Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990.
þróttir
Auðvelt hjá
Stjömunni
- sigraðu Gróttu, 27-20
Stjörnumenn uxuiu auðveldan
sigur á Gróttu, 27-20, í 1. deildinni
í Garðabæ í gærkvöldi. Garö-
bæingar þurftu ekki að hafa mik-
ið fyrir hlutunum því Gróttu-
menn voru vægast sagt mjög lé-
iegir. í leikhléi var staðan 12-8
og munurinn jókst í 11 raörk um
í miðjan seinni hálfleik. Undir lok-
> in duttu Stjörnumenn niður á
- sama plan og gestir þeirra og
x Gróttumönnum tókst að minnka
muninn í 7 mörk undir lokin.
Skúli Gunnsteinsson og Haf-
steinn Bragason voru bestir í
annars jöfnu liði Stjörnunnar en
erfitt er að dæma liðið því mót-
. staðan var ekki mikil.
Svavar Magnússon stóð einna
: helst upp úr hjá Gróttumönnum.
Guöjón Sigurðsson og Hákon
Sigurjónsson dæmdu leikinn og
komust þokkalega frá sínu.
Mörk Stjömunnar Hafsteinn
• Bragason 7, Skúli Gunnsteinsson
6, Magnús Sigurðsson 4/1, Patrek-
ur Jóhannesson 4, Sigurður
Bjamason 3/1, Hilmar Hjaltason
' 2 og Axel Björnsson 1.
^ Mörk Gróttu: Svavar Magnús-
son 6, Vladimir Alexej vich 5, Stef-
án Arnarsson 4, Páll Björnsson
2, Ólafúr Sveinsson 1, Sverrir
: Sverrisson 1 og Friðleifur Frið-
leifsson 1. -RR
ÍRsaxaði
á f orskotið
y - Víkingur vann, 24-27
„í fyrri hálfleik voru leikmenn
minir mjög taugaveiklaðir, kom-
ust ekki í gang, og höfðu ekki trú
á því sem þeir vom að gera og
fyrir þá var lagt. Þeír sýndu þó
sitt rétta andlit síðustu 20 mínút-
urnar og meö smá heppni hefðum
við getað náð hagstæðari úrslit-
um,“ sagði Guömundur Þórðar-
son, þjálfari 1. deildar liös ÍR-inga
I handknattleik, eftir að Víkingar
höfðu sigrað þá, 24-27, í Seljaskó-
lanum í gærkvöldi.
Staðan í hálfleik var 12-7, Vík-
ingum í vil, og í síðari hálfleik,
þegar staðan var 21-12, virtist
fátt geta komið i veg fyrir stórsig-
f ur þeirra. En meö miklu harð-
fylgi náðu ÍR-ingar að minnka
muninn 1 þrjú mörk, 21-24, en
lengra komust þeir ekki.
Ámi Indriðason, liösstjóri Vík-
ings, sagði að leiksiokum að síð-
ustu 20 mínútur leiksins hefðu
leikmenn hans misnotað upplögð
marktækifæri. „Sóknir voru
stuttar og ÍR-ingar svöraðu af
bragði með hröðum upphlaup-
um,“ sagöi Ámi.
Bestir ÍR-inga voru Ólafur
Gylfason og Hallgrímur Jónasson
markvörður sem varði oft glæsi-
Iega. Bestan leik Víkinga áttu
Ámi Friðleifsson og Björgvin
Rúnarsson.
Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 10/1,
Jóhann Ásgeirsson 5, Frosti Guð-
laugsson 4, Magnús Ólafsson 2,
Róbert Rafhsson 2, Njörður
Ámason 1.
Mörk Víkings: Ámi Friðleifs-
son 6, Björgvin Rúnarsson 5, Karl
Þráinsson 4, Birgir Sigurðsson 4,
Alexej Trufan 4/2, Hilmar Sigur-
gíslason 3, Guðmundur Guð-
mundsson l.
Dómarar voru Stefán Amalds-
son og Rögnvald Erlingsson og
vorugóðiraðvanda. -GG
Frestað
Leik ÍBV og Fram í 1. deild
Irnrla í handknattleik, sem fara
átti fram í Eyjum í gærkvöldi, var
frestað til laugardags þar sem
flugvöUurinn í Eyjum er lokaöur
• á kvöldin þessa dagana.
-
-
.
• Valdimar Grímsson skoraði 11 mörk fyrir Val gegn FH í gærkvöldi. Hér er hann stöðvaður af Hálfdáni Þórðar-
syni og Pétur Pedersen er einnig tilbúinn til hjálpar. DV-mynd G£
Sigurmark Vals á
síðustu sekúndu
Sport-
stúfar
íslenska unglingalandsliðið,
karla og kvenna, í frjálsum
íþróttum tekur á næstunni þátt í
Evrópukeppni félagsliða.
