Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 29
FJMMTUpAGU#.«.. SEPTE.MBER, 1999. 37 Afmæli Þorgrímur A. Guðmannsson Þorgrímur Arelíus Guðmannsson vélamaður, Lækjarflt 3, Garðabæ, ersextugurídag. Þorgrímur fæddist í Tungufelli í Svarfaðardal og ólst upp þar og á Dalvík. Hann lauk barnaskólanámi og hóf ungur búskap á Selstöðum í Seyðisfirði. Hann var síðar um skeiö mjólkurpóstur hjá Geir Gunnlaugs- syni í Eskihlíö og b. í Lundi við Nýbýlaveg. Þorgrímur hóf störf hjá Vegagerð ríkisins 1964 og hefur starfað þar síðan, lengst af sem véla- maður. Kona Þorgríms er Kristín Jórunn Helena Green, f. 22.4.1943, húsmóð- ir og postulínsmálari, dóttir Crystal Green, læknis frá Colombo, Kentucky í Bandaríkjunum, og Ragnhildar Bótólfsdóttur húsmóð- ur. Þorgrímur og Kristín eiga tvær dætur. Sú eldri er Þórhildur Sigur- björg, f. 12.5.1964, húsfreyjaað Bóndhól í Borgarfirði, en maður hennar er Kristbjörn Jónsson, bóndi þar, og eiga þau þrjá syni, Guðmund Birki, Björgvin Bjarka og Þorgrím Gísla. Yngri dóttir Þor- gríms og Kristínar er Þorbjörg Kristín, f. 9.7.1968, fóstrunemi í Reykjavík. Sonur Þorgríms frá fyrra hjóna- bandi er Vilmundur Sigurþór, f. 18.3.1953, húsgagnasmiður og sjó- maður á Seyðisfirði, kvæntur Val- gerði Jónu Valgarðsdóttur og eign- uðust þau tvo syni og eina dóttur en annar sonur þeirra er látinn. Sonur Kristínar frá því fyrir hjónaband er Ragnar Leó Kristinn, f. 1.8.1961; póstur í Garðabæ, en sambýliskona hans er Alma Sigríð- ur Guðmundsdóttir og eiga þau eina dóttur, Ragnhildi Evu. Þorgrímur er næstelstur átta systkina en einn bróðir hans er lát- inn. SystkiniÞorgríms: Salbjörg, húsmóðir á Hólmi, ekkja Karls Norðdahls, bónda þar; Þorvaldur, sem lést um tvítugt; Höskuldur, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Kristín, húsmóðir í Reykjavík, gift Karli Sigmundssyni; Hartmann, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, kvæntur Kristínu Oskarsdóttur; Hallgrímur, trúboði hjá Fíladelfíu, búsettur á Selfossi, kvæntur Hólm- fríði Magnúsdóttur; Sigríður, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Ólafi Guð- mundssyni, og Guðmann, bifreiðar- stjóri hjá Sandi hf. í Reykjavík, kvæntur Ruth Pétursdóttur. Foreldrar Þorgríms voru Guð- mann Þorgrímsson, f. 12.12.1898, d. 27.11.1984, bóndi á Tungufelli í Svarfaðardal, og kona hans, Þóra Þorvaldsdóttir, f. 8.3.1902, d. 12.6. 1965, húsfreyja. Guðmann var sonur Þorgríms, b. á Miklahóli í Skagafirði, Helgason- ar, b. á Svínavatni, Benediktssonar, b. á Eiðsstöðum, Tómassonar. Móð- ir Þorgríms var Ingibjörg Arnórs- dóttir, aðstoðarprests á Bergsstöð- um, Árnasonar, biskups á Hólum, Þórarinssonar. Móðir Ingibjargar var Margrét, systir Kristínar, langömmu Finnboga, föður Vigdís- ar forseta. Margrét var dóttir Björns, prests í Bólstaðarhlíð, Jóns- sonar, ættföður Bólstaðarhlíðarætt- arinnar. Móðir Guðmanns í Tungufelli var Salbjörg Helga Jónsdóttir, b. á . Stóra-Holti í Fljóti, Þorleifssonar, og Ólafar Einarsdóttur. Þóra, móðir Þorgríms, var dóttir Þorvalds, b. á Tungufelli, Baldvins- sonar, b. á Böggvisstóðum, bróður Snjólaugar, móður Jóhanns Sigur- jónssonar skálds. Móðir Baldvins var Snjólaug Baldvinsdóttir, prests á Upsum, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Móðir Þorvalds í Tungufelli var Þorgrimur A. Guðmannsson. Þóra Jónsdóttir. Móðir Þóru Þor- valdsdóttur var Sigríður, dóttir Sig- urðar, b. á Tungufelli, Sigurðssonar og Rósu Sveinsdóttur. Andlát Anna Friðbjörg Joensen Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, bóndi