Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. Fréttir______________________________________________________________________________pv Fj árlagafrumvarpið: Þensluhallinn er ekki undir sextán milljörðum sem Vísbending nefnir. Ríkisfyrir- tæki í B-hluta munu taka aö minnsta kosti 3 milljarða í erlendum lánum. Þá muni opinberar lánastofnanir taka 20,7 milljarða í innlendum og 3,5 milljarða í erlendum lánum. Þannig fáum við út, að heildarláns- fjárþörf ríkisins árið 1991 verði ekki minni en um 40 milljarðar króna. Til að reikna þensluhallann þarf að draga frá erlendar aíborganir, 5,9 milljarða, erlendar vaxtagreiðslur, 11 milljarða, og greiðslur til Seðla- bankans, 0,4 milljarða króna. Þá kemur út þensluhallinn brúttó, og frá honum er rétt að draga innlendar afborganir, 7,2 milljarða króna. Við erum þá komin með hinn raunveru- lega halla á fjárlögum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og frum- varpið lítur út í dag. Þessi þenslu- halh nemur um 16 milljörðum króna samkvæmt framansögðu. Varla frnnst annað verra í íslenzku efnahagslífi um þessar mundir en ríkishallinn. Menn segja, að verð- bólgan verði lítil á næsta ári, um 8 prósent. Þjóðarsátt er í gildi, þar sem launþegar taka á sig byrðar. Við sjáum ekki fyrir, hvað verða mun um verðbólguna, þegar svo gífurleg- ur halli á ríkissjóði, rekstrarhalli og þensluhalh, er látinn grassera. Niðurskurður útgjalda væri sem fyrr eina raunhæfa úrræðið. Skatta- hækkanir ættu ekki að þurfa að verða. Eins og fram hefur komiö hér í blaðinu eru skattar hér ekkert lægri en í sambærilegum löndum, löndum sem eyða til hermála svo að dæmi sé nefnt. Þessa dagana mun koma í ljós, hvort ríkisstjórnin hyggst keyra miklar skattahækkanir í gegn. Nú þegar er ríkisstjórnin að auka álögur á fyrirtækin. Halli fjárlaga næsta árs samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður ekki undir 16 milljörðum, þegar litið er á þann þensluhaUa, sem í frumvarpinu felst. Þetta yrðu 4,4 prósent af fram- leiðslu í landinu. Sambærilegur halli reyndist 2,5 prósent af framleiðsl- unni samkvæmt frumvarpinu eins og það var samþykkt í fyrra, en varð 4,3 prósent framleiðslunnar, þegar upp var staðið. Ef hallinn vex svona frá frumvarpinu til þess, sem raun- verulega á eftir að gerast árið 1991, Sjónarhom Haukur Helgason yrði hallinn um 6,8 prósent af fram- leiðslunni. Þetta er ljót tala og hættu- leg. Hinn raunverulegi ríkishalli Menn líta með ýmsum hætti á, hvað sé fjárlagahalli. Venjulega er talað um rekstrarhallann. Þar er sagt til dæmis, hversu mikil gjöld eru umfram tekjur. Á hinn bóginn kem- ur í því tali ekki fram, hve mikið rík- ið tekur að láni umfram það, sem ríkið greiðir af lánum. Þannig er auðvitað réttast að nota svokallaðan þensluhalla, þegar þetta er rætt, en- erfitt er að fá upplýsingar um hann öllum stundum. Það er hinn raun- verulegi ríkishalh. Við sögðum í gær frá, hvemig þá stefndi um rekstrar- halla ríkissjóðs fyrir næsta ár. Það stefndi í 7-8 milljarða króna rekstr- arhalla, en fjármálaráðherra reynir á elleftu stimdu að fylla að einhveiju leyti í það stóra gat. Margs konar hugmyndir eru uppi um að hækka skatta til að draga úr þessum rekstr- arhalla. Verið hefur í umræðunni að - skattahækkanir eiga að minnka rekstrarhallann Rangt að hækka skatta Þegar þensluhallinn er reiknaður, er tillit tekið til lántöku, sem íjárlaga- frumvarpið hefur í för með sér. Vissulega á enn eftir að breyta frum- varpinu í meðferð þingsins eins og að framan var sagt, en leiða má líkur að því, hvemig málin standa. Hér er að nokkra stuðzt við umfjöllun tíma- ritsins Vísbendingar en „spekúler- að“ með frekari utreikninga, út- reikninga sem auðvitað eru ekki á ábyrgð Vísbendingar. Við getum nú áætlað, að fyrir A-hluta fjárlaga þurfi ríkissjóöur um 13 milljarða í innlend- um lánum og hækkað þannig þá tölu, Frá atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir 2. umræðu. hækka virðisaukaskattinn um ára- mótin. Hækkun tekjuskatta einstakl- inga er á dagskránni og einnig vöru- gjalds. Framvarp um nýtt trygginga- gjald er komið fram. Þá er þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið enn eftir. Þar munu koma inn breyting- ar, sem hækka bæði útgjöld og tekjur frá því, sem framvarpið gengur nú út frá. Sagt var í gær, að endurskoð- un tekjuhða frumvarpsins mundi leiða til þess, að tekjur yrðu færðar upp um 1250 milljónir króna. Á móti verða svo einhverjar hækkanir á framlögum th viðbótar því, sem þeg- ar er komið. Ennfremur er ekki séð í dag, hvaða áhrif skattahækkanirn- ar muni hafa. En eitt er víst: Eftir mun enn standa mikið gat mihi gjalda og tekna. Hallinn, sem stefnir