Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. 17 ____________íþróttir Tap gegn Spánverjum íslenska landsliðið í handknatt- leik tapaði fyrir Spánverjum, 19-20, á friðarleikunum í Seattle í nótt. íslenska liðið lék frábær- lega vel í fyrri hálfleik og hafði forystu í hálfleik, 12-8. Vamar- leikur og markvarsla var mjög góð og eins voni skyttur hðsins skæðar. í síðari hálfleik gekk ekki eins vel og íslendingar voru um tíma tveimur leikmönnum færri. Spánveijar minnkuðu muninn og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar fimm mín- útur voru til leiksloka, lokamín- útumar vom æsispennandi en Spánverjar reyndust sterkari á lokasprettiniun. Héðinn Gilsson var marka- hæstur og skoraöi 5 mörk, Júlíus Jónasson og Óskar Armannsson skomðu fjögur mörk hvor. Þriðji leikur hðsins verður næstu nótt og verður þá leikið gegn S-Kóreu. -JKS 2. deild: Fylkir gerði 6 Fylkismenn voru í banastuði þegar þeir tóku á móti Grindvík- ingum í Árbæ í gærkvöldi. Fylk- ismenn unnu stórsigur, 6-0, og tróna á toppi 2. deildar. Guð- mundur Magnússon skoraði tví- vegis í fyrri hálfleik og í þeim síð- ari bætti Kristinn Tómasson tveimur mörkum við og þeir Hörður Valsson og Gunnar Þór Pétursson skomöu einnig sitt hvort markið. • Selfyssingar unnu 1-0 sigur á ÍR-ingum í baráttuleik á möl- inni á Selfossi. Izudin Dervic gerði sigurmarkið úr vítaspymu í seinni hálfleik eftir að félaga hans, Salih Porca, hafði verið brugðið innan vítateigs ÍR. • Breiðablik er enn á toppi 2. deildar eftir 0-1 sigur á Króknum. Grétar Steindórsson skoraði sig- imnark Blikanna undir lok fyrri hálfleiks. • Víðismenn unnu Keflvík- inga, 0-2, í nágrannaslagnum í Keflavík. Grétar Einarsson skor- aði fyrra mark Garðsmanna á 35. mínútu og Steinar Ingimundar- son hætti öðm markinu við um miðjan seinni hálfleik eftir hrika- leg varnarmistök Keflvíkinga. • KS og Leiftur gerðu 1-1 jafn- tefli" á Siglufirði. Hafþór Kol- beinsson skoraði fyrir heima- menn en Hörður Benónýsson gerði mark Leifturs. -RR/SH/ÞÁ/ÆMK 1. deild/Hörpudeild Valur ...11 8 1 2 19-11 25 KR ...11 7 1 3 16-10 22 Fram ...11 6 1 4 22-11 19 ÍBV ...10 5 3 2 16-17 18 Víkingur.... ...11 3 6 2 12-11 15 Stjaman.... ...11 4 2 5 14-16 14 FH ...11 4 1 6 15-18 13 KA ...11 3 1 7 12-15 10 ÍA ...11 2 2 7 12-21 8 Þór ... 10 2 2 6 6-15 8 2. deild/Pepsídeild Fylkir ...9 6 2 1 22-6 20 UBK ....9 6 2 1 15-6 20 Víðir ,...9 5 3 1 12-8 18 Selfoss ...9 4 1 4 17-12 13 ÍR ...9 4 0 5 12-17 12 Keflavík ...9 3 1 5 7-10 10 KS ...9 3 1 5 11-15 10 Tindastóll.... ...9 3 1 5 8-15 10 Leiftur ...9 1 4 4 6-12 7 Grindavík.... ...9 2 1 6 11-20 7 ilega frá Lárusi Guðmundssyni í leiknum i DV-mynd GS ins og hún er í dag en ég vil ikulum spyrja að leikslokum i í 1. deild, fyrr ekki.“ iar liðs Vals í knattspyrnu. iir eru margir sem spá liðinu inir hungraðir í titil. Valshð- kka Inga Birni þá stöðu sem m Valsliðið og árangur þess ða málin í haust þegar ljóst þriggja stiga forystu og það er 21 stig eftir í pottinum.