Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Úr myndasögu Halldórs Baldurssonar, „Frábær morgunn". SKOV ERSI.l \ KOHWOGS HAMRABORC 3 S I M I 4 1 7 5 4 Krrrst! Girrr! Bæng! Gúlp! Smakk! Pá! Krrrst! Grrrr! Bæng! Nei, þetta eru ekki orö úr kennslubókinni, „Teach Yourself Neandertal", heldur nokkur íslensk hljóö eða óhljóö eins og þau líta út á prenti. Hvort þetta eru áhrifameiri óhljóö en sambærileg ensk óhljóð, eins og Krrrk! Ratata! Zap! Thunnk! Smash! Kerboiiing! Krash! Ssspreeoow! og svo framvegis, skal ósagt látið. Þaö gildir einu, í íslenskum myndasögum þurfa að vera íslensk óhljóð. Þaö gengur til dæmis ekki aö láta íslenskan fjárhund segja Bow Wow! í myndasögu. Hann segir auövitaö voff! upp á íslensku. Ánnaö mál er þaö að ekki hefur reynt mikiö á útsetningar íslenskra óhljóöa og upphrópana á prenti, vegna þess að sá miöill, sem mest reiðir sig á slíka effekta, myndasagan, hefur veriö mjög lítið notuö hér á landi. í myndasögum þeirra SÖBs og Gísla Ástþórssonar, tveggja íslenskra frum- kvööla á þessum vettvangi, er aukinheldur fremur lítið um æsilega at- burði meö viðeigandi hljóðeffektum. Annars vil ég,(mis-) nota þetta tækifæri og lýsa eftir heildarútgáfu af „Siggu Viggu“. Gisp! Það þarf tæpast aö fara mörgum orðum um myndasöguna í nútíð. Hún er löngu orðin hluti af heimsmenningunni, komin inn í fagurlistirnar (Erró), námsbækurnar, út um allt. Mér er sagt að Japanir, voldugasta Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson þjóö veraldar, lesi helst ekki annað á leiöinni úr og í vinnu en myndasög- ur, uppfullar meö kynóra og kvalalosta. Hvort þetta allt er jákvæö þróun eða hinsegin veröa aðrir aö dæma um. Mér skilst til dæmis að skólamenn viti ekki enn hvort börn hafi gagn eöa ógagn af myndasögunni. En myndasagan í dag á lítið skylt viö þær myndasögur sem ég og mín- ir líkar gleyptum í okkur í dentíð, Herra minn sæll og trúr! Myndasagan er orðin gegnsýrö af súrrealisma, stjórnmálum, sýrurugli, sexi og öllu þar á milli. Eins og sést þegar flett er nýju blaði íslenskra áhugamanna um myndasögur, GISP!, sem er nýlega komið á markað. Þessir áhuga- menn eru líka höfundar myndasagnanna í blaöinu. Eins og allir vita er Gisp! samnefnari fyrir ýmiss konar upphrópanir og geðshræringar „per- sónanna" í Andrési önd. Vá! Nú er ég ekki alveg með það á tæru hvernig á að „ritdæma" myndasög- ur en segir svo hugur að höfundar sagnanna þurfi í senn að vera hug- myndaríkir, ritfærir og drátthagir. Hvernig uppfylla ungir íslenskir höf- undar þessi skilyrði? Jú, svona svona. Halldór Baldursson, höfundur „Frábærs morguns“, hefur hugmyndirnar, er liðtækur, ef eilítið þung- hentur, teiknari, en þarf að leggja meiri vinnu í að þróa sjálfa söguna áður en hann teiknar hana. Síðari myndasaga hans, „Hann kernur", er mjög ungæöislegt verk, eiginlega misheppnað. Þorri Hringsson er aug- sýnilega mestur teiknari í blaðinu, hefur hugmyndir, en þróar þær frem- ur fyrirsjáanlega frá myndramma til myndramma. Frumlegasta myndasagan er án efa „Býsansbýsnin" eftir Bjarna Hin- riksson, sem segir af því þegar þrjár búlgarskar söngkonur í Trio Balk- ana koma til Reykjavíkur og gera þaö sem séra Gunnari Björnssyni tókst ekki, að fjarlægja Fríkirkjuna (Vá!). Gúlp! Jóhann L. Torfason og Þórarinn Leifsson aðhyllast dáldiö hráa pönk- línu í myndasögum sínum og er ekki um annað að ræða en að bíða og sjá hvernig þeim reiðir af í næstu blöðum. Bragi Halldórsson hefur allmikla sérstöðu í blaðinu og þótt víðar væri leitað, þar sem hann notar ekkert Krsst! Grrrr! - sem sagt, engan texta. Hann er snjall og hugmyndaríkur kompónisti en (Gúlp!) á eftir að slípast sem teiknari. Lestina rekur svo Ólafur Engilbertsson með fjarstæðukennt „barnaæv- intýri" í litum. Útgefendur mættu íhuga það að birta í bland nokkrar sígildar mynd- ræmur eftir helstu meistara myndasögunnar. Ég óska þeim velfarnaðar, bíð í óþreyju eftir næsta blaði og vona að það verði betur innbundið en frumraunin sem missti af sér kápuna við nánari skoðun. Við tökum smá forskot á jólin og leggjum á borð að höfðingja sið. Að sjálfsögðu er allt það besta úr íslenska búrinu, til dæmis heitt og kalt hangikjöt ásamt laufabrauði. Við lumum einnig á klassískum jólarétta- uppskriftum frá útlöndum og berum fram danska rifjasteik, sænska síldarrétti, gljáð grísalæri og margt fleira girnilegt góðgæti sem ómissandi er á höfðingjaborðum. Jólaglögg að hætti hússins. Jólahlaðborðið, í hádeginu og á kvöldin. Leitin að fallegasta piparkökuhúsinu. Móttaka á piparkökuhúsum hefst 8. desember. Skilafrestur er til 28. desember. Vegleg verðlaun. Holiday Inn - Bylgjan - Veröld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.