Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Afmæli Þónrnn Elfa Magnúsdóttir Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöf- undur, Ljósheimum 16B, Reykjavík, er áttræö í dag. Þórunn Elfa er fædd í Reykjavík og ólst upp hjá Einari Sigurðssyni, b. í Klifshaga í Axar- firði í N-Þingeyjarsýslu, og konu hans, Marenu Magnúsdóttur (móð- ursystur sinni). Hún var tvo vetur í lýðskóla Ásgríms Magnússonar á Bergstaðastræti og var í námi í Drammen og Osló þar sem helstu greinar voru bókmenntir og tungu- mál. Þórunn fékk styrk til háskóla- náms í Uppsölum í Svíþjóð 1946- 1947. Hún hefur verið húsmóðir í Reykjavík og rithöfundur. Þórunn vann fyrir hannyrðaverslun við áteikningar o.fl. og prjónaði að auki lopafatnað til útflutnings. Hún hef- ur verið í nefndum í Kvenréttinda- félagi íslands og fulltrúi á tveimur landsþingmn félagsins. Þórunn hef- ur verið fulitrúi Rithöfundasam- bands íslands í Bandalagi ísl. lista- manna. Hún hefur starfað mikið á vegum IOGT, m.a. í söngkór og leik- félagi þess. Þórunn tók þátt í leik- starfi á þess vegum, lék m.a. aðal- hlutverkið, Önnu, í Syndum ann- arra eftir Einar H. Kvaran og lék einnig hjá L.R. Hún er lieiðursfélagi Lestrarfélags kvenna í Rvík. Þór- unn hlaut verðlaun í verðlauna- samkeppni Ríkisútvarpsins fyrir minningaþátt 1962 og verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1973. Verk Þórunnar Elfu eru: Dæt- urRéykjavíkur, I—III, 1933,1934 og 1938; Að Sólbakka, 1937; Líf annarra, 1938; Draumur um Ljósaland, I—n, 1941 og 1943; Evudætur, átta sögur, 1944; Lilli í sumarleyfi, 1946; Snorra- braut 7,1947; í biðsal hjónabands- ins, 1949; Dísa Mjöll, 1953; Sambýlis- fólk, 1954; Eldliljan, 1957; Fossinn, 1957; Litla stúlkan á snjólandinu, 1957; Frostnótt í maí, 1958; Anna Rós, 1963; í skugga valsins, 1964; Miönætursónatan, 1966; Kóngur vill sigla, 1968; Elfamiður, ljóö, 1976; Frá Skólavörðustíg að Skógum í Axar- firði, endurminningar, 1977; Vorið hlær, skáldsaga, 1979; Hver var frú Bergsson?, sögur, 1981, og Á leik- velh lífsins, 1985. Þómnn hefur auk þess skrifað: Ljósaskipti (leikrit), 1950; Sverðið (leikritsgerð eftir sög- unni Dísu Mjöll, þættir úr lífi lista- konu), 1954 eða 1955, og Maríba Brenner (framhaldsleikrit), 1967. Hún hefur annast flutning útvarps- efnis um nær hálfrar aldar skeið og hefur auk þess ritað greinar og þýtt sögur í blöð og tímarit. Þórunn gift- ist 25. október 1941 Jóni Þórðarsyni, f. 11. júlí 1902, kennara og rithöf- undi. Foreldrar Jóns voru: Þórður Pálsson; b. í Borgarholti í Mikla- holtshreppi í Hnappadalssýslu, og kona hans, Sesselja Jónsdóttir. Þór- unn og Jón skildu 1966. Böm Þór- unnar og Jóns em: Einar Már, f. 12. mars 1942, lektor, starfar í París; Magnús Þór, f. 7. apríl 1945, laga- smiður, böm Magnúsar em: Þórð- ur, f. 25. febrúar 1973, og Gísh, f. 9. maí 1974; Anna Margrét, f. 3. nóv- ember 1952, aðstoðarmaður tann- læknis, gift Guðmundi Hahvarðs- syni tónhstarkennara, böm hennar frá fyrra hjónabandi: Vala Baldurs- dóttir, f. 13. október 1972 og Þórólfur Baldursson, f. 27. febrúar 1974. Börn Önnu og Guðmundar eru: LUja Dögg, f. 9. júlí 1986, og Hahvarður Jón, f. 7. ágúst 1989. Systkini Þór- unnar em: Magnea IngUeif, f. 1. nóvember 1905, d. mars 1958, gift Óskari Sigurðssyni, smiö í Rvík; Laufey Björg, f. 26. júlí 1908, versl- unarmaður í Rvík, gift Grími EngU- berts, er látinn, ritstjóra, og Gunnar Aöalsteinn, f. 13. júní 1913, d. 29. júní 1990, klæðskeri og kaupmaður í Rvík, kvæntur Þórunni Evu Eiðs- dóttur, hún er látin. Foreldrar Þómnnar vom: Magnús Magnússon, sjómaður og verka- maður í Rvík, og