Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur Pétur skrifar: Nýlega hefur komið í ljós að rottur eru orðnar heimavanar í sumum hverfum borgarinnar. Þetta er ógn- vekjandi í alla staði. Ég er hræddast- ur uin börnin fyrir þessum vágesti. Hér gæti auðveldlega komið upp svo- kallaður Kóreufaraldur með þessum skepnum. Rotturnar hafa nefnilega þann sið að taka sér far með flugvél- um og skipum og þá er ekki spurt um áfangastaði. Þegar skip koma við í hofnum hinna ýmsu landa fara rotturnar í heimsreisu. Það er varla hægt að ætlast til þess að gerður sé út leiðang- ur, t.d. í hvert skip sem kemur hér til lands erlendis frá. En hvaða reglur skyldu gilda um skip sem koma hing- að til lands án athugunar heilhrigðis- yfirvalda? Erindið oft einfaldlega það að taka vatn og vistir. Ef skip koma frá löndum þar sem farsótt hefur geisað er yfirmönnum þess skylt að gefa sig fram og greina frá því. Ef einhver veikist um borð í erlendu skipi sem hingað kemur er skylt að hafa uppi sóttvamafánann (gula sjóflaggið). - En meindýrin, sem kunna að vera í skipunum, fara ekki eftir slíkum reglum. Rottur labba t.d. auðveldlega eftir köðlun- um og beint í land óséðar. Ég tel aö tilkynna eigi réttum yfir- völdum ef rottur sjást í nágrenni íbúðarhúsa og reyndar hvar sem er. Rottur hafa laumast upp í barna- vagna og man ég eftir að skrifað var um eitt tilfelh hér á landi. Barnið dó. Þaö er sagt að rottubit sé svo bráð- drepandi að vonlaust sé aö bjarga bami ef þaö verður fyrir því. Ég þakka DV fyrir að birta fréttina um rotturnar í Hlíðunum. Það verð- ur áreiðanlega til að ýta við fólki og koma því í skilning um hættuna. Rottur eru nefnilega hættulegar. Böm horfa á „góðar“ teiknimyndir í sjónvarpi og halda e.t.v. síðar að rottur séu eins og þær í Tomma og Jenna myndunum. Gætið að börnun- um, þau sækja t.d. í ruslakompur og ýmis skúmaskot í kjöllurum og víð- ar. Ég tel að börn geti verið í hættu þar sem þau eru ein því að meindýr- in geta leynst ótrúlega víða. Vigdís skrifar: Þetta er skrifaö vegna lesenda- bréfs frá Ólöfu í DV12. júli sL í þvi ágæta bréfi kemur fram hvemig feður koma stundum fram við börn sín. - Ég þekki unga stúlku sem aldrei hefur séð föður sinn þótt hann hafi alltaf búið í Reykjavík eins og hún. Ekki er það vegna þess að móðirin hafi staðið í vegin- um. Ég á ekki orð yfir svona íram- komu. En sumir kærulausir og ást- lausir feður gera sér enga grein fyrir því að börnin geta liðið fyrir þetta. Þau bera sig saman við önn- ur böm sem pjóta feðra sinna. Þeim getur fundist sér hafnað og þaö kann að há þeim alla ævi. Ég hef þekkt góöa feður en ég hef hka þekkt til þar sem faðirinn læt- ur aldrei sjá sig. Barniö veit varla hvernig pabbi lítur út. Það er nefni- lega þannig að margir feður virðast oft ekki gera sér grein fyrir að það er ekkert sem jafnast á við börnin og þau eru gleðigjafar allra sarinra foreldra. En feður góðir: Ég bið ykkur að gleyma ekki að hörnin ykkar eru lifandi mannverur með tilfmningar, grípið því aldrei til örþrifaráða sem særa þau. Sundrið ekki systkinahópi við skilnað. Rækið vel samband við börnin ykkar og hlúið að þeim á allan hátt í uppvextinum. Sjáið og finnið hvað þíð fáið í staðinn. Mun- iö að aðgát skal höíð í nærveru sálar, ekki síst barnssálar. Til mæöra langar mig líka að beina þeirri ósk að þær hugleiði hvernig baráttu við getum lent í bamanna