Kvennakeppnin verður haldin í
Manchester 22. september en
karlakeppnin í London 29. sept-
ember. Vegna sérstöðu íslands
verða landshð send á umrædd
mót. ísland hefur einu sinni áöur
sent kvennalið en karlaliðið hef-
ur þrisvar áður keppt á þessu
móti. Unglingarnir hafa jafnan
staðið sig ágætlega og er vonandi
að það sama verði upp á teningn-
um að þessu sinni.
West Ham vann
Þrír leikir fóra fram í
2. deild ensku knatt-
spymunnar í gær-
kvöldi. Brighton sigr-
aði Porsmouth, 3-2. Millwall og
Hull skildu jöfn, 3-3, og West
Ham sigraði Ipswich á heima-
velh, 3-1.
Belgar og UEFA þræta
Ekki era öll kurl komin til grafar
varðandi harmleikinn sem varð
á Haysel leikvanginum í Belgíu
árið 1985 þegar 39. áhorfendur á
leik Juventus og Liverpool létu
lífið. Hans Bangerter, fyrram að-
alritari UEFA, var í júní síðast-
hðnum dæmdur saklaus af ákær-
um um að bera ábyrgð á harm-
leiknum vegna ónógrar öryggis-
gæslu á velhnum en í gær úr-
skurðaöi áfrýjunardómstóll í
Belgíu Bangerter í skilsorðs-
bundið þriggja mánaða fangelsi
auk sektar. Belgar höfðu fyrir-
hugað að sækja um að halda úr-
shtakeppni Evrópukeppni lands-
liða árið 1996 en eftir belgíski
dómstólinn dæmdi fyrrum aðal-
ritarann hafa stjómarmenn
UEFA, með formanninn Lennart
Johansson í fararbroddi, bragöist
harkalega við og hafa hótað Belg-
um að þeir fái ekki að halda Evr-
ópukeppnina.
- Valur vann meistaraslaginn gegn FH í gærkvöldi, 25-24
Bikarmeistarar Vals sigruðu Is-
landsmeistara FH, 25-24, á Hhðar-
enda í gærkvöldi, í 1. deild karla í
handknattleik. Júlíus Gunnarsson
skoraði sigurmark Vals á síðustu
sekúndum leiksins.
Leikurinn var spennandi síðustu
mínúturnar og höfðu dómararnir,
Guðmundur Lárasson og Guðmund-
ur Stefánsson, gjörsamlega misst
tökin á honum, og sjónar á því sem
gerðist inni á leikvehinum.
Valur náði 7-3 forystu í fyrri hálf-
leik og leiddi í hálfleik, 13-10. Liðið
hélt uppteknum hætti í síðari hálf-
leik, jók jafnt og þétt forskot sitt þar
th staðan var 19-11, og fátt virtist
geta komið í veg fyrir öruggan sigur
þeirra. Þá kom Bergsveinn Berg-
sveinsson í mark FH fyrir Guðmund
Hrafnkelsson og varði vel og breytti
gjörunnri stöðu Vals í æsispennandi
leik síðustu 20 mínúturnar.
Valsmenn höfðu þó ávallt undir-
tökin, eins th tveggja marka forystu,
þar til Óskar Ármannsson jafnaði,
24-24. Leikur hðanna var bráð-
skemmthegur og spilaður var góður
handknattleikur miðaö við árstíma.
Valsmenn hófu leikinn á því að
spha 5/1 vörn en breyttu henni fljót-
lega í 6/0. Vöm þeirra var mjög sterk
framan af í leiknum, leikmenn voru
hreyfanlegir og baráttuglaðir og léku
þeir best ungu mennirnir, Finnur
Jóhannesson og Ingi Rafn Jónsson,
bráðefnilegir piltar, og geta eldri
leikmenn Vals tekið þá sér til fyrir-
myndar. Fyrir aftan góða vörn Vals
stóö Einar Þorvarðarson og hefur
hann engu gleymt.
Sóknarleikur Vals var mjög góður
nær allan leikinn, hðiö leikur ein-
faldan sóknarleik, samleikur milli
tveggja og þriggja manna þar sem
hornamennimir Valdimar Grímsson
og Jakob Sigurðsson, ásamt góðum
leikstjórnanda, Jóni Kristjánssyni,
era í aðalhlutverkum. Hraða-
upphlaup liðsins voru beinskeytt og
ihviðráðanleg.
íslandsmeistarar FH hafa átt mis-
jafna leiki á undirbúningstímanum
og liðið hefur ekki ennþá náð fyrri
styrkleika. Liðið var heillum horfið
fyrstu 45 mínúturnar en náði upp
geyshega góðri baráttu seinni hlut-
ann, og náði þá að spila ágæta vöm
sem hafði fram að þeim tíma verið
götótt. Liðið leikur 3/2/1 vöm á hefð-
bundinn hátt, shk vörn krefst mikhs
hreyfanleika og krafts og virðist FH
geta náð tökum á henni með mikilli
æflngu.
