- ur verið í nefndum í Kvenréttinda- félagi íslands og fulltrúi á tveimur landsþingum félagsins. Þórunn hef- ur verið fulltrúi Rithöfundasam- bands íslands í Bandalagi ísl. lista- manna. Hún hefur starfað mikið á vegum IOGT, m.a. í söngkór og leik- félagi þess. Þórunn tók þátt í leik- starfi á þess yegum, lék m.a. aöal- hlutverkið, Önnu, í Syndum ann- arra eftir Einar H. Kvaran og lék einnig hjá L.R. Hún er heiðursfélagi Lestrarfélags kvenna í Rvik. Þór- unn hlaut verðlaun í verðlauna- samkeppni Ríkisútvarpsins fyrir minningaþátt 1962 og verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1973. Verk Þórunnar Elfu eru: Dæt- ur Réykjavíkur, I-IH, 1933,1934 og 1938; Að Sólbakka, 1937; Líf annarra, 1938; Draumur um Ljósaland, I-II, 1941 og 1943; Evudætur, átta sögur, 1944; Lilli í sumarleyfi, 1946; Snorra- braut 7,1947; í biðsal hjónabands- ins, 1949; Dísa Mjöll, 1953; Sambýhs- fólk, 1954; Eldliljan, 1957; Fossinn, 1957; Litla stúlkan á snjólandinu, 1957; Frostnótt í maí, 1958; Anna Rós, 1963; í skugga valsins, 1964; Miðnætursónatan, 1966; Kóngur vill sigla, 1968; Elfarniður, ljóð, 1976; Frá Skólavörðustíg að Skógum í Axar- firði, endurminningar, 1977; Vorið hlær, skáldsaga, 1979; Hver var frú Bergsson?, sögur, 1981, og Á leik- velli lífsins, 1985. Þórunn hefur auk þess skrifað: Ljósaskipti (leikrit), 1950; Sverðið (leikritsgerð eftir sög- unni Dísu Mjöll, þættir úr lífi lista- konu), 1954 eða 1955, og Maríba Brenner (framhaldsleikrit), 1967. Hún hefur annast flutning útvarps- efnis um nær hálfrar aldar skeið og hefur auk þess ritað greinar og þýtt sögur í blöð og tímarit. Þórunn gift- ist 25. október 1941 Jóni Þórðarsyni, f. 11. júlí 1902, kennara og rithöf- undi. Foreldrar Jóns voru: Þórður Pálsson; b. í Borgarholti í Mikla- holtshreppi í Hnappadalssýslu, og kona hans, Sesselja Jónsdóttir. Þór- unn og Jón skildu 1966. Börn Þór- unnar og Jóns eru: Einar Már, f. 12. mars 1942, lektor, starfar í París; Magnús Þór, f. 7. apríl 1945, laga- smiður, börn Magnúsar eru: Þórð- ur, f. 25. febrúar 1973, og Gísli, f. 9. maí 1974; Anna Margrét, f. 3. nóv- ember 1952, aðstoðarmaður tann- læknis, gift Guðmundi Hallvarðs- syni tónhstarkennara, börn hennar frá fyrra hjónabandi: Vala Baldurs- dóttir, f. 13. október 1972 og Þórólfur Baldursson, f. 27. febrúar 1974. Börn Önnu og Guðmundar eru: Lilja Dögg, f. 9. júlí 1986, og Hallvarður Jón, f. 7. ágúst 1989. Systkini Þór- unnar eru: Magnea Ingileif, f. 1. nóvember 1905, d. mars 1958, gift Óskari Sigurðssyni, smiö í Rvík; Laufey Björg, f. 26. júlí 1908, versl- unarmaður í Rvík, gift Grími Engil- berts, er látinn, ritsrjóra, og Gunnar Aðalsteinn, f. 13. júní 1913, d. 29. júní 1990, klæðskeri og kaupmaður í Rvík, kvæntur Þórunni Evu Eiðs- dóttur, hún er látin. Foreldrar Þórunnar voru: Magnús Magnússon, sjómaður og verka- maður í Rvík, og kona hans, Mar- grét Magnúsdóttir. Magnús var son- ur Magnúsar, b., smiðs og „rokkadrejara" á Beitistöðum, afa Skeggja Ásbjarnarsonar kennara. Magnús var sonur Ásbjarnar, hús- manns á GrímarsstÖðum í Andakíl, Magnússonar og konu hans, Krist- ínar Magnúsdóttur, b. í Hamrakoti, Magnússonar. Móðir Kristínar var Barbára Þórðardóttir, b. í Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi, Einarsson- ar og kona hans, Guðlaug Jóns- dóttir, prests í Arnarbæli, Andrés- sonar. Móðir Magnúsar Magnús- sonar var Þórunn, systir Guðrúnar, ömmu