í Hrepphól- um í Hrunamannahreppi, lést föstu- daginn 31.8. sl. en hann verður jarð- sunginn frá Hrepphólakirkju í dag, fimmtudaginn 6.9., klukkan 14.00. Jón fæddist í Hrepphólum 5.4.1899 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann kynntist þar öllum almennum sveitastörfum í barnæsku en varð auk þess kúskur við vegavinnu þar í sveitinni er hann var kornungur. Jón lauk almennu barnaskólanámi og var við nám og störf í land- búnaði í Noregi árið 1918-1919. Þá var hann ráðsmaður hjá ekkju bróð- ur síns, Stefáns í Haga, 1927-28. Jón og Páll, bróðir hans, keyptu jörðina að Hrepphólum af föður sín- um 1928 og bjó Jón þar stórbúi síð- an, fyrst með Páh bróður sínum, meðan hann lifði, en ásamt börnum sínum í seinni tíð. Jón var í hópi framtakssömustu bænda, enda mik- ill áhugamaður um almennan bú- skap, framræslu og nýrækt. Jón var úttektarmaður um árabil. Hann hafði umsjón með vegavið- haldi á þjóðvegum í Hrunamanna- hreppi í fjölda ára frá 1948. Hann var formaður sóknarnefndar Hrepphólakirkju í mörg ár og með- hjálpari kirkjunnar í áratugi. Jón var einn af stofnendum Hreppa- kórsins og þátttakandi í honum meðan kórinn starfaði. Þá var Jón mikill hestamaður og áhugabos- myndari um áratugaskeið. Jón kvæntíst 1932 Elísabetu Kristjánsdóttur, f. á ísafirði, 12.5. 1909, húsfreyju, dóttur Kristjáns _ Einarssonarfráísafirði.ogkonu - hans, Elínbjargar Hróbjartsdóttur, b. í Oddgeirshóla Austurkoti í Flóa, Jónssonar. Jón og EUsabet eignuðust fimm syni og þrjár dætur. Börn þeirra eru Elín, f. 19.5.1933, húsfreyja á Breið- ási, var gift Baldri Loftssyni frá Sandlæk og eignuðust þau fimm börn; Jóhann Sigurður, f. 28.10.1934, b. í Ásgerði, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur og eiga þau fimm börn; Stefán, f. 13.4.1937, b. í Hrepp- hólum, kvæntur Katrínu Ólafsdótt- ur og eiga þau fjögur börn; Guðjón, f. 28.10.1938, vörubifreiðarstjóri á Selfossi, kvæntur Guðmundu Ólafs- dóttur og eiga þau fjögur börn; Guð- mundur Kristján, f. 27.10.1942, húsasmíðameistariá Selfossi, kvæntur Guðrúnu Ástu Gottskálks- dóttur og eiga þau fimm börn; Gunnar, f. 12.1.1944, vörubifreiðar- stjóri á Selfossi, kvæntur Sigríði Karlsdóttur og eiga þau tvö börn; Sólveig, f. 3.3.1946, húsmóðir í Sví- þjóð og ekkja eftir Ingar Ek og eign- uðust þau einn son, og Anna, f. 19.2. 1954, húsmóðir í Reykjavík, gift Sig- urði Kristinssyni og eiga þau fjögur börn. Jón átti sex alsystkini sem öll eru látin en á lífi er hálfbróðir Jóns, Hermann Sigurðsson, b. í Lang- holtskoti. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, f. á Stórólfshvoh, 11.8.1856, bóndi í Hrepphólum, og kona hans, Jóhanna Guðmundsdóttir, f. í Hjálmholti í Flóa, 10.11.1862. Sigurður var sonur Jóns, prests á Stóra-Núpi, Eiríkssonar, dbrm. á Ási í Holtum, bróður Benedikts, prests í Hraungerði, langafa Einars Benediktssonar skálds. Eiríkur var sonur Sveins, prófasts í Hraungerði, Halldórssonar, og konu hans, Onnu Eiríksdóttur, systur Jóns konfer- ensráðs. Móöir séra Jóns var Guðrún Jóns- dóttir, prests í Holti undir Eyjafjöll- um, Jónssonar, bróður Steingríms, biskups í Laugarnesi. Móðir Sigurð- ar var Guðrún Pálsdóttir, prests í Jón Sigurðsson. Holtaþingum, Ólafssonar, prests í Eyvindarhólum, Pálssonar, klaust- urhaldara í Gufunesi, Jónssonar, ættföður Pálsættarinnar. Móðir Páls í Holtaþingum var Helga Jóns- dóttir, „eldprests" Steingrímssonar. Jóhaiina var dóttir Guðmundar, b. í Ásum í Gnúpverjahreppi, Þor- móðssonar, b. í