Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1990, Blaðsíða 8
24 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V Johnny myndarlegi heldur 1. sæt- inu fjórðu vikuna í röð og er ekk- ert að gefa eftir - hafði nokkra yfir- burði í 1. sæti. Greinilegt að Rourke nýtur mikilla vinsælda meðal vídeóglápara. Þrjár nýjar myndir eru á listan- um og má þar meðal annars nefna Aftur til framtíðarinnar II en fljót- lega má eiga von á þriðju myndinni í þessari tímaferðalagsröð í bíó. Þá er gamanmynd í 5. sæti og í 9. sæti kemur mynd um einbeittan skólastjóra. Þær eru báðar nýjar á listanum. Johnny Handsome Back to the Future II When Harry MetSally Pet Cemetery January Man The Abyss Ghostbusters II The Package Lean on Me Erik the Viking Leikur að tilfinningum SWEET BIRD OF YOUTH Útgefandi: Bergvik Leikstjóri: Nicholas Roeg. Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Mark Harmon og Rip Torn. Bandarisk, 1990-sýningartími 93 min. Sweet Bird of Youth er eitt af þekktustu leikritum Tennesse Williams. Var gerð eftir því úrvals- kvikmynd 1962 í leikstjóm Richard Brooks, með þeim Paul Newman og Geraldine Page í aðalhlutverk- um. Þessi útgáfa, sem kemur fyrir sjónir myndbandseigenda nú, er sjónvarpsmynd sem leikstýrt er af einum athyglisverðasta leikstjóra samtímans, Nicolas Roeg. í aðal- hlutverkum era Elisabeth Taylor og Mark Harmon. Taylor er ekki óvön að fara með hlutverk í verk- um Williams. Eitt hennar besta kvikmyndahlutverk var einmitt í Cat on a Hot Tin Roof sem er eftir leikriti hans. í Sweet Bird of Youth fer hún með hlutverk útjaskaðrar Holly- woodleikkonu, Alexandra del Largo, sem lætur ungan elskhuga sinn, Chance Wayne, teyma sig til suðurríkjanna. Hinn ungi elskhugi fer með hana til heimabæjar síns þar sem æskuástin hans býr. Sú er af ríkustu fjölskyldu bæjarins og var Wayne hrakinn á brott þeg- ar upp komst aö hann bafði gert stúlkunni bam. Ekki er það hrifning á leikkon- unni sem gerir það að verkum að Wayne er í fylgd hennar heldur vill hann nota sér það vald sem hann hefur yfir henni til að koma sér áfram í Hollywood og tilgangur hans með að heimsækja heimaslóð- ir er að telja fyrrverandi unnustu sinni trú um að hann sé á uppleið í kvikmyndaheiminum og vill hann að hún komi með sér til Holly- ELIZABET TAYLOR ci óþan" að kynuri frcktr. húu cr ein stórkcstisgasL3 Wikkona san uppi hefur verið. MARK HARMON cr ifi gela scr go« crö í kvikmyncahcmrvir.um. Meðai ntynda vcm hanr. hefur leikið i eru SUMMER SCHOOL og AFTKR THE PROMfSE wood. Fortíðin ásamt sjálfselsku gerir það að verkum að lítið verður úr áformum hans. Sweet Bird of Youth er fyrst og fremst um tilfinningar, del Largo drekkur til að gleyma, en er fljót aö setja upp leikstjörnuhrokann þegar hún kemst aö því aö nýjasta kvikmynd hennar hefur fengið góða dóma. Wayne er í raun einföld sál sem hefur enga sljóm á því sem gerist í kringum hann, fæddur til að verða alltaf undir í lífinu. Elizabeth Taylor og Mark Hann- on túlka hlutverkin nokkuð vel þótt leikur Page og Newman í eldri myndinni sé mun betri. Roeg, sem á það til að gera torskildar myndir, heldur sig innan ramma leikritsins en beinir stundum myndavélinni á annan hátt en