vegna. Við skilnað eða sambúðarsht er nú svo komið að feður eiga jafnan rétt til barna og mæðurnar. Þetta er að mínum dómi misskilið jafnrétti. Það er réttur barnanna sem er fótum troðinn með þessum heimskulegu jafnréttislögum sem brjóta í bága við öll náttúrulögmál. Að lenda í því að verða bitbein for- eldra sirrna er óskemmtileg lífs- reynsla fyrir hörn og við mæðurn-' ar þurfum að fá móðurréttinn við- urkenndan sterkari á ný því að for- sjárdeilur era eitt það erfiðasta sem nokkurt barn lendir i. Kæru foreldrar; við eigum að gera þaö besta fyrir bönún okkar. Við skulum sameinast um að móta þjóðfélag með velferð bamanna fyrir augum fyrst og fremst. Gleymum því ekki að móðurhlut- verkinu eigum við mæður ekki að fórna fyrir nokkurn hlut þó svo að við föram fram á það við þjóðfélag- ið að endurskoða og endurmeta hlutvert kvenna. Með barniö og velferð þess að leiðarljósi eigum við að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag þar sem all- ir geta notiö sin. í mínum huga era það traust heimih sem eru undir- staðan en vlð þurfum aö sjá hvort ekki er hægt að sameina þar fleiri kynslóðir eins og áður var öllum til gleði og farsældar. Upplýsingaskylda banka: Það tapa alltaf einhverjir Guðm. Gústafsson skrifar: Eru ríkisbankarnir - þar með tal- inn Seðlabankinn - ekki að einhverj u marki upplýsingaskyldir gagnvart almenningi, hinum raunverulega eiganda? í einu hrikalegasta f]ár- svikamáli seinni tíma vísaði eftirlit Seðlabankans allri ábyrgðarskyldu á bug en þar er auövitað átt við hið illræmda Ávöxtunarmál Þar töpuðu margir miklu fé. Nýlega varð uppvíst um margra milljóna króna þjófnað í Lands- bankaútibúi þar sem gjaldkeri dund- aði sér við að khppa niður blöð og selja bankanum sínum og þetta virt- ist hann hafa getað stundað óáreittur í ein 3 til 4 ár! Hvernig var eftirUti þar háttað? Hver var árvekni og ábyrgðarskylda yfir- og eftirlits- manna? - Hvers vegna hefur ekkert um þetta mál heyrst? Það á náttúrlega ekki að Uðast að ávallt sé hægt aö firra sig ábyrgð með því að svara með útúrsnúningi og hálfkveðnum vísum. Það tapa allt- af einhverjir þegar svika- og þjófnað- armál koma upp í opinberum stofn- unum. Þvi má ekki gleyma. Góð grein um Breið- holtið og miðbæinn Sigrún Karlsdóttir hringdi: Ég vil koma á framfæri þökkum til Guðmundar Axelssonar sem skrifaði grein í DV 18. júlí sl. undir heitinu Breiðholtið, Kringlan og miðhærinn. Þarna var komið inn á marga þætti í daglegu lífi okkar sem búum í þess- ari borg, ekki síst okkur Breiðhylt- inga. - Auk þess sem greinin var raunsönn og vel skrifuð. Þama voru atriði sem borgaryfir- völd ættu að kanna nánar eins og t.d. frágang svæðis við verslanir í Fellagörðum og við bílastæði við Völvufell. En þetta var líka áskorun til okkar íbúanna um að haga viðskiptum okk- ar þannig að þau komi sem mest til góða sínum hverfum og þjónustuað- ilum sem þeir búa næst. Það er full ástæöa til að gera sem mest að því að versla í sínu heimahverfi en leita ekki langt yfir skammt. Og það má koma til móts við fleiri en þá sem hafa aðstöðu í miðbænum eða í Kringlunni. Fegrun og frágang- ur hverfanna er hluti af þeirri að- stoð. Ég skora á fólk að gefa þessu meiri gætur. Vanvirðing viðaðra Valgeir Sigurðsson skrifar. Einari Vilhjálmssyni virðist vera fleira til hsta lagt en að kasta spjóti, en það er að vanviröa aðra spjótkast- ara