Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. 19 Dans- staöír Ártún Vagnhöfða 11, Hljóinsveit Finns Eydals leikur fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld. Bjórhöllin Gerðubergi 1 Lifandi tónlist alla fimmtudaga, fóstudaga og laugardaga. Danshúsið Glæsibær Álfheimum, sími 686220 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Danshöllin Konungleg kvöld föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveit- Andrés Bachmann leikur á 2. hæö. Margir þekktir skemmti- kraftar koma fram, s.s. Hallbjörn Hjartarson, Bjarni Arason og fleiri. Casablanca Diskótek föstudags- og laug- ardagskvöld. Dans-Barinn Grensásvegi 7, shni 688311 Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tónlist sjöunda áratugarins í há- vegum höfð. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónlist um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek fostudags- og laug- ardagskvöld. ¦'V- Hótel Borg Pósthússtræti 10. Reykj: síini 11440 Diskótek fóstudags- og laug- ardagskvöld. Næturklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670. Diskótek um helgina. Ölkráin opin öll kvöld vikunnar. Skálafeil, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykja- vík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og nk. fimmtudags- kvöld. Opið öll kvöld vikunnar. Hótel Island Ármúla 9, sími 687111 Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Kl. 12 hefst sýn- ing á sumarkabarett Hótel ís- lands, Miðnæturblús, bæði kvöldin. Hótel Saga í Súlnasal spilar hh'ómsveitin Sjöund frá Vestmannaeyjum á laugardagskvöld. Húsið opnað kl. 22. Mimisbar er opinn fbstudags- og laugardagskvöld. Keisarinn Laugavegi 116 Opið öll kvöld. Diskótek og hljómsveitaruppákomur um helgar. Laguna og Café Krókódíll Diskótek um helgina. ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið alla daga. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansarnir föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljóm- sveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir. dansi ásamt songkonunni HJördísi Geirs. Upplyfting verður á faraldsfæti um helgina. Upplyfting Hljómsveitin Upplyfting er nú á sinni árlegu yflrferð um landið og mun sveitin leika á tvennum dans- leikjum um þessa helgi. Hún verð- ur í Víðihlíð á föstudag og í Króks- fjarðarnesi á laugardag. Upplyfting verður ennfremur með tónleika í Staðarskála í Hrútafirði í tilefni 30 afmælis skálans. Tónleikarnir verða á laugardag kl. 15, svo fram- arlega sem veður leyflr. Hljómsveitin Upplyfting á rætur sínar að rekja til Samvinnuskólans á Bifröst en nokkrir nemendur þar komu sveitinni á laggirnar. í ár eru jafnframt tíu ár liðin frá útgáfu fyrstu plötunnar en hún ber nafnið Kveðjustund. Hljómsveitina skipa nú Kristján Snorrason, Sigurður Dagbjartsson, Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, Birgir Jóhann Birgis- son og Már Elísson. Stefán Hilmarsson og félagar verða i Vikurröst og Ydölum um helgina. Sálin á Norðurlandi Um helgina heldur Sálin hans Jóns míns áfram ferðalagi sínu um landið og leikur á tvennum mið- næturtónleikum. í kvöld leikur hljómsveitin í félagsheimilinu Vík- urröst á Dalvík og á laugardags- kvöldið verða þeir í félagsheimil- inu Ýdölum í Aðaldal. Dagskrá sveitarinnar er að venju fjölbreytt en á öllum miðnæturtón- leikum sumarsins verður notast við nýjan og fullkominn ljósabún- að. Tónleikar Sálarinnar hefjast stundarfjórðungi fyrir miðnætti og standa fram eftir nóttu. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur á Hótel Sögu á föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin er nú á fullri ferð um landið eins og undanfarin sumur en hana skipa Geirmundur Valtýsson, Jóhann Friðriks- son, Sólmundur Friðriksson og Eiríkur Hilmarsson. Þórscafé: Líf og fjör í Danshöllinni Það verður mikið um dýrðir í Þórscafé um helgina. Konungar kokkteiltónlistarinnar, hljómsveit André Bachmann, tekur á móti gestum. Bjarni Arason tekur nokk- ur vel valin lög að hætti EMs Pres- ley, Áslaug Fjóla frá Súðavík, sem vann söngvakeppnina hjá Hemma Gunn í fyrra, verður á staðnum og íslandsmeistararnir í rokkdansi, Jói og María, sýna glannalegt rokk- atriði. Ekki má heldur gleyma Hall- birni Hjartarsyni sem lætur sig ekki vanta en hann er nú á förum til Nashville í Tennessee í Banda- ríkjunum til þess að kynna sér höfuðborg kántrítónlistarinnar og taka þar jafnframt upp hljómplötu. Áðurnefndir skemmtikraftar verða saman komnir í Þórscafé aðeins þessa einu helgi. Hallbjörn Hjartarson, sem er á leiðinni til Nashville i Tennessee, mun skemmta gestum í Þórscafé um helgina. Rokkabillýband Reykjavíkur Geðþekku drengirnir í Rokka- billýbandi Reykjavíkur eru nú komnir fram á sjónarsviðið með nýja lagið sitt, Um megn, en text- ann við lagið samdi sjónvarpsmað- urinn Sigmundur Ernir Rúna- rsson. Lagið er að finna á nýjustu safnplötu Skífunnar. Meðlimir Rokkabillýbandsins hafa verið í fríi að undanfórnu og brugðu sér m.a. á sólarstrendur Ibiza í tvær vikur en nú hafa þeir tekið upp þráðinn að nýju og á laugardag halda þeir tónleika í ValhöU á Eskifirði. Rokkabillýbandid heldur tónleika á Eskifirði á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.