“ Þriðja tímabil Inga Björns sem þjálfara Ingi Bjöm Albertsson er nú að þjálfa liö í 1. deild í þriðja skipti, en áður var hann í tvö ár með FH-hðið í 1. deild. Hér á árum áður var hann skæöur leikmaður og með meiri markaskorur- um sem leikið hafa í íslenskri knatt- spyrnu. Hann þykir harður og ákveð- inn þjálfari en segist sjálfur vera ljúfur sem lamb. „Við Valsmenn hugsum ekki svona“ - Eru Valsmenn ekki hungraðir í ís- landsmeistaratitil? „Sem betur fer þá hugsum við Vals- menn ekki svona. Valsmenn leggja mjög mikið á sig og eru æstir í að ná árangri. En við tökum hvern leik fyrir Stjarnan lánlaus „Þetta var góður sigur og mjög mikilvægur. Þeir eru með mjög gott hð og þetta var geysilega erfiður leik- ur en við náðum þremur stigum og það'var fyrir öhu,“ sagði Pétur Pét- ursson eftir að hð hans, KR, haföi unnið 1-0 sigur á lánlausum Stjörnu- mönnum á KR-velhnum í gærkvöldi. KR-ingar skoruðu sigurmark sitt á 56. mínútu og var þar að verki Ragn- ar Margeirsson. Ragnar náði boltan- um við vítateig Garðbæinga, lék inn í teiginn og skoraði af öryggi. Þetta reyndist sigurmark KR-inga en þeir höfðu heldur betur heppnina með sér á næstu mínútum. Fyrst komst Lár- us Guðmundsson í dauðafæri en Ól- afur. Gottskálksson varði meistara- lega. Stuttu síðar sluppu KR-ingar með skrekkinn þegar Gunnar Odds- son átti misheppnaða sendingu aftur á eigið mark en Ólafur náöi einhvem veginn að bjarga á marklínu. Garð- bæingar brenndu síðan af á ótrúleg- an hátt skömmu síðar eftir geysi- þunga sókn. Ingólfur Ingólfsson átti fyrst þrumuskot sem Ólafur varði í stöngina og út þar sem Valdimar Kristófersson skaut úr dauðafæri en KR-ingar björguðu á línu og loks skutu Stjömumenn yfir markið. Hehladísimar voru á bandi KR- inga en samt er ekki hægt að segja annað en að vesturbæjarhðið hafi leikið vel. Hhmar Bjömsson og Rúnar Kristinsson áttu báðir mjög góðan leik og ekki má gleyma þætti Ólafs í markinu en hann bjargaði oft með snihdarmarkvörslu. Stjömumenn léku sennhega einn sinn besta leik í sumar og hefðu átt fylhlega skilið að fá aha vega annað stigið. Þór Ómar Jónsson og Ragnar Gíslason vom mjög sprækir og Ing- ólfur Ingólfsson sterkur að vanda. Dómari var Sæmundur Víglunds- son og var hann ekki sannfærandi. -RR „Þarf að taka upp þriðja spjaldið“ - Nokkur orð um dómgæsluna í sum- ar? „Um hana má segja það sama og knattspyrnuna, það hefur vantað stöðugleikann. Einn dómarinn lyftir helst ekki spjaldi, annar er spjalda- glaður. Annars er ég á því að fá inn þriðja spjaldið, hvítt spjald. Það yrði hafið á loft fyrir minni háttar brot, kjaftbrúk, tafir og fleira þess háttar. Gult spjald er of hörð áminning fyrir slíkt. Hvíta spjaldið hefði hálft vægi á við það gula. íslandsmótið hér er stutt og það er ósanngjamt að sjá leikmann í leikbanni með gul spjöld á bakinu fyrir kjaftbrúk og minni háttar brot við hhð leikmanns sem slasað hefur leikmenn. Þá fmnst mér einnig að meta mætti stöðu hða í dehdinni áður en dómumm er raðað niður á leiki. Þetta ætti hka að vera hagsmunamál fyrir dómara.