Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. 7 Sandkom Hérereinsaga íii'orðljótum golfleikara. Hannvar ásamtkunn- ingjasínumúti agull'vi’llioK ^ varekMblið- mæltur frekar en fj>m daginn. í hvert sinn sem honum tókst ekki að pútta bolvaði hann og ragnaði. „Ðjöfulsins, andskotansdjöfull. Éghittíekki." Kunningjanum var fariö að biöskra og varðaðorði að þetta væri farið að nálgast guðlast að látasvona. Allt komfVrirekki. „Fariþaðisótsvartan andskota. Helvitis kulan fór rétt framhjá," héitorðljóti goifarinn áfram. Kunningjanum varhættað litast á blikuna og krossaði sig í bak og fyrir. Á átjandu holu hitti hann ekki heldur. „ Andskotinn sjálfúr er þetta. Ég hitti ekki heivítis holuna." Af þeim orðum slepptum heyrðist mikill þrumugnýr af heiðskírum himni og eldingu laust niður rétt við hliöina á orðijóta kylfingnum. Þá heyrðist þrumuraust í háloftunum segja: „HelvítisdjöMl.Éghittiekki" Meltingarfæri bíla Allirvita hverMinauð synlegtþaðer aöfarareglu- iegaáráöstefii- urtfiaðhalda þekkingusinni viö. Þetta vissu líka ökukennarantir sem fóru á ráö- stefnu norrænna ökukennara i Osló fyrir nokkru. Það voru þrír íslenskir kennarar sem fóru utan á vegum fé- lagsins hér. Við heimkomuna sögðu ökukennararnir starfsbræðrum sin- um að þeírhefðu haft bæði gaman og mikið gagn af ferðinni. Þetta væri ekki i frásögur færandi ef ekki hefði koraiö fyrirspurn frá norrænu öku- kennarafélögunum hingað heim stuttu síðar um hvers vegna enginn fulltrúi frá íslandi hefði mætt á ráö- stefnuna. Þegar farið var að grennsl- ast fyrirum máliö kom í ljós að Is- lendingamir höfðufarið á vitlaust hótel og setið læknaráöstefnu um meltingarfærasjúkdóma í staðinn fyrir ökukennaraþingið. Þetta kom rey ndar ekki svo mikið að sök þar sem enginn ökukennaranna var mæltur á skandinavisku né skildi orð íþeimmálura. Þjóðhátíð gjomingur Eftirfordæmi Stuömanna reynanúallir semstahdafyr- irskemmtun- umafýmsu tagiaðkomast hjávirðisauka- skatti. Þannig munu Vestmannaey- ingar vera aö kanna hvort þeir sleppi við hiuta skattsins ef þeir kalla þjóö- hátíðina „Þjóðhátið Vestmannaeyja - ættarmót" en einhvers staðar i lög- unum um virðisaukaskatt mun vera klausa um undanþágu vegna ættar- móta. Önnur tiltaga er „Þjóðliátíð Vestmannaeyja - kristfieg samkoma" og sú þriðja „Þjóðhátíð Vestmanna- eyja-gjömingur". Uppreisn á Dagbók iög- regiumtari Vestfiarðablað- inuBæjarins besta er mögn- uðlesningog sýniraöstarf löggunnará Isafirði erekki síður ævintýralegt en starfshræðra þeirra á Miami, Jersey eða Glasgow. Þannig þurfti löggan á ísafirðt að afUfafimra ketti einn dag- inn. Næsta dagbeit hundur lögguna þegar hún ætlaði að handsama hann. Þriðja daginn var ekið á kind skammt frá hænum. Fj órða daginn handsara- aði löggan fióra hunda í Bolungarvík, þar af þrjáóskráöa, Fimmta daginn voru tveir hundar tfi viðbótar hand- tektúr. Ferfætlingamir viröast sam- kvæmt þessu standa fyrir uppreisn á f safirði og óvíst h vort löggunni tekst að halda henni í skefjun. Umsjón: Gunnar Smárl Egilsson Fréttir Fjögurra daga veöurspár í sjónvarpi: Sjálf boðavinna í hálft annað ár „Við veðurfræðingar töldum ástæðu til að koma þessum lengri veðurspám á framfæri og byrjuðum því einfaldlega með þær án þess að Sjónvarpið bæði sérstaklega um þær. Síðastliðið hálft annað ár höfum við gert þessar spár í sjálfboðavinnu en við höfum litiö á þær sem tilrauna- og hugsjónastarfssemi. Við urðum hins vegar þreyttir á að gefa þesa vinnu þegar á leið en í dag þykja þessar spár sjálfsögð þjónusta. Því er búið að semja um að við fáum greitt sérstaklega fyrir þessa auka- þjónustu tvisvar í viku, eða frá 1. júní í ár,“ sagði Magnús Jónsson veðurfræðingur í samtali við