Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. 9 Utlönd Stjómendur hersins 1 Suður-Afríku sæta vaxandi gagnrýni: Viðurkenna að hafa skotið blökkumenn - neita samt að bera ábyrgð á 11 morðum í Yikunni Magnus Milla, varnarmálaráð- herra Suður-Afríku, ber engar brigð- ur á fullyrðingar leiötoga blökku- manna um að herinn hafi fellt 11 blökkumenn í átökum síðasta þriðju- dag. Hann segir hins vegar að öfga- sinnaðir vinstrimenn beri ábyrgð á aauða mannanna því þeir hafi æst til ófriðar. Herinn hafi aðeins sinnt skyldum sínum. Nelson Mandela hefur lýst því yfir að hægri öfgamenn í hernum æsi til ófriðar í von um að það verði aðskiln- aöarstefnunni í landinu til bjargar þegar ríkistjómin kvikar frá stefn- unni í æ fleiri atriðum. Mandela segir að aðferð hersins sé að styðja fylgismenn Inkatha-hreyf- ingarinnar af ættum zúlúmanna til að vinna ofbeldisverk á xhosum sem margir fylgja Afríska þjóðarráðinu og Mandela að málum. Stjómmálaskýrendur í Suður-'Afr- íku segja að Mandela hafi margt til síns máls þótt hann geri of mikið úr áhuga stjómenda hersins á að við- halda aðskilnaðarstefnunni. Því sé vart hægt að líta á það sem stefnu hersins að æsa til ófriðar þótt ekki verði dregið í efa að herinn beri ábyrgð á morðum á fjölda blökku- manna. Mangosuthu Buthelesi, ættarhöfð- ingi og leiðtogi Inkatha-hreyfingar- innar, vísar því algerlega á bug að hann sé handbendi hersins í landinu. Hann segir að orsökin fyrir átökun- um síðustu vikur sé yfirgangur Af- ríska þjóðarráðsins og einræðistil- burðir Mandelas. Reuter Mangosuthu Buthelesi, leiðtogi Inkatha-hreyfingarinnar, er harðorður i garð Nelsons Mandela og neitar að vera handbendi hersins. Simamynd Reuter Hneyksli skyggir á Saddam Allt frá því að Saddam Hussein réðst inn í Kúvæt hefur hann átt athygli ísraelsmanna alla. En þrátt fyrir miklar birgðir af efnavopnum og yfirlýsingar um heilagt stríð hefur ógnvaldurinn nú fallið í skuggann af alvarlegri tíðindum. Það eru sögur um spillingu ofsatrú- aðra stjórnmálamanna í ísrael. Málið hófst á fréttum af að Arye Deri innanríkisráðherra hefði mis- notað opinbera sjóði sem hann hef- ur yfir að ráða. Deri er fulltrúi öfga- fulls trúarhóps í stjórninni. Hann neitaði öllum ásökunum en menn hættu að taka hann trúanlegan þegar upp komst að hann lét hlera síma hjá lögreglustjóranum sem rannsakaði málið og einnig hjá blaðamanni sem skrifaði um þaö. Deri segir að allt málið sé sam- særi gegn honum og flokki hans. Deri hefur þótt mjög framgjam maður og telur að einhveijir trú- leysingjar séu að bregða fyrir hann fæti. Hann segir að lögreglan hafi gengið í lið með öflum sem vilja eyða öllum áhrifum trúaöra stjóm- málamanna í landinu. Deri er sakaður um að hafa látið bróður sinn hafa andvirði 200 þús- unda Bandaríkjadala til húsbygg- inga. Máhö er nú orðið svo heitt í ísrael að jafnvel ógnvaldurinn Saddam fellur í skuggann. Reuter Sameiningarsinnar handteknir í Suður-Kóreu: Reyndu að ná sambandi við Norður-Kóreumenn sem nú ræðir við stjórn Suður- Kóreu. Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku andófsmennina og vom sjö þeirra settir í fangageymslu. í hópn- um eru ættingjar manna sem sitja inni fyrir að hafa farið með ólögleg- um hætti til Norður-Kóreu. Mennirnir vom handteknir skömmu áður en sendinefndir ríkj- anna áttu að koma til annars fundar síns í Seoul. í samningaviðræðunum hafa Norður-Kóreumenn lagt áherslu á aö fangelsaðir andófsmenn í Suður-Kóreu verði látnir lausir og þeim gefið frelsi til að fara til Norð- ur-Kóreu. í gær voru námsmenn handteknir þegar þeir funduðu um sameiningu landanna en námsmenn hafa barist hart fyrir sameiningu síðustu miss- eri. Við þetta tækifæri lenti frétta- maöur frá Norður-Kóreu í útistööum við lögregluna. Reuter Lögreglan í Seoul í Suður-Kóreu andstæðinga sem reyndu að ná sam- handtók í morgun nokkra stjórnar- bandi við sendinefnd Norður-Kóreu Óeinkennisklæddir lögreglumenn viö handtökurnar I morgun. Mennirnir vildu ná sambandi við sendinefnd Norður-Kóreumanna. Simamynd Reuter FRÍMERKJASAFNARAR Lars-Tore Eriksson uppboðshaldari verður staddur hér á landi 6.-9. sept. Ef einhverjir hafa áhuga á að koma frímerkjum í verð geta þeir haft samband við hann á Hótel Esju, sími 82200, og mælt sér mót við hann. Lausar kennarastöður við GRUNNSKÓLANN í HRÍSEY Upplýsingar veittar í síma 96-61772, 96-61737 og 96-61709 og á Fræðsluskrif- stofu Norðurlandsumdæmis eystra. SENDLAR ÓSKAST Á AFGREIÐSLU DV STRAX. UPPLÝSINGAR í SÍMA 27022. Kvennalistinn spyr: Er kvenþjóðin sátt? EB-hópur. Fundur í kvöld á Laugavegi 17 kl. 20.00. Gestur fundarins verður Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Launamál - kjaramál. Fundur í kvöld að Laugavegi 17 kl. 20.30. Konur, komið og takið þátt í spennandi Starfi Kvennalistans. a HJÓN 25 - 50 ÁRA ÓSKAST í SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR Kvikmyndagerðin Hugsjón óskar eftir hjónum á aldrinum 25 - 50 ára til að koma fram í sjónvarpsauglýsingum. Ekki eru gerðar kröfur um leikræna hæfileika ! Vinsamlegast hafið samband í síma 62 66 60 kl. 19 - 21 í kvöld. H U G $ J Ó N Brautarholti 8 - sími 62 66 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.