Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. JÚLl 1990. Spumingin TrúirþúáGuð? Sunneva Guðmundsdóttir, starfs- stúlka á veitingastað: Já, en ég rækta það ekkert sérstaklega. Ingibjörg Grétarsdóttir afgreiðslu- stúlka: Já, ég trúi á Guð. Guð er það góða í hugum fólks. Hrönn Helgadóttir, starfsstúlka á Reykjalundi: Já. Guð er eitthvað sem er alltaf hjá okkur ef við trúum á hann. Grettir Gunnarsson sjómaður: Ég er ekki búinn áð gera það upp við mig. Guð er það sem maður trúir á. Heiðrún Guðmundsdóttir nemi: Já. Ég rækta trúna en fer ekki mjög oft í kirkju. Lesendur Sjónvarpsþátturinn Garðar og gróður Lítilsháttar „skilmissingur“ allmargar borgirnar sem ég hef átt kost á að heimsækja. Þar á meðal eru stórborgirnar London, New York og París. I þessum borgum öllum, en ekki síst í London og New York, eru margfrægir og gríðarstórir garðar sem eru eins og stórar vinjar í þess- um feiknstóru og mannmörgu borg- um. Oftast afar vel hirtir og gróður- sælir svo undran sætir. Sömu sögu er að segja um flestar þær borgir aðrar sem ég hef komið til, alls staðar eru stór, opin svæði, hreinlega lystigarðar sem margir virðast hafa verið hannaðir endur fyrir löngu. - Það er mikill misskiln- ingur hjá mörgum íslendingum að í erlendum stórborgum sé lítið annað en mengun og malbik. Ég álít að við íslendingar séum meira að segja talsvert á eftir hvað varðar skipulagningu og ekki síður viðhald á þeim grasreitum sem þegar eru til staðar. Þetta kemur t.d. glöggt fram á grasreitum sem era næst gatnakerflnu. Þar er næsta ömurlegt um að litast, graseyjur ýmist óslegn- ar eða slegnar og grasið þá látið kyrrt liggja. Víða eru hjólför og slóðir á eyjunum sjálfum eða þá búið að setja hænsnanetsgirðingar tvist og bast meðfram og á þeim endilöngum. Ekki skal þetta skrifað á ágætan umsjónarmann þáttarins Grænir fmgur eða viðmælanda hans, garð- yrkjustjóra borgarinnar, heldur íbú- ana sjálfa sem era hinir mestu sóðar og náttúruspillar norðan Alpafjalla. - En svona er þetta nú. Svo þakka ég fyrir þáttinn Græna fingur sem er góð hugvekja í viku hverri. Þar „í mörgum stórborgum eru gríðarstórir garðar, vel hirtir og gróðursaelir.“ - Úr einum af mörgum slíkum í miðri er alltaf eitthvað áhugavert á ferð- Lundúnaborg. inni. Garðar hringdi: Þaö er út af þættinum Garðar og gróður, sem sýndur var í gærkvöldi (fimmtud. 18. júlí sl), sem ég vildi koma að lítilsháttar athugasemd og sem er þó ekki einu sinni athuga- semd heldur frekar eins konar „skil- missingur“ eins og gárangamir segja. - Ég er nefnilega mjög hrifmn af þessum þætti sem hefur verið á skjánum um nokkurn tíma. Én í þessum síöasta þætti kom stjórnandinn, Hafsteinn Hafliðason, inn á það í kynningu um garða að þegar flogið væri yfir Reykjavík mætti auðveldlega sjá hversu stór hluti af borginni væri auö svæöi, gróðurreitir sem fólk notaði óspart sér til ánægju og yndisauka. Þetta styngi mjög í stúf við aðrar borgir, taldi hann Reykjavík vera mjög sér- staka að þessu leyti. Nú hef ég að visu ekki komið í all- ar borgir heims. Þær eru þó orðnar Boðskapur GATT í landbúnaði Konráð Friðfinnsson skrifar: í DV hinn 16. júlí sl. mátti lesa grein sem bar yfirskriftina Niðurgreiðslur bannaðar og útflutningsbætur afn- umdar. Greinin fjallar um tillögur sem formaður landbúnaðarnefndar GATT lagði fram nýverið. Ein tillaga hans hljóðar þannig: „Banna skal alla styrki er hvetja til aukinnar framleiðni" líkt og niöurgreiðslu- stefna íslendinga gerir. Einnig leggur formaðurinn til aö innflutningskvót- ar verði afnumdir en innflutningi stýrt með tollum. Það er ekkert launungarmál að bændum hefur verið gert of létt fyrir að framleiða of mikið gegnum tíðina. Það gildir um öll hin vestrænu lönd. En gera menn sér almennt grein fyr- ir hvaö þessar uppástungur þýða í reynd? Ef ráð landbúnaðarnefndar GATT (og allra landa sem standa að þeim) verða samþykkt, sem við skul- um ætla, táknar það einfaldlega að þjóðum gefst ekki lengur kostur á að kaupa ódýra niöurgreidda fæðu hjá nágrönnum sínum í útlöndum. Neyðast m.