Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 1
Tjald- svæði ódýrasti kostuiinn Waftiarf/ðrður^J JSjg Jm Sólveigarstai Hellá\_ HvolsvölluHB' , Wl I SeljaveW\^As^ÆM Vestmannaeyjar [&$ SkógmM^^^ Tjaldsvæði DV - heimild: Ferðamálaráö Islands Þegar hugað er að ferðalögum er rétt að athuga hvaða gistiaðstaða er ódýrust. Sé ekki gist hjá vinum eða vandamönnum fer ekki á milli mála að gisting á tjaldsva^ðunum er ódýr- ust. Fyrir þá sem eiga tjald er Utið mál að finna næsta tjaldsvæði en aðrir ferðalangar ættu að hugleiða með að fjárfesta í einu slíku því það gæti margborgað sig. Á flestum þéttbýlisstöðum og víða annars staðar má finna tjaldsvæði. Aðstaðan er auðvitað misjöfn og sums staðar er stutt í sundlaug, sölu- skála o.s.frv. Tjaldsvæðin eru ýmist í eigu einkaaðila, sveitarfélaga, ferðafélaga eða Náttúruverndarráðs og þau eru almennt opnuð í byrjun júní og eru opin til ágústloka eða fram í miðjan september. Verð fyrir gistinguna er mismun- andi. Fyrir tjaldið greiðist 100-350 kr. eftir því hvar borið er niður og til viðbótar er greitt 100-300 kr. fyrir manninn. Kortið hefur ekki að geyma tæmandi lista yfir öli þau- tjaldsvæði sem í boði eru. Það er fyrsf og fremst ætlað ferðalöngum til hlið- sjónar. -GRS Skálholtshátíð Á sunnudag verður Skálholtshátíð haldin í 27. sinn. Hátíðin hefst með messu kl. 14.00. Þar mun séra Jón Einarsson, prófastur prédika. Altar- isþjónustu annast herra Ólafur Skúlason biskup, sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, staðarprestur og sr. Tómas Guðmundsson prófastur. Skálholts- kórinn syngur undir stjórn Helga Bragasonar. Dr. Róbert A. Ottósson raddsetti messuna. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Einnig munu Lárus Svemsson og Ásgeir H. Steingrímsson leika á trompet við messuna. Eftir messu býður kirkjuráð gest- um á Skálholtshátíð kafflveitingar í Skálholtsskála. Að því loknu hefst samkoma í Skálholtskirkju. Sr.Tóm- as Guðmundsson setur hátíðina og sr. Hjörtur Hjartarsoh annast ritn- ingarlestur og bæn. Ræðumaður er sr. Jónas Gíslason vígslubiskup. Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Mist Þorkelsdóttur. Sr. Guðmundur ÓU Ólafsson mun flytja minningu dr. Róberts A. Ottóssonar og frú Guðríð- ar Magnúsdóttir. Að endingu flytja félagar úr ísleifsreglunni aftansöng úr Þorlákstíðum. í tilefni af 175 ára afmæli Hins ís- lenska biblíufélags gengst félagið fyr- ir sýningu á BibUum og Nýja testa- mentum í Skálholtskirju á hátíðinni. Skálholtshátið verður haldin i 27. sinn á sunnudag. Forráðamenn skemmtistaða taka upp á ýmsu til að trekkja að gesti þessa dagana. í Casablanca í kvöld verða sex fallhlífastökkvarar sérstakir heiðurs- gestir og þeir koma að sjálfsögðu af himnum ofan. Áætlað er að fallhlífa- stökkvararnir láti sig svífa til jarðar laust eítir miðnættið. '" "n'" Stuðmenn loka hringnum Stuðmenn ljúka hringferð sinni um landið á Austfjörðum um þessa helgi en hljómsveitin heldur sína annáluðu miðnæturtónleika 1 Eg- ilsbúð á Neskaupstað í kvöld og í Valaskjálf á Egilsstoðum á laugar- dag. Stuðmenn tróna M í efsta sæti bæði vinsældalis ta og sölulis ta með laginu "Ofboöslega frægur" og hljómplötunni "Hve glöð er vor æska" sem hefur fengið Sídæma viðtökur um alJt latid. Að sögn út- gefaada piötuiœar, sem er Stófán hf., eru myndbönd væntanleg með liljóinsveitinni innan tíöar. Eftir tónleikana á Egilsstööum verður gert hlé á störfum sveitar- innar íram i ágúst en þá leikur hún á rokkhátíð í Húnaveri ásamt fjölda annarra hHómsveita. Stuðmenn leika fyrir Austfiröinga um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.