FH-ingar leika kerfisbundinn
handknattleik þar sem hver sókn er
niðurnjörvuð og fastákveðin. Lands-
liðsmennirnir Guðjón Árnason og
Óskar Ármannsson voru talsvert frá
sínu besta, en sýndu svo klærnar í
síðari hálfleik. Stefán Kristjánsson
var besti maður FH í leiknum og
hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson
11/4, Jakob Sigurðsson 4, Finnur Jó-
hannesson 3, Jón Kristjánsson 2,
Brynjar Harðarson 2, Júlíus Gunn-
arsson 2, Ingi R. Jónsson 1. ■
Mörk FH: Stefán Kristjánsson 9/2,
Guðjón Árnason 5, Óskar Ármanns-
son 4, Hálfdán Þórðarson 3, Gunnar
Beinteinsson 2, Pétur Pedersen 1.
-GG
Clogh framlengir samning
sinn við Forest
Brian Clough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, hefur gert
nýjan þriggja ára samning við
félagið. Clough hefur verið fram-
kvæmdastjóri hjá Nottingham
Forest frá því árinu 1975 og hefur
starfað lengst allra fram-
kvæmdastjóra á Englandi hjá
sama félagi. Undir stjórn hans
hefur félagið tvisvar sinnum
hampað Evrópubikarnum, þrisv-
ar sinnum hefur liðiö unnið
enska meistaratitihnn og fjórum
sinnum orðið enskur bikarmeist-
ari.
íslandsmótið í karate
á laugardaginn
Á laugardaginn verður haldið ís-
landsmót í karate, nánar tUtekið
í frjálsum bardaga (kumite). Mót-
ið fer fram í íþróttahúsi Haga-
skólans og hefst kl. 14. Keppt
verður í þyngdarflokkum og 1
sveitakeppni.
FH-stúlkur unnu á Hlíðarenda
Valsstúlkur tóku á móti FH í Vals-
heinúlinu í gærkvöldi og lauk leikn-
um með sigri FH, 18-16, eftir að stað-
an í hálfleik hafði verið 12-7, FH í vil.
Þegar 13 mínútur voru tU leiksloka
stóð 16-9 fyrir FH-stúlkur og Valslið-
ið var þó ekki búið að segja sitt síð-
asta orð og náði að minnka muninn
í 16-15 og 4 mínútur til leiksloka en
FH var sterkara á endasprettinum.
• Mörk Vals: Anita Pálsdóttir 6/3,
Una Steinsdóttir 4, Ama Garðarsdótt-
ir 3, Berglind Ómarsdóttir 2/2, Ásta
Sveinsdóttir 1.
• Mörk FH: Amdís Aradóttir 6/4,
Eva Baldursdóttir 3, Rut Baldursdóttir
2, Hildur Harðardóttir 2, María Sig-
urðardóttir 2, Kristín Pétursdóttir 1,
Berglind Hreinsdóttir 1, Helga Gils-
dóttir 1.
Öruggur sigurFram
Gróttustúlkur fengu Fram í heim-
sókn og urðu að sætta sig við 21-12.
Fram breytti stöðunni úr 6-5 fyrir
Gróttu í 6-10 sér í vU. Undir lokin
lokaði Fram vörninni og skoraði
mikið úr hraöaupphlaupum.
Sólveig varði mjög vel í Gróttu-
markinu en annars var hðið frekar
jafnt. Hjá Fram stóð aöallega Þórunn
upp úr frekar mistæku liði.
• Mörk Gróttu: Laufey Sigvalda-'
dóttir 5/2, Helga Sigmundsdóttir 3/2,
Gunnhildur Ólafsdóttir 2, Erna Hjalte-
sted 1, Elísabet Þorgeirsdóttir 1,
• Mörk Fram: Guðriður Guðjóns-
dóttir 7/6, Þórunn Garðarsdóttir 4, Ing-
unn Bernódusdóttir 3, Ósk Víðisdóttir
3, Sigrún Blomsterberg 2, Hafdís Guö-
jónsdóttír 1, Inga H. Pálsdóttir 1.
Yfirburðir Stjörnunnar
í Garðabæ náðu nýhðar Selfoss að
halda í við Stjörnuna tU að byrja
með. Staðan var 5-4 en síðan 13-7 í
hálfleik. í síðari hálfleik gekk Stjarn-
an hreinlega yfir nýhðana og vann
ylirburðasigur, 29-10.
• Mörk Stjörnunnar: Guðný Gunn-
steinsdóttir 7, Erla Rafnsdóttir 5, Drífa
Gunnarsdóttir 5, Ragnheiöur Stephen-
sen 4, Sigrún Másdóttir 3, Margrét
Theodórsdóttir 2, Ásta Kristjánsdóttir
1, Herdís Sigurbergsdóttir 1, Harpa
Magnúsdóttir 1.
• Mörk Selfoss: Guðbjörg Bjarna-
dóttír 3, Auður Hermannsdóttir 3,
Hulda Hermannsdóttir 1/1, Hulda
Bjamadóttir 1, Inga Tryggvadóttir 1,
Guðrún Hergeirsdóttir 1. -ÁBS