Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 3 ÐV Viötalið Verðlaunin á bankabók V. i ... Nafn: Áslaug Helgadóttir Aldur: 37 ára Starf: Plöntuerfðafræðingur Doktor Áslaug Helgadóttir, plöntuerföafræðingur Rjá Rann- sóknastofnun landMnaöarins, hlaut nýlega hvatningarverðlaun Rannsóknaráðs ríkisins 1990. Markmið þessara verðlauna er að hvetja unga vísindamenn til dáða og vekja athygli almennings á gildi raimsókna fyrir þjóðfélag- ið. Þessi verðlaun eru veitt vís- indamönnum 40 ára og yngri. Áslaug er fædd og uppalin í Reykjavík. Faðir hennar er úr Reykholtsdal í Borgarfirði og móðir hennar er af Snæfellsnesi. Áslaug gekk i Laugalækjarskóla og kom aðeins við í Gaggó Aust, eins og hann var kallaður. Þaðan lauk hún landsprófi og fór siðan i Menntaskólann við Hamrahlíð. Áslaug útskrifaðist sem stúdent 1973. Eftir það lá leiðin til Man- itoba í. Kanada þar sem hún stundaði nám í háskóla og lauk bachelor-gráðu árið 1976. Þá kom Áslaug heim og starfaði hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- Ins í eitt og hálft ár áður en hún fór til náms við Háskólann í Re- ading í Englandi. Hún lauk dokt- orsprófi í hagnýtri grasafræði árið 1982 og eftir þaö hefur Áslaug starfað hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Kynbætt grös í túnrækt „Þessi staða, sem ég er í, á að sinna og sjá um plöntukynbætur og stofnaprófanir. Og það felst í þvi að leita að eða kynbæta grös og aörar plöntutegundir sem hægt er að nota í túnrækt og til uppgræðslu. Svo hef ég fengist við ýmislegt sem tengist þessu bæði beint og óbeint.“ Hvatning- arverðlaunin eru 1,5 milljónir króna en Áslaug segist ekki vera búin að ákveða hvað hún ætli að gera við peningana. „Ég set þá væntanlega inn á bankabók til að byrja með.“ Mikill tónlistaráhugi á heimilinu Áhugamál Áslaugar, fyrir utan starfið, eru ýmisleg. .,Eg hef heil- mikið verið í tónlist og sungið i kórum og spila svolítið á píanó. Við erum mikið í tónlist á heimil- inu. Börnin eru að læra og mað- urinn minn syngur og spilar á fiðlu. Síðan les ég heilmikið og hef áhuga á því sem tengist ís- Iensku máli. Svo hef ég gaman af að stunda kvenlega iðju eins og handavinnu. Ég hef gaman bæði af að sauma og pijóna. Meira kemst ég nú ekki yfir.“ Áslaug ekur um á gömlum Citroen-bíl en hún segist ekki vera bílaáhugamanneskja. Ekki segist Áslaug geta nefnt neitt sérstak í mat sem hún tekur fram yfir annað. „Mér fmnst allur matur góöur." Áslaug er gift Nikulási Hall, kennslustjóra við Tölvuháskóla Verslunarskólans, og þau eiga þrjú börn á aldrinum 1 til 8 ára. -ns mww jIhdiMshntis raeð 800 K drifi og 1 Mb innra minni á sécstoku jólatilboðsverði, aðeins 64.409.- kr. eða aðeins 139.677.-kr. eða maoo,-- Nú á sérstöku Við bjóðum Munalán, sem er greiðsludreifing fyrir þá sem kaupa verðmætari muni. f>á eru greidd 25% við afhendingu og afgangurinn á 3,6,9,12,18,21,24,27 eða allt að 30 mánuðum. Kynntu þér Munalán! Greiöslukjör til allt aö 30 mán. \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.