Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. „ Okkar maður" í Kreml Vesturveldin hafa ákveðið, að Gorbatsjov Sovétfor- seti sé eina vonin um sæmilegan frið í austri og gera sitt bezta til að styðja miðstjórnarvald hans í Kreml. Þau styðja því ekki sjálfstæðishreyfmgar í einstökum Sovétríkjum, svo sem í Eystrasaltsríkjunum þremur. Röksemdafærslan að baki vestræns stuðnings við Gorbatsjov er, að Sovétríkin rambi á barmi blóðugra átaka og að harðlínumenn úr her og leynilögreglu muni taka völdin, ef Gorbatsjov falli. Þe’ss vegna sé Vestur- löndum nauðsynlegt, að Gorbatsjov haldi völdum. Gorbatsjov er þegar farinn að virkja her og leynilög- reglu til að verja sig falli í þeirri átt. Harðlínumenn úr þessum flokkshollu stofnunum hafa verið settir yfir innanríkisráðuneytið, þar á meðal lögregluna. Þar með er stjórnarfarið aftur á leið til fortíðarinnar. Gorbatsjov hefur hlaðið að sér formlegum völdum að undanförna, en hefur þó ekki stjórn á neinu. Stjórn- ir einstakra ríkja virða að vettugi lög og reglugerðir frá Kreml. Þing einstakra ríkja hafa sett eigin lög um, að heimalög séu Kremlarlögum æðri, ef þau stangast á, Þjóðerni er orðið að hornsteini tilverunnar á upp- lausnartíma. Þjóðernistilfmningar hafa magnazt svo, að sums staðar hefur leitt til blóðsúthellinga. Víða eru þjóðernisminnihlutar innan í þjóðernisminnihlutum og flækir það erfiða stöðu Kremlverja enn frekar. Afturhaldsmenn flokksins sitja á skrifstofum' með stimplana og reyna að magna öngþveitið, svo að her og leynilögregla taki völdin. Þeir reyna líka að koma í veg fyrir, að matvæli komist til stórborganna Moskvu og Leningrad, þar sem flokksleysingjar hafa völd. Afstaða Vesturlanda er skiljanleg. Utanríkisráðu- neyti stórvelda hneigjast að stuðningi við valdhafa hvers tíma í löndum þriðja heimsins. Þau telja sig vita, hvar þau hafi þessa valdhafa, „okkar menn“, sem margir hverjir eru lítt frambærilegir eða jafnvel hreinir bófar. Fyrst og fremst er það óttinn við ó.vissuna, sem stjórn- ar stuðningi Vesturlanda við miðstjórn Gorbatsjovs. Menn sjá fyrst og fremst fyrir sér upplausnina, sem jafnan fylgir falli einræðis og alræðis, en líta síður til þess jákvæða, sem síðar kann að rísa á rústum þess. Miklar birgðir kjarnorkuvopna í Sovétríkjunum eru vestrænt áhyggjuefni, ef margir smákóngar rísa á rústum Kremlarveldis. Ekki er hægt að sjá fyrir, hvar þau lenda, ef ríkjasambandið leysist upp. Og sumir smákóngarnir kunna að reynast illa útreiknanlegir. Gorbatsjov er Vesturlöndum einnig mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn íraksstjórn Saddams Hussein. Það er því ekki bara vegna kjarnorkuvopn- anna, að hernaðarfræðingar vestrænna ríkisstjórna vilja standa við bakið á hinum valta alræðisherra. Af öllum þessum ástæðum miðast hjálp Vesturlanda handa Sovétríkjunum einkum við að halda lífi í Kreml- arveldi Gorbatsjovs. Aðstoðin hefur að markmiði, að borgarbúar í Moskvu og Leningrad svelti ekki og leiðist ekki til uppþota. En hún hefur ekkert efnahagsgildi. Aðstoð Vegturlanda stefnir líka að því að draga úr hljómgrunni fyrir valdatöku afla innan hers og leynilög- reglu, um leið og Gorbatsjov reynir að beina athygli þessara afturhaldssömu flokksstofnana að baráttu við svartamarkaðsbrask og skipulega viðskiptaglæpi. Um leið skjóta Vesturlönd stoðum undir miðstýrða skömmtunarstjóm og fresta því, að Sovétríkin taki nauðsynlegt stökk út í óvissu markaðshagkerfisins. Jónas Kristjánsson í Voító-dalnum i Suður-Eþiópíu hefur Hjálparstofnun kirkjunnar verið í samstarfi við aðra aðila um upp- byggingu. - Börn af Tsemai-þjóðflokknum. Brauð handa hungruðum heimi Á haustdögum var mikill og merkilegur fundur í höfuðstöðvum Sameinuöu þjóðanna í New York. Þar komu saman yfir 70 heimsleið- togar og fundarefnið var málefni barna. í stefnuyfirlýsingu frá fund- inum stendur m.a. þetta: „Við erum saman komin á heimsleiðtogafundi um málefni barna til þess að taka á-okkur sameiginlegar skuldbind- ingar og til að skora á allan heim- inn - að gefa öllum börnum betri framtíð." í stefnuyfirlýsingunni eru síðan raktar hörmulegar staðreyndir um stöðu og aðbúnað barna í fjölmörg- um löndum. Meðal annars er bent á að 40 þúsund börn deyi á dag. 100 milljónir barna séu án allrar menntunar og um 25-30 milljónir barna eigi hvergi heima en lifi á götum stórborga. Einnig er því haldið fram að á hverjum degi sé milljónum