Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. íþróttir Sport- stúfar Anderlecht tapaði • Tveir leikir fóru fram í 1. deild belgísku knattspyrnunnar í gær. Antwerpen sigr- aði Anderlecht, 1-0, og Club Brugge sigraði Molenbeek, 2-0. Jafnt hjá Grasshoppers • í 1. deild svissnesku knatt- \ spymunnar fóru nokkir leikir fram í gær 1 gærkvöldi. Grass- : hoppers, lið Sigurðar Grétarsson- ar, gerði jafntefli á heimavelli gegn Lausanne, 1-1. Lugano- ' Xamax 3-0, Servette-Ziirich 3-2, : Sion-Aarau 2-1, Wettingen- j Luzem 1-2, Young Boys-St. Gal- 1 len 0-0. | • Grasshoppers, Lausanne og Sion eru efst og jöfn í deildinni með 12 stig. Danir lögðu Svía • • Danir sigmðu Svía í vináttu- -> - landsleik í knattspyrnu í Svíþjóð í gærkvöldi með einu marki gegn engu. Það var Bent Christensen j sem skoraði sigurmark Dana 5 • mínútum fyrir leikslok. Trabzonspor áfram • Tyrkneska félagið Trabzon- spor tryggði sér í gærkvöldi rétt- inn til að leika gegn Barcelona í 1. umferð Evrópukeppni bikar- hafa í knattspymu. Trabzonspor sigraði írska félagið Bray Wand- erers, 2-0, í forleik að 1. umferð. Jafnt varð í fyrri leiknum, 1-1. Júggar lágu heima • Júgóslavar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Sovétmönnum í Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri í Sarajevo í gærkvöldi. Sovétmenn sigruðu, 4-2. Tyrkir burstaðir • Tyrkir voru teknir í kennslu- stund af Ungverjum í vináttu- landsleik í Búdapest í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 4-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-0 fyrir Ungverja. Kovacs, Kozma, og Kiprich skoruðu fyrir Ung- veija en markahrókurinn Tanju Colak gerði eina mark Tyrkja. Aston Villa tapaði • Illa gengur hjá Aston Villa í 1. deild ensku knattspymunnar. í gærkvöldi beið Aíjon Villa ósig- ur gegn Manchester City á Maine Road í Manchester, 2-1. Mike Ward og Lee Pointon skomðu fyrir Manchester City í síðari hálfleik en David Platt minnkaði muninn fyrir Aston Villa úr víta- spymu. Ahorfendur: 30.199. Celtic og Aberdeen áfram • Aberdeen sigraði Hearts, 3-0, og Celtic vann Queen of the So- uth, 2-1, í 8 liða úrslitum skoska deildarbikarsins í gærkvöldi. Sig- ur Aberdeen var ömggur en Celtic átti í mesta basli gegn 2. deildar liðinu en sigurliðin eru þar með komin í undanúrslitin. Bristol City áfram • Bristol City sigraði WBA, 1-0, eftir framlengdan leik í síðari við- ureign hðanna í ensku deildar- bikarkeppninni í knattspymu í gærkvöldi. Bristol City kemst samanlagt áfram, 3-2. Önnur úr- slit uröu þannig en aftast í sviga er samanlögð úrslit: Hereford- Brentford, 1-0,(1-2), Lincoln- Halifax, 1-0,(1—2), Oxford-Read- ing, 2-l(3-l), Scarborough-Roch- dale, 3-3,(3-7). Bomeðbesta árangurinn - af landsliðsþjálfurunum Bo Johansson hefur til þessa náð bestum árangri þeirra landsliðsþjálf- ara í knattspymu sem starfað hafa hér á landi frá því regluleg þátttaka hófst í stórmótum snemma á áttunda áratugnum. Eftir sigurinn/jafntefl- ið/tapið gegn Frökkum í gærkvöldi hefur íslenska landsliðið náð 66,7 prósent árangri í landsleikjum undir stjóm Svíans. Af öðrum þjálfurum á þessum tíma, sem stýrt hafa landsliðinu, hef- ur Guðni Kjartansson náð bestum árangri, 59,1 prósent. Jóhannes Atla- son náði 34,4 prósent árangri, Tony Knapp 33,8, Sigfried Held 24,3 prósent og Dr. Júrí Ilitchev 9,1 prósent ár- angri. Það er að sjálfsögðu ekki algildur sannleikur sem felst í þessum tölum því á hverjum tíma er leikið gegn missterkum andstæðingum. Undir stjórn Dr. Ilitchevs lék ísland til dæmis aðallega gegn þjóðum sem vom hærra skrifaðar og því kemur hann kannski verr út úr þessum samanburði en efni standa til. Leikurinn í gærkvöldi var sá fyrsti sem Bo Johansson stýrir gegn virki- legri stórþjóð í knattspyrnunni, hinir fimm voru gegn Lúxemborg (2-1), Bermúda (4-0), Bandaríkjunum (1-4), Albaníu (2-0) og Færeyjum. Það verður því athyglisvert að skoða þessar tölur eftir leikina við Tékka og Spánverja í haust. -VS Árangur landsliðsþjálfaranna 100 I Árangur í % -Guöni Kjartansson i i Bo Johansson I I I I • Sjóvá/Almennar er styrktaraðili Stjörnukeppni FRI og þessi mynd var tekin við undirritun samnings þar að lút- andi. Frá vinstri eru