maður á að venjast í sjónvarpsmynd. í heild er Sweet Bird of Youth magnað drama um fólk sem á sér litla framtíð. HK í hita dagsins DO THE RIGHT THING Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Spike Lee. Aðaihlutverk: Danny Aiello, Ossie Dav- is, Ruby Dee og Spike Lee. Bandarísk, 1989-sýningartimi 96 min. Spike Lee var nánast óþekktur þegar Do the Right Thing kom á markaðinn fyrir ári og hristi eftir- minnilega upp í samlöndum hans vestan hafs. I myndinni tekur hann fyrir á gamansaman hátt kynþátta- aðskilnað sem er við lýði í stór- borgum. Gamansemin er að vísu svört og endir myndarinnar er dramtískur og áhrifamikill sem seint gleymist þeim sem myndina sjá. Aðskilnaður kynþátta og kyn- þáttahatur er engin ný bóla í kvik- myndum og hafa margar ágætar kvikmyndir einmitt veriö gerðar um slíkt efni en Spike Lee nær á áhrifamikinn hátt að hreyfa við þessu vandamáli sem kemur upp í borgarhlutum þar sem einstaka kynþáttur ræður lögum og lofum. Þegar horft er á Do the Right Thing er ekki laust viö að upp í huga manns komi önnur úrvalsmynd, Sammy and Rosie get Laid, sem Stephen Frears leikstýrði. Þótt myndirnar eigi ekki margt sameig- inlegt er undirtónninn sá sami; aðskilnaður kynþátta í stórborg. Spike Lee, sem einnig skrifar handritiö, leikur einnig stórt hlut- verk í myndinni sem gerist öll á einum sólarhring í Brooklyn. Það er heitasti dagur sumarsins og fólki líður illa í hitanum og er þvi óró- legt. Það búa eingöngu negrar í hverfinu en á horni einnar götunn- ar er pitsustaðurinn Sal’s Famous Pizzeria sem rekinn er af ítalskri fjölskyldu. Þetta fer fyrir hjartaö á sumum íbúum að aðrir en „bræður og systur“ njóti góðs af íbúum hverfisins. Magnast þessi óvild eft- ir því sem hður á daginn og hitinn eykst og nær hámarki um kvöldið þegar loka á pitsustaðnum... Do the Right Thing hefur létt yfir- bragð þrátt fyrir alvarlegan boð- skap. Þetta á sérstaklega við um fyrri hluta myndarinnar sem er að mestu leyti sýndur frá sjónarhóh Spike Lee sem leikur sendil á pitsa- staðnum og Ossie Davis sem leikur strætisrónann. Uppgjöriö við pitsustaðinn er aft- ur á móti blóðugt og kemur þá upp á yfirborðið kynþáttahatur sem leynist í mannskepnunni og skiptir þá ekki máh hver húðliturinn er. Allir eru settir undir sam hatt þótt vissulega sýni Spike Lee best það hatur sem hvítir borgarar hafa á svörtum. -HK Minningar um ást A SUMMER STORY Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Piers Haggard. Aóalhlutverk: Imogen Stubbs, James Wilby og Susannah York. Bresk, 1988 - sýningartimi 93 min. Þeir sem muna árdaga íslenska sjónvarpsins muna sjálfsagt eftir hinni geysivinsælu sjónvarps- þáttaröð Forsyte ættinni sem svo sannarlega átti hug íslendinga meðan á sýningu stóð. A Summer Story er gerð eftir skáldsögu John Galsworthy, The Apple Tree, sem einnig skrifaði bókina um Forsyte fjölskylduna. Og víst er að vel hefiur tekist að kvikmynda þessa hugljúfu sögu sem gerist um aldamótin. Aðalsöguhetjumar eru tvær. Við kynnumst fyrst Frank Ashton er hann kemur til Torquay en 20 ár eru frá því hann var þar síðast. Hugur hans leita til baka. Hann var ungur lögfræðingur sem af tilviljun kynntist hinni einu sönnu ást. Sú