DV. Fjögurra daga veðurspár, sem veð- urfræðingar eru með í Sjónvarpinu tvisvar í viku, á sunnudögum og fimmtudögum, hafa vakið athygli sjónvarpsáhorfenda. Um leið hefur sú spurning komið fram af hverju þær eru ekki á hverjum degi. Magnús segir að þegar þessi tilraun hófst hafi sunnudagur orðið fyrir valinu, til að fólk sæi veðurhorfur í upphafi vinnuviku, og fimmtudagur svo fólk sæi helgarveðrið. Sjónvarpið hefði aldrei beðið um meira og gerði það ekki nú. Hafi veðurfræðingamir ekki séð sér fært að gera þessar spár oftar meðan greiðslur komu ekki til. Magnús sagði að veðurfræðingam- ir kæmu ekki fram í nafni Veðurstof- unnar þegar þeir kynntu veðurspár í sjónvarpi og því fengju þeir greitt persónulega fyrir spárnar. Þetta fyr- irkomulag væri síðan ástæða þess að stundum væri eitthvert ósam- ræmi í spám sjónvarps annars vegar og útvarps hins vegar. Það kæmi þó sjaldnast að sök. Á Sjónvarpinu fengust engin svör þegar reynt var að grafast fyrir um af hveiju fjögurra daga veðurspár væru ekki oftar en tvisvar í viku. -hlh Könnunarviöræður hafnar við Þjóðverja: Vetnisfram- leiðsla á íslandi? Gífurleg orka er enn óbeisluð I landinu. í framtíðinni er talið að aðalorku- gjafinn verði vetni og er fyrirhugað að reisa tilraunaverksmiðju í þeim til- gangi. Hafnar eru könnunarviðræður milli markaðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins og þýskra aðila um slika tilraunaverksmiðju. Markaðsskrifstofa Landsvirkjun- ar og iðnaðarráðuneytisins er komin í samband við þýska aðila vegna hugmynda þeirra um að breyta vatnsorku í vetni sem síðan yrði flutt með tankskipum tif Evrópu þar sem það yrði notað sem orkugjafi. Þegar hefur verið hafdinn kynningarfund- ur með þessum þýsku aðilum og verður annar fundur haldinn í haust. „Þótt slíkir orkuflutningar séu ekki enn orðnir staðreynd og reynd- ar enn óvíst hvenær af þeim verður, og á það vil ég leggja áherslu, þá eru nú ýmis teikn á lofti sem benda til að slíkt gæti orðið í allra næstu fram- tíð, jafnvel eftir tvö til þtjú ár,“ sagði Bragi Árnason prófessor í fyrirlestri á Akureyri um nýja möguleika í orkufrekum iðnaði á íslandi. „Og það er mitt álit að íslendingar eigi að fylgjast grannt með því sem nú er að gerast í þessum málum þvi þama gæti verið á ferðinni nýr möguleiki á íslenskri stóriöju sem kynni aö verða vel samkeppnisfær við stóriöju eins og álvinnslu og gæti jafnvel haft ýmsa kosti umfram ál- vinnslu." Rannsóknarverkefni um vetnisframleiðslu Árið 1986 ákváðu allmörg þýsk stórfyrirtæki, nokkrir þýskir háskól- ar og einn háskóli í Sviss að leggja í sameiginlegt rannsóknarverkefni. Verkefnið er unnið í samvinnu við Efnahagsbandaiag Evrópu og er hug- myndin aö kaupa 100 megavött til að framleiða vetni með rafgreiningu, flytja vetnið til Hamborgar þar sem það yrði notað í orkukerfum borgar- innar. „Meginástæða þessara rannsókna er sú að orkusérfræðingar í löndum Efnahagsbandalagsins telja næsta einsýnt að tiibúið eldsneyti muni verða verulegur hluti þeirrar orku sem notuð verði í löndum Evrópu í þyrjun næstu aldar.“ Ástæðumar era einkum minnk- andi olíuforði í heiminum, aukin orkunotkun í heiminum eða tvöföld- un á næstu 50 árum, aukin vinnsla sólar- og varmaorku, sem breyta verður í eldsneyti, þannig að hægt sé að flytja orkuna milli fjarlægra staða og nauðsyn þess að draga úr „vaxandi koltvísýringsmengtm and- rúmsloftsins sem verður vegna bruna eldsneytis sem inniheldur kol- efni. Vegna mengunarvarna era menn á því að sú eldsneytistegund, sem verði fyrir valinu, sé hreint vetni en þegar vetni brennur myndast einungis vatn. Islendingar samkeppnisfærir Einkum er rætt um Kanada í sam- bandi við staðsetningu þessarar