kona hans, Mar- grét Magnúsdóttir. Magnús var son- ur Magnúsar, b., smiðs og „rokkadrejara" á Beitistöðum, afa Skeggja Ásbjarnarsonar kennara. Magnús var sonur Ásbjarnar, hús- manns á GrímarsstÖðum í Andakíl, Magnússonar og konu hans, Krist- ínar Magnúsdóttur, b. í Hamrakoti, Magnússonar. Móðir Kristínar var Barbára Þórðardóttir, b. í Mýrar- húsum á Seltjamamesi, Einarsson- ar og kona hans, Guðlaug Jóns- dóttir, prests í Arnarbæh, Andrés- sonar. Móðir Magnúsar Magnús- sonar var Þórunn, systir Guðrúnar, ömmu Hahdórs Laxness og langömmu Böðvars Guðmundsson- ar skálds. Þómnn var dóttir Sveins, b. á Beigalda í Borgarhreppi, og konu hans, Sigríðar Sigurðardóttur. Margrét var dóttir Magnúsar, b. í Þórunn Elfa Magnúsdóttir. Efrahreppi í Skorradal, Magnússon- ar, b. í Neðrahreppi, Gíslasonar. Móðir Magnúsar í Neðrahreppi var Þuríður, systir Amdísar, langömmu Finnboga, íoður Vigdísar forseta. Þuríður var dóttir Teits, vefara í Rvík, Sveinssonar og Guðríðar Gunnadóttur, ættforeldra Teitsætt- arinnar. Móðir Margrétar var Ing- veldur Þórðardóttir, b. í Tunguhálsi í Andakíl, Magnússonar og konu, hans, Margrétar Sigurðardóttur. Þórunn Elfa dvelur nú á Landakoti en mun taka á móti gestum á heim- ih dóttur sinnar, Sólheimum 15, laugardaginn21. þ.m. kl. 16-18. Þorsteinn Jónsson Þorsteinn Jónsson skipstjóri, Efsta- simdi 20, Reykjavík, er sjötugur í dag. Þorsteinn fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp í Þjóðólfstungu. Hann byijaði ungur til sjós og stundaði sjómennsku, lengst af sem stýrimaður, m.a. á fiskibátum, tog- urum og varðskipum. Eftir að Þor- steinn kom í land hefur hann starfað hjá Hafrannsóknastofnun við hum- ar- og skelfiskrannsóknir. Foreldrar Þorsteins vom Jón J. Eyfirðingur, f. á Hofi í Svarfaðar- d£il, formaður í Bolungarvík, síðar kaupmaður þar og bóndi í Þjóðólfs- tungu, og kona hans, Siguhna Ingi- björg Þorleifsdóttir, f. í Kleifarkoti við ísafiörð við Djúp, húsfreyja. Þorsteinn verður heima á afmæl- Þorsteinn Jónsson. isdaginn og tekur á móti gestum mhli klukkan 17 og 20.00. 85 60ára Júiía Magnúsdúttir, Fumgerði 1, Reykjavík. 75 ára Bára Eyfiörð Jónsdóttir, Ásgarði, Grýtubakkahreppi. Kristján Þórhallsson, Björk, Skútustaðahreppi. Lilja Randversdóttir, Dvergsstöðum, HrafnagilshreppL Sigríður Jónsdóttir, Kjartansgötu 3, Borgarnesi. BragiErlendsson, Stekkjarflöt 11, Garðabæ. 50ára 70ára Hólmfríður Jónsdóttir, Laufási, Þorkelshólshreppi. Vilbergur Sveinbjörnsson, Noröurgötu 8, Seyðisfirði. írisBachmann Haraldsdóttir, Engjavegi 38, Selfossi. Þórunn Hanna Júlíusdóttir, Nýbýlavegi 46, Kópavogi. Ifi örtur Halldórsson, Vegghömmm 10, Reykjavík. Elísabet E. Weisshappel, Freyjugötu 32, Reykjavík. Jóhanna Guðjónsdóttir, Grund, Skorradalshreppi. Haukur Björnsson, Brennihhö 9, Sauðárkróki. Ásberg Sigurðsson Ásberg Sigurðsson borgarfógeti, Aragötu 7, Reykjavík, lést i Land- spítalanum 14.7. sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 20.7., klukkan 13.30. Ásberg fæddist að Hvítár- bakka í Borgarfirði 18.4.1917. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1937 og embættisprófi í lögfræði 1944. Ás- berg var bæjarstjóri á ísafirði 1946-48, ritstjóri Vesturlands á ísafirði 1948-52 og stundaði þar málflutningsstörf. Hann sat í stjóm togarafélagsins ísfirðings hf. 1946-62, var formaður félagsstjóm- ar 1948-53 og framkvæmdastjóri fé- lagsins 1949-62. Hann var skrif- stofustjóri Eimskipafélags íslands í Kaupmannahöfn 1962-64, sýslu- maður Baröstrendinga 1964-68 og borgarfógeti í Reykjavík 1968-87. Þá var hann deildarstjóri yfir hlutafé- lagaskrá í viðskiptaráðuneytinu 