Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990.
23
Stórmót á Akureyri
og í Mosfellsbæ
Helgin, sem nú gengur í garö, er
nokkuö frískleg á íþróttasviöinu en
hæst ber þó landsmótið í golfi sem
haldið er aö þessu sinni á Akureyri
og bikarkeppnin í frjálsum íþrótt-
um. Landsmótið hófst reyndar á
fimmtudagskvöldið og stendur til
4. ágúst.
Landsmótshaldarar á Akureyri
búast viö um 400 keppendum sem
yrði þá um leið met. Starfsmenn
Jaðarsvallar á Akureyrar hafa
unnið mikið og gott starf við að
undirbúa völhnn sem best fyrir
mótið. Völlurinn er í mjög góðu
ásigkomulagi en mikih snjór lá á
velhnum langt fram eftir vori. Hin
góða tíð síðustu vikurnar norðan
heiða hefur hjálpað mikið til að
koma vellinum í gott ástand.
Vinna Úlfar og Karen
titilinn aftur?
Úlfar Jónsson úr Golíklúbhnum
Keih í Hafnarfirði hefur titil að
verja á þessu móti en að margra
mati er honum spáð sigri. Eitt er
þó víst að Úlfar á eftir að fá mikla
keppni en ýmsir golfarar hugsa
gott th glóðarinnar. Má í því sam-
bandi nefna Svein Sigurbergsson,
Ragnar Ólafsson, Sigurð Sigurðs-
son, Sigurjón Arnarsson og Kristj-
án Gylfason. Karen Sævarsdóttir
varð íslandsmeistari í kvenna-
flokki í fyrra. Karen er aðeins 17
ára gömul og eru margir sem spá
henni sigri að þessu sinni.
Pétur Guðmundsson, HSK, stóð sig frábærlega vel á landsmóti ung-
mennafélaganna fyrir skömmu og kastaði kúlu 20,66 metra. Hvað gerir
Pétur um helgina í bikarkeppninni sem haldin verður í Mosfellsbæ?
Vinna ÍR-ingar
bikarinn í 18. skiptið?
Bikarkeppni Frjálsíþróttasam-
bandsins fer fram um helgina.
Keppnin í 1. deild verður haldin að
Varmá í Mosfehsbæ, í 2. dehd verð-
ur keppt í Aðaldal í Þingeyjarsýslu
og 3. dehd í Borgamesi. Keppnin
hefst kl. 14 á laugardag og sunnu-
dag að Varmá og sex félög heyja
keppni um sigurinn í bikarkeppn-
inni sem er sú 25. i röðinni. Þau
félög sem keppa í 1. deild eru ÍR,
FH, HSK, UMSE, UMSK og UMSS.
ÍR-ingar unnu bikarkeppnina í
fyrra en félagið hefur oftast sigrað
eða ahs 17 sinnum. Flest af okkar
ahra hesta frjálsíþróttafólki mun
verða á meðal þátttakenda.
Þess má geta að 40 ár eru frá þátt-
töku íslensku keppendanna á Evr-
ópumótinu í Brússel en þeir verða
heiðurgestir viö setninguna í 1.
deild að Varmá á laugardaginn kl.
14.
Föstudagskvöldið líflegt
í knattspyrnunni
í kvöld fara fram tveir síðustu
leikirnir í 12. umferð í 1. dehd á
íslandsmótinu í knattspymu. Vík-
ingur tekur á móti Val sem er í
efsta sæti deildarinnar. Leikurinn
hefur mikla þýðingu fyrir bæði lið
og verður örugglega hvergi gefið
eftir í Stjörnugróf í kvöld. Annar
leikur kvöldsins veröur á Akureyri
og eigast þar við heimamenn í KA
og Akumesingar. Gengi þessara
hða hefur ekki verið gott í dehdinni
í sumar, bæði hðin standa í fahbar-
áttu og er það kannski sú staða sem
fæstir áttu von á í upphafl íslands-
mótsins. Báðir leikir kvöldsins
hefjast klukkan 20.
í 2. dehd verður leikin heil um-
ferð í kvöld og verða þeir ahir á
sama tíma klukkan 20. Víðir og
Breiðabhk leika í Garðinum,
Tindastóh og Gnndavík á Sauðár-
króki, Fylkir og ÍR leika á Árbæjar-
vehi, Selfoss og Leiftur á Selfossi
og loks leika KS og Keflvíkingar á
Sigluflrði.
