Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1990. Menning__________________________________________________________________________ Veturinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur: Fló á skinni fyrsta verkið - söngleikur eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson síðar í vetur Ólafsson leikara og verður hann jafnframt leikstjóri. Segir leikritið frá mikilsverðum atburðum í ís- lenskri þjóðfélagsþróun og er í senn spennandi íjölskyldu- og samfélags- saga. Síðasta frumsýningin, sem ákveðin er, verður á hinu þekkta leikriti Ten- nessee Williams, Köttur á heitu blikkþaki. Þetta heimsfræga leikrit Williams hefur aldrei veriö sýnt hér áður en það gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fjallar um þau fyr- irbæri mannlegrar náttúru og sam- félags sem mörgum hefur orðið að yrkisefni: ást, völd, áuð og öfund. Köttur á heitu blikkþaki er hádrama- tískt verk sem krefst mikils af túlk- endum. Leikstjóri verður Tennesse Wilhams. Frumsýningar hjá Leikfélaginu gætu orðið fleiri. Það fer allt eftir aðsókn og undirtektum. Þá má geta þess að eina leikritið, sem sýnt var á síðasta leikári og tekið verður upp aftur, er Sigrún Ástrós eftir Willy Russel. Leikrit þetta naut mikilla vinsælda í fyrra. Það er Margrét Helga Jóhannsdóttir sem fer með eina hlutverk leikritsins. -HK Kór Langholtskirkju: Draumurinn er nokkurs konar sviðsetning Jóhannesarpassíu - segir Jón Stefánsson, stjómandi kórsins Kór Langholtskirkju á orðið fastan sess í menningarlííi þjóðarinnar. Starfsemi hans er viðamikil og eru verkin, sem kórinn hefur flutt, margar af perlum klassískra kórverka. Kórinn skipa hátt í níutíu manns og kórstjórnandi er Jón Stefánsson. DV fékk hann í spjall um kórinn og starfsemina í vetur. Fyrst kom til tals Finn- landsferð kórsins sem framundan er: „Við erum nýbyrjuð að æfa. í undirbúningi er Finnlandsferðin sem farin verður 19.-24. okt- óber. Það er í tengslum við íslenska menningar- viku í Finnlandi. Þar munum við syngja kirkju- tónlist, íslenska og erlenda. Meðal annars flytj- um við nýtt íslenskt verk sem Þorkeíl Sigur- bjömsson er aö semja fyrir okkur í tilefni af þessari heimsókn. Kórinn mun einnig koma fram í sambandi viö einstaka móttökur en verð- . ur síðan með sjálfstæða tónleika í Helsinki þar sem eingöngu verður flutt íslensk kirkjutónlist. Mikið hæfileikafólk sótti um inngöngu Við auglýstum eftir nýju fólki fyrir stuttu og það varð úr að við réðum fimmtán manns af fjörutíu sem sóttu um. Stór hluti þeirra sem sótti um nú er með mikið tónhstamám að baki. Það er greinilegt að það er að skha sér nú það starf sem farið hefur fram í tónlistarskolum. Umsækjendur verða betri og betri. Maður er kannski að vísa frá fólki sem á að baki fleiri ára nám í tónlistarskóla við hljóðfæranám og söng- nám. Ætlun okkar hafði aldrei veriö að ráða nema xnn helming af þessum fimmtán sem við á endanum réðum. Við gátum bara ekki annað, hæfileikamir voru það miklir hjá umsækjend- um.“ Þegar Finnlandsferðinni lýkur taka við tón- leikar kórsins th minningar um fyrrverandi kórfélaga, Guðlaugu Björgu Pálsdóttur, sem lést fyrir nokkrum áram. „Stofnaöur var minning- arsjóður sem hefur það hlutverk að styöja við bakið á kómum. Þessir tónleikar verða eins og ávaht á allraheilagramessu. Þá taka einnig við æfingar fyrir jólatónleika kórsins sem era tvennir. Þeir fýrri verða sein- asta fóstudag fyrir jól. Þar verða flutt hefð- bundin jólalög á tónleikum sem hefjast klukkan 11. Kórinn er búinn aö vera með shka tónleika í tólf ár og við miðum við að fólk geti komið eftir verslunarleiðangur og slakað á við góða tónhst. Milli jóla og nýárs flytjum við Jólaóra- tóoríuna eftir Bach. Jón Stefánsson hefur stjórnað Kór Langholts- kirkju frá því 1964, auk þess að vera organisti kirkjunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Það hefur verið hér um bil regla að flytja Jóla- óratóríuna annað hvert ár. Aö vísu eru nú þrjú ár síöan við fluttum hana síðast. Hún veröur ekki flutt í heild heldur aöeins fyrri hlutinn." Sviðsett Jóhannesarpassía? Seinni hluta vetrar er svo ætlunin að flytja Jóhannesarpassíuna. „Það hefur verið margra ára draumur minn að flytja þetta verk í nokk- urs konar sviðsetningu sem byggist á að undir- strika hvað er að gerast í textanum. Langholtskirkja er ákjósanleg fyrir slíkan flutning. Við erum með stórkostlega aðstöðu hér, stórt svið, góðan ljósabúnað og góðan hljómburð. Spurningin er um kostnaðinn. Það kostar mikið að flytja stórverk á borð við þetta. Þrátt fyrir að við fengjum fullt hús á tvær sýn- ingar þá dugar það ekki til. Kostnaður við hljóm- sveitina og einsöngvara og auglýsingakostnður er það mikill. Auk þess þyrfti að ráða mann til að gera búninga, ljósamann og sviðsstjórnanda. Jóhannesarpassían býður upp á þessa mögu- leika frekar en mörg önnur kórverk. Atburða- rásin er hröð, dramatíkin mikh og verkið í heild myndrænt. Alvörukór síðan 1974 Jón segir kórinn hafa mikinn meðbyr. „Til dæmis styður söfnuðurinn vel við bakið á okk- ur. Við höfum þessa stórkostlegu aöstöðu hér og getum verið að æfa á fjórum stöðum í hús- inu.“ Jón segir æfingar fará fram tvisvar í viku, auk æfinga fyrir messur, en í sambandi við messurnar er kórnum skipt upp í fimm hópa sem sjá um messusöng til skiptis. „Við fáum ákveðna fjárapphæð sem er um- talsverö. Sú upphæð fer eingöngu í reksturinn. Þá höfum við mætt velvilja fyrirtækja sem styrkja okkur fyrir einstaka tónleika. Ég er búinn að vera með kórinn frá því 1964. Þá var hér góður kirkjukór sem var samt ekki með nema eina kirkjutónleika á ári þar sem ekki voru flutt nein stór kórverk. Smátt og smátt urðu verkefnin stærri. Það er svo 1974 að við stígum skrefið til fulls, breytum starfsem- inni og stækkum kórinn og opnum hann. Þá hafði það gerst á þessu tímabili að kórverkin, sem tekin vora th flutnings, uröu alltaf viða- meiri en það aftur á móti krafðist meiri fjölda. Þaö var gripið til þess ráðs að fá aukafólk til þess að hægt væri að flytja verkin -en 1974 var kórinn formlega stækkaður og gerður að þeim kór sem hann er í dag.“ Jón segir verkefnin vera næg og óskalistann langan. „Þó að kórinn hafi flutt mörg af stór- verkum kirkjutónlistarinnar á hann eftir að flytja nokkur stórverk, meðal annars Mattheus- arpassíuna. Annað stórverkefni, sem hefur ver- iö í biðstöðu hjá okkur, er tónleikaferð kórsins til Bretlandseyja sem staðið hefur til að fara í nokkur ár en verið frestað þrisvar sinnum." Jón segir að sú ferð verði farin. „Það er varla hægt að fara með kórinn nema eina utanferð á ári. Nú er farið til Finnlands. í fyrra var farið th ísraels en Bretlandseyjaferðin er ráðgerð næsta ár,“ segir Jón að lokum og við óskum honum og Kór Langholtskirkju velgengni á komandi vetri. -HK Hrafnhildur Hagalin Guðmundsdóttir er höf- undur leikritsins Ég er Meistarinn sem frum- sýnt verður um næstu mánaðamót. Guðrún Kristin Magnús- Guðmundur Ólafsson dóttir er höfundur ieik- mun sjálfur leikstýra ritsins Ég er hættur, leikriti sinu, 1932, sem farinn, en það hlaut frumsýnt verður í mars. fyrstu verðlaun í sam- keppni sem haldin var i tilefni opnunar Borgar- leikhússins. Það er óhætt að segja að fjölbreytni gæti í verkefnavali Leikfélags Reykjavíkur fyrir komandi vetur. Fyrsta frumsýningin verður 20. sept- ember. Þá verður í annað sinn settur upp hinn vinsæli farsi, Fló á skinni, eftir Georges Feydeau en þessi kostu- legi gamanleikur gekk fyrir fullu húsi í Iðnó í þrjú ár fyrir tæpum tveimur áratugum og era það öragg- lega margir sem eiga góðar minning- ar frá þeirri sýningu. Leikstjóri var