í, verður áfram gifurlegur. Sá halh mun aö venju verða enn meiri, þegar upp verður staðið og árið 1991 liðið, þar sem ráðamenn hafa engan dug til að skera niður útgjöld. Ef við lítum á væntanlegan þensluhalla, sem framvarpið felur í sér, blasir við, að ekki er vit í að reikna með minna en 16-17 milljarða króna haha á fjárlög- um. Éf farið er mjög vægt í sakirnar, getum við sagt, að stefni í 16 mhlj- arða þensluhaha. Sá hahi verður verðbólguvaldur, sem örðugt mun verða að hafa hemil á. í dag mælir Dagfari Það er hræðhegt th þess að vita ef Óperan fær ekki styrk frá hinu opinbera. Menningin verður að lifa og hstin verður að þrífast og Óp- eran verður að frumsýna Rigoletto hvað sem hver segir. Jafnvel þótt ekki séu th peningar, enda verður þjóðin að átta sig á því í eitt skipti fyrir öh að menning kostar sitt og hstin er í því fólgin að almenningur greiði fyrir hana. Þannig er Reykja- víkurborg búin að byggja Borgar- leikhús fyrir þijá mihjarða og nú er ríkissjóður að gera við Þjóðleik- húsið fyrir tvo mhljarða og hvers á þá Óperan að gjalda að æfa Rigo- letto án þess að eiga fyrir æfingun- um? í sjálfu sér þarf ekki að óttast að menningin fari í hundana. Óperan fær sitt, enda skyldi engum detta í hug að þeir í Óperanni æfi fyrir ekki neitt eða æth sér að syngja fyrir ekki neitt. Listamennimir fá sína styrki og sín laun, enda er þetta ekki spuming um hvort pen- ingamir komi. Spumingin snýst um það hver eigi að borga. Ríki eða borg? Þeir hjá Óperanni vita mætavel og hafa alltaf vitað að opinberir sjóðir munu á endanum borga tap- ið af menningunni og það jafnvel Óperustríð þótt enginn komi í Óperuna nema þeir sem æfa og syngja og jafnvel þótt tapið hrannist upp af hverri sýningu sem flutt er með tapi. Ef almenningur vill ekki eða tímir ekki að borga sig inn kemur al- menningur th með að borga engu að síöur því að stjómmálamenn- imir, borgarstjórinn og ráðherr- arnir hafa ahir skhning á hstinni og geta ekki verið þekktir fyrir að láta veshngs listamennina æfa fyr- ir ekki neitt. Það er dýrt að vera listamaður og það er dýrt að njóta hstarinnar og þaö er dýrt að borga með menningunni þegar þjóðin kann ekki að meta hana. Máhð er hins vegar þetta: Ólafur Ragnar hefurjþegar borgað 25 mihj- ónir króna í Óperana. Hann vih að Davíð borgi restina. Davíö er hins vegar búinn að borga í Leikfélag Reykjavíkur og segir að hann geti borgaö 15 mhljónir í viðbót th Leik- félagsins ef ríkissjóður hættir við aö borga 15 milljónir th Leikfélags- ins. Þá hafi ríkissjóður 15 mihjónir afgangs sem hann getur borgað í Óperana. Þetta væri aht hægt að gera ef svo iha vhdi ekki th að ráðherramir hafa ahs ekki talað við Davíð um þessa lausn og Davíð gerir aldrei neitt sem aðrir reikna með að hann geri. Davíð segir að vísu að Svavar menntamálaráðherra hafi talað við sig en hann hafi ekki talað við sig nema í 20 th 30 sekúndur en það er alltof stuttur tími th að hægt.sé að taka mark á því sem Svavar segir. Ráðherrarnir segja á móti að þessi lausn sé í sjónmáh ef ekki væri sú hindrun að Leikfélagið vhl ekki taka við sínum 15 mihjónum frá borginni í staðinn fyrir að taka við því frá ríkinu og ráðherrarnir geta auðvitað ekki svikið Leikfélag- ið um 15 milljónimar ef Leikfélagiö fær ekki þær 15 mihjónir frá borg- inni sem það vhl ekki taka við. Davíð er hins vegar thbúinn að greiða þessar 15 milljónir th Leik- félagsins og spara ríkinu að borga sínar 15 mhljónir til Leikfélagsins sem verður th þess að Óperan getur fengið þessar 15 mihjónir sem Leik- félagið á að fá ef borgin borgar það sem ríkiö á að borga og ríkið borg- ar það sem borgin á að borga. Þá borga alhr það sem hinir eiga að borga og enginn þarf að borga meira en hann á að borga. Af þessu sést að stjórnmálamenn- imir eru á einu máh um að styrkja listina og Óperuna og það eina sem eftir er að ákveða er að ákveða hver á að borga hvað. Það vantar ekki tónlistaráhugann og það vant- ar ekki umhyggjuna fyrir tilveru menningarinnar og rausnarskap- inn fyrir hönd almennings. Það eru nægir peningar th og liggja beinlín- is ónotaðir og borgin vill gefa eftir gagnvart ríkinu ef ríkið gefur eftir gagnvart borginni og Óperan á von á heilmiklum fjárfúlgum um leið og Svavar leggur það á sig að tala við Davíð í lengur en tuttugu sek- úndur. Meira þarf nú ekki th þegar menningin er annars vegar. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af Óperunni. Hún fær sitt á endan- um. Þess vegna æfa þeir Rigoletto og frumsýna á annan í jólum út á þá vissu að menningin og hstin fái það sem upp á vantar þegar hsta- mennimir eru búnir að taka sitt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.