Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1990, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Fréttir Skip til sölu Oldsmobil Calals, árg. ’8S, til sölu. V6, ekinn 37.000 km, verð kr. 950.000, stað- greiðsluafsl. Uppl. í síma 91-626439 og 33042. M. Benz 250 D, árg. ’86, beinskiptur, hvítur, ekinn aðeins 56 þús. Einka- bíll. Skipti ath. Tilvalinn sem leigu- bíll eða kennslubifreið. Uppl. hjá Nýju bílahöllinni, Funhöfða 1, sími 672277. Ath. Einstakt eintak af Oldsmobile Cuttlas Brougham ’80 til sölu, svart- ur, með öllu, æskileg skipti á M. Benz eða BMW. Úppl. í s. 91-31279 eftir kl. 20. Nissan Vanette ’89 til sölu með mæli og talstöð, til greina kemur að selja hlutabréf líka, hann er einnig tilval- inn sem fjölskyldubíll, skráður fyrir 8 og sæti í öryggisbelti fylgja. Uppl. í síma 79177. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að leita eftir tilboðum í r/s Hafþór RE40 (1385), skip Hafrann- sóknastofnunarinnar. Skipið er 793 brl. að stærð og byggt í Póllandi árið 1974. Öðru fremur mun tilboði tekið er felur í sér að annað eða önnur skip hverfi varanlega úr rekstri og veiði- heimildir verði sameinaðar veiðiheimildum Hafþórs RE. Jafnframt kemur til álita að selja skipið til út- landa. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að ganga að eða hafna hvaða tilboði sem er. Hafþór er til sýnis í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar veitir sjávarútvegsráðuneytið, Skúlagötu 4, í síma 609670. Tilboð í skipið óskast send ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1990, merkt: „Tilboð í Hafþór RE 40". Barnaföt Barnaskór TILBOÐSVIKAN hefst í dag 30-50% afsláttur af öllum vörum í eina viku síðan allt á fullt verð aftur. Póstsendum X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682 Chevrolet Monza ’86 til sölu, sjálfskipt- ur, ekinn 52 þús., verð 480 þús. Uppl. í síma 91-44870. Það er þetta með bilið milli bíla... NAMSMENN ATHUGIÐ ! Frestur til að skila umsókn um námslán fyrir næsta skólaár er að renna út. Verðlaunahafar úr hjólreiðakeppninni á Dalvík. Dalvík: Glæsilegur bíll á góðum kjörum. Peugeot 205 GTi ’87, ekinn 65.000 km, vetrardekk fylgja, mjög góður stað- greiðsluafsláttur, skuldabréf eða skipti á ódýrum bíl. Uppl. í síma 670339 e. kl. 18 á kvöldin. Fullorðnir stóðu sig vel á reiðhjólum Peugeot 405 GR, árg. ’89, til sölu. Ek- inn 14.000 km, er enn í ábyrgð, vökva- stýri, 5 gíra, útvarp. + kassettut., rauður. Uppl. í síma 91-25101 á daginn og í síma 39931 eftir kl. 20. Brynjar M. Valdimarsson, DV, ökuleikni '90; Á Dalvík reyndist nauðsynlegt að hafa þrjá riðla í keppni í hjólreiðum þar sem sjö fullorðnir þátttakendur mættu til leiks. Úrslit urðu þau að í riðli 9-11 ára varð Ómar Sigurjóns- son hlutskarpastur með tímann 43 sekúndur. Ómar fór brautina villu- laust og tími hans er sá besti sem náðst hefur í yngri riðli. Annar varð Einar Másson með 54 refsistig og þriðji var Viðar Gunnarsson með 65 refsistig. í eldri riðli vann Jóhann Jónsson með 47 refsistig, annar varð Freyr Antonsson með 89 refsistig og Benedikt Sigurbjömsson þriðji með 89 refstistig. í flokki fullorðinna, svokallaður plúsriðill, var Sigurbjörn Hjörleifs- son í fyrsta sæti með 97 refsistig, í öðru sæti Jónína Júlíusdóttir með 109 refsistig og Ámi Júlíusson þriðji með 142 refsistig. í ökuleikni karla varð áðumefndur Árni Júlíusson í fyrsta sæti með 179 refsistig, annar var Albert Gunn- laugsson með 190 refsistig og Tryggvi Kristjánsson þriðji með 244 refsistig. Emilía Sverrisdóttir varð í fyrsta sæti hjá kvenfólkinu með 248 refsi- stig, Jónína Júlíusdóttir í öðm sæti með 268 refsistig og Freygerður Snorradóttir í þriðja sæti. Til sölu er þessi gullfallegi Pontiac Trans Am, árg. ’86, ekinn 68.000 km, er með EFi sound system, álfelgum, T-toppi, rafm. í rúðum, silfurgrár að lit, skipti á ódýrari. Uppl. á bílasöl- unni Bílaporti. i:X. , - S' Kvikmyndir Stjömubíó: Strandlíf og stuö Blak og brestir Hin sérameríska íþrótt baðstranda- blak er umfjöllunarefni þessa lap- þunna unghngahristings. Stíflaður handritshöfundurinn hefur senni- lega farið niður á strönd til að fá inn- blástur en fengið sólsting í staðinn. Hvaða afsökun þeir höfðu sem fjár- mögnuðu er þeirra mál en bjartir hafa þeir verið að halda að markaðs- þörfin væri fyrir hendi. C. Thomas Howell, sem hefur verið gaman að fylgjast með síðan E.T., leikur ungan lögfræðinema sem fær 1. ágúst nk sumarvinnu við lögfræðiskrifstofu frænda síns. Hann þarf að stefna strandarróna (Horton) vegna van- goldinnar húsaleigu en sá hinn sami er fyrrverandi meistari í blaki á sandvelli. Meistarinn snýr við tafl- inu og býðst til að gerast þjálfari stráksins sem sér villur síns vegar og gengst við því. Tekur þá við líkam- leg og andleg uppbygging með það að takmarki að vinna einhverja keppni sem framleiðandi Jose Cu- ervo Tequila hefur staðið fyrir. Und- ir þessu drynur popptónlistin og Kaliforníusólin glitrar á smurðum skrokkum í hægmynd. Ekki má gleyma óþörfum uppfyll- ingum, svo sem strandljóskunni (sjávarlíffræðingi því að þetta eru nú jafnréttistímar), besta vininum (sem hefur sjaldan haft jafnlítið að gera og segja) og ónafngreindum bófum sem hverfa á dularfullan hátt í miðri mynd. Úr þessu hefði kannski getað oröiö létt stundarafþreying ef eitthvert hæfileikafólk hefði staðið að þessu en svo virðist ekki hafa verið. Mynd- in er ómerkileg á alla kanta nema hvað Howell tekst hið mikla afrek, að klóra sig fram úr flatri persónu sinni. Það er ekkert hér sem við höf- um ekki séð þúsund sinnum áður og betur. Side Out. Bandarisk 1990. Leikstjórn: Peter Israelson. Leikarar: C.Thomas Howell (The Hitcher, Secret Admirer, Red Dawn, Soul Man), Peter Horton (30 something), Courtney Thorne-Smith. Gísli Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.