þá sem og nú Jón Sigurbjörnsson. í helstu hlutverkum era Árni Pétur Guðjónsson, Ása Hhn Svavarsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Gísla- dóttir og Helga Braga Jónsdóttir. Fló á skinni var frumsýnt í Frakklandi 1907 og er sá gamanleikja Feydeaus sem oftast hefur verið settur á svið. íslensk leikrit setja mikinn svip á starfsemi Leikfélagsins eins og í fyrra og verða frumflutt fjögur verk. Fyrst verður frumsýnt á litla sviðinu Ég er Meistarinn eftir Hrafnhildi Hagahn Guðmundsdóttur og er þetta frumsmíð hennar. Fjallar leikritið um reynslu og tilflnningar þriggja persóna. Leikarar eru Elva Osk Ól- afsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.. Ég er hættur, farinn eftir Guörúnu Kristínu Magnúsdóttur hlaut fyrstu verðlaun í flokki leikrita fyrir full- orðna í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur sem efnt var til í tilefni af opnun Borgarleikhússins. Yrkis- efnið er íslenskt nútímalíf. í helstu hlutverkum eru Edda Heiðrún Back- man, Eggert Þorleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Helgi Bjömsson og Harpa Arnardóttir. Leikstjóri er Guðjón Petersen. Önnur verðlaun í sömu keppni hlaut leikritið 1932 eftir Guðmund Gunnlaðarsaga framhaldssaga ísænska útvarpinu Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur er nú komin út á finnsku, norsku og dönsku. Á næstu dögum mun hún koma út í Svíþjóð og í haust verður hún lesin sem framhaldssaga í sænska ríkisútvarpinu. í Noregi og Svíþjóð hefur bókin hlotið af- bragðs viðtökur og einróma lof gagnrýnenda. Undir fyrirsögn- inni, Meistaraverk frá íslandi, fer norski gagnrýnandinn, Jorunn Hareide, lofsamlegum orðum um sögu Svövu. Hún segir meðal annars: „í Gunnlaðar sögu kynn- umst við fullþroska listamanni þar sem Svava Jakobsdóttir er. Hér fær sköpunarkraftur hennar gleðhega útrás í skáldskapnum.“ I ritdómi í Pohtiken lætur Peter Soby Kristiansen hrifningu sína á sögunni í ljós og segir hann í lok greinar sinnar: „Gunnlaðar saga verðskuldar ekki einungis sess á dönskum bókamarkaði. Þetta er skáldverk sem verð- skuldar tryggan sess í danskri menningu." Þess má geta að Gunnlaðar saga var tilnefnd af íslands hálfu th bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs á síðasta ári. Það var í þriðja skipti sem skáldverk eftir Svövu Jakobs- dóttur var tilnefht til þeirra verð- launa. Caputflyturnýff verkeftir JónasTómasson í kvöld heldur músíkhópurinn Caput tónleika í íslensku óper- unni. Á tónleikunum verður meðal annars frumflutt Sónata XX, í Tóneyjahafi, eftir Jónas Tómasson. Verkið er samið fyrir bassaflautu, klarinettu, bassa- klarinett og horn. Verk þetta er samið á ísafirði síðasthðið haust og tileinkað eiginkonu höfundar. Hljóðfærasamsetning verksins er mjög óvenjuleg og veldur því að hljómur þess verður framandi, dökkur og dularfullur. i Tóneyja- hafi tekur um það bil hálfa klukkustund í flutningi og er í tólf köflum. Auk þess flytur Cap- ut, Kammerkonsert fyrir þrettán hljóðfæraleikara eftir ungverska tónskáldið György Ligeti og Spiri eftir ítalska tónskáldið Franco Donatoni. Sijórnandi áhljómleik- unum í kvöld er Guðmundur Óh Gunnarsson. Þjóðleitóiúsið: PéturGautur fyrstaleik- ritidíendur- nýjuðumsal Eins og landslýð öllum ætti að vera ljóst hafa staðið yfir um- fangsmiklar breytingar á áðalsal Þjóðleikhússins. Stefnt er að því að endurbótum ljúki um áramót- in og hefur þegar verið ákveðiö hvaða leikrit verður fyrst sett þar á svið. Er það hið sígilda norska leikrit, Pétur Gautur, eftir Henrik Ibsen og er það í leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttur. Pétur Gaut- ur hefur áður verið flutt í Þjóð- leikhúsinu. Þá fór Gunnar Eyj- ólfsson ,með hlutverk heims- mannsins og lygalaupsins Pétur Gauts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.