Hún er falleg sveiflan hjá Úlfari Jónssyni. Úlfar hefur íslandsmeistara-
titil að verja en landsmótið stendur nú sem hæst á Akureyri. Mótinu
lýkur 4. ágúst.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl 7
Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk,
grafík og myndir, unnar í kol, pastel og
olíu, í sýningarsal sínum að Stangarhyl 7.
Árbæjarsafn
sími 84412
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 10-18. Kaffihús safnsins, Dillonshús,
er opið á sama tíma og safnið.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd
26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru
unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá
árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá
Suðurlandi. Sumarsýningin í safhi Ás-
grims Jónssonar stendur til ágústloka og
er opin alla daga nema mánudaga kl.
13.30 tíl 16.
Ásmundarsalur,
v/Freyjugötu
Helgi Valgeirsson sýnir málverk í Ás-
mundcirsal. Þetta er þriðja einkasýning
Helga en hann brautskráðist úr Mynd-
lista- og handiðaskóla íslands árið 1986.
Helgi hefur einnig tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Sýningin er opin alla daga
kl. 14-22. Henni lýkur 6. ágúst.
FÍM-salurinn
Garðastræti
Þar stendur yftr málverkasýning Ingu
Þóreyjar Jóhannsdóttur. Þetta er þriðja
einkasýning Ingu en auk þess hefur hún
tekið þátt í nokkrum samsýningum. Á
sýningunni eru oliumálverk og pappírs-
myndir unnar á sl. tveimur árum. Sýn-
ingin er opin frá kl. 14-18 alla daga og
stendur til 7. ágúst.
Gallerí 8
Austurstræti 8
Þar eru sýnd og seld verk eftir um það
bil 60 höfunda, olíu-, vatnshta- og graflk-
verk, teikningar, keramik, glerverk, silf-
urskartgripir, höggmyndir, vefnaður og
bækur um íslenska list. Opið alla daga
kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18.
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið
daglega kl. 14-18.
Grafík-gallerí Borg
Síðumúla 32
Þar er nú blandað upphengi: grafíkmynd-
ir eftir um það bil 50 höfúnda, litlar vatns-
lita- og pastelmyndir og stærri oliumál-
verk eftir marga af kunnustu listamönn-
um þjóðarinnar.
Gallerí List
Skipholti 50
Til sölu verk eftir þekkta íslenska hsta-
menn. Opið á afgreiðslutíma verslana.
Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar,
Á morgun verður opnaður nýr sýningar-
salur í húsakynnum Hafnarborgar. Sal-
urinn hefur hlotið nafnið Sverrissalur í
virðingarskyni við dr. Sverri Magnússon,
lyfsala í Hafnarfirði, en hann lést 22. júní
sl. Af þessu tilefni verður sett upp sýning
í sýningarsölum Hafnarborgar á hluta
Ustasafns þeirra hjóna sem þau afhentu
stofnuninni með gjafabréfi. Sýningin
stendur til 27. ágúst nk. í Sverrissal verða
sýnd þijátíu Ustaverk er Sverrir Magnús-
son afhenti stofnuninni til eignar í nóv-
ember á sl. ári. Sýningarsalir eru opnir
aUa daga nema þriðjudaga kl. 14-19.
Kaffistofa Hafnarborgar er opin aUa daga
kl. 11-19.
Hlaðvarpinn
Vesturgötu 3
Sigríður Elfa Sigurðardóttir sýnir inní-
setningu (instaUation) í igaUara Hlað-
varpans í sumar. Á 1. hæð er listmuna-
markaður þar sem seldir eru skartgripir,
keramik, myndUst, textUl o.fl. Opið
þriðjud.-fóstud. kl. 12-18, laugardaga kl.
10-14.