1981-87. Ásberg átti sæti í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda 1953-62 og Félags íslenskra togara- eigenda 1956-62. Hann var fyrsti varafuhtrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjóm ísafiarðar 1950-61 og átti þar sæti í ýmsum nefndum. Auk þess sat hann í yfirkjörstjóm við alþingiskosningar og var formaöur skólanefndar Húsmæðraskólans á ísafirði 1950-58. Hann var formaður Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda í nokkur ár, fyrsti varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Vest- fiarðakjördæmi 1967-74 og fiórði þingmaður Vestfiarða 1970-71. Ásbergkvæntist31.1.1946 Sól- veigu Jónsdóttur, f. 3.6.1923, dóttur Jóns Jónssonar, bónda á Hofi á Höfðaströnd, og konu hans, Sigur- hnuBjömsdóttur. Börn Ásbergs og Sólveigar: Ásdís, f. 5.9.1946, kennari, sambýhsmaður hennar er Sigurður Þórðarson er stundar fiskútflutning og á Ásdís þrjú börn; Sigurlína Margrét, f. 29.7. 1948, d. 13.1.1983, fréttamaður í Reykjavík, var gift Ólafi Hjaltasyni verslunarmanni og eignuðust þau þrjú börn; Jón Ólafur, f. 31.5.1950, forstjóri Hagkaups, kvæntur Maríu Dagsdóttur hjúknmarfræðingi og eiga þau þijú böm, og Sigurður Pálmi, f. 7.2.1959, arkitekt, en sam- býhskona hans er Freyja Þorkels- dóttir fóstrunemi og eiga þau einn son. Hálfsystir Ásbergs, samfeðra: Kristín, alþingismaður í Reykjavík, nú látin. Álsystkini Ásbergs: Þor- grímur, prófastur á Staðastað, nú látiim; Ánna, kvennasögufræðingur og heiðursdoktor við HÍ, ekkja eftir Skúla Þorsteinsson, námsstjóra á Austurlandi; Guðrún, gift Jóni Ei- ríkssyni, lækni í Rvík; Margrét, ekkja eftir Þórð Guðmundsson, verslunarmann í Rvík; Aðalheiður, ekkja eftir Skarphéðin Magnússon, stýrimann í Rvík; Áslaug húsfreyja, gift Hauki Hafstað, b. í Vík í Skaga- firði, og Valborg, fyirv. skólastjóri Fóstruskólans, gift Ármanni Snæv- arr, fyrrv. háskólarektor og hæsta- réttardómara. Foreldrar Ásbergs voru Sigurður Þórólfsson, stofnandi og skólasfióri lýðskólans á Hvitárbakka í Borgar- firði, og kona hans, Ásdís Þorgríms- dóttir. Sigurður var sönur Þórólfs, b. á Skriðnafelh á Barðaströnd, Ein- arssonar, skipsfióra og b. á Hreggs- stööum á Barðaströnd, Jónssonar, b. á Hreggsstöðum, Einarssonar. Móðir Jóns var Ástríður Sveins- dóttir, systir Guðlaugs, langafa Páls, langafa Ólafs Ólafssonar landlækn- is. Móðursystir Ásbergs var Guðrún, móðir Tómasar Á. Tómassonar sendiherra. Ásdís var dóttir Þor- Ásberg Sigurðsson. gríms, b. á Kárastöðum á Vatns- nesi, bróður Davíðs, afa Brynleifs Steingrímssonar, læknis á Selfossi, og langafa Daviðs Oddssonar. Þor- grímur var hálfbróðir Sigurbjargar, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur alþingiskonu og Ástríðar Thorar- ensen, konu Davíðs Oddssonar. Þor- grímur var sonur Jónatans, b. á Marðamúpi, Davíðssonar. Móðir Jónatans var Ragnheiöur, systir Sigríðar, langömmu Ingibjargar, móður Siguijóns Péturssonar borg- arfuhtrúa. Ragnheiður var dóttir Friðriks, prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund í Eyjafirði, Jónsson- ar, ættföður Thorarensenættarinn- ar. Móðir Ragnheiöar var Hólm- fríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidalstungu, Ólafssonar, lögsagn- ara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyr- arættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Þorgríms var Guðrún Benja- mínsdóttir, b. í Túngarði, Þórarins- sonar. Móðir Benjamíns var Stein- unn Bjömsdóttir, systir Sigurðar, langafa Stefáns frá Hvítadal. SMÁAUGLÝSINGAR s: 27022 Já... en ég nota yfirleitt beltið! u UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.