Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1990, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1990. Utlönd Leiðtogar heims fagna með Þjóðverjum þegar meira en 40 ára aðskilnaði lýkur: Með sameiningunni lýkur átökum austurs og vesturs sagði Bush Bandaríkjaforseti 1 tilefni sameiningar þýsku ríkjanna Þýskaland varö eitt ríki í nótt eftir aö hafa verið skilið í tvo helm- inga í meira en fjörtíu ár. Þjóðverj- ar verða jafnframt ríkasta þjóð Evrópu. Þessum tíðindum var tek- ið með miklum fagnaðarlátum um allt landiö í gærkvöldi og nótt þóft dæmi væru um að fólk teldi sam- eininguna ekki gleðiefni. Það var á miðnætti sem klukkuih var hringt í Berlín, sem er höfuð- borg hins sameinaða ríkis, og svartur, rauður og gulur fáni með erni sem skjaldarmerki var dreg- inn að hún á þinghúsi borgarinnar. Richard von Weizsaecker, forseti hin sameinaða Þýskalands, lýsti Sameinmgm: ísraelsmenn minna á ábyrgð Þjóðverja Stjórn ísraels lýsti í gær sérstökum áhyggjum vegna sameiningar Þýska- lands og minnti á aö Adolf Hitler hefði látið myrða með skipulögðum hætti um sex milljónir gyðinga þegar hann haíði völdin í sameinuðu Þýskalandi. Þess var krafist af Yad Vashem stofnuninni í bréfi til kanslara og forseta Þýskalands að þjóðin lýsti opinberlega á hendur sér ábyrgð vegna útrýmingarherferöinnar á hendur gyðingum. Stofnunin hefur það verkefni að halda á lofti minn- ingunni um þá sem létu lífiö í útrým- ingarbúðum nasista. „Sameining Þýskalands vekur upp slæmar minningar hjá okkur því það var sameinað Þýskaland undir stjórn Adolfs Hitlers sem olli gyðingum meiri hörmungum en dæmi eru um á síðari tímum,“ segir í bréfinu frá Yad Vashem. í dagblöðum í ísrael sagði að gyð- ingar mundu alltaf minnast þess sem Þjóðverjar gerðu þeim og taka hinu nýja þýska ríki með varúð rétt eins og áður. Reuter því yfir að ríkin hefðu verið sam- einuð í friði. „Við viljum vera þjónar heims- friðarins í sameinaðri Evrópu," sagði hann undir fagnaðarlátum manníjöldans sem hafði safnast saman við þinghúsið sem svo oft hefur verið vettvangur mikilla at- burða í þýskri sögu. Bæði George Bush Bandaríkja- forseti og Michail Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, lýstu samein- ingunni sem endalokum kalda stríðsins og að nú væri hafiö nýtt tímabO í samskiptum austurs og vesturs. „Fjörtíu ára átök og austurs og vestur eru nú að baki okkur,“ sagði Bush í ávarpi sem sjónvarpað var um Þýskaland í gær. Francois Mit- terrand Frakklandsforseti sagði í ávarpi sínu til Þjóðveija að hér hefði fallið réttlátur dómur sög- unnar. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, tók ekki eins djúpt í árinni og sagði að það væri hlut- verk þjóða heims að sjá til þess að Þjóöverjar gerðu ekki oftar tilraun- ir til að leggja Evrópu undir sig. Tilfmningar voru nokkuð blendnar meðal þeirra sem urðu vitni að hátíðarhöldunum í gær. Tilstandið þótti minna á skraut- sýningar nasista á árunum fyrir heimsstyrjöldina. Minntust menn m.a. fortíðarinnar þegar fáninn blakti yfir þinghúsinu með svarta erninum í miðjunni og gamli þjóð- songunnn var sunginn. Að öðru leyti minnti samkoman á hverja aðra hátíðarsýningu. Flugeldar sprungu og ljósadýrðin lýsti upp himininn yfir Berlín. Tal- ið er hundruð þúsunda manna hafi veriö fyrir framan þinghúsið þegar sameiningunni var lýst yfir. í Berlín áttu menn von á mót- mælum nýnasista en þegar til kom bar ekkert á þeim og hátíðarhöld- unum