J. Hinriksson
Maritime Museum
Súðarvogi 4
Sjómiiija- og vélsmiðjumunasafnið er
opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miöviku-
daga, fimmtudaga, fóstudaga og laugar-
daga.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
í austursal er sýning á verkum Kjarvals
og ber sýningin yfirskriftina „Land og
fólk“. í vestursal er sýning Nínu Gauta-
dóttur á málverkum. Kjarvalsstaðir eru
opnir daglega kl. 11-18 og er veitingabúð-
in opin á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið aUa daga kl. 13.30-16 nema mánu-
daga. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Listhús að Vesturgötu 17
Þar stendur nú yfir samsýning á verkum
eftir 4 Ustmálara. Þeir eru Einar Þorláks-
son, EUas B. HaUdórsson, Hrólfur Sig-
urðsson, Pétur Már Pétursson. Sýningin
verður opin frá kl. 14-18 aUa daga fram
tíl 31. júU nk.
Katel
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
TU sölu eru verk eftir innlenda og er-
lenda Ustamenn, málverk, grafik og leir-
munir.
Sýning í Odda
nýja hugvísindahúsinu
er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega
eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
Listasafn ASÍ
v/Grensásveg
Þar stendur yfir sýning á grafíkUst frá
Frakklandi. Listasafn ASÍ og sendiráð
Frakklands standa að þessari sýningu. Á
sýningunni eru myndir eftir fjölda
þekktra myndUstarmanna af ýmsu þjóð-
emi. Sýningin er opin virka daga frá kl.
16-19 og um helgar frá kl. 14-19. Lokað á
mánudögum. Aðgangur að sýningunni
er ókeypis.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Þar hefur nú verið sett upp sumarsýn-
ing á íslenskum verkum 1 eigu safnsins
og eru þau sýnd í öUum sölum. Leið-
sögnin mynd mánaðarins fer fram í
fylgd sérffæðings á fimmtudögum kl.
13.30-13.45. Listasafn íslands er opið
aUa daga nema mánudaga kl. 12-18 og
er veitingastofa safnsins opin á sama
tima.
Listasafn Sigurjóns
Olafssonar
Laugarnestanga 70
í Listasafni Sigmjóns í Laugarnesi er nú
til sýnis úrval af andUtsmyndum Sigur-
jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er
ópið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18,
mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga kl. 20-22.
Mokka kaffi
v/Skólavörðustíg
Geir Birgir sýnir oUu-, pastel- og vatns-
Utamyndir. Sýningin stendur til 15. ágúst
og er Mokkakaffi opið kl. 10-23.30.
Nýhöfn
Á morgun kl. 14-16 verður opnuð sýning
á verkum Alcopleys í Nýhöfn. Á sýning-
unni eru verk, unnin á síðustu þremur
áratugum. Sýningin, sem er sölusýning,
er opin virka daga kl. 10-18 og frá kl.
14-18 um helgar. Lokað á mánudögum.
Sýningin stendur til 15. ágúst.
Nýlistasafnið
Vatnsstíg 3b
í NýUstasafninu standa yfir 3 sýningar.
í forsal/Gryfju er sýning á verkum
franska Ustamannsins Bauduins. Á ann-
arri hæð er einkasýning Nielsar Hafstein
og á þriðju hæð er safnsýning. Þar eru
sýnd verk eftir Ásu Ólafsdóttur, ívar
Valgarðsson, Rúnu Á. Þorkelsdóttur og
Þór Vigfússon. Sýningin er opin daglega
ffá kl. 14-18. Henni lýkur 29. júU.
Norræna húsið
Laugardaginn 30. júni sl. var opnuð sýn-
ing á verkum eftir Snorra Arinbjamar.
Á sýningunni eru um 30 málverk sem
spanna timabiUð frá lokum þriðja áratug-
arins til 1958. Verkin á sýningunni eru
öU í eigu einstaklinga, safna og stofnana.
Sýningin verður opin daglega kl. 14-19
alla daga vikunnar til 26. ágúst.
Reykholt
Samsýning borgfiskra Ustamanna stend-
ur nú yfir í Reykholti. Þátttakendur í
sýningunni eru aUs 19 Ustamenn sem
starfa í héraðinu eða tengjast Borgarfirði
á einhvem annan hátt. Sýningin stendur
til 6. ágúst og verður opin daglega ffá kl.
13 tU 18.
Sjóminjasafn íslands
Vesturgötu 8
Hafnarfirði, sími 52502
Opið aUa daga nema mánudaga kl. 14-18.