Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1990. 26 DV Skagafjörður: lionsmenn færa heilsu- gæslunni giafir ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Nýlega afhentu forráöamenn Li- onsklúbbs Skagaljarðar heilsu- gæslustööinni í Varmahlíð aö gjöf tvö tæki, sjálfvirkan símsvara og tæki til eyrnaskoðunar. Sigríður Pálmadóttir veitti tækjun- um viðtöku og færði gefendum þakk- ir. Gat hún þess í leiðinni að heilsu- gæslustöðin í Varmahlíð, sem er útibú frá heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki, hefði nú starfað í þrjú ár og væri opin einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 13-16. Stöðin þjónar einkum þrem hreppum, það er Lýtingsstaða-, Akra- og Seylu- hreppi. Þama er meðal annars skipt á sár- um, mældur blóðþrýstingur, gefnar sprautur og einnig er ungbarna- vemd og heimahjúkrun. Starfsemi hefur aukist og árið 1989 leituðu 412 einstaklingar þangað þjónustu mið- að við 266 árið áður. 20 einstaklingar nutu þjónustu heimahjúkrunar eða 9 fleiri en árið áður. Séra Ólafur Þór Hallgrimsson, Stefán Haraldsson og Jón Ingimarsson, forráðamenn Linosklúbbs Skagafjarðar, og Sigriður Pálmadóttir, forstöðumaður heilsugæslustöðvarinnar í Varmahlíð. DV-mynd ÞÁ Ein aðalpersónan í tónverkinu Veggurinn, kennarinn, lítur yfir hinn 25 metra háa múr sem byggður var fyrir tónleikana. Cyndi Lauper var ein þeirra listamanna sem fram komu. Hún er þekkt fyr- ir ýmsar óvenjulegar uppákomur á sviði en ekki eru margir listamenn sem leggjast á sviðið við sönginn. Tónleikar í Berlín: < Miklir hljómleikar voru haldnir í Berlín um hðna helgi. Tónverkið Veggurinn eftir Roger Waters, fyrr- um liðsmann Pink Floyd, var þar flutt í fullri lengd. Um 200.000 manns fylgdust með tónleikunum. Margir heimsfrægir tónhstarmenn tóku þátt í flutningi verksins, svo sem Marianne Faithful, Joni Mitchell, Sinéad O’Connor og Van Morrison, að ógleymdum höfundi verksins. Tónleikunum var sjónvarpað um allan heim og voru íslenskir áhorf- endur á meðal þeirra sem gátu fylgst með í beinni útsendingu. Hámark tónleikanna var í lokin er múr, byggður úr plast-múrsteinum, var brotinn niður. Hrun múrsins var táknrænt fyrir það sem hefur gerst í Austur-Evrópu Uðna mánuði. Ágóði tónleikanna átti að renna í alþjóðlegan hjálparsjóö en allt bendir til að hagnaðurinn verði lítill sem enginn. Kostnaður var hvorki meiri né minni en átta milljónir dollara og ekkert var til sparað. Ýmiss konar ljósabúnaður, flugeldar og fleira kostaði sitt. Auk þess voru margir boðsgestir á tónleikunum sem boðið var tfl veislu eftir tónleikana. Veislan fór fram á fimm stjörnu hóteli í Vest- ur-Berlín þar sem hver gat fengið mat og drykk eins og hann gat í sig látið. Meðai boðsgesta voru nokkrir austur-þýskir ráðherrar og ráða- menn svo og blaðamenn. Áhorfendur voru í allt að eins kíló- metra íjarlægð frá sviðinu, á land- svæði sem gætt var af vopnuðum landamæravörðum allt þar til á síð- asta ári. Roger Waters, höfundur tónverksins Veggsins, syngur af mikilli innlifun viö undirleik sovéskrar herlúðrasveitar. Símamyndir Reuter Sviðsljós Ólyginn sagði... Jane Fonda er sjaldan í hiutverki kvik- myndatökumanns. Venjulega er hún hinum megin við véhna í hinum ýmsu hlutverkum. Um daginn tók hún kvikmyndavéUna í hönd er dóttir hennar var að útskrifast úr Brown háskólanum. Jane var þar viðstödd ásamt unn- usta sínum, Ted Tumer. Af Jane er það annars að frétta að hún fór í aögerð fyrir skömmu til að láta fjarlægja tvö rifbein. Jane, sem þekkt er fyrir líkams- ræktaráhuga sinn, vildi veröa enn grennri en hún var. Nú fmnst henni hún vera orðin eins grönn og hugsast getur með tilliti til þess að hún er komin á sextugs- aldurinn. Elísabet drottning þykir ekki vel klædd kona. Lengi hefur hún verið á lista yfir verst klæddu konur heims. Sérfræð- ingar segja hana líta út fyrir að vera tuttugu árum eldri í „skúr- ingakonugalla" sínum. Hár- greiðslan þykir þó öllu verri. Drottningin hefur verið með sömu krullurnar síðan hún varð drottning. Um klæðnaö dóttur hennar, Önnu, falla heldur ekki íogur orð. Sérfræðingamir hkja henni við hest, hvernig sem sú samlíking er svo fundin út. Elísabet drottning lætur þessar aöfmnslur sem vind um eyru þjóta. Hún lætur ekki aðra um að ákveða í hvaða fótum hún gengur. Cheyenne Brando hefur nú verið ákærö fyrir aðild að morðinu á Dag Drollet. Sem kunnugt er var Christian bróöir hennar ákæröur fyrir moröiö á unnusta Cheyenne, Dag. En eftir miklar yfirheyrslur yfir Chey- enne var hún ákærö sem vitorös- maður Christians. Cheyenne hefur haldiö til á Ta- hiti undanfariö. Hún hefur veriö sett í farbann og er óheimilt að yfirgefa eyjuna. Cheyenne flýöi til Tahiti til að þurfa ekki aö bera vitni gegn bróður sínum. Þann 30. júní fæddi hún son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.