barna ógnað af fátækt og efnahagskreppu, hungri og heimihsleysi, drepsóttum og ólæsi og versnandi umhverfisskilyrðum. Þjóðarleiðtogamir bentu á að brýnustu verkefnin væru að bæta heilsu og menntun barna og skapa þeim umhverfi sem veitir þeim ör- yggi og stuðning. Þeir skuldbundu sig svo til að vinna saman að vel- ferð barna og útvega þá fjármuni sem til þarf til að framfylgja skuld- bindingunum. Vonandi láta þeir ekki lengur orðin ein standa. Við hjálpum Hjálparstofnun kirkjunnar stendur nú í sinni árlegu jólasöfn- un „Brauð handa hungruðum heimi“. Stofnunin hefur nú sem undanfarið beint kröftum sínum að verkefnum sem bæta hag bama og kvenna í þróunarlöndum. Leit- ast hefur verið við að velja verkefni þar sem þeim verst settu er rétt hjálparhönd og þar sem hver króna kemst til skila og margfaldast að verðgildi. Indland Á Indlandi ríkir rótgróin stétta- skipting. Þeir sem lægst eru settir eru oftast ódýrt vinnuafl fyrir ríka stórbændur og eiga litla möguleika að afla sér menntunar og brjótast þannig úr viðjum aldagamalla hefða. í Andhra Pradesh-héraði í Suð- ur-Indlandi hefur Hjálparstofnun- in í samstarfi viö þarlenda kirkju kostað byggingu barnaskóla fyrir 400 hundmð nemendur. Bygging- arkostnaður er aðeins 700 þúsund krónur. Nú hefur einnig verið ákveðið aö reisa lítið sjúkrahús Kjallarinn Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar fyrir 20 sjúklinga. Þetta litla sjúkrahús mun þjóna 200 þúsund manna byggð sem nú hefur litla sem enga möguleika á að fá nauð- synlega læknishjálp. Hjálparstofn- unin hefur einnig ákveðið að sjá 100 börnum í Andhra Pradesh- héraði fyrir mat, fótum og skóla- göngu. Þeir sem vilja leggja þessu máli lið geta tekið sér barn, eitt eða fleiri, en það kostar um eitt þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn. Eþíópía I Voító-dalnum í Suður-Eþíópíu búa Tsemaí-menn. Þessi þjóöflokk- ur er lítill og því hafa fáir haft áhuga á að byrja starf á meðal þeirra. Tsemaí-menn era nokkurs konar hirðingjar. Þeim hefur farið fækkandi vegna harðbýlis og sjúk- dóma. Margir framandi siðir og venjur ríkja á meðal þeirra. T.d. er barnaútburður ekki óalgengur og bundinn forfeðradýrkun.-Göml- um lögum og reglum, sem forfeð- urnir settu, verður að fylgja, ann- ars hlýst verra af. í samstarfi við Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga og lút- hersku kirkjuna í landinu er Hjálp- arstofnun kirkjunnar að byggja sjúkraskýli og aðra heilsugæsluað- stöðu í þessum dal. Islenskir kristniboðar eru þarna að störfum og munu sjá til þess að verkið gangi vel og að sem mest verði úr krón- unum. Það er fullvist að með árun- um mun þessi aðstoö gjörbreyta lífi Voító-manna og ekki síst barna og kvenna. Mörgum lagt lið í litla Afríkuríkinu Lesotho styð- ur Hjálparstofnunin starf fyrir áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Drykkjuskapur og eiturlyf eru mikið vandamál þar sem víða ann- ars staðar í Afríku. Hjálparstofnunin hefur einnig hafið starf á meðal einstæðra mæðra í Nairóbí í Keníu. Þeim er meðal annars kenndur sauma- skapur og hjálpað til að eignast saumavél svo þær geti séð sér og sínum farborða með saumaskap í stað þess að selja heimatilbúið áfengi og jafnvel stunda vændi. Hjálparstofnunin hefur einnig tekið þátt í fleiri verkefnum í sam- starfi við aðrar kirkjulegar hjálp- arstofnanir, auk þess sem mörgum hér heima hefur verið lagt liö. Næg verkefni Vikulega berast Hjálparstofnun kirkjunnar beiðnir um hjálp. Neyö- in fer aldrei í frí og alltaf er hægt að gera meira og betur en til þess þarf fjármuni. Hjálparstofnunin hefur sýnt og sannað tilverurétt sinn í vel heppnuðum verkefnum sem hafa komið þeim verst settu til góöa. Margir eiga nú betra líf og betri framtíð í vændum vegna þess að viö réttum þeim hjálparhönd á erf- iðri stundu. Hjálparstofnun kirkj- unnar leitar nú til landsmanna um aðstoð. Söfnunarbaukar og gíró- seðlar hafa verið sendir inn á hvert heimih. Eigi Hjálparstofnunin að geta haldið áfram starfi sínu þarf hún á hjálp þinni að halda. Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Tök- um höndum saman svo að 40 þús- und böm þurfi ekki að deyja á dag. Jónas Þórisson Þvl er haldið fram að á hverj um degi . sé milljónum barna ógnað af fátækt og efnahagskreppu, hungri og heimilis- leysi, drepsóttum og ólæsi og versnandi umhverfisskilyrðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.