Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1990, Side 8
24 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990. Vinsældalistinn tekur miklum breytingum þessa vikuna. Eins og við mátti búast fer Back To the Future II í fyrsta sætið og verður þar sjálfsagt næstu vikumar. Fjór- ar nýjar kvikmyndir koma inn á listann og eru tvær þeirra úrvals- kvikmyndir sem enginn kvik- myndaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara, Sex, Lies and Videota- pes, sem vakti mikla athygli í fyrra og var valin besta kvikmyndin á j DV-LISTINN 1. (2) Back to the Future II 2. (-) Sex, Lies and Videotapes 3. (5) January Man 4. (1) Johnny Handsome 5. (-) Dead Poets Society 6. (9) Lean on Me 7. (8) The Package 8. (-) LastRites 9. (-) Say Anything 10. (7) Ghostbuster II kvikmyndahátíðinni í Cannes, og hin frábæra kvikmynd Peter Weir, Dead Poets Society, sem fjallar um nokkra skóladrengi og kennara þeirra. Tvær aðrar kvikmyndir koma inn á hstann, Last Rites, með Tom Beringer í aðalhlutverki, og táningamyndin Say Anything. Kúrekar á mannaveiðum FOR A FEW DOLLARS MORE Útgefandi Steinar hl. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Lee van Cleef og Glan Maria Volonte. itölsk, 1965 - sýningartimi 130 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. For a Few Dollars More er mið- kaflinn í tríólógíu Sergio Leones um „nafnlausa manninn". Á undan hafði komið Fistful of Dollars og á eftir kom svo The Good, The Bad, and The Ugly sem er best þessara þriggja mynda. í óbeinu framhaldi kom svo Once Upon a Time in the West sem er sjálfsagt besta kvik- mynd Sergio Leones. For a Few Dollars More er jafn- góð skemmtun vestraaðdáendum nú og hún var þegar hún kom á cx-iiT,!rl V t íirmiíA ABl FÖR A FEW DOLLÁRS MORE markaðinn 1965. CUnt Eastwood og Lee Van Cleef leika tvo mannaveið- ara sem eru á eftir sama mannin- um þótt ólíkar ástæður liggi að baki. Þeir sameinast um leitina en vantreysta hvor öðrum. Hápunkt- ur myndarinnar er löng lokasena þar sem þrjá aðalpersónumar mynda þríhyming undir stórkost- legri tónlist Ennio Morricone. At- riði þetta er langt en magnað og Uður sjálfsagt mönnum seint úr minni. For a Few DoUars More ásamt hinum , ,dollaramyndunum‘ ‘ gerði Clint Eastwood að stórstjömu. Lee van Cleef, sem ekki var síðri en Eastwood í For a Few Dollar More og The Good, the Bad and the Ugly, náði aldrei sömu frægð. Hann hélt áfram að leika í „spaghettivestr- um“ og ómerkilegum sjónvarps- þáttum þar til hann lést á síðasta ári. Sergio Leone er emnig horfinn til feðra sinna og þar með hvarf af sjónarsviðinu einn mest spennandi kvikmyndageröarmaður vorra tíma, leikstjóri sem geröi fáar myndir en aUar eftirtektarverðar. í For a Few DoUars More er til aö mynda áhrifamikU notkun á nær- myndum þar sem myndavéhn dregur fram hvem drátt í andUti viðkomandi persónu. Að gera slík- an hlut æ ofan í æ án þess að áhorf- andinn fái leið á er aðeins á færi snUlingaísínufagi. HK Táningaást SAY ANYTHING Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Cameron Crowe. Aöalhlutverk: John Cusack og lone Sky. Bandarisk, 1989-sýningartimi 96 min. Say Anything er nokkuð vel gerö kvikmynd um margtuggið efni. Kemur þar tU fyrst og fremst gott handrit þar sem nokkuð hefur ver- ið lagt í að gera aðalpersónumar trúveröugar. John Cusack leikur Lloyd