sem heillaði hann er Megan, stúlka uppahn í sveit og þekkir ekkert annað líf. Ekki getur hann hugsað sér að vera í sveitinni svo hún fylgir honum til borgarinnar. Þar er Ashton á heimaslóðum en Megan á í erfiðleikum með að að- lagast. A Summer Story er mjög vel gerð mynd. Bretar eru ávallt bestir þeg- ar þeir kvikmynda klassísk bók- menntaverk sín og ekki bregst þeim bogalistin hér frekar en fyrri daginn. Allt yfirbragð myndarinn- ar er sannfærandi, svo er einnig um leik Imogene Stubbs og James Wilby sem leika elskendumar á einkar heillandi máta, þannig að þau eiga hverja taug í áhorfandan- um. A Summer Story er kvikmynd sem gleymist ekki í bráð. -HK L Bilun um borð THE CAINE MUTINY Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Robert Altman. Handrit byggt á sögu Herman Wouk. Framleiðandi: Robert Aitman og John Flaxman. Bandarísk. 1988. 96 mín. Öllum leyfð. Fyrir tveim til þrem árum var dæmd hér mynd frá árinu 1954 sem einnig byggði á þessari frægu bók Hermans Wouk. Þar fór Humphrey Bogart með aðalhlutverkið sem þá var hlutverk hins umdeilda skip- stjóra Queeg. Sú mynd var mjög góð þrátt fyrir vankanta í lokin. í þessari sjónvarpsmynd er ein- mitt reynt að sníða af þessa van- kanta sem fólust meðal annars í yfirborðslegri afgreiðslu á réttar- höldunum. Þessi sjónvarpsmynd byggir í raun á viðbót við hina og hér er ekki farið út úr réttarsalnum. Vörn og sókn ér snöfurmannlega skrifuö og skyggnst er betur bak við það sem gerðist um borð, allt með skáldaleyfi Wouks. Réttardramað er vel þess virði að horft sé á það. Sem sjónvarpsmynd er þessi mynd fyrir ofan meðallag enda Alt- man (M.A.S.H. og Nasville) aðal- lega haldið sig viö sjónvarpsmynd- ir hin síðari ár. Hann kann greini- lega ýmislegt fyrir sér á því sviði og hefur ágætis leikaraúrval með sér. Það væri vel þess virði fyrir kvikmyndaáhugamenn að end- urnýja kynnin við fyrri myndina en hún hlýtur að vera til á ein- hverjum myndbandaleigum. -SMJ Stríðsöxin grafin upp WAR PARTY Útgefandi: Skifan Leikstjóri: Franc Spencer Eastman. Roddam. Handrit: Framleiðandi: John Daly og Derek Gibson. Aöalhlutverk: Billy Wirth, Kevin Dillon, Tim Sampson og M. Emmet Walsh. Bandarísk 1988. Bönnuó yngri en 16 ára. 95 min. Myndin gerist í Montana í Banda- ríkjunum þar sem misheppnaðir ferðamálafrömuðir skipuleggja „sýningu" á frægum bardaga á milli indíána og riddarahðs sem fór fram fyrir 100 árum. Bardaginn fer út um þúfur og fljótlega hefst elt- ingarleikur út um allar trissur. Sem fyrr eru það indíánarnir sem eru fómarlömbin. Fátt er frumlegt við þessa mynd en hún á nokkra spretti sem eru þokkalega uppsettir. Því miður næst aldrei almennileg spenna í eltingarleikinn og er það sem gefur að skilja heldur bagalegt. Á köflum bregður fyrir trúverðugum atrið- um en inni á milli eru hrein dellu- atriöi eins og til dæmis lokaatriðið sem er yfirkeyrt í dramatík. Maður hlýtur að spyija sig hvort það sé algerlega komið úr tísku að láta myndir enda vel. Þá er persónusköpun i handriti ákaflega yfirboröskennd og eru leikarar ekki öfundsveröir aö þurfa að vinna úr því. Þeirra frammi- staöa verður í samræmi við það. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.