Halldórs Laxness og langömmu Böðvars Guðmundsson- ar skálds. Þórunn var dóttir Sveins, b. á Beigalda í Borgarhreppi, og konu hans, Sigríðar Sigurðardóttur. Margrét var dóttir Magnúsar, b. í Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Efrahreppi í Skorradal, Magnússon- ar, b. í Neðrahreppi, Gíslasonar. Móðir Magnúsar í Neðrahreppi var Þuríður, systir Arndísar, langömmu Finnboga, föður Vigdísar forseta. Þuríður var dóttir Teits, vefara í Rvík, Sveinssonar og Guðríðar Gunnadóttur, ættforeldra Teitsætt- arinnar. Móðir Margrétar var Ing- veldur Þórðardóttir, b. í Tunguhálsi í Andakíl, Magnússonar og konu, hans, Margrétar Sigurðardóttur. Þórunn Elfa dvelur nú á Landakoti en mun taka á móti gestum á heim- ili dóttur sinnar, Sólheimum 15, laugardaginn21. þ.m. kl. 16-18. Þorsteinn Jónsson P^* Þorsteinn Jónsson skipstjóri, Efsta- sundi 20, Reykjavík, er sjötugur í dag. Þorsteinn fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp í Þjóðólfstungu. Hann byrjaði ungur til sjós og stundaði sjómennsku, lengst af sem stýrimaður, m.a. á fiskibátum, tog- urum og varðskipum. Eftir aö Þor- steinn kom í land hefur hann starfað hjá Hafrannsóknastofnun við hum- ar- og skelfiskrannsóknir. Foreldrar Þorsteins voru Jón J. Eyfirðingur, f. á Hofi í Svarfaðar- dal, formaður í Bolungarvík, síðar kaupmaður þar og bóndi í Þj óðólfs- tungu, og kona hans, Sigulína Ingi- björjg Þorleifsdóttir, f. í Kleifarkoti við ísafjörð við Djúp, húsfreyja. Þorsteinn verður heima á afmæl- Þorsteinn Jónsson. isdaginn og tekur á móti gestum milli klukkan 17 og 20.00. Til hamingju með afmælið 20. júlí 85 ára 60ára Júlía Magnú.sdó tt ir, Furugeröi 1, Reykjavík. 75ára Luja Randversdóttir, _ Dvergsstöðum, HrafnagilshreppL Sigríður Jónsdóttir, Kjartansgötu 3, Borgarnesi. Bragi Erlendssori, Stekkjarflöt 11, Garðabæ. Bára Ey fj örft J ónsd ó 11 i r, Ásgarði, Grýtubakkahreppi. K ristján Þórha llsson, Björk, Skútustaðahreppi. 50ára 70ára Hólmfr íó nr Jónsdóttir, Laufási, Þorkelshólshreppl. Vilbergur SveÍBbjörnsson, NorðurgötuS, Seyðisfirði. í ri s Bachmann Haraldsdóttir, Engjavegi 38, Selfossi Þórunn Hannu Júlíusdóttir, Nýbýlavegi46, Kópavogi. Hj örtur Halldórsson, VegghömrumlO.Reykjavík. . Elísabet E. Weisshappel, Freyjugðtu32, Reykjavík. Jóhanna Guðjónsdóttir, Grund, Skorradalshreppi. Haukur Björnsson, Brennihlíðð, Sauðárkróki. Ásberg Sigurðsson Ásberg Sigurðsson borgarfógeti, Aragötu 7, Reykjavík, lést í Land- spítalanum 14.7. sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 20.7., klukkan 13.30. Ásberg fæddist að Hvítár- bakka í Borgarfirði 18.4.1917. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1937 pg embættisprófi í lögfræði 1944. Ás- berg var bæjarstjóri á ísafirði 1946-48, ritstjóri Vesturlands á ísafirði 1948-52 og stundaði þar málflutningsstörf. Hann sat í stjórn togarafélagsins ísfirðings hf. 1946-62, var formaður félagsstjórn- ar 1948-53 og framkvæmdasrjóri fé- lagsins 1949-62. Hann var skrif- stofustjóri Eimskipafélags íslands í Kaupmannahöfn 1962-64, sýslu- maður Barðstrendinga 1964-68 og borgarfógeti í Reykjavík 1968-87. Þá var hann deildarstjóri yfir hlutafé- lagaskrá í viðskiptaráðuneytinu 1981-87. Ásberg átti sæti í sfjórn Samlags skreiðarframleiðenda 1953-62 og Félags íslenskra togara- eigenda 1956-62. Hann var fyrsti varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarsrjórn ísafjarðar 1950-61 og átti þar