Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1990, Síða 32
'm Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjaist,oháö dagblað MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1990. Akureyri: „Skallaði“ út 5 tennur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég þurfti aö vísa tveimur piltum út og þegar búið var aö koma þeim út á götu geröi annar þeirra sér lítið fyrir og skallaði mig í andlitiö með þessum afleiðingum," sagði Zophon- ías Árnason á Akureyri en hann varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu um helgina að missa 5 tennur í viður- eign sinni við drukkinn ungling. Zophonías starfar á Billiardstof- unni í Kaupangsstræti og þurfti að setja piltana tvo út vegna óláta. Ann- ar þeirra, sem er 16 ára gamall, sýndi mótþróa en þegar tekist haföi að koma honum út á götu „stangaði“ hann Zophonías með höfðinu þannig að hann missti tennurnar fimm. „Ég var með eina tilbúna tönn á brú og það skipti engum togum að hún spýttist út úr mér og tók með sér fjórar framtennur sem losnuðu í heilu lagi. Mér tókst að finna tenn- urnar strax og komast til tannlæknis mjög fljótlega á eftir. Honum tókst að koma tönnunum fyrir aftur og það virðist sem ég muni halda þeim þrátt fyrir allt,“ segir Zophonías. Steingrímur án eftirlits: Málið rætt við ráðuneytið segir ríkissaksóknari LOKI Þetta hefur í það minnsta verið álskalli! „Ekki nokkur fót ur fyrir þGSSti“ y-j * / | „Eg held að það sé ekki nokkur fótur fyrir þessu. Ég hef aldrei heyrt um þetta talað á einn eða neinn veg. Hitt er svo annaö mál að ég veit að fulltrúar erlendra sendiráða hafa miög oft samband við þingménn, ekki síst við fufltrúa í utanríkismálanefnd. Þarpa er gef- ið til kynna að menn hafi þegið gjaf- ir og jafnvel feröalög fyrir veittar upplýsingar og ég trúi því ekki að íslenskir þingmenn, hvorki í mín- umflokki né öðrum, hafi komið sér í slíka aðstöðu að þjóðarhagur gangi ekki fyrir,“ sagði Jóhann Einvarðsson, formaður utanríkis- málanefndrar Alþíngis, við DV. Haft er eftir Oleg Gordijevskij, fyrrum foringja í sovésku leyni- þjónustunni KGB, í Morgunblað- inu um helgina að 1981 hafi útsend- urum KGB á íslandi tekist að koma á leynilegu trúnaðarsambandi við þrjá íslenska stjómmálamenn úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki. „Ef enn eru menn í sovéska sendiráðinu hér sem hafa tengst þessum málum hlýtur að vera hægt að afla sér nánari upplýsinga um sannleiksgildi þessara upplýs- inga,“ sagði Jóhann. „Þeir sem fylgst lrafa með þessum málum vita að þetta hefur viðgeng- ist árum saman, allt frá því Rúss- arnir komu liingað. Þetta kemur mér því alls ekkert á óvart. Hins vegar er spurning hvernig taka eigi þessum ummælum manns sem hoppaði fyrir 1985 og riflar upp samtal um þessi mál sem hann heyrði á skrifstofu. Starfsmenn sendiráösíns hafa tilhneigingu til að mikla sambönd sin fyrir yíir- mönnum sinum í von um starfs- frama, þeir vilja sýna árangur. Því getur venjulegt og alvanalegt upp- lýsingasamtal orðið að trúnaðar- sambandi,“ sagði Magnús Þórðar- son, framkvæmdasfjóri skrifstofu NATO á íslandi, við DV. „Ég get ekkert um þetta sagt þar sem ég veít ekki meira um málið en ég hef lesið eftir þessum fyrrum foringja KGB. Maður fer að spyrja sjálfan sig hvort í lagi sé að heim- sækja sovéska sendiráðið," sagöi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins. „Þeir leita sjálfsagt alls staðar eftir slíku sambandi. Það er þeirra starf. Ég geri ráð fyrir að þetta só svona í velflestum löndum. Ég þekki hins vegar ekki nein slík tengsl,“ sagði Eiður Guönason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins. „Svona ásakanir eru auðvitað mjög alvarlegt mál. Hins vegar sfleyma yfir Vesturlönd fréttir af þessu tagi. Maður veit ekki hvort þetta er sölumennska hjá þessum manni eða hvað þarna er á ferð- inni. Ég tel víst að þaö sem hann er að tala um sé mikið eldra