til- raunaverksmiðju. Það er einkum vegna þess hve ódýra orku Kanada- menn bjóða, 18 mill í upphafi sem síðan mundi tvöfaldast 1995. í við- ræðum íslendinga og Atlantal-hóps- ins er verið að ræða um tölur á bilinu 17-20 mill. Um leið er rætt um veru- legan afslátt í upphafi. Islendingar ættu því að vera vel samkeppnisfærir í sambandi við raf- orkuverð en einnig verður að athuga að fjarlægðin frá íslandi til Evrópu er aðeins um einn þriðji af flutnings- leiðinni frá Kanada. Þá er hér um að ræöa stóriðju sem veldur nánast engri umhverfismengun, svokölluð „mjúk“ stóriöja. Hvað orkunotkun snertir er hér verið að tala um verk- smiðju á stærð við álverið í Straums- vík. Það verður þó að athuga að hér er verið að ræða um tilraunaverk- smiðju sem ekki er búið að ákveða endanlega hvort sett verður upp. Þetta tilraunaverkefni er ekki hugs- að með ágóða í huga og því ólíklegt að skatttekjur yrðu af verksmiðjunni ef byggð yrði. Hér er verið að leita aðferða til að mæta orkuþörf fram- tíðar. -PÍ Vidtalið Nafn: Gunnar Kristjánsson Staða: hótelstjóri Aldur: 31 órs „Stykkishólmur er vinalegur og faliegur bær. Ég er búinn að vera hér í þijár vikur og starfið leggst mjög vel í mig,“ sagði Gunnar Krisijánsson sem nýráðinn er hótelstjóri á Hótel Stykkishólmi. „Fólkið hér hefhr tekið mér vel og sérstaklega starfsfólkið. Þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni. Hér í Stykkishólmi er margt í boði fyrir ferðamenn: sigiing um eyjarnar á Breiðafiröi eða yfir Breiöafjörð, frábær golf- völlur, sem er viö hlið hótelsins, og félagsheimili sem er sambyggt hótelinu.“ Grásleppa á sumrin Gunnar er ekki ókunnur Stykk- ishólmí. Þangað hefur hann kom- ið hvert sumar’frá 1977. „Ég hef verið hjá kunningja mínum í Jónsnesi sem er hér vestan við Stykkíshólm. Þar hef ég verið í fríi á sumrin og meöal annars veitt lunda og grásieppu. f Jóns- nesi er aðeins búið á sumrin. Enginn vegur er þangaö út svo fara verður sjóleiðina frá Stykk- ishólmi.“ Gunnar er fæddur í Reykjavik og fluttist ungur til Garðabæjar þar sem hann ólst upp. Stúdents- prófi lauk hann frá Flensborg í Hafharfirði og lærði svo til þjóns. Eftir þaö lá leiðin til Bandaríkj- anna, nánar tiltekiö til Miami á Flórída. „Ég lærði hótel- og veit- ingarekstur í Miami og lauk mastersnámi þaðan. Mér líkaði mjög vel í Bandaríkjunum og var eiginlega sestur þar að. Tómas Tómasson fékk mig svo til aö koma til íslands til að opna meö sér Hard Rock Café hér á landi. Þar var ég framkvæmdastjóri í 2 ár. Eftir það opnaði ég veitinga- staðinn Punkt og pasta með félög- um mínum. í vor, þegar mér var boöið að koma hingaö til Stykkis- hólms, seldi ég minn hlut í fyrir- tækinu og hætti þar.“ Yndislegur staður „Hér er yndislegt að vera. Mig iangar ekki vitund í bæinn aftur. Héma skipta vikudagarnir engu og maður lítur varla á klukk- una.“ íþróttir eru aðaláhugamál Gunnars. „Ég er sportisti mikill. í vetur æföi ég badminton tvisvar í viku og tvisvar í viku innan- hússfótbolta með „mulningsvél- inni“ í handboltanum í Val. Ég hef gaman af handbolta og fót- bolta. í gamla daga spilaði ég með en nú fylgist ég aðallega með. Ég er mikill Valsari en hef líka spilað með Stjömunni. Gunnar hefur gert töluvert að því að ferðast. „Þegar ég vann á Hard Rock vann ég á nokkrum stöðum í heiminiun og Tommi sendi raig hingað og þangað að skoða ýmsa staði. Ég hef líka ferðast innanlands, þó lítil frí hafi gefist. í sumar geri ég ekki ráð fyrir sumarfríi. Ég elska að fara í útilegur. Síðasta sumar fór ég í útilegu í Búðahraun hér á Snæfellsnesi. Það voru ljúfiistu dagar i mínu lífi í langan tima,“ segir þessi dugmikli maður, -hmó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.