landsins sem hafa tekið hann til fyrirmyndar nú síðustu árin. Einar mætti ekki í úrslitakeppni spjótkastara á landsmótinu í Mos- fellsbæ um síðustu helgi eftir að hafa tryggt sér þátttöku eftir forkeppni daginn áöur. Hann mætti hins vegar í sérstakri keppni Svía og íslendinga í spjót- kasti daginn eftir úrslitakeppnina í spjótkastinu. - Ég get ekki orða bundist yfir framkomu Einars því þetta er í annað skipti sem ég yerð vitni að óíþróttamannslegri fram- komu hans gagnvart öðrum spjót- kösturum í keppni hérlendis. Hitt skiptið var á landsmótinu á Húsavík þar sem Einar mætti ekki til verðlaunaafhendingar fyrir spjót- kast. - Þessi framkoma Einars er honum ekki til sóma sem annars góðum íþróttamanni. „Plastpokar rúmast illa í innkaupavögnum verslananna, í farangursgeymsl- um bifreiða eða milli sæta í þeim,“ segir hér m.a. AHtof mikiö plast 1 notkun: Hvar eru bréfpokar? Stefán Kristjánsson skrifar: Það er varia ofmælt að segja að við íslendingar séum sú þjóð sem notar mest ahra þjóða af plasti. Ég hef hvergi séð aðra eins notkun t.d. á plastpokum og hér. Langflestir gang- andi eru með plastpoka í hendi. í verslunum, hvaða nafni sem nefnast, eru afhentir plastpokar. í matvöru- verslunum undantekningarlaust og það er ljót sjón að sjá fólk rogast með þessa poka troðfulla af varningi sem fer iha í pokunum sem verða bæði víðir og síðir. Þeir rúmast illa í inn- kaupavögnum verslananna, farang- ursgeymslum bifreiöa eða á milh sæta í þeim. En stöldrum nú aðeins við og hug- um að notagildinu. Er þetta besta aðferðin og þægUegasta til að setja í vörur og varning? Ég held að svo sé ekki. Pokarnir eru orðnir mjög hvimleiðir svo ekki sé meira sagt. Þeir eyðast aUs ekki að lokinni notk- un og fjúka oft um á víðavangi, skaða umhverfi og eru þyrnir í augum þeirra sem unna óspUltri náttúru. Ég er undrandi á því að ekki skuli vera hægt að fá venjulega bréfpoka undir eitt og annað sem maður kaup- ir í verslunum. Að ekki sé nú talað um góða, sterka bréfpoka líkt og maður fær undantekningarlaust í verslunum í Ameríku og víða í versl- unum í Evrópu. Ástæðan fyrir því að þeir eru notaðir þar er sú að í þá raðast varningur mun betur og geta þeir staðið einir eftir að þeir hafa verið fylltir. En aðalástæðan er sú að þeir pokar eyðast eins og hver annar pappír að notkun lokinni og sjást ekki eftir það. Hér á landi er orðið útilokað að fá annað en plast þegar beðið er um umbúðir, t.d. undir matvæU. Þetta er orðið ansi hvimleitt og mér finnst það vera orðið allt að því aumingja- legt, jafnvel niðurlægjandi að þurfa að bera þessa plastpoka hvaðan sem maður kemur úr verslun. - Ég skora á framtakssama aðUa að fara að framleiða góða bréfpoka upp á gamla mátann til að geta boðið þá í verslun- um, a.m.k. jafnhUða plastinu. mM; *'ú’; BÍLAB i£!3S3fy Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á ' laugardögum þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17:00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hjns vegar opin alla daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá kl. 09:00 til 14:00 og sunnudaga frá kl. 18:00 til 22:00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17:00 á föstudögum. AUGLÝSINGADEILD DV 27022 Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið Rottufaraldur og farsóttir: Eru börn i hættu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.