en 10 ára. Ég gæti trúað aö þarna væri verið að tala um 20 til 30 ára gam- alt mál,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra. -hlh/-S.dór „Af hálfu ákæruvalds var í máli þessu vísað til þeirra lagaúrræða sem felast í 67. grein samanber 66. grein almennra hegningarlaga - það er að beitt yrði gæslu að refsingu lokinni. Dómstólar meta hvort efni eða skilyrði séu til slíkrar gæslu. Það er ekki í verkahring ákæruvalds að kveöa á um framkvæmd slíkrar gæslu eða hvernig að henni skuli staðið. Önnur stjórnvöld, dóms- og heilbrigðismála, annast slíkt. Að öðru leyti talar dómurinn sínu máli,“ sagði Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari er hann var spurður út í dóm Hæstiréttar sem hafnaði kröfu ákæruvaldsins um gæslu á Stein- grími Njálssyni að lokinni refsingu hans. - Mun ákæruvaldið aðhafast frek- ar í þessu máli? „Strax á föstudag vakti ég athygli dómsmálaráðuneytisins sérstaklega á þessum dómi og niðurstöðum um þennan þátt málsins. í öðru lagi hef ég rætt þessa niðurstööu við rann- sóknarlögreglustjóra ríkisins. Ég á von á að við munum ræða það frekar með starfsmönnum embættanna," sagði Hallvarður. -ÓTT -sjáeinnigbls. 2 Ekki kom til átaka þegar byssumenn hittust á Öxnadalsheiði um helgina. Hér eru tvær rjúpnaskyttur frá Akur- - eyri, Ágúst Ásgrímsson og Gisli Ólafsson, á heiðinni ásamt Skagfirðingunum Kára Gunnarssyni og Árna Bjarna- syni sem skráðu nöfn þeirra og hyggjast kæra. Sjá nánar á bls. 6 DV-mynd gk Veörið á morgun Frost um allt land Norðanáttin verður ríkjandi á landinu á morgun með tilheyr- andi frosti. Það verður norðan og norðaustan gola, él um landið norðanvert en víða bjartviðri syðra. Frostið verður á bilinu 0-5 stig. Mál Steingríms Njálssonar: „Það þarf að bregðast við“ „Við erum ekkert yfir það hafnir að hlýða Hæstarétti. En það þarf að bregðast við í þessu máli. Sem betur fer er ennþá tími til stefnu. Það verð- ur reynt nú á næstunni að leita leiða til að finna lausn,“ sagði Hjalti Zóp- honíasson, skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu, aðspurður um viðbrögð ráðuneytisins vegna dóms Hæstaréttar yfir Steingrími Njáls- syni. Samkvæmt dómi Hæstaréttar verður Steingrímur látinn laus í fe- brúar. Kröfu ríkissaksóknara um gæslu að lokinni refsingu var hafnað í dóminum. „Fólk er farið að hugsa til þess þegar viðkomandi fer út á götumar aftur. Við erum meðvitaðir um al- menningsálitið og skiljum það. Viö munum því leita leiða til að bregðast við þessu máli og kanna hvernig næstu skref verða. Við erum ekki farnir að ræða hvernig það verður gert en þetta verður skoðað," sagði HjaltiZóphoníasson. -ÓTT Ólympíuskákmótið: Tap og sigur hjá íslendingum Byrjunin hjá íslensku skáksveit- inni á ólympíuskákmótinu í Júgó- slavíu var ekki sem best þvi hún tap- aði fyrir indversku sveitinni, hlaut 1,5 vinning gegn 2,5 vinningi Ind- verja. Helgi Ólafsson tapaði, Jón L. gerði jafntefli, Jóhann Hjartarson vami en Margeir Pétursson tapaði. Það gekk svo betur í annarri um- ferð. Þá tefldu íslendingarnir gegn Úrugvæmönnum og sigruðu 4-0. Alls eru 107 skáksveitir mættar til leiks í Novi Sad í Júgóslavíu. Þriðja umferð verður tefld í dag. -S.dór E-listinn fékk flmm kjörna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: E-listi, sem borinn var fram af fyrr- verandi hreppsnefndarmönnum úr Öngulsstaðahreppi, Hrafnagils- hreppi og Saurbæjarhreppi, fékk 5 menn kjörna í Eyjafjarðarsveit um helgina. Kjörsókn var rétt rúmlega 70% og fékk E-listinn 286 atkvæði en N-listi fékk tvo menn kjörna. Hreppsnefndarmenn eru þessir: Af É-lista: Birgir Þórðarson bóndi, Ólafur Vagnsson ráðunautur, Sigur- geir Hreinsson bóndi, Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi, Pétur Helgason bóndi og af N-lista: Atli Guðlaugsson skólastjóri og Jón H. Eiríksson bóndi. Freyja hf. Simi: 91-41760 t i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.