Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1990, Blaðsíða 29
FIMMTUpAGUIi«. SEIU’EMUER 199Q. 37 Afmæli Þorgrímur A. Guðmannsson Þorgrímur Arelíus Guðmannsson vélamaður, Lækjarfit3, Garðabæ, ersextugurídag. Þorgrímur fæddlst í Tungufelli í Svarfaðardal og ólst upp þar og á Dalvík. Hann lauk bamaskólanámi og hóf ungur búskap á Selstöðum í Seyðisfirði. Hann var síðar um skeið mjólkurpóstur hjá Geir Gunnlaugs- syni í Eskihhð og b. í Lundi við Nýbýlaveg. Þorgrímur hóf störf hjá Vegagerð ríkisins 1964 og hefur starfaö þar síðan, lengst af sem véla- maður. Kona Þorgríms er Kristín Jórunn Helena Green, f. 22.4.1943, húsmóð- ir og postulínsmálari, dóttir Crystal Green, læknis frá Colombo, Kentucky í Bandaríkjunum, og Ragnhildar Bótólfsdóttur húsmóð- ur. Þorgrímur og Kristín eiga tvær dætur. Sú eldri er Þórhildur Sigur- björg, f. 12.5.1964, húsfreyja að Bóndhól í Borgarfirði, en maður hennar er Kristbjöm Jónsson, bóndi þar, og eiga þau þijá syni, Guðmund Birki, Björgvin Bjarka og Þorgrím Gísla. Yngri dóttir Þor- gríms og Kristínar er Þorbjörg Kristín, f. 9.7.1968, fóstrunemi í Reykjavík. Sonur Þorgríms frá fyrra hjóna- bandi er Vilmundur Sigurþór, f. 18.3.1953, húsgagnasmiður og sjó- maður á Seyðisfirði, kvæntur Val- gerði Jónu Valgarðsdóttur og eign- uðust þau tvo syni og eina dóttur en annar sonur þeirra er látinn. Sonur Kristínar frá því fyrir hjónaband er Ragnar Leó Kristinn, f. 1.8.1961, póstur í Garðabæ, en sambýliskona hans er Alma Sigríð- ur Guðmundsdóttir og eiga þau eina dóttur, Ragnhildi Evu. Þorgrímur er næstelstur átta systkina en einn bróðir hans er lát- inn. SystkiniÞorgríms: Salbjörg, húsmóðir á Hólmi, ekkja Karls Norðdahls, bóndaþar; Þorvaldur, sem lést um tvítugt; Höskuldur, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Kristín, húsmóðir í Reykjavík, gift Karh Sigmundssyni; Hartmann, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, kvæntur Kristínu Oskarsdóttur; Hallgrímur, trúboði hjá Fíladelfíu, búsettur á Selfossi, kvæntur Hólm- fríði Magnúsdóttur; Sigríður, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Ólafi Guð- mundssyni, og Guðmann, bifreiðar- stjóri hjá Sandi hf. í Reykjavík, kvæntur Ruth Pétursdóttur. Foreldrar Þorgríms voru Guð- mann Þorgrímsson, f. 12.12.1898, d. 27.11.1984, bóndi á Tungufelli í Svarfaðardal, og kona hans, Þóra Þorvaldsdóttir, f. 8.3.1902, d. 12.6. 1965, húsfreyja. Guðmann var sonur Þorgríms, b. á Miklahóli í Skagafirði, Helgason- ar, b. á Svínavatni, Benediktssonar, b. á Eiðsstöðum, Tómassonar. Móð- ir Þorgríms var Ingibjörg Arnórs- dóttir, aðstoðarprests á Bergsstöð- um, Ámasonar, biskups á Hólum, Þórarinssonar. Móðir Ingibjargar var Margrét, systir Kristínar, langömmu Finnboga, föður Vigdís- ar forseta. Margrét var dóttir Björns, prests í Bólstaðarhlíð, Jóns- sonar, ættfoður Bólstaðarhlíðarætt- arinnar. Móðir Guðmanns í Tungufelh var SalbjörgHelgaJónsdóttir,b.á . Stóra-Holti í Fljóti, Þorleifssonar, og Ólafar Einarsdóttur. Þóra, móðir Þorgríms, var dóttir Þorvalds, b. á Tungufelh, Baldvins- sonar, b. á Böggvisstöðum, bróður Snjólaugar, móður Jóhanns Sigur- jónssonar skálds. Móðir Baldvins var Snjólaug Baldvinsdóttir, prests á Upsum, Þorsteinssonar, bróður Hallgríms, íöður Jónasar skálds. Móðir Þorvalds í Tungufelh var Þorgrímur A. Guðmannsson. Þóra Jónsdóttir. Móðir Þóru Þor- valdsdóttur var Sigríður, dóttir Sig- urðar, b. á Tungufelli, Sigurðssonar og Rósu Sveinsdóttur. Andiát Anna Friðbjörg