Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. Spumingin Breytir afnám virðisauka- skatts á bókum miklu fyrirþig? Brynhildur Björnsdóttir: Já, ég kem sennilega til með að kaupa meira af bókum. Sigurður Geirsson nemi: Nei, það hugsa ég ekki. Sigurlaug Jónsdóttir klinka: Já, það munar um þetta í skólabókainn- kaupum. Sæmundur Stefánsson nemi: Nei, reyndar ekki. Ég fæ notaðar skólabækur. Þorsteinn H. Gíslason nemi: Já, ég kaupi töluvert af nýjum bókum. Sigriður Guðmundsdóttir nemi: Já, ég vona það. Ég kaupi töluvert af skólabókum. Lesendur Friðþæging fyrir pólitíkusa: Orkumál taka nýja stefnu Rúnar Guðmundsson skrifar: Pólitíkusamir okkar virðast ekki ætla að komast klakklaust frá vandanum sem þeir sjálfir skópu þegar þeir fóru að keppa hveijir við aðra um að bjóða íbúum hinna ýmsu landshluta að koma fyrir orkufrekum iðnaði á þeirra svæði. - Nú hafa þeir tapað áttum svo gjör- samlega að þeir verða tilneyddir að viðurkenna að þeir hafi aldrei haft neitt með shkt að gera, það séu hinir erlendu aðilar sem sjálfir ákveða með tilliti til kostnaðar hvar þeir reisa álver sín eða fyrir- tæki. Og þegar svona er komið rjúka ráðherrar tii og reyna að finna ígildi stóriðju fyrir hvern þann landsfjórðung sem sagður er í hvaö mestri hættu á að tapa á hinum sviknu loforðum. Allt til að friö- þægja hinum pólitísku angurgöp- um sem hafa nú runnið loforðaleið- ina á enda. Þannig er nú beðið eftir fulltrú- um þýsks stórfyrirtækis í byrjun þessa mánaðar til að athuga mögu- leika á iðnaðarstarfsemi hér á landi. Aöallega er stefnt að heim- sókn til Eyjafjarðar til aö kanna aðstæöur þar. - Hugmyndin er komin frá iðnaðarráðuneytinu og hugsuð sem eins konar sárabætur fyrir Eyfirðinga og þá aðila þar í sveit sem reiknuðu fastlega með að hreppa álver á sitt svæði í fyrstu umferð. Ekkert er þó hklegra en að heim- sókn þessara þýsku fulltrúa sé, eins og ég sagði, sýndarmennska, til að lægja úlfúð og jafnvel hugsan- legar aðgerðir norðanmanna gegn stjórnvöldum. Af reynslu fyrri ára og mánaða er ekkert sem bendir til þess að nein lausn á atvinnumálum landsbyggðar sé í sjónmáli. Við er- um enn við sama heygarðshornið í þeim eíhum. Það er algjörlega undir vissum sértrúarsöfnuði í Al- þýðubandalagi og Framsóknar- flokki komið hvort og hvenær hon- um þóknast að leggja blessun sína yfir úrlausn með þátttöku útlend- inga. Það má svo enn búast við nokkr- um bakfohum og heitstrengingum frá landshlutastjórnum ef svo kynni að fara (sem alls ekki er úti- lokað) að staðsetning álversins á vegum Atlantal-manna yrði endan- lega ákveðin á Austurlandi en hvorki í Eyjafirði né á Reykjanesi. Sá möguleiki hefur, að sögn, verið talsvert undir smásjá þessara aöila. En hvað sem líður póhtískum hræringum og taugatitringi innan íslenskra stjómmálaflokka má ljóst vera að héðan í frá verður það ekki áht pólitíkusa sem ræður úr- slitum um staðsetningu stóriðju- vera hér á landi. Orkumáhn hafa tekið nýja stefnu sem mun ráðast eingöngu af hagkvæmniathugun- um og áhti eigenda fyrirtækjanna eins og eðlilegast verður að telja. Austurland og þá líklegast Reyðarfjörður alls ekki útilokað frá staðsetn- ingu stóriðju, segir hér m.a. - Frá Reyðarfirði. KR - Valur í umfjöllim DV: DV dæmir Vals- menn ranglega Rúnar Jón Árnason skrifar: í DV 30. ágúst sl. er fiallað í miöopnu um leik KR og Vals í bikar- keppninni. Ekki er um neina raun- hæfa lýsingu á leik þessum að ræða að minu mati heldur nánast ein- göngu vegið að Val ómaklega og skulu nú nefnd nokkur dæmi því til sönnunar. 1. Afar ósmekkleg fyrirsögn sem nær yfir meira en eina síðu þar sem fuhyrt er að úrslitin séu „þjófnað- ur“. Mér er spurn; Hverju var stolið? - Ef átt er við þá merkingu sem ég legg í orðið þjófnað þá þýðir það að einhver tók eitthvað ófijálsri hendi. - Mér er þessi fyrirsögn með öllu óskiljanleg - og óska eftir skýringu. 