sæti í ýmsum nefndum. Auk þess sat hann í yfirkjörstjórn við alþingiskosningar og var formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á ísaflrði 1950-58. Hann var formaður Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda í nokkur ár, fyrsti varaþing- maður Sjálfstæðisfiokksins í Vest- fjarðakjördæmi 1967-74 og fjórði þingmaður Vestfjarða 1970-71. Ásbergkvæntist31.1.1946 Sól- veigu Jónsdóttur, f. 3.6.1923, dóttur Jóns Jónssonar, bónda á Hofi á Höfðaströnd, ogkonu hans, Sigur- UnuBjörnsdóttur. Börn Ásbergs og Sólveigar: Ásdís, f. 5.9.1946, kennari, sambýhsmaður hennar er Sigurður Þórðarson er stundar fiskútflutning og á Ásdís þrjú börn; Sigurlína Margrét, f. 29.7. 1948, d. 13.1.1983, fréttamaður í Reykjavík, var gift Ólafi Hjaltasyni verslunarmanni og eignuðust þau þrjú börn; Jón Ólafur, f. 31.5.1950, forsrjóri Hagkaups, kvæntur Maríu Dagsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn, og Sigurður Pálmi, f. 7.2.1959, arkitekt, en sam- býliskona hans er Freyja Þorkels- dóttir fóstrunemi og eiga þau einn son. Hálfsystir Ásbergs, samfeðra: Kristín, alþingismaður í Reykjavík, nú látin. Alsystkini Ásbergs: Þor- grímur, prófastur á Staðastað, nú látinn; Anna, kvennasögufræðingur og heiðursdoktor við HI, ekkja eftir Skúla Þorsteinsson, námsstjóra á Austurlandi; Guðrún, gift Jóni Ei- ríkssyni, lækni í Rvík; Margrét, ekkja eftir Þórð Guðmundsson, verslunarmann í Rvík; Aðalheiður, ekkja eftir Skarphéðin Magnússon, stýrimann í Rvík; Áslaug húsfreyja, gift Hauki Hafstað, b. í Vík í Skaga- firði, og Valborg, fyrrv. skólasrjóri Fóstruskólans, gift Ármanni Snæv- arr, fyrrv. háskólarektor og hæsta- réttardómara. Foreldrar Ásbergs voru Sigurður Þórólfsson, stofnandi og skólastjóri lýðskólans á Hvítárbakka í Borgar- firði, og kona hans, Ásdís Þorgríms- dóttir. Sigurður var sónur Þórólfs, b. á Skriðnafelli á Barðaströnd, Ein- arssonar, skipstjóra og b. á Hreggs- stöðum á Barðaströnd, Jónssonar, b. áHreggsstöðum, Einarssonar. Móðir Jóns var Ástríður Sveins- dóttir, systir Guðlaugs, langafa Páls, langafa Óiafs Ólafssonar landlækn- is. Móðursystir Ásbergs var Guðrún, móðir Tómasar Á. Tómassonar sendiherra. Ásdís var dóttir Þor- Asberg Sigurðsson. gríms, b. á Kárastöðum á Vatns- nesi, bróður Davíðs, afa Brynleifs Steingrímssonar, læknis á Selfossi, oglangafa Davíðs Oddssonar. Þor- grímur var hálfbróðir Sigurbjargar, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur alþingiskonu og Ástríðar Thorar- ensen, konu Davíðs Oddssonar. Þor- grímur var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi, Davíðssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiður, systir Sigríðar, langömmu Ingibjargar, móður Sigurjóns Péturssonar borg- arfulltrúa. Ragnheiður var dóttir Friðriks, prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund í Eyjafirði, Jónsson- ar, ættföður Thorarensenættarinn- ar. Móðir Ragnheiðar var Hólm- fríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidalstungu, Ólafssonar, lögsagn- ara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyr- arættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Þorgríms var Guðrún Benja- mínsdóttir, b. í Túngarði, Þórarins- sonar. Móðir Benjamíns var Stein- unn Björnsdóttir, systir Sigurðar, langafa Stefáns frá Hvítadal. SMÁAUGLÝSINGAR OPIB! Já... en ég nota yfirleitt beltið u UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.