Joensen Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, bóndi í Hrepphól- um í Hrunamannahreppi, lést fóstu- daginn 31.8. sl. en hann verður jarð- sunginn frá Hrepphólakirkju í dag, fimmtudaginn 6.9., klukkan 14.00. Jón fæddist í Hrepphólum 5.4.1899 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann kynntist þar öllum almennum sveitastörfum í bamæsku en varð auk þess kúskur við vegavinnu þar í sveitinni er hann var komungur. Jón lauk almennu barnaskólanámi og var við nám og störf í land- búnaöi í Noregi árið 1918-1919. Þá var hann ráðsmaður hjá ekkju bróð- ur síns, Stefáns í Haga, 1927-28. Jón og Páh, bróðir hans, keyptu jörðina að Hrepphólum af föður sín- um 1928 og bjó Jón þar stórbúi síð- an, fyrst með Páh bróður sínum, meðan hann lifði, en ásamt bömum sínum í seinni tíð. Jón var í hópi framtakssömustu bænda, enda mik- ih áhugamaður um almennan bú- skap, framræslu og nýrækt. Jón var úttektarmaður um árabil. Hann hafði umsjón með vegavið- haldi á þjóðvegum í Hrunamanna- hreppi í fjölda ára frá 1948. Hann var formaður sóknarnefndar Hrepphólakirkju í mörg ár og með- hjálpari kirkjunnar í áratugi. Jón var einn af stofnendum Hreppa- kórsins og þátttakandi í honum meðan kórinn starfaði. Þá var Jón mikill hestamaöur og áhugaljós- myndari um áratugaskeið. Jón kvæntist 1932 EUsabetu Kristjánsdóttur, f. á ísafirði, 12.5. 1909,húsfreyju,dótturKristjáns _ Einarssonar frá ísafiröi, og konu hans, Elínbjargar Hróbjartsdóttur, b. i Oddgeirshóla Austurkoti í Flóa, Jónssonar. Jón og Elísabet eignuðust fimm syni og þijár dætur. Börn þeirra eru Elín, f. 19.5.1933, húsfreyja á Breið- ási, var gift Baldri Loftssyni frá Sandlæk og eignuðust þau fimm börn; Jóhann Sigurður, f. 28.10.1934, b. í Ásgerði, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur og eiga þau fimm böm; Stefán, f. 13.4.1937, b. í Hrepp- hólum, kvæntur Katrínu Ólafsdótt- ur og eiga þau fjögur börn; Guðjón, f. 28.10.1938, vörubifreiðarstjóri á Selfossi, kvæntur Guðmundu Ólafs- dóttur og eiga þau fjögur böm; Guð- mundur Kristján, f. 27.10.1942, húsasmíðameistari á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Ástu Gottskálks- dóttur og eiga þau fimm böm; Gunnar, f. 12.1.1944, vörabifreiðar- stjóri á Selfossi, kvæntur Sigríði Karlsdóttur og eiga þau tvö böm; Sólveig, f. 3.3.1946, húsmóðir í Sví- þjóð og ekkja eftir Ingar Ek og eign- uðust þau einn son, og Anna, f. 19.2. 1954, húsmóðir í Reykjavík, gift Sig- urði Kristinssyni og eiga þau fjögur böm. Jón átti sex alsystkini sem öh eru látin en á lífi er hálfbróðir Jóns, Hermann Sigurðsson, b. í Lang- holtskoti. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, f. á Stórólfshvoh, 11.8.1856, hóndi í Hrepphólum, og kona hans, Jóhanna Guðmundsdóttir, f. í Hjálmholti í Flóa, 10.11.1862. Sigurður var sonur Jóns, prests á Stóra-Núpi, Eiríkssonar, dbrm. á Ási í Holtum, bróður Benedikts, prests í Hraungerði, langafa Einars Benediktssonar skálds. Eiríkur var sonur Sveins, prófasts í Hraungerði, Halldórssonar, og konu hans, Ónnu Eiríksdóttur, systur Jóns konfer- ensráðs. Móöir séra Jóns var Guðrún Jóns- dóttir, prests í Holti undir Eyjafjöll- um, Jónssonar, bróður Steingríms, biskups í Laugamesi. Móðir Sigurð- ar var Guðrún Pálsdóttir, prests í Jón Sigurðsson. Holtaþingum, Ólafssonar, prests í Eyvindarhólum, Pálssonar, klaust- urhaldara í Gufunesi, Jónssonar, ættfóður Pálsættarinnar. Móðir Páls í Holtaþingum var Helga Jóns- dóttir, „eldprests" Steingrímssonar. Jóhanna var dóttir Guðmundar, b. í Ásum í