örn Eiðsson, heiðursformaður Frí, Magnús Jakobsson, formaður FRÍ, Ólafur B. Thors, fram- kvæmdastjóri Sjóvá/Almennra, og Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá/Almennra. Urslit ráðast í r stigakeppni FRÍ - lokakeppnin fer fram í Mosfellsbæ Lokakeppni stigamóta Fijáls- íþróttasambands íslands, Stjömu- keppni FRÍ, fer fram á íþróttavellin- um í Mosfellsbæ á laugardaginn, 8. september, og hefst klukkan 14. Þetta er síðasta stórmót sumarsins í fijálsum íþróttum og nú ráðast úr- slit í stigakeppni sumarsins en íþróttafólkið hefur á stigamótum á tímabilinu safnað stigum. Sex stiga- hæstu í hverri grein keppa í Mos- fellsbæ á laugardaginn. Fyrirmyndin að þessum mótum er Grand Prix keppni Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins og nú er í fyrsta skipti keppt um peningaverðlaun á frjálsíþróttamóti hérlendis. -VS Magni í 3. deild - eftir sigur á Skallagrími, 2-1 Kristján Kristjánsson, þjálfari Magna, skoraði bæði mörk liðs síns gegn Skallagrími i gærkvöidi. Þrír leikir voru háðir í gærkvöldi í úrshtakeppni 4. deildar í knatt- spyrnu. Magni frá Grenivík tryggði sér sigurinn í deildinni með sigri á Skallagrími, 2-1, á heimavehi sínum. Það var Kristján Kristjánsson, þjálf- ari Magna, sem skoraði bæði mörk liðs síns, en Valdimar Sigurðsson skpraði mark Borgnesinga. Á Blönduósi sigruðu heimamenn í Hvöt lið Sindra, 4-2. Hermann Ara- son 2, Ásgeir Valgarðsson og Ellert Svavarsson skoruðu mörk Hvatar- manna en Þrándur Sigurðsson og Halldór Birgisson mörk Hornfirð- inga. Þá gerðu Grótta og Víkveiji jafn- tefli, 2-2. Valur Sveinbjörnsson og Bernhard Petersen skoruðu fyrir Seltjarnarnesliðið en Finnur Thorla- cius og Jóhann Holton skoruðu mörk Víkverja. • Staðan þegar ein umferð er eftir er þessi: Magni..........!..4 4 0 0 12-7 12 Skallagr..........4 2 1 1 10-7 7 Hvöt..............4 2 1 1 12-7 7 Víkveiji..........4 1 2 1 9-10 5 Grótta............4 0 2 2 8-12 2 Sindri............4 0 0 0 5-10 0 -GH Reykjalundarhlaupið ’90 verður haldið á laugardaginn, 8. sept- ember, í þriðja skipti. Um er að ræða almenningshlaup sem Reykjalundur gengst fyrir i samvinnu viö SÍBS og Búnaðar- bankann. Hlaupinu er ætlað að höfða til sem flestra, fatlaðra sem ófatlaðra, keppnisfólks sem skemmtiskokkara. Fjórar vega- lengdir eru í boði, 14 km hringur í kríngum Úlfarsfell, 6 og 3ja km hringir í nágrenni Reykjalundar og 500 metra til 2 km leiö sem gæti hentaðfólki í hjólastólum eða með önnur hjáipartæki. Hlaupið hefst kl. 11 nema hjá þeim sem hlaupa 14 kilómetra en þeir verða ræstir 20 mínútum fyrr. Þátttak- endur þurfa ekki að skrá sig fyrir- fram en mæta tímanlega, klukkan 10-10.30 á laugardagsmorguninn við Reykjalund í Mosfelisbæ. Motocrosskeppni í Leirdal Á laugardag fer fram í Leírdal, skammt fyrir ofan Garðabæ og Kópavog, síöari Yamaha moto- crosskeppni sumarsins. Þetta er lokakeppni íslandsmóts Vélhjóla- íþróttaklúbbsins. Fyrir keppnina er Stefnir Skúlason með forystu með 150 stig, Jón K. Jakopsen er annar með 141 stig og Kristinn Melstað þriðjí með 123 stig. Keppn- in hefst klukkan 14. Alohamót hjá Keili Aloha styrktarmót í goifl á vegum Golf- klúbbsins Keilis verður haldið á Hvaleyrar- holtsvelli við Hafnarfjörð á sunnu- daginn, 9. sepember. Ræst verður út frá klukkan 9 tun morguninn og er tekið við skráningu í síma 53360, Jón vann síðast Á síðasta Aloha-móti hjá Keili sigr- aði Jón Halldórsson, GK, með 39 stig. Þórdís Geirsdóttir, GK, og Ellert Magnason, GR, komu næst með 37 stig en síðan þeir Sígur- björn Sigfússon, Sveinbjörn Bjömssonog Baldvin Jóhannsson, allir úr GK, með 35 stig h ver. Hjón- in Ásta Gunnarsdóttir og Bein- teinn Sigurðsson unnu sér bæði inn verðlaun fyrir að vera næst holu, Ásta á 6. braut og Beinteinn á 17. braut. Stórmót I Grafarholti Stórmót Úrvals-Útsýnar í golfi fór fram á vegum Golfkiúbbs Reykja- víkur í Grafarholti um síðustu helgi. Keppt vai- í þriggja manna sveitum. Sveit frá GR, skipuð viggó Viggóssyni, Eiríki Guð- mundssyni og Stefóni Unnarssyni, sigraði á 265 höggum. Sveit GB varð í öðru sæti á 268 höggum en í henni voru Stefán Haraldsson, Viöar Héðinsson og Haraidur Stef- ánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.