ö.o. til að kaupa varning- inn á kostnaðarverði. Hræddur er ég um að mörgum þyki þaö súr biti að kyngja. En þetta hafa verið rök and- stæðinga búskapar til þessa bæði hér og í GATT-löndunum. En lítum nú á málið frá öðram sjónarhóh og gefum okkur áfram að nefndur boðskapur hafi hlotið náð fyrir augum ahra aöila. Hvað merkir samþykktin séð af þessum hóli? Jú, atvinnuleysi í stóram stíl hjá hundr- uðum þúsunda manna vegna þess að mörg býli munu leggjast í auðn á svæðum GATT samfara svo róttæk- um breytingum. Og ekki bara að jaröir fari í eyði og hús grotni niður heldur verða þær óseljanlegar með öhu af skiljanleg- um ástæðum og mun það auka enn frekar á neyð hinna brottreknu. - Eru þá GATT-ríkin þess megnug að taka við svo mörgum vinnufærum höndum á komandi árum, jafnvel þótt 1 tillögum fyrmefnds nefndar- formanns landbúnaöamefndar sé gert ráð fyrir 10 ára aðlögunartíma? Hvað skyldi atvinnuleysið vera mikið nú þegar? Ég minnist þess ekki aö hafa séð tölur um það. Ekki veit ég hver framvindan kann að verða. En við ættum að forðast að falla í þá gryfju að einfalda lilutina um of og kannski einungis til að vinna þeim hyhi í einfaldleik okkar. - Við skulum kryija þá tíl mergjar áður en við sláumst í hópinn. Ömurieg dagskrá Sigrún Björnsdóttir skrifar: Að undanfömu hafa verið fluttir í útvarpinu nokkrir þættir um Bas- il fursta og er þetta kölluð leiklesin dagskrá, hvað sem það á nú að merkja. í stuttu máh sagt eru þætt- ir þessir hund-ómerkUegir enda hafa hinar reyfarakenndu sögur um Basil fursta aldrei verið taldar til bókmenntadýrgripa og eru nú flestum gleymdar sem betur fer. Ekki er hægt að segja að flutning- ur á þessu efni sé til fyrirmyndar, bæði laus við spennu og sannan húmor. Gísh Rúnar Jónsson er sögumaður og virðist mér hann herma eftir og stæla Ævar R. Kvar- an, þann virta leikara, í 30 mínútur af flutningstíma hvers þáttar. Ekki virðist þaö frumleg hugmynd hjá leikaranum. Hinir aðallesaramir, Harald G. Haralds, sem les furstann, og Andri Clausen, í ótal hlutverkum, eru htlu skárri. Viðar Eggertsson er sagður stjórnandi á upptöku þátt- anna og mun hann einnig sjá um handritsgerö þeirra fyrir útvarp. Að mínu mati hefur vegur hans ekki vaxið af því verkefni. - Ég vænti þess að útvarpið bjóði upp á eitthvað skárra á næstunni í þátta- gerð varðandi skemmtiefni í sum- ardagskránni. ^ 300 km Hálendisvegur norður og austur myndi stytta allar leiðir norður og austur verulega. Byggöajafnvægi og aðstöðumunur: Hálendisvegur leysir vandann Þórarinn Ólafsson skrifar: Ég vil lýsa stuðningi mínum viö þá hugmynd sem komið hefur fram, og oftar en einu sinni, að í framhaldi af þeim vegaframkvæmdum sem unnar vora í sambandi við virkjana- framkvæmdir á Suðurlandi á sínum tíma, bæði við Búrfeh og Sigöldu, verði haldið áfram framkvæmdum og byggöur hálendisvegur allt til Norðausturlands. Ef slíkur hálendis- vegur væri kominnn í gagnið í dag væri aht annað viðhorf fólks til byggöamála og aðstæður þess mun betri. Ég sé raunar ekki hvers vegna þessi hálendisvegur hefur ekki feng- ið meiri byr hjá þingmönnum og hérlendum ráðamönnum. Það eru varla aðrar ástæður en þær aö þá missa flutningafyrirtæki spón úr aski sínum þar sem það tekur miklu lengri tíma að aka og fljúga til Norð- austurlands með núverandi hætti. - Ef hálendisvegur væri kominn myndu menn aka á milli í meira mæh í stað þess aö fljúga, þótt það sé fljótari ferðamáti. - Ekkert kemur hins vegar í staðinn fyrir góðan og greiðfarinn veg þegar samgöngur era annars vegar. Ef hálendisvegur væri til staðar hefðu t.d. verið mun meiri möguleik- ar á að fá stóriðjuframleiðslu til Reyðarfjarðar. Ef stóriðju verður svo ákveðinn staður á Norðausturlandi hlýtur það að verða eitt fyrsta verk- efni í verklegum framkvæmdum að ljúka við hálendisveg með bundnu shtlagi milli landshlutanna Austur- lands og Suðurlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.