Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. 9 Utlönd V.P. Singh, forsætisráðherra Ind- lands. Símamynd Reuter Indland: Singh ræðir við Gorbatsjov Forsætisráðherra Indlands, V.P. Singh, ræðir við Gorbatsjov Sovét- forseta í þessari viku. Háttsettur embættismaður í sovéska utanríkis- ráðuneytinu segir að þessi fundur muni binda enda á vangaveltur um að Sovétríkin hafi ýtt til hliðar skuld- bindingum sínum við Indland og þró- unarríkin. Singh, sem mun koma til Sovétríkj- anna síöar í dag, segir að heimsóknin muni ýta undir nánari tengsl milli ríkjanna tveggja á sviði stjómmála og efnahagsmála. „Viö eigum nú þeg- ar góð samskipti á sviði efnahags- mála og ég er fullviss um að nýir möguleikar munu opnast,“ sagði Singh í viðtali við Pravda. Fréttaskýrendur telja að heim- sóknin muni einkum snúast um efnahagsmál. Viðskipti á milli ríkj- anna árið 1989 námu alls 4,64 mill- jörðum dollara samkvæmt upplýs- ingum frá Sovétríkjunum og hafa þaualdreiveriðmeiri. Reuter Mallorca: Hðtelgestir fengu hermannaveiki Snarpur eftir- Skelfmg greip um sig meðal íbú- anna í Baguio á Filippseyjum í nótt þegar öflugur eftirskjálfti gekk yflr borgina. Að sögn ljósmyndara Reut- erfréttastofunnar skókust byggingar og þeir sem hafst hafa við í tjöldum á götum úti eftir jarðskjálftann mikla fyrir viku öskruðu af hræðslu. Snemma í morgun var ekki vitað hvort manntjón eða skemmdir hefðu orðið af völdum þessa síðasta eftir- skjálfta en alls hafa um þrjú hundruð eftirskjálftar gengið yfir borgina frá því fyrir viku. Tugir þúsunda manna í Baguio eru heimilislausir og margir þeirra sem hafast við í tjöldum eru of hræddir til að snúa aftur til heimila sinna. Mikill skortur er á vatni og matvæl- um og rafmagn er aðeins í nokkrum VERÐ#/Rx) T AKM ARKAÐUR FJÖLDI /f.2% JC)% VERÐLÆKKUN VERÐLÆKKUN FO - 420 FAXTÆKI FO - 800 FAXTÆKI byggingum. Óttast er að farsóttir komi upp vegna slæmra hreinlætis- aðstæðna. Hjálpargögn hafa streymt til Man- ila en íbúar í norðurhluta landsins segja að dreifing þeirra gangi of hægt fvrir sig. Á körfuboltavöll í bænum Tuba nálægt Baguio voru máluð skilaboöin: „Við þurfum matvæli. Hjálp.“ íbúar Baguio segja að þeir hafi þurft að bíða dögum saman og undirrita fjölda pappíra áður en þeir fengu matvæh. Reuter Björgunarmaöur tyrir framan húsarústir, búinn aö gefa upp alla von um að finna fleiri á lífi. Simamynd Reuter skjálfti í Baguio Sextán manns, bæði Svíar og Norð- menn, hafa fengið hermannaveikina á Sunwing Cala Bona hótelinu á Cala Millor á Mallorca. Hermannaveikin er alvarleg tegund lungnabólgu og fylgir henni hár hiti. Er tahð að sjúkl- ingamir hafi fengið bakteríuna með því að anda að sér fínum vatnsúða, annað hvort í sturtum hótelsins eða þegar verið var að vökva grasflötina við hótelið sem er alveg nýtt. Bakter- ían getur einnig borist gegnum loft- ræstikerfi þegar loftið er vatnskælt en ekki er um shkt að ræða í þessu tilfelli. Sett hefur verið klór í vatnið og hitastig heita vatnsins hækkað úr 45 gráðum í 60 til að reyna að drepa bakteríuna sem ekki er sögð þola heitara vatn en 55 gráður. TT EITT MEÐ ÖLLU VERÐ NÚ: jy.200,-*, * EITT MEÐ ÖLLU OG 1,2 MB MINNI VERÐ NÚ: íjJ.QOO,-" Hljómbæjarhúsinu, Hverfisgötu 103 sími 628775, 25999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.