Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. 11 UtLönd Mohawk-indíánar hafa tekið upp nýtískulegri vopn en þegar þeir börðust við frændur sína, móhíkanana. Símamynd Reuler Mohawk-indí- ánar eru ekki móhíkanar Gömlu stríösmennirnir af ætt- flokki.mohawk-indiána hafa í sumar verið aö gera kanadísku stjórninni lifið leitt. Þeir hafa um aldir verið með herskáustu indíánaþjóðflokkum og fáir hafa orðið eins fyrir barðinu á þeim og frændur þeirra af ætt- flokki móhíkana. Þessum fornu fjendum hefur verið ruglað saman hér á landi eftir að mohawk-indíánar náðu athygli heimspressunnar í sumar. Raunar virtist sjálfgefið að koma kunnug- legu nafni á kanadísku indíánana - en samt, þeir eru ekki móhíkanar. Sú var tíðin að báðir ættflokkarnir höfðust við í New Yorkfylki í Banda- ríkjunum, móhíkanar í Hudsondaln- um en mohawk í dal sem kenndur er við þá. Móhíkanar voru þekktir skinnakaupmenn en urðu fyrir barð- inu á stríðsmönnum mohawk þegar þeir efnuðust á viöskiptum við Evr- ópubúa á 17. og 18. öld. Deilum ættflokkanna lauk svo að móhíkanar voru nær útdauðir eins og heitið á skáldsögu J. F. Cooper, Síðasti móhíkaninn, bendir til. Mó- híkanar eru að vísu ekki alveg dauð- ir enn og nokkrir þeirra hafast nú við á austurströnd Bandaríkjanna. Mohawk-indíánar flæmdust aftur á móti norður til Kanada og eru þar meðal fjölmennustu ættflokka indí- ána. Þeir voru þekktir fyrir að koma sér upp virkjum á hæðum og hólum og fengu nafn sitt af því. Mohawk þýðir virki. Móhíkani þýðir hins veg- ar úlfur. Guð er svartur og hann er Breti Ef farið verður að kröfum breska leikarafélagsins verða menn að fall- ast á þessa niðurstöðu hvað sem öll- um trúarskoðunum líður. Málið snýst að vísu ekki um sjálfan Drottin í hæstum hæðum heldur hafa menn í Englandi orðið ósáttir um hver á að leika Guð í nýjum söng- leik, byggðum á frásögum Gamla testamentisins. Stjórnandi sögnleiksins segist vel geta fallist á kröfu leikarafélagsins en hann finni bara alls ekki svartan leikara þar heima sem veldur hlut- verkinu. Leikarafélgið segir að alltaf hafi staðið til að ráða bandaríska blökkumanninn Ken Page í hlut- verkið. í þessa deilu blandast líka að í Bandaríkjunum var leikurum í enska leikarafélaginu meinað að takaþáttísöngleik. Reuter Forsala aðgöngumiða Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Stein- ar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi. Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin Laugavegi 20. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörflur: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skag- firðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. VISA Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleikunum. Pantanasíml fýrir landsbyggðlna er 667556. Ath.: Forsolu á landsbyggðlnni lýkur flmmtudaglnn 6. sept. Miðaverð kr. 3.500. LAUGARDAGSRISAROKK í REIÐHÖLLINNI 8. SEPTEMBER ODh)TfíSNAJ5e Tiyggið ykkur miða á laugardagstónieikana í tíma á meðan miðar eru til Skoöanakönnun í Noregi: Stjórnin ekki nógu góð í um- hverfisvernd Aðeins 15 prósentum Norðmanna þykir ríkisstjórnin standa sig nógu vel í umhverfisverndarmálum. Um 80 prósent telja stjómina skorta vilja eða hæflleika til að sinna slíkum málum, samkvæmt nýlegri skoðana- könnun sem gerð var í Noregi. Niðurstöður könnunarinnar benda til að umhverfisverndarmál séu „mjög mikilvægt" atriði þegar fólk ákveður hvaða flokk það ætlar að kjósa. Það sögðu að minnsta kosti 44 prósent aðspurðra. Jafnmargir sögðu að umhverfisverndarmál væru „talsvert mikilvæg". Umhverfisvemdarmál skipta minnstu máli fyrir kjósendur hægri flokkanna en þeir sem eru vinstri sinnaðir hafa mestan áhuga á um- hverfisvernd. Flestir áhtu Sósíalíska vinstri flokkinn vera sjálfan umhverfls- verndarflokkinn eða 31 prósent. ll prósent töldu Verkamannaflokkinn bestan en aðeins 2 prósent voru á þeirri skoðun að Hægri flokkurinn heföi best sinnt umhverfisverndar- málum. NTB - DROTTNINGARHUNANG NOTADAF PROTTNINGUMI ARÞUSUNDIR Gelé Royal er hrein orka beint úr nótt- úrinni. Þegar bý- flugurnor vantar nýja droHningu í búiS, taka þær lirfu og faeða hana eingöngu ó drott- ningarhunangi. Hún verður nýja drottningin þeirra og fær alla ævi eingöngu þessa konunglegu fæðu. Venjulegt vinnubý lifir í u.þ.b. 1 mónuð en drottningin lifir í allt að 4 ór og sér alfarið upi að viðhalda stofninum. Hvert BIDRO-hylki inniheldur ferskt ómeðhöndlað drottinaarhunang, hunang, hveitikímsolí, bývax og E- vítamín. BIDRO ■ VELLÍÐAN Byriaðu daginn með BIDRO. Ur því færð þú efni til að viðhalda þreki. BIDRO hefur ekki lent í efnafræðilegri meðhöndlun, er t.d. ekki frostþurrkcö. Aðeins ómeðhöndlað drottningar- hunana heldur öllum heilsu- og orkugefandi eiginleikum. BIDRO - KYNNING Lis Petersen, konan ó bak við BIDRO, segir: "Daglega hefur fólk samband við gagnlegri mér fró Þetta er ó öllum aldri og bóðum kynjum," Lis Petersen vorður í Heilsuhúsinu í Kring- lunni föstudaginn 7. september til að veita upplýsingar og svara fyrirspurnum um BIDRO. b:dr< medgelE royaloglev " eilsuhúsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.