Gnúpveijahreppi, Þor- móðssonar, b. í Hjálmholti, Bergs- sonar, b. á Syðra-Vehi í Flóa, Hah- dórssonar. Móðir Jóhönnu var Margrét, systir Vigfúsar, föður Grétars Fells rithöfundar. Annar bróðir Margrétar var Ófeigur, b. í Fjalh, faðir ófeigs í Ráðagerði, fóður Tryggva útgerðarmanns, fóður Páls Ásgeirs sendiherra, föður Tryggva, bankastjóra íslandsbanka. Margrét var dóttir Ófeigs, „ríka“ í Fjalli, Vig- fússonar, b. í Fjalh og ættföður Fjahsættarinnar, Ófeigssonar. Móð- ir Ófeigs í Fjalli og kona Ófeigs „ríka“ í Fjalh var Ingunn Eiríks- dóttur, dbrm. á Reykjum á Skeiðum, ættföður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA UMFERÐ FATLAÐRA VIÐ EIGUM k SAMLEIÐ Anna Friðbjörg Joensen, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, Lyngbergi 27, Þorlákshöfn, er fimm- tugídag. Anna fæddist í Þórshöfn í Færeyj- um og ólst upp á Viðareiði í Færeyj- um. Hún kom með foreldrum sínum til íslands 1956 og hefur dvalið hér síöan. Anna lauk kennaraprófi frá KÍ 1964. Hún tók fyrri hluta í sér- kennslufræðum við KHÍ1984 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum KHÍogerlendis. Anna kenndi í Vestmannaeyjum í níu ár, í Hveragerði í átta ár og hef- ur kennt við Grunnskólann í Þor- lákshöfn síðan 1981 þar sem hún stundar nú sérkennslu. Anna giftist 6.2.1965 Boga Leifs Sigurðssyni bifreiðarstjóra, f. 6.7. 1927, en hann er sonur Katrínar Björnsdóttur og Sigurðar Vigfús- sonaráAkureyri. Anna og Bogi Leifs eiga þrjá syni. Þeir era Jens Jóhann Bogason, f. 1.10.1965, Sigurður Karsten Boga- son, f. 31.10.1972, og Friðmar Leifs Bogason, f. 29.3.1977. Anna á þijú systkini sem öll eru búsett í Noregi. Þau eru Jenny Jo- Anna Friðbjörg Joensen. ensen, f. 3.11.' 1943, sjúkraliði í Moss í Noregi; Daniel Joensen, f. 5.1.1947, sjúkraþjálfari í Fredrikstad í Nor- egi,ogRuthDyresen,f.25.9.1951, sjúkraþjálfari í Fredrikstad, en Ruth og Daniel reka saman endur- hæfmgarstöð í Fredrikstad. Foreldrar Önnu: Jens Joensen, f. 6.10.1911, netagerðarmaöur, og Hanna Joensen, f. 20.1.1915, hús- móðir. Anna tekur á móti gestum á heim- ili sínu á afmælisdaginn eftir klukk- an 16.00. Til hamingju með afmælið " Fií" Elívarðsdóttir, 90 á ra Skólastíg 12, Stykkishólmi. W <,,a MaenúsIneiSisurðsson. Margrét Steindórsdóttir, Þingholtsbraut 33, Kópavogi. Hólavallagötu 5, Reykjavík. 85 ára 50 ara Elísabet Karlsdóttir, Byggðavegi 152, Akureyii. SolheunumlO.R^kjavik. Óli MaCTÚímn Guðrun Haildorsdottrr, Austurbyggð 17,’ Akureyri. Rarðarási 16, Reykjavík. Jón Oddgeir Jónsson, Hermann Ragnarsson, Tómasarhaga 55, Reykjavík. Efríkur Zstinn Sævaldsson, , Aðalgötu38,Ólafsfirði. OU ára HeigaEiríksdóttir, Bóli, Biskupstungnahreppi. Guðsteinn Þorbjörnsson, Hlahabraut 33. Hafnarfirði. Guðrún Ágústsdóttir, Setbergi 10,Þorlákshöfh. dld _ , AstgeirPorstemsson, 75 ára Blöndubakkal2,Reykjavík. Jóel Andersen, Sturla Pétursson, Heiðartúni 6, Vestmannaeyjum. Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Júiíus Friðjónsson, María Eggerz, Laugateigi 40, Reykjavík. Efstasundi 26, Reykjavík. Steinþór Sigurðsson, t>inpva1]a$tr?pfi 27 Aknr^yri 7f| ára IngibjörgGísladóttir, 1 U 11 rC* Grundai-serði 6B. Akurevri. Sigurjón Úlfarsson, íður Margrét Guðmundsdóttir, Nökkvavogi 5, Reykjavík. Skildingætesi 62, Reykjavik. Porunn Sandnolt, Fellsmúla 6, Reykjavík. en . Ari Bergsteinsson, OU ara Birkivöhuml2,Seifossi. Ásmundur Eiríksson, Eyrún Hulda Marinósdóttir, Álfhólsvegi 137D, Kópavogi. Heimavöllum I, Kefiavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.