2. í myndatexta segir m.a. „og ekki er að sjá annað en Þorgrímur sé ánægður með gripinn (þ.e. bikar- inn)“. Aftur er mér spurn; Var við öðrum viðbrögðum að búast og þá hveijum eða hvers vegna? 3.1 þessari umfiöllun má finna eft- irfarandi: „Æsispennandi úrshtaleik Vals og KR lauk með sigri Vals, 5-4“. Mér er spurn; Hvað var svona æsi-, spennandi og hvers vegna? 4. Margra þversagna gætir í um- fiöllun þessari og t.d. segir á einum stað: „KR-hðið lék vel í gærkvöldi", og á öðrum staö „Valsmenn léku nfiög Ula í gærkvöldi og líklega einn slakasta leik sinn í sumar“. - Enn er mér spurn; Ef KR lék svona vel en Valur svona Ula hvernig stóð þá á úrshtum 0-0 eftir jafnvel fram- lengdan leik? 5. Einnig er minnst á framkomu stuðningsmanna Vals í garð Atla Eðvaldssonar en ekki minnst einu orði á framkomu stuðningsmanna KR í garð Sævars Jónssonar. 6. Dómgæslan var ekki til umfiöll- unar, eins og er þó oftast vani. Þeim megin sem stuðningsmenn Vals voru gall við mikiö lófaklapp þegar skipt var um dómara. DV sér ekki ástæöu til að fialla neitt um það eða dóm- gæsluna í heUd. Og enn er spurt; Var ekki ástæða til þeirrar umfiöllunar? Að lokum vil ég, fyrir hönd fiölda annarra Valsmanna, upplýsa DV um aö íþróttafélagið Valur var stofnað upp úr KFUM af sama manni og stofnaöi KFUM, þ.e. Friðriki Friö- rikssyni. Tilgangur félagsins er aö byggja upp æsku landsins í anda íþrótta og heUbrigðs lífernis en ekki að stunda þjófnað af neinu tagi. Ár- angur liðsins er að þakka þrotlausri þjálfun ungmenna frá barnsaldri og miklu og óeigingjörnu starfi fiölda annarra manna, svo sem sfiórna allra deilda og stuðningi fiölda leik- manna, svokallaðra áhangenda, sem sætta sig í engu við skrif eins og þau sem hér eru rædd. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Réttlætiskennd á lágu plani Amma skrifar: sér ekki við aö reyna að svipta Undanfarið hef ég fylgst meö móðurina frelsi með varðhaldsúr- harkalegri meðferð stjórnvalda á skuröi, þegar hún reynir aö standa konu og stúlkubami. Þrátt fyrir vörð um hagsmuni og vilja dóttur eindreginn vilja stúlkunnar, og sinnar. samkvæmt áliti fagmanna, átti Hversvegnaheyristekkertísam- stúlkan að dvelja hér á landi hjá tökum eins og Barnaheill? Eða eru móðurogsystkinum.-Enumsagn- þau samtök einungis sparifélags- ir barnavemdaryfirvalda um skapur, sem kemur ekki nálægt hæfni móöur valda því hins vegar, erfiðu málunum? - Ég vil skora á að mæögurnar verða að þola of- yfirvöld að láta þetta hneyksli ekki sóknir lögreglu og dómsmálayfir- viðgangast lengur og minni á að valda. böm þurfa á réttlæti og mannrétt- Réttlætiskenndogmannréttinda- indum að halda engu síöur en full- viðhorf þessara yfirvalda virðist orðiö fólk. vera á svo lágu plani aö þau veigra Petra Sveinsdóttir í steinasafni sínu heima á Stöðvarfirði Petra og steinar hennar Molly Clark Jónsson skrifar: Eftir að hafa heyrt um Petru „steinakerlingu" og séö hana í sjón- varpi urðú draumar mínir aö vem- leika þegar ég heimsótti hana fyrir stuttu. - Ég er viss um að margir íslendingar og útlendingar dást að þessari yndislegu konu. Hún tekur ekkert gjald fyrir þá vinnu og sköpunargleði sem hún leggur í steinagarðinn og er áreiöan- lega einn af bestu „ambassadorum" íslands. Margir útlendingar hafa komið til hennar og ég veit að Petru hefur lengi langað til að ferðast til útlanda. Gæt- um við ekki látið draum hennar ræt- ast? - Kannski gætu íslensku sam- göngufélögin, flugfélögin eöa skipa- félögin, boðið henni í ferð til ein- hvers af áfangastöðum þeirra. Kannski gætu þeir, sem hafa haft þá ánægju að heimsækja Petru, lagt eitthvað smávegis af mörkum til þess að þetta gæti heppnast! - Hvað finnst öðrum, sem heimsótt hafa Petm, um þetta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.