Dobler sem öðrum þykir sérvitur. Þegar hann hittir fyrst gáfnaljósið Diönu Court er það ást við fyrstu sýn. Diana hrífst einnig af Lloyd, aðal- lega vegna þess að hann fær hana tíl að hlæja. Faðir hennar er ekki eins ánægður með þróun mála enda hafði Diana fengið skóla- styrkt tíl að stunda nám í Eng- landi. Þar að auki á faðirinn yfir höfði sér dóm fyrir fjárdrátt. Say Anything er frumraun Ca- meron Crowe sem leikstjóra en hann er þekktur handritshöfund- ur. Ekki verður annað hægt að segja en að honum hafi tekist bæri- lega upp. Say Anything er ekki mikU átakamynd heldur ljúf af- þreying þar sem hinir ungu aðal- leikarar, John Cusack og Ione Sky, gera hlutverkum sínum góð skU. HK Naflaskoðun SEX, LIES AND ViDEOTAPES Útgefandi: Arnarborg. Leikstjóri og handritshöfundur: Steven Söderberg. Framleiöendur: Robert Newmyer og John Hardy. Aðalhlutverk: James Spader, Andie Macdowell, Peter Gallagher og Laura San Giacomo. Bandarísk 1988. 96 mín. Bönnuö yngri en 16 ára. Það svona rétt hvarflar aö manni að líklega hefði S.L.A.V. varla náð þessari frægð nema af því að hún er bandarísk. Ef hún hefði verið gerð af evrópskum leikstjóra hefði hún sjálfsagt fengið aðra umfjöUun pg athygh og tæpast komið út á íslandi á myndbandi. En þetta er útúrdúr. S.L.A.V. er ágætis mynd sem án efa vekur upp ýmsar spurningar um þann lífsmáta sem bandarískt millistéttarfólk hefur tamið sér. Reyndar kemur efnið ekkert á óvart heldur efnistökin. Söderberg heldur sig við fjórar persónur og varla að öðrum bregði fyrir. Hann flettir ofan af innbyrðis tengslum þeirra sem virðast mótast mjög af leg af bandarískri mynd að vera en Söderberg er smekklegur alveg til loka. Mér finnst hins vegar lausnin í lokin fremur ódýr og myndin svar- ar engan veginn þeim spurningum sem hún vekur. Hlutverkin eru vel skrifuð og leikarahópurinn nær mjög vel saman. Spader virðist reyndar vera að slá í gegn og um þessar mundir geta kvikmynda- húsagestir séð hann í Bad Influen- ce sem sýnd er í Regnboganum. Sem byrjendaverk er S.L.A.V. mjög athyghsverð og greinUegt að Söderberg hefur hitt fullkomlega á efni sem hann kann skU á. Verður forvitnUegt að fylgjast með þessum pUti en það má kannski skjóta því að að Orson WeUes var á svipuðum aldri þegar hann gerði Citizen Kane! kynlífi þeirra. Erótíkin er óvenju- -SMJ Ákveðinn skólastjóri LEAN ON ME Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: John G. Avildsen. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Be- verly Todd og Robert Guillaume. Bandarisk, 1989-sýningartími 109 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Snati á talnámskeiði Lean on Me er saga Joe Clark sem gekk undir nafninu „vitlausi Joe“. Myndin er byggð á sönnum at- burðum úr ævi þessa dökka krafta- verkamanns. Þegar skólayfirvöld voru búin að gefast upp á Eastside menntaskól- Stefrisg............ _______ aiHESSÍ OœilSERj OBB MUUfEY ÍSI KNSKUR TFAll K-9000 Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Kim Manners. Handrit: Ste- ven Souza og Michael ParL Aðalhlut- verk: Catherine Oxenberg og Chris Mulkey. Bandarisk 1990. Bönnuð yngri en 12 ára. Talandi leikarar úr dýraríkinu eru að mínum dómi vís aðferö til að kála meðalmynd nema ef hún fjall- aði um Dagfinn dýralækni. Það hefðu framleiöendur þessarar myndar betur haft í huga áður en þeir kenndu hundinum K-9000 (mjög skáldlegt nafn) að tala. Myndin fer bara alveg ágætlega af staö og virðist við fyrstu sýn bærilegur þrfller um dulafullar dýrarannsóknir með tilheyrandi samsærum. En um leið og dýrið fer að tala fer aUt í hundana. Um leið fer maður að taka eför lélegu hand- riti og ömurlegum leik aðalkven- hetjunnar sem aö sögn fróðra manna mun leika í þeirri merku þáttaröð, Dynasty. Frammistaða Catherinu Oxenberg verður ekki til þess að hvetja mann til að horfa á þá þætti. -SMJ anum; þar sem glæpir og eiturlyfja- notkun vorur daglegt brauð, var síðasta hálmstráið að leita til Joe Clarks og fá honum skólann til meðferðar og Clark er ekki lengi að koma nemendunum í skUning um að hann taki starfið alvarlega. Hann byrjar á því aö reka aUa úr skólanum sem orðaðir eru við eit- urlyf, þar með er hann búinn að fá upp á móti sér foreldrafélag sem og skólayfirvöld. Clark lætur samt ekki segjast og heldur hörkunni áfram þar til hann er búinn að hreinsa til í skólanum og fá nem- endur til að fá áhuga á náminu. Lean on Me er leikstýrð af John G. AvUdsen sem eru oft mislagðar hendur. Hér hefur honum tekist sæmUega upp en hann getur þó þakkað aðaUeikara sínum, Morgan Freeman, hversu vel hefur tekist. Freeman, sem sló heldur betur í gegn í Driving Miss Daisy, fer á kostum í hlutverki Clarks sem er mjög óhkt hlutverki bUstjórans í Driving Miss Daisy. Að öðru leyti er fátt sem kemur á óvart. Áhorf- andinn veit frá byrjun hver endir- inn verður. Myndir um einstakl- inginn sem bjargar skólanum eru ekki nýjar af náhnni og eins og í Lean on Me er oftar en ekki farið með rétt mál í slíkum myndum. HK í leit að minningum MEMORIES OF ME Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Henry Winkler. Handrit: Eric Roth og Billy Crystal. Framleióandi: Al- an King og Billy Crystal. Aóalhlutverk: Billy Crystal, Jobeth Williams og Alan King. Bandarisk 1988. 99 min. Öllum leyfð. Crystal hefur smám saman verið að þoka sér upp á við í kvikmynda- heiminum en sjálfsagt muna marg- ir eftir honum sem hommanum í flíiíy jo&cii; Aiar. CRYSTAL WILLIAMS KING 'Myfathen justlikc ason Löðri. Hann átti afbragðs takta í When Harry Met SaUy sem hefur falUð vídeóglápurum vel í geð að undanfomu. Hér leggur hann tölu- vert undir þvi auk þess að fara með aðalhlutverkið er hann annar tveggja handritshöfunda. Þá fram- leiðir hann myndina með King. Myndin er á köflum bráö- skemmtUega skrifuð en því miður virðast handritshöfundar ekki hafa haft nógu markvissa hugmynd tíl að ganga út frá. Myndin veröur því eins og fjölmargar myndir af sama sauðarhúsi, vemmUega skemmti- leg og án nauösynlegs uppgjörs. Crystal leikur hér ungan skurð- lækni sem fær hjartaáfaU sem verður honum hvatning til að leita uppi fóöur sinn og koma lagi á minningarnar en samband þeirra feðga hefur verið á fremur yfir- borðskenndum nótum. King fær aUar skemmtilegu lín- umar og virðist kunna því vel. SamspU þeirra félaga, King og Crystal, er bærilegt en eins og áður segir verður stefnuleysið þeim að falli. Myndin er þó vel þess virði að eyða yfir henni kvöldstund. Leikstjórinn, Winkler, er hér að reyna fyrir sér á nýjum vígstöövum en hann er einmitt frekar kunnur fyrir frammistööu sína sem aukal- eikari. Enda er leikstjóm hans greinUega í aukahlutverki. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.