“ „Menn þurfa að ræða málin opinskátt“ - Er að þínu mati kominn tími til að taka upp hálfatvinnumennsku í ís- lenskri knattspyrnu? „Ég veit það ekki en það þarf að fara að taka á þessum málum og • Hér sést Ingi Björn Albertsson taka við sigurlaununum er Valur varð íslandsmeistari í 1. deild árið 1977. Nú þjálfar Ingi Björn Valsliðið og virðist ekki vera síðri þjátfari en leikmaður. ingi Björn er einn mesti markaskorari sem leikið hefur í íslenskri knattspyrnu. ræða þetta opinskátt. Á síðasta árs- þingi KSÍ var skipuð mhhþinganefnd og vænti ég mikhs af hennar starfi. KSÍ verður að hafa fmmkvæði í þess- um málum og marka ákveðna stefnu. Við eigum enn nokkuð í land, held ég. Og ég held að hð hafi ekki verið aö kaupa leikmenn. Liðin hafa hins vegar hjálpað leikmönnum með vinnu en varla meira en það.“ „Var aldrei hræddur eftir að við skoruðum á Akureyri“ - Nú unnuð þið KA á sjálfsmarki fyrir norðan í síðustu umferð. Hvað vht þú segja um þann leik? „Ég tel að við höfum unnið sann- gjarnan sigur. Og eftir að við kom- umst yfir var ég aldrei hræddur viö að tapa leiknum. Við áttum fleiri færi í leiknum en þeir áttu aðeins eitt umtalsvert marktækifæri. Við erum famir að hugsa um næsta leik og þannig mun þetta ganga hjá okkur þar til mótinu lýkur. Við eigum erf- iða leiki eftir, gegn ÍBV í Eyjum,. Fram í Laugardal, KR í vesturbæn- um og Víkingi í Hæðargarði. Þetta er engan veginn búið en við munum gera okkar besta til að vinna titilinn í ár.“ „Framtíðin er mjög óljós hjá mér“ - Ætlar þú að halda áfram að þjálfa í knattspyrnúnni? „Ég get ekki svarað þessari spum- ingu. Mér líkar mjög vel í þessu starfi en það er margt annað sem sphar inn í framtíðina hjá mér sem er að miklu leyti óráðin. Kosningar standa fyrir dymm á næsta ári til alþingis og maður veit ekki hvaö gerist að þeim loknum,“ sagði þjálfarinn og þing- maðurinn Ingi Björn Albertsson. -SK sig og látum það duga. Hinu er hins vegar ekki að neita að Valshðið fer að sjálfsögðu í hvert mót til að sigra. Ekkert annað kemur til greina.“ Gott gengi hjá Brann í Noregi Síðari umferðin í norsku l. deild- ar keppninni hófst um helgina. Brann lék þá á heimavelli gegn Strömgodset og sígraöi, 5-2, í fjör- ugum leik að viðstöddum 10 þús- und áhorfendum. Brann er i þriðja sæti í 1. dehd með 22 stig. Molde er í efsta sæti með 26 stig og Tromsö í öðru sæti með 23 stig. ■ „Við lékum oft mjög vel í leiknum gegn Strömgodset og nú er staða okkar í deildinni virkilega fin. Það þarf að fara mörg ára aftur í tímann til að finna jafngóðan árangur og rikir mikh ánægja meö gengi hðs- ins í Bergen. Ég er mjög hjartsý'nn á framlialdið,“ sagði Ólafur Þórð- arson, leikmaður hjá Brann, í sam- tah við DV í gær, tiro iliðs Vals í 1. deild, í DV-viðtali: skki náð árangri I. deild“ ot en 21 stig er í pottmum ennþá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.