Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1990, Síða 13
JSLENSKA AUCLÝSINGASTOFAN HF. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1990. 13 Síðasta orðið Ur ritdómum ÍÐUNN VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 ÁR ♦ Steinunn Sigurðardóttir Steinunn sýnir það og sannar enn á ný að henni er í lófa Iagið að skrifa góða, ffumlega og þar að auki drepfyndna sögu. Hún er snillingur í að svipta hulunni af og sýna hversdagslegustu hluti í skoplegu ljósi, og oft þannig að ekki stendur steinn yfir steini. Það að skrifa sögu heillar ættar í minningagreinastíl þykir mér vel til fundið, og tekst Steinunni það með afbrigðum vel. Þótt ekki sé mikíð gefið upp um hvem einstakling fyrir sig raðast sagan saman eins og púsluspil, og í lokin situr lesandinn eftir með ágengar spumingar í huga. Sigríður Albertsdóttir, bókmenntagagnrýni í Ríkisútvarpinu .. . Og sá vefur sem ffaman af er ofinn með hægð gengur loks glæsilega upp. Qísli Sigurðsson í bókmenntagagnrýni í Dagblaðinu WmM ■ . . Tákn voru tiltölulega mikið notuð í Tímaþjófnum en ekki í Síðasta orðinu þar sem byggð er upp spenna á milli margra texta, margs konar minninga og vimisburða og þar sem spurt er djúpra spuminga um það hvar merkingar sé að leita, einhvers konar sannleika, síðasta orðsins. Dagný Kristjánsdóttir í bókmenntagagnrýni í Þjóðviljanum. Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað ffumlegustu og skemmtilegustu skáldsögu þessa áratugar. ... í þessu verki býr ögrun, sem stundum nálgast ósvífhi, hugmyndaríki, sem er ætíð aðdáunarverð, og ein best heppnaða fyndni sem ég hef séð í skáldverki í langan tíma. .. . Hér er verk sem skemmtir. Eg hló nær stanslaust við lestur þess, kveið því að ljúka lestrinum, en þegar honum var lokið, gat ég vart beðið þess að byrja að lesa á ný. ... Það er þaulhugsað, ffábærlega vel unnið. .. . Steinunn hefiir unnið skáldsögunni mikið gagn með þessu glæsilega verki. Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntagagnrýni á Aðalstöðinni. . . En „Síðasta orðið“ á síðustu blaðsíðunni og jafhvel kaflar úr bréfi Geirþrúðar að handan bæta nokkuð upp þetta verk sem getur verið að sé samboðið Lýtingi eða Ómari cand. mag.- En mér fannst það ekki samboðið Steinunni. Jóhanna Kristjónsdóttir í bókmenntagagnrýni í Morgunblaðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.