Hjálmholti, Bergs- sonar, b. á Syðra-Velli í Flóa, Hall- dórssonar. Móðir Jóhönnu var Margrét, systir Vigfúsar, föður Grétars Fells rithöfundar. Annar bróðir Margrétar var Ófeigur, b. í Fjalli, faðir ófeigs í Ráðagerði, fóður Tryggva útgerðarmanns, fbður Páls Ásgeirs sendiherra, fóður Tryggva, bankastjóra íslandsbanka. Margrét var dóttir Ófeigs, „ríka" í Fjalh, Vig- fússonar, b. í Fjalliog ættföður Fjallsættarinnar, Ófeigssonar. Móð- ir Ófeigs í Fjalli og kona Ófeigs „ríka" í Fjalli var Ingunn Eiríks- dóttur, dbrm. á Reykjum á Skeiöum, ættfbður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRÁ UMFERÐ FATLAÐRA VIÐ EIGUM SAMLEIÐ gÍUMFERDAR Anna Friðbjörg Joensen, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, Lyngbergi 27, Þorlákshöfn, er fimm- tugídag. Anna fæddist í Þórshöfn í Færeyj- um og ólst upp á Viðareiði í Færeyj- um. Hún kom með foreldrum sínum til íslands 1956 og hefur dvalið hér síðan. Anna lauk kennaraprófi frá KÍ 1964. Hún tók fyrri hluta í sér- kennslufræðum við KHÍ1984 og hefur sótt ýmis námskeiö á vegum KHÍogerlendis. Anna kenndi í Vestmannaeyjum í níu ár, í Hveragerði í átta ár og hef- ur kennt við Grunnskólann í Þor- lákshófn síðan 1981 þar sem hún stundar nú sérkennslu. Anna giftist 6.2.1965 Boga Leifs Sigurðssyni bifreiðarstjóra, f. 6.7. 1927, en hann er sonur Katrínar Bjömsdóttur og Sigurðar Vigfús- sonaráAkureyri. Anna og Bogi Leifs eiga þrjá syni. Þeir eru Jens Jóhann Bogason, f. 1.10.1965, Sigurður Karsten Boga- son, f. 31.10" 1972, og Friðmar Leifs Bogason.f. 29.3.1977. . Anna á þrjú systkini sem öll eru búsett í Noregi. Þau eru Jenny Jo- Anna Friðbjörg Joensen. ensen, f. 3.11) 1943, sjúkraliði í Moss í Noregi; Daniel Joensen, f. 5.1.1947, sjúkraþjálfari í Fredrikstad í Nor- egi, og Ruth Dyresen, f. 25.9.1951, sjúkraþjálfari í Fredrikstad, en Ruth og Daniel reka saman endur- hæfingarstöð í Fredrikstad. Foreldrar Önnu: Jens Joensen, f. 6.10.1911, netagerðarmaður, og Hanna Joensen, f. 20.1.1915, hús- móðir. Anna tekur á móti gestum á heim- ih' sínu á afmælisdaginn eftir klukk- an 16.00. lil hamingju med afmælið 90ára Margrét Steindórsdóttir, HólavallagötuS, Reykjavík. 85 ára Sigríður Jóhann sdó t1 ir, Byggðavegi 152, Akureyri. Óii Magnússon, Austurbyggð 17, Akureyri. Jón Oddgeir Jónsson, TómasarhagaSð, Reykjavík. 80ára Guðsteinn Þoi'björnsson, : Hjallabraut 33, Hafnarfirði. GuðrúnAgústsdóttír, Setbergi 10, Þorlákshóm. Elín Elívarðsdóttir, Skólastígl2, Stykkishólmi. MagnúsIngiSigurðsson, Þingholtsbraut 33, Kópavogi. 50ára________ Elísabet Karlsdóttír, Sólheimum 10, Reykjavík. Guðrún Halldórsdó tt ir, Fjarðarási 16, Reykjavík. Hermann Rag nars son, Uppsalavegi 26, Húsavík. Eiríkur Kristinn Sævaldsson, Aðalgötu38,Ólafsfirði. HeigaEiríksdóttir, Bóli, Biskupstungnahreppi. 40ára 75 ára Sturla l'étuisson, HrafhJstu við Kleppsveg, Reykjavík. María Eggerz, Efstasundi 26, Reykjavík. 70ára Sigurjón Olfarsson, Nökkvavogi 5, Reykjavík. 60ára lyrun Hulda Marinósddttir, Heimavöllurnl, Kefiavík. Ástgeir Þorsteinsson, Blöndubakka 12,Reykjavík. JóelAndersen, Heiðartúni 6, Vestmannaeyjum. Júiíus Friðjónsson, Laugateigi40, Reykjavik. Steinþór Sigurðsson, Þingyallastræti 27, Akureyri. Ingibjörg Gísladóttir, Grundargerði 6B, Akureyri. íður Margrét Guðmundsdóttir, Skildinganesi 62, Reykjavík. Þóruim Sandholt, Fellsmúla 6, Reykjavík. Ari Bergsteinsson, Birkivöllum 12, Selfossi. Ásmundur Eiríksson, Álfhólsvegi 137D, Kopavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.