lauk ánþess að ofbeldis yröi vart í Berlín. I öðrum borgum fór þó ekki allt eins friðsamlega fram og í Leipzig kom til óláta. Reuter Mál Honeck- ers í hendur dómstóla Ríkissaksóknari Austur-Þýska- lands gerði þaö að síöasta verki sínu að afhenda dómsyfirvöldum í sam- einuðu Þýskalandi skjöl vegna mála á hendur Erich Honecker, fyrrum leiðtoga austur-þýskra kommúnista. Skjölin taka yfir 500 blaðsíður og fjalla um ávirðingar leiðtogans á valdaferli hans í Austur-Þýskalandi. Þýsk dómsyfirvöld munu ákveða kvort Honecker verður ákærður. Honecker er nú 79 ára gamall og sjúkur maður. Hann hefur undanfar- ið dvalið á sovésku hersjúkrahúsi fyrir sunnan Berlín ásamt Margot, konu sinni. Leiðtoginn hrökklaðist frá völdum í apríl í vor eftir víðtæk mótmæli landa hans. Austur-þýskir læknar segja að Honecker hafi ekki heilsu til að mæta fyrir rétti en hann verður að fara í læknisskoðun aö nýju áður en mál hans verður tekið fyrir. Auk Honeckers mega ýmsir aðrir leitogar Austur-Þýskalnds eiga von á ákærum, sérstaklega vegna stuðn- ings við vestur-þýska hryðjuverka- menn. Reuter Þýski fáninn með svörtum erni blakti við hún í Þýskalandi í gær og nótt. Mörgum þótti hátíðarhöldin í gær minna óþægilega á skrautsýningar nasista á valdatíma Adolfs Hitlers. Simamynd Reuter Víöa óánægja í Austur-Þýskalandi: Nýnasistar mót- mæltu í Hópur hægri öfgamanna kom saman í nótt í Leipzig og hafði uppi mótmæh gegn sameiningu þýsku ríkjanna. Flestir aörir borgarbúar hundsuðu hátíðahöldin og vildu með því mótmæla svikum við lýð- ræðisbyltinguna á síðasta ári. LÖgreglan sagði að öfgamennim- ir, sem kenna sig við nýnasisma, nefðu verið um 100. Þeir voru grímuklæddir og köstuðu flöskum og grjóti aö lögreglunni en réöust á vegfarendur. Nokkrir vinstri sinnaðir andstæðingar þeirra komu á staðinn og upphófust slags- mál milli hópanna. Ekki urðu þó alvarleg slys á fólki. Vitni sögöu að aðeins um 2000 manns hefðu tekið þátt í hátiðar- höldum í borginni vegna samein- ingarinnar. Borgarbúar eru þó um Leipzig hálf milljón. Sumir sögðu aö þeir óttuðust slagsmál ef mikill mann- fjöldi safnaðist saman í miðborg- inni í Leipzig var lýöræöishreyfingin, sem steypti sfjóm austur-þýskra kommúnista af stóli í lok síðasta árs, hvað öflugust. Meðal borg- arbúa hefur ríkt óánægja með þró- unina eftir þaö. Telja margir að hugsjónir hreyfingarinanr haíi verið sviknar en Vestur-Þjóðverjar hafi veriö látnir leggja landið undir sig. Leiðtogar lýðræðishreyfingar- innar benda á að nú taki við tíma- bil atvinnuleysis og fátæktar í Austur-Þýskalandi. „Það er ekkert til að halda upp á,“ sagði einn þeirra. Reuter Skutu f lugeldum að Trabantinum Fagnandi Þjóðveijar gerðu það aö leik sínum að skjóta flugeldum aö gömlum Trabant þar sem honum hafði veriö komið fyrir nærri Brand- enborgarhliðinu í miðri Berlín. Höfðu menn á orði aö bíllinn væri tákn hins hægfara og úrelta alþýðu- lýöveldis sem var úr sögunni í sama mund og flugeldarnir gengu yfir bíl- inn. Trabantinn var látinn standa á stalh sveipuðum gamla austur-þýska fánanum sem nú heyrir einnig sög- unni til. Á liðnum árum hafa vestur- og austur-þýskir bílar verið teknir sem dæmi um muninn á þessum tveimur ríkjum. Nú verður Trabant- inn að víkja af vegum Þýskalands eins og flest annað sem er austur- , . ... þýg]^ Trabantinum var komió fyrir á stalli og hann hafður sem skotmark fyrir flug- Reuter elda. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.